Topp 10: Kvikmyndir sem byggðar eru á sönnum atburðum

zulu.jpg
Auglýsing

Kvik­myndir sem byggðar eru á sönnum atburð­um, eða eftir sögu­legum gögnum um þá, eru mis­jafnar að gæð­um. Sumar þeirra telj­ast til bestu kvik­mynda sög­unnar og margar áhuga­verðar og góðar myndir afa komið fram á síð­ustu árum þar sem sögu­þráð­ur­inn er byggður á sannri sögu.

Krist­inn Haukur Guðna­son sagn­fræð­ing­ur hefur séð merki­lega margar bíó­myndir og tók saman lista yfir tíu bestu sann­sögu­legu kvik­myndir sög­unn­ar.

  1. PIER­REPOINTBret­land, 2005.

Myndin um böðul­inn Albert Pier­repoint fór ekki hátt á sínum tíma en er ein­stak­lega góð. Hún segir frá manni sem tók a.m.k. 400 manns af lífi á árunum 1932 til 1956. Það má segja að hann hafi fæðst inn í starfið því að bæði faðir hans og föð­ur­bróðir voru böðl­ar. Myndin er dæmi­gerð ævi­saga sem segir frá hinum ýmsu málum sem komu upp og hvernig hann full­komn­aði þá list að hengja fólk á örfáum sek­únd­um. Hann þótti svo fær að hann var feng­inn til að taka stríðs­glæpa­menn af lífi eftir seinni heim­styrj­öld­ina. Hann starf­aði einnig í Írlandi, á Gíbralt­ar­höfða og við Súez-­skurð­inn. Myndin sýnir líka hvernig afstaða Breta til dauða­refs­inga breytt­ist á því tíma­bili sem hann starf­aði. Á tíma­bili var hann tal­inn hetja. En þegar hann hengdi Ruth Ellis árið 1955, þá var hann orð­inn skúrk­ur.

Auglýsing
  1. 127 HOURSBret­land/­Banda­rík­in, 2010.

Árið 2003 komst hella­könn­uð­ur­inn Aron Ral­ston í heims­frétt­irnar þegar hann lenti í slysi í Uta­h-­fylki. Hann var illa und­ir­bú­inn, án síma og hafði ekki látið neinn vita af sér. Hann hras­aði og festi hægri hönd­ina undir hnull­ungi og sat þar fastur í rúm­lega fimm daga (127 klukku­tíma). Til að sleppa þurfti hann að aflima sig með bit­lausum vasa­hníf. Sagan er ótrú­leg en það er eig­in­lega jafn ótrú­legt að hægt sé að gera góða kvik­mynd um þennan atburð. Aðal­leik­ar­inn James Franco er einn í mynd nán­ast allar 90 mín­út­urn­ar. Hann fer í gegnum allan til­finn­inga­skal­ann og gerir það óað­finn­an­lega. Ral­ston var him­in­lif­andi með útkom­una og sagði að myndin væri eins og heim­ild­ar­mynd um atburð­inn, svo nákvæm væri hún.

  1. AGU­IR­RE, DER ZORN GOTTESVest­ur­-Þýska­land, 1972.

Leik­stjór­inn Werner Herzog hefur yfir­leitt farið ótroðnar slóðir og sagan um land­vinn­inga­mann­inn Lope de Agu­irre er engin und­an­tekn­ing. Agu­ir­re, sem uppi var um miðja 16. öld sagði sig úr lögum við spænsku krún­una, lýsti sig kon­ung Perú og hélt upp Orin­oco fljótið í leit að gull­borg­inni El Dorado. Lítið er vitað um afdrif ferða­lang­anna annað en að Agu­irre var drep­inn af spænskum her­mönn­um. Herzog fyllir í eyð­urnar með inn­byrðis deil­um, hjaðn­inga­víg­um, guð­lasti, geð­veiki, bar­dögum við indjána og sulti. Rétt eins og ferðin fræga reynd­ust tökur mynd­ar­innar ákaf­lega erf­iðar en myndin var öll tekin upp í frum­skógum Perú. Frægar eru rimmur Herzog og aðal­leik­ar­ans Klaus Kinski. Þeir rifust heift­ar­lega, Kinski hót­aði að ganga heim og Herzog á að hafa hótað honum með byssu.

https://www.youtu­be.com/watch?v=eJDu­ic­FyJPg

  1. BERNIEBanda­rík­in, 2011.

Bernie er bráð­fyndin mynd um morð sem átti sér stað í litlum bæ í Aust­ur-Texas árið 1996. Þá myrti útfar­ar­stjór­inn Bern­hardt Tiede ekkj­una og millj­óna­mær­ing­inn Marjorie Nugent sem var 81 árs göm­ul. Málið var mjög óvenju­legt að því leyti að Bernie var svo vel lið­inn í bænum að flytja þurfti rétt­ar­höldin yfir honum yfir í annan bæ. Margir trúðu því ekki að hann væri fær um að drepa og öðrum fannst Nugent bara eiga það skilið að vera drep­in. Myndin er svört kómedía sem er borin uppi af frá­bærum karakt­er­um. Jack Black sem Bern­ie, Shirley MacLaine sem Nugent og Matt­hew McCon­aug­hey sem sak­sókn­ar­inn. Árið 2014 var Tiede sleppt úr fang­elsi gegn því lof­orði að hann flytti inn til leik­stjóra mynd­ar­inn­ar, Ric­hard Linkla­t­er.

https://www.youtu­be.com/watch?v=i­hOpk­H11Ik8

  1. LE RETOUR DE MARTIN GUERREFrakk­land, 1982.

End­ur­koma Martin Guerre fjallar um und­ar­legt mál sem kom upp í franska smá­þorp­inu Arti­gat í Pýrenn­ea­fjöll­unum um miðja 16. öld. Martin Guerre hvarf eftir að hafa stolið korni frá föður sínum en birt­ist svo aftur þremur árum síð­ar­....eða hvað? Rétt­ara sagt maður sem er líkur honum og þekkir for­tíð hans. Sagn­fræð­ingar hafa deilt um það hvort eig­in­kona Mart­ins, Bertrande, hafi trúað hon­um. En þó er víst að sá Martin sem kom aftur var henni mun betri en sá sem hvarf. Hún bjó því með honum í nokkur ár eða þar til aðra bæj­ar­búa fór að gruna að ekki væri allt með felldu. Með aðal­hlut­verk fara Ger­ard Depar­dieu sem Martin og Nathalie Baye sem Bertrande. Þau eru bæði mjög sann­fær­andi í hlut­verkum sínum í þessum falda dem­anti sem minnir þó um margt á sápu­óp­eru.

https://www.youtu­be.com/watch?v=8IwSU5gqKtQ

  1. DER UNTER­GANGÞýska­land, 2004.

Í Der Unter­gang fylgj­umst við með sein­ustu 10 dög­unum í lífi Adolfs Hitler þar sem hann hírð­ist í neð­an­jarð­ar­byrgi á meðan rauði her­inn nálg­að­ist Berlín. Myndin er nokk­urs konar sál­fræði­verk­efni, þ.e. hvernig ósigr­andi fólk tekst á við ósig­ur. Bruno Ganz leikur þreytt­an, bitran og gamlan Hitler sem virð­ist stundum alger­lega veru­leikafirrtur en stundum viss um örlög sín. Sjálfs­morð voru dag­legt brauð í byrg­inu þar sem mörgum þótti dauð­inn skárri örlög en að vera hand­samaður af Sov­ét­mönn­um. Aðrir vildu ekki búa í heimi án nas­is­ma, eins og Göbbels hjón­in. Sagan af þeim er sér­stak­lega hroll­vekj­andi. Myndin er að miklu leyti byggð á æviminn­ingum Traundl Jun­ge, einum af rit­urum Hitlers en einnig er stuðst við aðrar heim­ild­ir. Junge er því nokkuð stór karakter í mynd­inni.

https://www.youtu­be.com/watch?v=Q9pl7IWPx5E

  1. MONEY­BALLBanda­rík­in, 2011.

Money­ball er ein af óvenju­legri íþrótta­myndum sem til eru. Maður sér sára­lítið af íþrótta­iðkun í henni en þeim mun meira af því sem ger­ist á bak­við tjöld­in. Myndin er gerð eftir bók met­sölu­höf­und­ar­ins Mich­ael Lewis sem kom út árið 2003 og fjallar um Billy Beane fram­kvæmda­stjóra hafna­boltaliðs­ins Oakland Athlet­ics og aðstoð­ar­manns hans. Aðstoð­ar­mað­ur­inn, Paul DePodesta, var reyndar ósáttur við gerð kvik­mynd­ar­innar og því þurfti að búa til karakter í stað hans. Athlet­ics er eitt af smærri lið­unum í MLB deild­inni og hafa því tak­markað fjár­magn til umráða. Þeir félagar fundu því upp töl­fræði­kerfi til að finna besta verð­mætið á leik­manna­mark­að­in­um. Þó maður skilji lítið í hafna­bolta er myndin bráð­skemmti­leg og svo­lítið eins og að fylgj­ast með mönnum bítta á hafna­bolta­spjöld­um.

https://www.youtu­be.com/watch?v=Ai­A­HlZVgXjk

  1. LA PASSION DE JEANNE D´ARCFrakk­land, 1928.

Sög­una um Jóhönnu af Örk þekkja flestir en þessi kvimynd fjallar um rétt­ar­höldin og aftöku dýr­lings­ins. Myndin er byggð á rétt­ar­gögnum franska klerka­dóm­stóls­ins sem var hlið­hollur Eng­lend­ingum í hund­rað ára stríð­inu. Danski stór­leik­stjór­inn Carl Dreyer gerði mynd­ina og þótti hún afar sér­stök og þá sér­stak­lega kvik­mynda­tak­an. Flest atriðin eru nær­myndir af and­litum Jóhönnu og klerk­anna og þar sem myndin er þögul þurftu leik­ar­arnir að halda henni uppi með svip­brigð­um. Reneé Jeanne Falconetti lék Jóhönnu í sínu eina stóra kvik­mynda­hlut­verki og frammi­staða hennar þykir hreint afrek. Fram­leið­end­urnir töp­uðu miklum fjár­hæðum þar sem sviðs­myndin var svo dýr en Ástríða Jóhönnu af Örk er almennt talin ein af bestu kvik­myndum sög­unn­ar.

https://www.youtu­be.com/watch?v=CQj_3A­Y-E1g

  1. ALEX­ANDER NEV­SKYSov­ét­rík­in, 1938.

Fyrsta hljóð­mynd hins mikla Sergei Eisen­stein fjallar um vörn prins­ins og dýr­lings­ins Alexader Nev­sky gegn inn­rás germ­anskra ridd­ara á þrett­ándu öld. Ridd­ar­arnir réð­ust inn í Pskov í mið­alda­rík­inu Novgorod sem nú er norð-vest­ur­hluti Rúss­lands. Nev­sky réð­ist gegn þeim á gegn­frosnu Pleibus stöðu­vatn­inu og vann afger­andi sig­ur. Ger­mönsku ridd­ar­arnir réð­ust ekki aftur inn í Rúss­land. Myndin er mik­il­feng­leg og þá sér­stak­lega bar­daga­sen­urnar sem hafa haft áhrif á seinni tíma kvik­mynda­gerð­ar­menn. Eins og flestar kvik­myndir Eisen­stein þá er hún hreinn áróð­ur, gerð á þeim tíma þegar Þýska­land Hitlers ógn­aði mjög Sov­ét­ríkj­un­um. Þegar Hitler og Stalín mynd­uðu banda­lag var hún tekin úr umferð en skellt jafn­harðan í sýn­ingar eftir að Þjóð­verjar réð­ust inn í Sov­ét­rík­in.

https://www.youtu­be.com/watch?v=pXr0m7SaGvs

  1. ZULUBret­land, 1964.

Zulu fjallar um orr­ust­una um Ror­ke´s Drift árið 1879. Í upp­hafi Zulu-­stríðs­ins höfðu Bretar beðið nið­ur­lægj­andi ósigur við Isand­lwana. Zulu menn létu kné fylgja kviði og réð­ust á lítið virki og spít­ala á landa­mærum bresku Suður Afr­íku og Zulu-lands. Ein­ungis 150 Bretar voru í virk­inu og margir af þeim særðir en Zulu-­stríðs­menn­irnir voru um 4000. Á ein­hvern undra­verðan hátt náðu Bret­arnir aftur á móti að hrinda hverri árás­ar­öld­unni á fætur annarri. Myndin er auð­vitað óður til þessa mikla afreks en ekki er gert lítið úr Zulu-­mönn­um. Myndin er hvorki upp­hafn­ing né ádeila á nýlendu­stefn­una. Þetta er hrein spennu­mynd. Ungur leik­ari að nafni Mich­ael Caine fékk sitt fyrsta stóra hlut­verk sem liðs­for­ingi og varð að stjörnu eftir það.

https://www.youtu­be.com/watch?v=1cs­r0dxalpI

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None