Topp 10: Kvikmyndir sem byggðar eru á sönnum atburðum

zulu.jpg
Auglýsing

Kvik­myndir sem byggðar eru á sönnum atburð­um, eða eftir sögu­legum gögnum um þá, eru mis­jafnar að gæð­um. Sumar þeirra telj­ast til bestu kvik­mynda sög­unnar og margar áhuga­verðar og góðar myndir afa komið fram á síð­ustu árum þar sem sögu­þráð­ur­inn er byggður á sannri sögu.

Krist­inn Haukur Guðna­son sagn­fræð­ing­ur hefur séð merki­lega margar bíó­myndir og tók saman lista yfir tíu bestu sann­sögu­legu kvik­myndir sög­unn­ar.

  1. PIER­REPOINTBret­land, 2005.

Myndin um böðul­inn Albert Pier­repoint fór ekki hátt á sínum tíma en er ein­stak­lega góð. Hún segir frá manni sem tók a.m.k. 400 manns af lífi á árunum 1932 til 1956. Það má segja að hann hafi fæðst inn í starfið því að bæði faðir hans og föð­ur­bróðir voru böðl­ar. Myndin er dæmi­gerð ævi­saga sem segir frá hinum ýmsu málum sem komu upp og hvernig hann full­komn­aði þá list að hengja fólk á örfáum sek­únd­um. Hann þótti svo fær að hann var feng­inn til að taka stríðs­glæpa­menn af lífi eftir seinni heim­styrj­öld­ina. Hann starf­aði einnig í Írlandi, á Gíbralt­ar­höfða og við Súez-­skurð­inn. Myndin sýnir líka hvernig afstaða Breta til dauða­refs­inga breytt­ist á því tíma­bili sem hann starf­aði. Á tíma­bili var hann tal­inn hetja. En þegar hann hengdi Ruth Ellis árið 1955, þá var hann orð­inn skúrk­ur.

Auglýsing
  1. 127 HOURSBret­land/­Banda­rík­in, 2010.

Árið 2003 komst hella­könn­uð­ur­inn Aron Ral­ston í heims­frétt­irnar þegar hann lenti í slysi í Uta­h-­fylki. Hann var illa und­ir­bú­inn, án síma og hafði ekki látið neinn vita af sér. Hann hras­aði og festi hægri hönd­ina undir hnull­ungi og sat þar fastur í rúm­lega fimm daga (127 klukku­tíma). Til að sleppa þurfti hann að aflima sig með bit­lausum vasa­hníf. Sagan er ótrú­leg en það er eig­in­lega jafn ótrú­legt að hægt sé að gera góða kvik­mynd um þennan atburð. Aðal­leik­ar­inn James Franco er einn í mynd nán­ast allar 90 mín­út­urn­ar. Hann fer í gegnum allan til­finn­inga­skal­ann og gerir það óað­finn­an­lega. Ral­ston var him­in­lif­andi með útkom­una og sagði að myndin væri eins og heim­ild­ar­mynd um atburð­inn, svo nákvæm væri hún.

  1. AGU­IR­RE, DER ZORN GOTTESVest­ur­-Þýska­land, 1972.

Leik­stjór­inn Werner Herzog hefur yfir­leitt farið ótroðnar slóðir og sagan um land­vinn­inga­mann­inn Lope de Agu­irre er engin und­an­tekn­ing. Agu­ir­re, sem uppi var um miðja 16. öld sagði sig úr lögum við spænsku krún­una, lýsti sig kon­ung Perú og hélt upp Orin­oco fljótið í leit að gull­borg­inni El Dorado. Lítið er vitað um afdrif ferða­lang­anna annað en að Agu­irre var drep­inn af spænskum her­mönn­um. Herzog fyllir í eyð­urnar með inn­byrðis deil­um, hjaðn­inga­víg­um, guð­lasti, geð­veiki, bar­dögum við indjána og sulti. Rétt eins og ferðin fræga reynd­ust tökur mynd­ar­innar ákaf­lega erf­iðar en myndin var öll tekin upp í frum­skógum Perú. Frægar eru rimmur Herzog og aðal­leik­ar­ans Klaus Kinski. Þeir rifust heift­ar­lega, Kinski hót­aði að ganga heim og Herzog á að hafa hótað honum með byssu.

https://www.youtu­be.com/watch?v=eJDu­ic­FyJPg

  1. BERNIEBanda­rík­in, 2011.

Bernie er bráð­fyndin mynd um morð sem átti sér stað í litlum bæ í Aust­ur-Texas árið 1996. Þá myrti útfar­ar­stjór­inn Bern­hardt Tiede ekkj­una og millj­óna­mær­ing­inn Marjorie Nugent sem var 81 árs göm­ul. Málið var mjög óvenju­legt að því leyti að Bernie var svo vel lið­inn í bænum að flytja þurfti rétt­ar­höldin yfir honum yfir í annan bæ. Margir trúðu því ekki að hann væri fær um að drepa og öðrum fannst Nugent bara eiga það skilið að vera drep­in. Myndin er svört kómedía sem er borin uppi af frá­bærum karakt­er­um. Jack Black sem Bern­ie, Shirley MacLaine sem Nugent og Matt­hew McCon­aug­hey sem sak­sókn­ar­inn. Árið 2014 var Tiede sleppt úr fang­elsi gegn því lof­orði að hann flytti inn til leik­stjóra mynd­ar­inn­ar, Ric­hard Linkla­t­er.

https://www.youtu­be.com/watch?v=i­hOpk­H11Ik8

  1. LE RETOUR DE MARTIN GUERREFrakk­land, 1982.

End­ur­koma Martin Guerre fjallar um und­ar­legt mál sem kom upp í franska smá­þorp­inu Arti­gat í Pýrenn­ea­fjöll­unum um miðja 16. öld. Martin Guerre hvarf eftir að hafa stolið korni frá föður sínum en birt­ist svo aftur þremur árum síð­ar­....eða hvað? Rétt­ara sagt maður sem er líkur honum og þekkir for­tíð hans. Sagn­fræð­ingar hafa deilt um það hvort eig­in­kona Mart­ins, Bertrande, hafi trúað hon­um. En þó er víst að sá Martin sem kom aftur var henni mun betri en sá sem hvarf. Hún bjó því með honum í nokkur ár eða þar til aðra bæj­ar­búa fór að gruna að ekki væri allt með felldu. Með aðal­hlut­verk fara Ger­ard Depar­dieu sem Martin og Nathalie Baye sem Bertrande. Þau eru bæði mjög sann­fær­andi í hlut­verkum sínum í þessum falda dem­anti sem minnir þó um margt á sápu­óp­eru.

https://www.youtu­be.com/watch?v=8IwSU5gqKtQ

  1. DER UNTER­GANGÞýska­land, 2004.

Í Der Unter­gang fylgj­umst við með sein­ustu 10 dög­unum í lífi Adolfs Hitler þar sem hann hírð­ist í neð­an­jarð­ar­byrgi á meðan rauði her­inn nálg­að­ist Berlín. Myndin er nokk­urs konar sál­fræði­verk­efni, þ.e. hvernig ósigr­andi fólk tekst á við ósig­ur. Bruno Ganz leikur þreytt­an, bitran og gamlan Hitler sem virð­ist stundum alger­lega veru­leikafirrtur en stundum viss um örlög sín. Sjálfs­morð voru dag­legt brauð í byrg­inu þar sem mörgum þótti dauð­inn skárri örlög en að vera hand­samaður af Sov­ét­mönn­um. Aðrir vildu ekki búa í heimi án nas­is­ma, eins og Göbbels hjón­in. Sagan af þeim er sér­stak­lega hroll­vekj­andi. Myndin er að miklu leyti byggð á æviminn­ingum Traundl Jun­ge, einum af rit­urum Hitlers en einnig er stuðst við aðrar heim­ild­ir. Junge er því nokkuð stór karakter í mynd­inni.

https://www.youtu­be.com/watch?v=Q9pl7IWPx5E

  1. MONEY­BALLBanda­rík­in, 2011.

Money­ball er ein af óvenju­legri íþrótta­myndum sem til eru. Maður sér sára­lítið af íþrótta­iðkun í henni en þeim mun meira af því sem ger­ist á bak­við tjöld­in. Myndin er gerð eftir bók met­sölu­höf­und­ar­ins Mich­ael Lewis sem kom út árið 2003 og fjallar um Billy Beane fram­kvæmda­stjóra hafna­boltaliðs­ins Oakland Athlet­ics og aðstoð­ar­manns hans. Aðstoð­ar­mað­ur­inn, Paul DePodesta, var reyndar ósáttur við gerð kvik­mynd­ar­innar og því þurfti að búa til karakter í stað hans. Athlet­ics er eitt af smærri lið­unum í MLB deild­inni og hafa því tak­markað fjár­magn til umráða. Þeir félagar fundu því upp töl­fræði­kerfi til að finna besta verð­mætið á leik­manna­mark­að­in­um. Þó maður skilji lítið í hafna­bolta er myndin bráð­skemmti­leg og svo­lítið eins og að fylgj­ast með mönnum bítta á hafna­bolta­spjöld­um.

https://www.youtu­be.com/watch?v=Ai­A­HlZVgXjk

  1. LA PASSION DE JEANNE D´ARCFrakk­land, 1928.

Sög­una um Jóhönnu af Örk þekkja flestir en þessi kvimynd fjallar um rétt­ar­höldin og aftöku dýr­lings­ins. Myndin er byggð á rétt­ar­gögnum franska klerka­dóm­stóls­ins sem var hlið­hollur Eng­lend­ingum í hund­rað ára stríð­inu. Danski stór­leik­stjór­inn Carl Dreyer gerði mynd­ina og þótti hún afar sér­stök og þá sér­stak­lega kvik­mynda­tak­an. Flest atriðin eru nær­myndir af and­litum Jóhönnu og klerk­anna og þar sem myndin er þögul þurftu leik­ar­arnir að halda henni uppi með svip­brigð­um. Reneé Jeanne Falconetti lék Jóhönnu í sínu eina stóra kvik­mynda­hlut­verki og frammi­staða hennar þykir hreint afrek. Fram­leið­end­urnir töp­uðu miklum fjár­hæðum þar sem sviðs­myndin var svo dýr en Ástríða Jóhönnu af Örk er almennt talin ein af bestu kvik­myndum sög­unn­ar.

https://www.youtu­be.com/watch?v=CQj_3A­Y-E1g

  1. ALEX­ANDER NEV­SKYSov­ét­rík­in, 1938.

Fyrsta hljóð­mynd hins mikla Sergei Eisen­stein fjallar um vörn prins­ins og dýr­lings­ins Alexader Nev­sky gegn inn­rás germ­anskra ridd­ara á þrett­ándu öld. Ridd­ar­arnir réð­ust inn í Pskov í mið­alda­rík­inu Novgorod sem nú er norð-vest­ur­hluti Rúss­lands. Nev­sky réð­ist gegn þeim á gegn­frosnu Pleibus stöðu­vatn­inu og vann afger­andi sig­ur. Ger­mönsku ridd­ar­arnir réð­ust ekki aftur inn í Rúss­land. Myndin er mik­il­feng­leg og þá sér­stak­lega bar­daga­sen­urnar sem hafa haft áhrif á seinni tíma kvik­mynda­gerð­ar­menn. Eins og flestar kvik­myndir Eisen­stein þá er hún hreinn áróð­ur, gerð á þeim tíma þegar Þýska­land Hitlers ógn­aði mjög Sov­ét­ríkj­un­um. Þegar Hitler og Stalín mynd­uðu banda­lag var hún tekin úr umferð en skellt jafn­harðan í sýn­ingar eftir að Þjóð­verjar réð­ust inn í Sov­ét­rík­in.

https://www.youtu­be.com/watch?v=pXr0m7SaGvs

  1. ZULUBret­land, 1964.

Zulu fjallar um orr­ust­una um Ror­ke´s Drift árið 1879. Í upp­hafi Zulu-­stríðs­ins höfðu Bretar beðið nið­ur­lægj­andi ósigur við Isand­lwana. Zulu menn létu kné fylgja kviði og réð­ust á lítið virki og spít­ala á landa­mærum bresku Suður Afr­íku og Zulu-lands. Ein­ungis 150 Bretar voru í virk­inu og margir af þeim særðir en Zulu-­stríðs­menn­irnir voru um 4000. Á ein­hvern undra­verðan hátt náðu Bret­arnir aftur á móti að hrinda hverri árás­ar­öld­unni á fætur annarri. Myndin er auð­vitað óður til þessa mikla afreks en ekki er gert lítið úr Zulu-­mönn­um. Myndin er hvorki upp­hafn­ing né ádeila á nýlendu­stefn­una. Þetta er hrein spennu­mynd. Ungur leik­ari að nafni Mich­ael Caine fékk sitt fyrsta stóra hlut­verk sem liðs­for­ingi og varð að stjörnu eftir það.

https://www.youtu­be.com/watch?v=1cs­r0dxalpI

 

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None