Forsetinn virði þjóðina - Konu á Bessastaði

Auglýsing

Nú er árið 2016 rétt handan við horn­ið, aðeins örfáar vikur í ára­mót­in. Á því herr­ans ári hefur Ólafur Ragnar Gríms­son verið for­seti Íslands í tutt­ugu ár, nánar til­tekið síðan árið 1996. Á þessum langa tíma hefur hann gert ærið margt, sumt gott að sumra mati, annað slæmt í augum ann­arra og þannig þvers og kruss út í hið óend­an­lega, enda er Ólafur Ragnar svip­sterkur karakter sem gustar af.

Stundum hef ég dáðst að núver­andi for­seta, stundum býsnast yfir hon­um, stundum örvænt út af ein­hverju sem hann gerði eða sagði – en þær stundir hafa samt komið að ég hef verið þakk­lát hon­um. Ég á vini til vinstri og hægri sem jafn­framt hafa ýmist dáðst að honum eða gagn­rýnt hann harka­lega í gegnum tíð­ina og það er kannski ekk­ert skrýtið þegar um svo langan tíma er að ræða og mann sem hefur aldrei ótt­ast að taka umdeildar ákvarð­an­ir.

En nú um dag­inn hringdi systir mín í mig. Ein heima, með unga­barn á brjósti og annað að dunda sér með dúkkur í skamm­deg­is­rökkrinu, dæsti hún: Veistu, ég er orðin 37 ára og Ólafur Ragnar er búinn að vera for­seti síðan ég fékk kosn­inga­rétt. Mér finnst það bara svo­lítið skrýtið og ég veit eig­in­lega ekki af hverju ég er að velta mér upp úr því en mér bara finnst það ekki eðli­legt.

Auglýsing

Útspek­úlerað hugs­un­ar­leysi

Systir mín hljóm­aði buguð í þessum óvæntu vanga­veltum sínum um for­set­ann. Hún er rétt­sýn hug­sjóna­mann­eskja sem á erfitt með að kyngja því sem henni þykir rangt. Hún er jafn­framt af kyn­slóð­inni sem flækti sig einna mest í netum Hruns­ins og tók afleið­ingum alls þess sem útrás­ar­vík­ing­arnir bröll­uðu í útlöndum með blessun Ólafs Ragn­ars sem virt­ist á köflum vera sjálf­skip­aður kynn­ing­ar­full­trúi þeirra í hjá­störf­um. Hún veit auð­vitað að hann hafn­aði Ices­a­ve-­samn­ingnum – eins og við höfum öll verið svo ræki­lega minnt á að ein­hver okkar vilja helst deyja fyrir Ólaf Ragn­ar, að minnsta kosti á Face­book. En hún veit líka að hann er for­seti loft­bólunnar sem við köll­uðum um tíma góð­æri og eigum ennþá svo langt í land með að greina og gang­ast við til fulln­ustu að það hriktir reglu­lega í stoðum sam­fé­lags­ins.

Í kjöl­far hryðju­verk­anna í París hefur ýmsum þótt Ólafur Ragnar sundra þjóð­inni frekar en sam­eina og ala á for­dómum með nokkuð ein­hæfum mál­flutn­ingi sem jaðrar við að vera ábyrgð­ar­laus. Raunar hefur Ólafur Ragnar ósjaldan verið sak­aður um að sundra þjóð­inni frekar en sam­eina hana og fólk nán­ast hætt að kippa sér upp við annað eins. Þegar hann tjáði sig um voða­verkin í sjón­varps­fréttum taut­aði ég fyrst eitt­hvað á þá leið að þetta væri svo hugs­un­ar­laust tal að ætla mætti að hann væri aðeins for­seti ákveð­inna hópa í þjóð­fé­lag­inu – en svo runnu á mig tvær grím­ur. Gat verið að þetta væri einmitt and­stæð­an: útspek­úlerað tal til að höfða til íslenskra kjós­enda í þessum til­teknu hóp­um?

Hakka­vél slúð­ur­miðla

Það er erfitt að segja til um ásetn­ing hins ófyr­ir­sjá­an­lega for­seta, í þessu máli sem öðr­um. Þessa dag­ana eru veð­bankar í gangi út um allan bæ. Fólk spyr: Ætlar hann að bjóða sig fram einu sinni enn?

Og eina ferð­ina enn fáum við að bíða í óvissu um hvað Ólafur Ragnar ætli að gera og meðan fjara önnur hugs­an­leg fram­boð út, kraft­ur­inn vætlar smám saman úr þeim, allir vita jú hvernig fór fyrir Þóru. Maki hennar tættur í sundur í hakka­vél slúð­ur­miðla og hún fyrst látin finna almenni­lega fyrir kosn­inga­vél Ólafs Ragn­ars þegar hún var hvað varn­ar­lausust að fæða barn. Hver treystir sér til að glíma við annað eins? Lík­ast til þarf þaul­reyndan knatt­spyrnu­mann til þess að tækla svo mis­kunn­ar­lausan and­stæð­ing. 

En hvort sem Ólafur Ragnar ætlar sér að vera for­seti til ævi­loka eða ekki, þá er hann ekki lengur for­seti okkar systra. Hann var það kannski, níu­tíu og eitt­hvað, jafn­vel upp úr síð­ustu alda­mót­um. Þegar for­eldrar okkar voru á besta aldri og ver­öldin ennþá ung. En nú erum við sjálfar mið­aldra kon­ur, gætum líf­fræði­lega verið ömm­ur, og okkur þyrstir í að sam­fé­lagið sem fóstrar börnin okkar öðlist nýja tákn­mynd. For­seta sem stendur fyrir nýja tíma, ekki gamlan hrun­for­seta sem var á sínum tíma ansi reffi­legur en virð­ist vera orð­inn tals­maður ákveð­inna póli­tískra afla í þjóð­fé­lag­inu og að sama skapi áhuga­laus um að vera ásjóna og rödd ólíkra hópa í fjöl­breyttu, flóknu nútíma­sam­fé­lagi.

Kom­inn tími á konu á Bessa­staði

For­seti Íslands er maður sem stendur fyrir tíma­bil sem við, sem þjóð, þurfum svo sár­lega að halda áfram að gera upp – og þannig dregur hann móð­inn úr okk­ur. Sam­fé­lagið þarf tákn um nýja tíma og nýja menn­ingu, ef ekki á að leggja for­seta­emb­ættið nið­ur.

Núver­andi for­seti þarf að bera nógu mikla virð­ingu fyrir þjóð­inni til að sitja ekki, einna lík­astur ein­ræð­is­herra, í næstum því ald­ar­fjórð­ung á Bessa­stöð­um.

Auð­vitað hefur Ólafur Ragnar látið til sín taka á mik­il­vægum víg­stöðv­um, eins og ýmsu því sem lýtur að lofts­lags­breyt­ingum og alþjóða­sam­skipt­um. En hann er ekki einn um að geta ljáð Íslandi mik­il­væga rödd. Þvert á móti þarf for­seti sem álítur að hann sé ómissandi að hugsa sinn gang. Þá fyrst er hætta á ferð­um. Það verður alltaf til fólk sem vill hengja sig utan í slíkan þjóð­höfð­ingja, valdið heillar vissu­lega. En sem betur fer er líka til fólk sem aðhyllist lýð­ræð­is­legri og heil­brigð­ari skipan mála.

Per­sónu­lega finnst mér vera kom­inn tími til að fá aftur konu á Bessa­staði. Við skráðum okkur á spjöld sög­unnar þegar við höfðum vit á að kjósa Vig­dísi Finn­boga­dóttur árið 1980. Hvers vegna ekki að halda þeirri glæsi­legu arf­leifð á lofti? Í næstum tvo ára­tugi hefur karl verið for­seti Íslands. Er ekki bara rétt­látt að það verði næst kona? Ég er viss um að hún systir mín með litlu dætur sínar tvær heima í stofu myndi gleðj­ast yfir því.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None