Með framtíðina í baksýnisspeglinum

Auglýsing

Henry Ford sagði um neyt­endur að hefði hann spurt þá hvað þeir vildu hefðu þeir beðið um hrað­skreið­ari hesta. Þessi til­vitnun er því miður upp­spuni frá rót­um. Fólk hafði ekk­ert út á hraða hest­anna að setja. Sam­tíma­menn Ford höfðu ekki kynnst betri ferða­mátum á landi en hestum og eim­reið­um. Sprengi­hreyfill­inn var nýr, dýr og óáreið­an­legur og þotu­hreyfl­ar, tæki sem við tökum sem sjálf­sögðum hlut, voru ekki einu sinni á teikni­borð­inu.

Vand­inn sem fólk stóð frammi fyrir voru hins vegar allar auka­af­urð­irnar sem fylgdu hest­un­um, vandi sem kom fyrst almenni­lega í ljós þegar fólki datt í hug að búa í borg­um. Á ofan­verðri 19. öld drápst að með­al­tali 41 hestur á dag í New York og þeir 100.000 hestar sem þjón­u­st­uðu borg­ar­búa skil­uðu af sér 1.200 tonnum af úrgangi á degi hverjum - úrgangi sem þurfti að finna stað til að skófla burt og fólk til að starfa við það.

Vand­inn var því ekki að fólk vildi kom­ast hraðar milli staða - það vildi ekki að borgin væri full af hesta­skít allan dag­inn með til­heyr­andi lykt og óþrifn­aði. Bíll sem gerði því ekki annað en að puðra dálitlum koltví­sýr­ingi út í loftið var því kær­komin lausn á þessu skítuga vanda­máli. Alla­vega um sinn.

Auglýsing

Staðan í dag er allt önnur en samt sú sama. Bíl­arnir sem leystu okkur undan mykj­unni hafa kallað yfir okkur ný en svipuð vanda­mál. Fyrir það fyrsta eru bílar knúnir jarð­efna­elds­neyti ekk­ert sér­stak­lega góðir fyrir umhverfið og eru ókost­irnir þá langt því frá upp­tald­ir.

Ef með­al­öku­mað­ur­inn ekur í einn klukku­tíma á dag, sem er væg­ast sagt rúmt reikn­að, má gera ráð fyrir að einka­bíll­inn standi óhreyfður í 95% af líf­tíma sín­um. Fyrir þetta borgar eig­and­inn um það bil 100.000 krónur á mán­uði hverj­um, en einka­bíll­inn er næst­stærsti útgjalda­liður hvers heim­il­is.

Öllu erf­ið­ara getur verið að reikna út kostnað allra hinna. Umferð­ar­mann­virki þekja gríð­ar­stóran hluta borg­ar­lands­ins sem dreifir byggð með til­heyr­andi kostn­aði. Í skýrslu sam­taka sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (SSH) er athygli vakin á því að fjölgi bílum í takt við íbúa héðan af sem hingað til þurfi að bæta við 85 til 130 þús­und bíla­stæðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, því hver bíll kallar að jafn­aði á 2,5 bíla­stæði. Þá er ótal­inn sá harm­leikur og kostn­aður sem fylgir umferð­ar­slys­um. Svona mætti lengi telja.

Bless­un­ar­lega virð­ist þó ein­hver hafa áttað sig á þessu, því stefnan er að auka hlut almenn­ings­sam­gangna á svæð­inu. Í takt við þær áætl­anir eru uppi háleitar hug­myndir um að lest­ar­sam­göngur nái hér fót­festu.

Þær hug­myndir hljóma eins og ef Henry Ford hefði viljað líma þotu­hreyfla á hross. Öld bíl­anna eins og við þekkjum þá er að líða undir lok. En að sækja arf­taka þeirra í sam­göngum aftur til for­tíðar og troða þeim á teina er ekki lík­legt til árang­urs.

Lestar eru stór­kost­leg far­ar­tæki - örugg­ar, skil­virkar og not­enda­væn­ar. Gall­inn er hins vegar að þær eru ekki til staðar á Íslandi og verða ekki hér næstu tíu árin. Í annarri skýrslu SSH þar sem kostum og göllum lesta er velt upp segir að frá því ákvörðun er tekin að leggja teina og þangað til fyrsti far­þeg­inn notar lest­ina líða 12 til 15 ár. Létt­lest á höf­uð­borg­ar­svæð­inu gæti því í fyrsta lagi verið komin í gagnið árið 2028. Í þetta fara kraftar og miklir pen­ingar sem verða ekki nýtt til að efla um stund það almenn­ings­sam­göngu­kerfi sem við höfum í dag og enn síður til að búa okkur undir þær stór­stígu fram­farir sem útlit er fyrir að verði á næstu árum.

Allar þessar hug­myndir eru þó góðra gjalda verð­ar, því þeim er ætlað að svara kalli um betri borg þar sem fólk er í aðal­hlut­verki, ekki einka­bíl­ar. Gall­inn er hins vegar sá að lausnin virð­ist ekki langt und­an, og hún er ekki á tein­um.

Und­an­farin tvö ár hafa sjálf­keyr­andi bílar færst frá því að vera vís­inda­skáld­skapur yfir í að vera ekki-svo-fjar­lægur raun­veru­leiki. Sjálf­keyr­andi bílar hafa meira að segja ekið um götur Reykja­víkur, og eru á margan hátt það sem bíll­inn var gagn­vart hestum fyrir 100 árum. Ef þið trúið mér ekki, trúið Ralf Herrtwich, þró­un­ar­stjóra Daim­ler-Benz. Á Haust­ráð­stefnu Advania lét hann í það skína að fyr­ir­tækið væri á þess­ari skoðun þegar hann birti glæru með lógóum stór­tækra hest­vagna­fram­leið­enda, sem Mercedes Benz setti rak­leiðis á haus­inn þegar bílar tóku við af hest­vögnum. Tækni­mó­gúll­inn Elon Musk segir bíla fyr­ir­tæk­is­ins verða sjálf­keyr­andi árið 2017. Benz segj­ast aftur á móti vera lengra komnir en allir keppi­nautar sín­ir.

Fyrir utan að munu gera lestar og sér­stak­lega einka­bíla allt að því óþarfa hafa sjálf­keyr­andi bílar ótelj­andi kosti í för með sér. Öryggi er þeirra fremst­ur, því tölvu­stýrðir bílar brjóta engin lög, keyra ekki ölv­að­ir, sofna ekki við stýrið, keyra aldrei of hratt og taka enga sénsa á gulum ljós­um. Vanga­veltur um að þeir þurfi að vera búnir undir að taka ákvörðun upp á líf og dauða eiga að sjálf­sögðu rétt á sér. Stað­reyndin er engu að síður sú að það er ákvörðun sem öku­menn þurfa þegar að taka. Mað­ur­inn ber ábyrgð á að minnsta kosti 90% allra umferð­ar­ó­happa. Banaslysum í umferð­inni mun því að öllum lík­indum fækka til muna með til­komu tölvu­stýrðra bíla. En lítið virð­ist gert til að búa okkur undir komu þeirra, bæði í skipu­lags­legu og laga­legu til­liti.

Bíla­eign mun auk þess nán­ast heyra sög­unni til. Hvers vegna að eiga eitt­hvað sem þú notar í klukku­tíma á dag þegar þú getur deilt því með öllum hin­um? Sjálf­keyr­andi bíll færi létt með að sækja þig heim til þín, keyra þig í vinn­una og skjót­ast svo eftir næsta far­þega. Umferðin gengi hraðar fyrir sig og tím­inn sem fer í ferða­lög gæti verið nýttur í annað en að stýra bíl, eins og lesa blöðin eða sofa á lang­ferð­um. Auk þess gætu blindir loks­ins „keyrt“ og bíl­próf gætu heyrt sög­unni til. Bíll­inn þyrfti auð­vitað ekki að líta út eins og hann gerir í dag heldur myndu eitt eða tvö sæti duga, með til­heyr­andi sparn­aði á þyngd og plássi. Og auð­vitað verður hann raf­knú­inn.

Í stóra sam­heng­inu hafa sjálf­keyr­andi bílar þau áhrif að borg­ar­skipu­lag mun gjör­breyt­ast. Risa­vaxin bíla­stæði á bestu stöðum borg­ar­innar munu heyra sög­unni til, því sjálf­keyr­andi bílar hafa engin not fyrir bíla­stæði í mið­borg­inni. Bíll­inn „þinn“ skilar þér þangað sem þú vilt fara og fer síðan í næsta túr eða í hleðslu og þrif í útjaðri borg­ar­inn­ar.

Íslenskir stjórn­mála­menn virð­ast fæstir hafa áttað sig á hvaða kosti þessi þróun getur haft í för með sér. Helgi Hjörvar, Har­aldur Ein­ars­son og Vil­hjálmur Árna­son eru kær­komnar und­an­tekn­ingar á því. Raddir þeirra hafa því miður ekki heyrst sem skildi í þess­ari umræðu, því stefnan virð­ist meit­luð í tein.

Í þró­un­ar­á­ætl­unum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, áætl­unum sem nær til árs­ins 2040, fer lítið sem ekk­ert fyrir sjálf­keyr­andi bíl­um. Í því sam­hengi er rétt að minna á aug­lýs­ingu Radi­os­hack frá árinu 1991, þar sem heil dag­blaðsopna er notuð til að aug­lýsa 16 mis­mun­andi tæki og tól, en 14 þeirra er í dag að finna í einum iPho­ne. Í ár er álíka langt frá árinu 1991 og til árs­ins 2040. Fram­tíð­ar­skipu­lag sem reiknar ekki með breyt­ingum sem virð­ast handan við hornið mun í bak­sýn­is­spegl­inum líta út eins og spár fólks frá árinu 1900 um hvernig fólk myndi klæð­ast árið 2000. Mun­ur­inn er þó að fram­tíð­ar­spár um klæða­burð eru í versta falli hlægi­leg­ar. Borg­ar­skipu­lag sem er úrelt áður en það kemst til fram­kvæmda getur hins vegar kostað millj­arða­tugi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None