Þegar orðin missa merkingu sína

Auglýsing

Ég hitti íslenska vin­konu mína í morg­un­kaffi á kaffi­húsi og bar mig heldur aum­lega yfir því að þurfa að skila af mér pistli í vik­unni því svo lygi­lega mikið hefði gerst í íslenskum stjórn­málum og íslensku sam­fé­lagi á síð­ustu dögum að ég væri kjaft­stopp í fyrsta skipti á ævinni. Það var léttir að bera verk­kvíð­ann undir þessa vin­konu mína því hún er svo vitur og fróð og talar að minnsta kosti fimm tungu­mál skamm­laust, auk þess sem hún er nýbyrjuð að læra rúss­nesku hér í Berlín. 

Má ég lauma svolitlu að þér? spurði hún og lyfti brúnum sposk.

Auð­vit­að, sagði ég áfjáð.

Auglýsing

Það liggur bein­ast við að and­mæla grein­ingu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins um að þessir atburðir hafi ekki skaðað ímynd íslensks sam­fé­lags því það stenst engan veg­inn, það er him­in­hróp­andi gap á milli þess sem við upp­lifum til dæmis hér í Berlín og þess sem ráð­herrar rík­is­stjórnar Íslands reyna að telja okkur trú um, sagði hún og fliss­aði góð­lát­lega. Við­ur­kenndi svo að hún veigraði sér við að labba fram­hjá víetnömskum veit­inga­stað í göt­unni sinni því eig­and­inn, karl frá Víetnam, væri svo undr­andi á upp­á­tækjum Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar og fram­vindu atburða á Íslandi að hún treysti sér ekki til að reyna að útskýra málin frekar fyrir honum – enda skildi hún þau tæp­ast sjálf.

Við sjáum og heyrum

Ég hef svip­aða sögu að segja. Meira að segja kennslu­kon­urnar í leik­skóla sonar míns spyrja stöðugt út í stjórn­málin á Íslandi, undr­andi á ástand­inu í landi sem þær héldu fram til þessa að væri í góðu lagi; aðra þeirra hefur árum saman dreymt um að heim­sækja landið til að fara á slóðir Erlendar í bókum Arn­aldar Ind­riða­sonar og hin er hrifin af ýmsu íslensku tón­list­ar­fólki. 

Og við vin­kon­urnar erum ekki einar um að upp­lifa efa­semdir fólks um Ísland. Stjúp­systir mín, stödd í Taílandi, fékk ekki frið fyrir áströlskum hjónum sem furð­uðu sig á atburða­rásinni á Íslandi. Á sama tíma var mágur minn í tökum hér í Berlín á finnskri kvik­mynd með fjöl­mennu, alþjóð­legu kvik­mynda­teymi og þurfti stöðugt að svara fyrir stöðu mála á Íslandi. Þau systir mín fóru í göngutúr hér í Schöneberg og rák­ust á virðu­legan, þýskan eldri borg­ara sem skríkti eins og ung­lingur þegar hann óskaði þeim til ham­ingju með þennan (fyrrum) íslenska for­sæt­is­ráð­herra en varð ólíkt alvar­legri þegar hann bætti við að annað eins mætti ekki eiga sér stað í Evr­ópu. 

Síð­ustu daga hef ég heyrt ófáar sögur í þessum dúr. Sig­mundur Davíð sagði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra en skað­inn er skeð­ur. Við sitjum uppi með hóp fólks sem kallar sig rík­is­stjórn en neitar að horfast í augu við hádramat­íska atburði í sam­fé­lag­inu á síð­ustu vikum og við­ur­kenna afleið­ingar þeirra. Sama þótt það blasi við í alþjóða­press­unni og Íslend­ingar séu ófáir gátt­aðir á vit­leys­unni. 

Harðsvíruð afneitun

Lilja Alfreðs­dótt­ir, nýkrýndur utan­rík­is­ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins, hlýtur að gera ráð fyrir að Íslend­ingar húki allir með tölu á net­lausu eyði­býli í afdölum og skilji hvorki ensku né önnur tungu­mál, fyrst ráðu­neytið sendir annað eins frá sér mitt í hring­iðu atburða, nokkuð sem hlýtur að telj­ast van­hugsað upp­á­tæki á vakt Lilju í ljósi mennt­unar og reynslu henn­ar, jafn­vel harðsvíruð afneit­un. 

Ferða­menn­irnir kippa sér kannski ekki upp við ruglið í ráð­herr­un­um, allra síst fólk sem er til­búið að borga fyrir krana­vatn á upp­sprengdu verði til að upp­lifa eld­gos, en ég hefði svosem glöð farið til Argent­ínu að dansa tangó og borða ódýrar nauta­steikur í upp­hafi krepp­unnar þar. Aftur á móti hefði ég beint við­skiptum mínum í annað land.

En þaul­setnum rík­is­stjórn­ar­röss­unum – sem mér finn­ast hafa stolið rík­is­stjórn­inni eins og Trölli stal jól­unum mitt í þess­ari hrika­legu atburða­rás – virð­ist vera sama um alþjóð­lega samn­inga- og við­skipta­vild, eini samn­ing­ur­inn sem skiptir þau sýni­legmáli er búvöru­samn­ing­ur­inn. 

Íslend­ingar búa jú á eyði­býli, langt í burtu frá öðrum lönd­um, kannski einir í heim­inum – ef við föll­umst á að skynja heim­inn eins og valda­fólk Íslands vill að við skynjum hann. Allir þessir Íslend­ingar á öllum aldri og úr ólíku umhverfi, sem trúa því að þjóðin sé í lif­andi sam­búð með öðrum þjóðum og þurfi að haga málum sínum eftir því, til­heyra að mati Trölla­rík­is­stjórn­ar­innar ung­liða­hreyf­ingum VG og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Við vin­kon­urnar reynd­umst ekki vera einar um að upp­lifa skynjun okkar bjag­aða. Ég var rétt svo byrjuð að skrifa pistil­inn þegar ég rakst á tvo aðra pistla um þessa grein­ingu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins. Annar pistill­inn var eftir einn minn upp­á­halds pistla­höf­und, Sif Sig­mars­dótt­ur; svo góður og beittur að ég hafði engu við að bæta. Mér féllust hendur í annað sinn. Hvað gat ég sagt sem þús­und raddir voru ekki nú þegar að hrópa

Skrum­skæld orð

Ég hringdi í Göggu systur mína til að leita ráða. 

Hún þurfti ekki að hugsa sig lengi um heldur sagði: Mér finnst að þú eigir að skrifa um þetta sem nýi utan­rík­is­ráð­herr­ann sagði, þessi Lilja Alfreðs­dótt­ir. 

Ég ætl­aði að segja henni að ég hefði gef­ist upp á því en þá kom í ljós að hún var ekki með sömu pæl­ingu í huga og ég. Þvert á móti hafði það farið fyrir brjóstið á henni í hvaða sam­hengi Lilja hafði notað hug­takið auð­mýkt þegar hún kvaðst taka við starfi utan­rík­is­ráð­herra af auð­mýkt og þakk­læti. 

Auð­mýkt er svo stórt orð, sagði systir mín og útskýrði að sér fyndist auð­mýkt svo djúpt og and­legt orð, orð sem bæri bæði með sér æðru­leysi og virð­ingu fyrir æðri gild­um, að utan­rík­is­ráð­herr­ann hefði svipt það merk­ingu sinni og skrum­skælt með því að mis­nota það. 

Það er ekk­ert auð­mjúkt við að setj­ast í rík­is­stjórn við þessar aðstæð­ur, sagði systir mín og dró and­ann djúpt áður en hún hélt áfram: Lilja hefði sýnt auð­mýkt ef hún hefði sagt: Mig langar mikið til að verða ráð­herra utan­rík­is­mála en nú er svo mikið búið að ganga á – og það á svo fram­andi og flók­inn hátt – að ég fæ ekki séð að það ríki nægi­lega góð sátt í sam­fé­lag­inu til að þessi ríkisstjórn fái starfað í nafni þjóð­ar­inn­ar. Eigum við ekki að sýna raun­veru­lega auð­mýkt og bjóða fólk­inu að kjósa hvort það vilji fá mig og okkur til að þjóna þjóð­inni sem rík­is­stjórn lands­ins?

Gagga þagn­aði, örlítið móð af ákafa með barn á brjósti í Reykja­vík, og ég fann að ég klökkn­aði fyrir framan tölv­una í Berlín. Því eins og svo oft áður hitti systir mín naglann á höf­uðið og það sem hún sagði var svo sorg­lega rétt. 

Nýmálið Íslenskan

Við stöndum frammi fyrir hættu sem felst í því að valda­fólk hefur rænt orðin raun­veru­legri merk­ingu sinni, það notar orðin sál­ar­laust eftir henti­semi og án þess jafn­vel að skilja þau til hlítar. Og þegar orðin missa merk­ingu sína glata atburðir jafn­framt merk­ingu sinni. Þannig er hægt að afneita skynjun almenn­ings og telja fólki trú um að það sem það sjái og heyri sé allt saman brenglað því þegar öllu sé á botn­inn hvolft þá hafi ekk­ert gerst – svo fremi að fólk sé ekki að æsa sig heldur leyfi rík­is­stjórn­inni að vinna sín mik­il­vægu störf – og auð­vitað megi ekki gleyma því að ekk­ert þýði ekki neitt og til hvers þá að ræða það sem ekk­ert er, svo­leiðis geri jú bara þeir sem þurfi alltaf að gera veður út af engu. 

Og þar með tekur fárán­leik­inn völd­in. Og nú sér ekki fyrir end­ann á því sem allir eru hættir að skilja ... 

Keis­ar­inn er nak­inn. Það sjá allir að hann er nak­inn og hrópa það barns­lega ein­lægum rómi en keis­ar­anum er alveg sama því hann trúir á úreltar rang­hug­myndir um eigið mik­il­vægi og þó umfram allt: rétt sinn til að sitja við völd, sama hvað ger­ist. Sama hver segir hvað.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None