Auglýsing

Ég var örugg­lega ekki ein um að undr­ast fréttir af því að maður sem, sam­kvæmt hæsta­rétt­ar­dómi átti að vera að afplána nokk­urra ára fang­els­is­dóm, lenti í þyrluslysi. Þessi atburð­ur, nýja fang­elsið á Hólms­heið­inni og umfjöllun um breyt­ingar á lögum um fulln­ustu refs­inga hafa valdið mér heila­brotum und­an­far­ið.

Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem ég hef áhyggjur af refsi­vörslu­kerf­inu eða hvernig málum þar er hátt­að. Og ástæðan fyrir því að þetta er mér svo hug­leikið er að í flestum til­fellum held ég að um mann­legan harm­leik sé að ræða, harm­leik sem sam­fé­lagið okkar hefði átt að koma í veg fyrir áður en svo margir sköð­uð­ust. Hvort það hefði bjargað útrás­ar­vík­ingnum frá þyrluslys­inu er þó ekki víst.

Af hverju fremur fólk glæpi og hvað gerum við til þess að reyna að koma í veg fyrir það? Við þeirri spurn­ingu er auð­vitað ekki til neitt stutt og laggott svar en það er mik­il­vægt að reyna að skilja vand­ann.

Auglýsing

Í nýlegu svari inn­an­rík­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Páls Vals Björns­sonar þing­manns Bjartrar fram­tíðar segir að sam­kvæmt nýrri en óbirtri rann­sókn áttu tæp­lega 60% fanga við vímu­efna­vanda að glíma og 10% til við­bótar höfðu átt í slíkum vanda. Hér væri hægt að álykta að vímu­efnin valdi glæpum en málið er auð­vitað ekki svo ein­falt, þótt um 25% fanga sitji inni fyrir fíkni­efna­brot og að vímu­gjafar teng­ist enn fleiri brotum. Fólk mis­notar vímu­efni nefni­lega ekki bara upp úr þurru. Í áður­nefndu svari inn­an­rík­is­ráð­herra kemur fram að um helm­ingur fang­anna upp­fylltu skimun­ar­við­mið fyrir athygl­is­brest og ofvirkni í æsku og meiri­hluti þess hóps sýndi enn þau ein­kenni þegar rann­sóknin fór fram. Mun fleiri fangar í þeim hópi greindust einnig með félags­kvíða og per­sónu­leika­röskun en aðr­ir. Því miður spurði Páll Valur ekki um fleira, svo sem þung­lyndi, sjálf­skað­andi hegðun eða félags­lega stöðu en sjálf­sagt mætti veiða meiri upp­lýs­ingar úr rann­sókn­inni sem inn­an­rík­is­ráð­herra vísar til. Vand­inn virð­ist nefni­lega skap­ast snemma en við gerum ekki nærri nóg til að leysa hann þegar hann kemur upp; byrgja brunn­inn áður en barnið dettur í hann. Sál­fræði­þjón­usta er eins og hver annar lúx­usvarn­ingur á Íslandi sem aðeins þeir efna­meiri geta veitt sér og börnum sín­um. Og þegar annar félags­legur vandi, t.d. fátækt, bæt­ist við marg­fald­ast erfiðleik­arn­ir.

Á­standið í fang­els­is­málum hér á landi hefur verið hrika­legt en nú horfir til betri vegar í þeim efn­um. Nítj­ándu aldar fang­els­inu við Skóla­vörðu­stíg hefur loks verið lokað og brátt tekur nútíma­legt fang­elsi á Hólms­heiði við fyrstu íbúum sínum.

Ástandið í fang­els­is­málum hér á landi hefur verið hrika­legt en nú horfir til betri vegar í þeim efn­um. Nítj­ándu aldar fang­els­inu við Skóla­vörðu­stíg hefur loks verið lokað og brátt tekur nútíma­legt fang­elsi á Hólms­heiði við fyrstu íbúum sín­um. Það er eitt­hvað bogið við að gleðj­ast yfir nýju fang­elsi en það er eig­in­lega ekki annað hægt. Með Hólms­heið­inni getum við lagað sumt af því sem pynt­ing­ar­nefnd Evr­ópu­ráðs­ins hefur bent á í skýrslum sínum, svo sem skilið karla og konur í afplánun að og boðið upp á fjöl­breytt­ari störf, nám og virkni­úr­ræði. Fólk verður nefni­lega oft galið ef það hefur ekk­ert við að vera.

Pynt­ing­ar­nefndin hefur líka sett fram athuga­semdir við ýmis­legt sem ekki er hægt að laga með bygg­ing­ar­fram­kvæmd­um. Íslend­ingum hættir til að reyna að leysa öll vanda­mál með steypu og stór­virkum vinnu­vélum en í mörgum til­fellum er skortur á þjón­ustu rót vand­ans. Eftir að fólk brýtur af sér ætti að vera auð­veld­ara að nálg­ast það og veita með­ferð. Það er alla­vega á vísum stað. Það gullna tæki­færi notum við illa. Í síð­ustu skýrslu pynt­ing­ar­nefnd­ar­innar er bent á að heil­brigð­is­þjón­usta fanga á Íslandi er í mol­um. Með­ferð­ar­úr­ræði fanga eru alltof fá og þeir þurfa jafn­vel að greiða fyrir þau. Þá er heil­brigð­is­þjón­usta sögð ófull­nægj­andi og skortur á lækn­is­skoðun og eft­ir­liti þegar fangar hefja afplánun óásætt­an­leg, sér­stak­lega þegar þeir glíma við frá­hvarfsein­kenni vegna vímu­efna­neyslu. Hættan á sjálfs­vígum og útbreyðslu smit­sjúk­dóma í fang­els­unum stór­eykst við slíka van­rækslu. Skrán­ing áverka, bæði við komu og meðan á afplánun stóð var einnig ábóta­vant. Alvar­leg­ustu athuga­semd­irnar lúta þó að geð­heil­brigð­is­þjón­ustu en geð­læknir hafði ekki við­komu á Litla-Hrauni nema tvisvar í mán­uði, þrátt fyrir marg­þættan vanda margra fanga og að fang­els­is­stjór­inn hafi talið að minnst fjórir vist­menn ættu frekar að vera á heil­brigð­is­stofnun en í fang­elsi. Geð­læknir heim­sótti fang­elsið á Akur­eyri á þriggja mán­aða fresti og það sjá allir að það gerir ekki neitt fyrir neinn. Þá skorti algjör­lega með­ferð­ar­úr­ræði fyrir kyn­ferð­is­af­brota­menn.

Staðan virð­ist því sú að við gerum alltof lítið til að koma í veg fyrir að börn í áhættu­hópum lendi í djúp­stæðum vanda en þegar það ger­ist og þau, sem full­orðið fólk, er komið inn í refsi­vörslu­kerfið gerum við alltof lítið til að hjálpa því að vinna úr vand­anum og kom­ast út í lífið aft­ur.

lög­gjöf um fulln­ustu refs­inga felur í sér nokkrar bætur á því beyglaða kerfi sem við höfum búið við, þ.e. ef farið verður eftir lög­un­um. Til þess þarf fjár­magn sem ég held að hafi ekki fylgt með en lögin tóku gildi strax við sam­þykkt í mars. Þar er t.d. kveðið á um að fangar eigi kost á að geta stundað náms- og starfs­þjálfun í fang­elsi og ýmis­legt fleira sem mér finnst gáfu­legt.

Annað kemur á óvart, t.d. að í kjöl­far laga­setn­ing­ar­innar fengu sumir þeirra sem hæsta dóma hafa fengið fyrir efna­hags­brot á Íslandi tæki­færi til að afplána refs­ingu á áfanga­heim­il­inu Vernd í stað þess að dúsa í hefð­bundnu fang­elsi. Um þetta áttu Helgi Gunn­laugs­son pró­fessor í afbrota­fræði og frétta­maður RÚV ágætt spjall í útvarp­inu um dag­inn þar sem hvor­ugur virt­ist botna nokkuð í því hvernig fangar með svo þunga og alvar­lega dóma á bak­inu gátu verið svíf­andi um á þyrl­um. „Fyrir almenn­ing sem horfir upp á þetta dettur manni fyrst í hug að þarna sé ekki um brota­mann í iðrun að ræða. Skila­boðin sem þetta veit­ir, að vera í útsýn­is­flugi yfir hausa­mót­unum á þjóð­inni sem hafði bara nýlega sent við­kom­andi í fang­elsi með þungan dóm á bak­inu, virka í fljótu bragði ekki fælandi fyrir brot. En svo kemur hin hliðin að þessu líka, varð­andi end­ur­hæf­ingu og aðlögun að sam­fé­lag­i,“ sagði Helgi í við­tal­inu.

Og það er nefni­lega mál­ið. Við lokum fólk inni þegar það brýtur af sér til að tryggja öryggi ann­arra borg­ara, kenna því lexíu og fæla aðra frá brot­um. Þetta með öryggi borg­ar­anna getur staðið fyrir sínu og við sem upp­lifðum hrunið finnst full ástæða til að vernda okkur fyrir þeim sem hafa framið alvar­leg efna­hags­brot. Iðr­unin virð­ist þó hvergi sjá­an­leg hjá okkar ást­sælu útrás­ar­vík­ingum og umfjöllun um sum­ar­húsa­ferðir og þyrlu­flug þess­ara manna mun vart fæla nokkurn mann frá alvar­legum efna­hags­brot­um. Ekki er annað að sjá en að þau marg­borgi sig. 

Heima úr sóf­anum virð­ist það ansi góður díll að þurfa bara að dvelja á Vernd yfir blánótt­ina en geta verið að reka fyr­ir­tækin sín sem fengu einmitt afskrif­aða tugi millj­arða eftir hrunið meðan almenn­ingur var ekki svo hepp­inn. Á sama tíma býðst öðrum föngum ekki að dvelja á Vernd vegna þess að þeir geta ekki greitt fyrir veru sína þar. Á Vernd þurfa menn annað hvort að vera í námi eða vinna. Fangar eiga ekki alltaf auð­velt með að útvega sér vinnu og þeir sem eru í námi geta oft ekki greitt fyrir dvöl­ina á Vernd því þeir eru tekju­laus­ir. Ég er ekki alveg viss um hvernig það stenst jafn­ræð­is­á­kvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar.

Á Vernd þurfa menn annað hvort að vera í námi eða vinna. Fangar eiga ekki alltaf auð­velt með að útvega sér vinnu og þeir sem eru í námi geta oft ekki greitt fyrir dvöl­ina á Vernd því þeir eru tekju­laus­ir. Ég er ekki alveg viss um hvernig það stenst jafn­ræð­is­á­kvæði stjórnarskrárinnar.

Kannski þurfum við að geta beitt refsi­vörslu­kerf­inu með skap­andi og ein­stak­lings­mið­aðri hætti. Fólk í vanda hefur held ég almennt ekk­ert sér­stak­lega gott af því að vera lokað inni en þegar það er gert er synd að reyna ekki að nota tím­ann til upp­bygg­ingar og raun­veru­legrar betr­un­ar. Auk þess er það líka miklu dýr­ara fyrir okkur öll. Glæpir kosta nefni­lega sam­fé­lagið allt pen­inga. Með­ferð og hjálp kostar líka en það er samt miklu ódýr­ara að veita slíka aðstoð en gera það ekki. 

Í skólum lands­ins er gjarna talað um ein­stak­lings­miðað nám þar sem skól­inn mætir hverjum nem­anda þar sem hann er stadd­ur. Við ættum kannski að fara að huga að því hvort hægt sé að bjóða upp á ein­stak­lings­mið­aða betr­un? Fang­inn sem er í námi og hefur því ekki tekjur til að geta greitt með sér á Vernd þyrfti í mörgum til­fellum meira á slíkum stuðn­ingi og aðlögun að halda en menn sem keyra um á Land Cru­iser­um.

Ég veit ekki hvað hægt er að gera við útrás­ar­vík­ing­ana. Sumum finnst að þeir ættu að vera í raun­veru­legri sam­fé­lags­þjón­ustu að bæta fyrir brot sín; hugsa um gamla fólkið okkar eða sjúk­linga. Það virð­ist ágæt hug­mynd alveg þar til maður hugsar um þiggj­endur þjón­ust­unn­ar. Myndi maður treysta útrás­ar­vík­ingi fyrir ömmu sinni? Ég er ekki viss. Hitt virð­ist aug­ljóst; að senda þá aftur í vinn­una sína, þar sem brotin voru fram­in, er ekki að virka held­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None