Auglýsing

Sumir eru þeirrar gerðar að þeir eiga erfitt með að horfast í augu við stað­reynd­ir, jafn­vel þó þær séu svo aug­ljósar að jafn­vel vöggu­barni eigi að vera þær ljós­ar. Þetta þekki ég af eigin raun. Ég var heldur ódæll ung­lingur og þótti gaman að hafa mikla gleði og for­eldrar mínir fengu oft og tíðum að reyna það þegar þau brugðu sér af bæ yfir helgi. Þá þótti mér sjálf­sagt að bjóða heim í húsið þeirra og skipti þá litlu hvort um annað hafði verið samið.

Eitt skiptið gerðu for­eldrar mínir mér þann óleik, að mér fannst þá, að koma fyrr heim úr fríi en um hafði verið rætt. Þau renndu í hlað áður en ég hafði svo mikið sem byrjað að taka til eftir helg­ina. Í panikká­standi stökk ég til, náði í ryksug­una og inn í eitt her­bergið hvar ég fór að ryk­suga af miklum móð.

Þar kom móðir mín að mér og ég sá hana útundan mér, að reyna að ná sam­bandi við mig í gegnum hljóð hinnar miklu til­tekt­ar, ryksugan var á fullu. Ég man það enn að ég hugs­aði sem svo að ef ég bara héldi áfram að ryksuga, við­ur­kenndi ekki til­vist henn­ar, þá yrði allt í lagi. Hvort ég bjóst við að hún hyrfi, eða yrði svo ánægð með að ég væri þó að ryk­suga eitt her­bergið í öllu hús­inu, veit ég ekki enn. Hvort þetta væri töfraryk­suga sem leysti öll mín vanda­mál. Hitt veit ég að þetta er dæmi um hina full­komnu afneit­un.

Auglýsing

Mér verður oft hugsað til þessa þegar ég fylgist með íslenskum stjórn­mál­um. Hún kom til dæmis upp í huga mér þegar ég heyri stjórn­ar­liða, ráð­herra sem aðra, láta eins og allt sé í himna­lagi, það hafi allt gengið full­kom­lega eftir sam­kvæmt plani og það verði nú bara að koma betur í ljós hvenær staðið verði við lof­orð sem voru gefin um kosn­ingar í haust.

Eitt af stærstu verk­efnum rík­is­stjórn­ar­innar á þessu kjör­tíma­bili átti að vera afnám gjald­eyr­is­hafta. Til þessa verks hefur Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra meðal ann­ars vísað um mik­il­vægi þess að Bjarni Bene­dikts­son verði enn fjár­mála­ráð­herra. Og um mik­il­vægi þess að Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokkur verði enn við völd undir for­sæti Sig­mundar Dav­íðs Gunn­l... nei undir for­sæti Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, alla­vega að einmitt þessir flokkar verði að vera við völd, ann­ars verði höftin trauðla losuð í bráð.

Það gæti gefið þessum full­yrð­ingum ein­hverja vigt ef allt gengi ljóm­andi vel í losun hafta, ef allt væri á áætlun og ef allir væru sáttir við þá leið sem fara á. En því er ekki að heilsa. Ráð­herra hefur lítið sem ekk­ert sam­ráð um mál­ið, af því að hann treystir bara sjálfum sér til þess, kröfu­hafar boða máls­sókn og þátt­taka í gjald­eyr­is­út­boði Seðla­bank­ans er lít­il. Aflandskrónu­eignin sem leysa átti með útboðum í júní nemur um 319 millj­örðum króna, en þátt­takan varð svo lítil að ekki tók til nema um 83 millj­arða króna.

„Eitt mik­il­væg­asta verk­efni rík­is­stjórn­ar­innar verður að vinna að afnámi fjár­magns­hafta en gjald­eyr­is­höftin bjaga eigna­verð og draga úr sam­keppn­is­hæfi þjóð­ar­inn­ar,“ segir í stjórn­ar­sátt­mál­anum sem kynntur var með bravúr vorið 2013. Rúmum þremur árum síðar er vand­inn enn fyrir hendi og ljóst að stjórn­inni end­ist ekki örendi til að leysa hann.

Og þá er að horfast í augu við það. Ekki loka aug­unum fyrir því að manni hafi mis­tek­ist. Það mis­tekst öllum í líf­inu og engin skömm að því, ef menn taka ábyrgð á því og gera sitt til að bæta fyrir mis­tök­in. Það að stinga höfð­inu í sand­inn, eða ryksug­unni í sam­band og vona að hávað­inn úr henni drekki vand­an­um, og neita að horfast í augu við stað­reynd­ir, gerir illt verra.

List­inn yfir verk­efni sem rík­is­stjórnin ætl­aði að gera en er ekki búin með, er ann­ars býsna lang­ur. Um það varð mér hugsað þegar ég borg­aði skatt­inn fyrir hót­el­her­bergi í Par­ís, en hann er settur á til að mæta fjölda ferða­fólks og borg­aður beint yfir skenk­inn. En þetta var nú útúr­dúr og frá­leitt að ímynda sér að jafn ein­falt kerfi mundi virka í hinu flóknu íslenska sam­fé­lagi sem er allt öðru­vísi en önn­ur, að sögn.

En aftur að afnámi gjald­eyr­is­hafta. Það er risa­stórt sam­fé­lags­legt verk­efni og á ábyrgð stjórn­mála­stétt­ar­innar að leysa það. Núver­andi fjár­mála­ráð­herra og rík­is­stjórn hafa sýnt að verk­efnið er þeim ofviða. Þá er að halda kosn­ingar og treysta þjóð­inni fyrir því hver fær næst að spreyta sig við verk­efn­ið. Þannig virkar lýð­ræð­ið. Það er engin töfraryk­suga til sem leysir vanda­mál­in, aðeins það að standa með verkum sínum og lúta dómi kjós­enda.

Og já, hvernig teng­ist þetta allt EM sem vísað er í í fyr­ir­sögn­inni? Ekki neitt er svar­ið, nema að það teng­ist auð­vitað allt EM í dag. Það var bara sett í fyr­ir­sögn­ina svo fleiri myndu kannski lesa.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None