Auglýsing

Ég hjólaði í fyrsta skipti á ævinni í erlendri stór­borg í síð­ustu viku. Ég hef aðeins fiktað við hjól­reiðar eins og svölu krakk­arnir í Reykja­vík en aldrei orðið dag­hjóla­mað­ur. Aðal­lega af því að ég nenni því ekki og bý við hlið­ina á strætó­stoppi­stöð.

Það sem kom mér mest á óvart var hvað það var auð­velt, eig­in­lega bara alveg eins og að hjóla. Og það á þétt­býlasta svæði í heimi, Man­hatt­an. Í þessu höf­uð­vígi lands frels­is­ins og fjöl­skyldu­bíls­ins er hjóla­menn­ing hratt að ryðja sér til rúms. Hjóla­akreinar við nán­ast allar göt­ur, allir hjóla hjálm­lausir og þrátt fyrir alla sturlun­ina sem ríkir í umferð­inni er mikið til­lit tekið til hjólandi veg­far­enda. Kannski vegna þess að ef ég væri ekki hjólandi þá væru ég og bíll­inn minn miklu meira fyrir en ann­ars.

Það sem sló mig samt mest var þessi und­ar­lega örygg­is­til­finn­ing sem ég fann. Allt í kringum mig voru leigu­bílar að berj­ast um dýr­mætar akreinar og risa­vaxnir sendi­ferða­bílar að gefa hverjum öðrum putt­ann með flaut­unni. Þrátt fyrir það fannst mér eins og öku­menn tækju meira til­lit til mín en jóla­svein­arnir sem skjóta hægri hjól­unum á bílnum út á hjóla­braut­ina við Löngu­hlíð­ina til að geta straujað yfir strætó­hraða­hindr­un­ina án þess að slá af. Ég fann fyrir því að mér fannst ég örugg­ari á hjóli í ókunn­ugri stór­borg en í litlu sætu Reykja­vík.

Auglýsing

Þetta fékk mig aðeins til að hugsa. Hvenær finn ég, hvítur bráðum mið­aldra karla­maður í með­al­hæð, fyrir örygg­is­til­finn­ingu? Í sjálfu sér aldrei. Ég finn ekki fyrir létti þegar vafa­sami mað­ur­inn sem sat fyrir aftan mig í strætó fer út á annarri stoppi­stöð en minni eða þegar óþægi­lega ágenga stelpan á barnum áttar sig allt of seint á að ég hef engan áhuga á að tala við hana finnur sér ein­hvern annan til að tala á. Og mér líður heldur ekki betur vit­andi að kollegi minn úr Vest­ur­bænum labbar með mér í átt­ina heim þannig að ég þurfi ekki að labba einn gegnum illa upp­lýsta garð­inn fyrir aftan Landa­kots­kirkju eða þegar mað­ur­inn sem hefur fyrir til­viljun gengið á eftir mér óþægi­lega lengi beygir inn aðra götu og ég losa um krepptan hnef­ann til að hleypa blóði aftur i hnú­ana sem eru fyrir löngu orðnir hvít­ir. Eða þegar ég ligg hálf­nak­inn uppi í rúmi með stelpu og átta mig á að ég vilji eig­in­lega ekki fara lengra en það og hún brosir bara og ég fer áhyggju­laus að sofa.

Ástæðan fyrir því að mér líður ekk­ert betur við þetta er að engar af þessum aðstæðum fá mig til að ótt­ast um öryggi mitt. Reynsla vina minna á svip­uðu reiki og svip­uðum stað í líf­inu af þessum aðstæðum gefur mér ekk­ert til­efni til ann­ars en að upp­lifa mig alveg jafn­ósnert­an­legan við þessar aðstæður og hverjar aðr­ar. Reynsla karl­kyns vina minna að sjálf­sögðu.

Örygg­is­til­finn­ing er eins og sárs­auki. Þú fattar ekki hvað það er gott að finna ekki til fyrr en þú hefur fundið til. Þangað til tek­urðu því sem sjálf­sögðum hlut. Ótt­inn við að verða fyrir ofbeldi, sér­stak­lega kyn­ferð­is­legu eða kyn­bundnu ofbeldi, er ekki eitt­hvað sem við eigum að taka sem sjálf­sögðum hlut og gera þolendum að takast á við í myrkr­inu. Ekki frekar en að freki kall­inn á Land Rovernum sín­um, bíll sem verður hold­gerv­ingur hruns­ins tvö­þús­undogeitt­hvað, geti afskrifað ábyrgð sína á hjóla­fólki með því að segja að það eigi að nota hjálm, eða línan „Pass­aði þig á bíl­un­um“ sem allir ábyrgir feður segja við börnin sín þegar hún ætti auð­vitað að vera „Ekki vera athygl­is­laus fáviti þegar þú keyrir og keyra á óvernd­aða fót­gan­gendur með stál­búr­inu þín­u“. Þetta er heims­mynd þess sem hefur aldrei búið við óör­yggi og ætlar því ekki að skilja að það er ekki hins „veika“ að verja sig, heldur allra hinna að koma fram þannig að þau þurfi heldur aldrei að upp­lifa örygg­is­til­finn­ingu, því þau eiga aldrei að upp­lifa ótt­ann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None