Hvað er Útlendingastofnun?

Auglýsing

Í næsta húsi við mig í Berlín bjó Adler-­fjöl­skyld­an. Pabb­inn var á aldur við ­mann­inn minn, mamman á aldur við mig og Thomas sonur þeirra á aldur við son m­inn, nýorð­inn fimm ára, þegar yfir­völd sendu þau í útrým­ing­ar­búðir þar sem þau lét­ust nokkrum dögum síð­ar. Stundum stend ég mig að því að mæna út um ­stofu­glugg­ann, út í portið sem húsin tvö deila og hugsa um þau. Hvaða gluggi á hús­inu hafi til­heyrt þeim, hvernig for­eldr­unum hafi verið inn­an­brjósts síðust­u dag­ana áður en fjöl­skyldan fór með lest­inni út í opinn dauð­ann. Stað­ur­inn er sá ­sami, tím­inn hefur liðið á sinn afstæða hátt. Þau voru þarna rétt áðan, þau eru þarna enn­þá.

 Í síð­ustu viku flaug ég frá Berlín til Reykja­víkur og á leið­inni út á flug­völl keyrði leigu­bíll­inn fram­hjá ílöngu húsi við járn­brauta­teina þar sem stóð aðeins ein lest. Sjá­iði! sagði leigu­bíl­stjór­inn. Þarna er stöð sem flótta­fólk kemur á með lestum áður en það tvístr­ast í aðrar átt­ir.

Mér­ varð litið á þennan ein­kenni­lega stað sem ég sá rétt svo í sjónhend­ingu og varð ósjálfrátt hugsað til helfar­ar­inn­ar. Þarna var lest sem hafði flutt örvænt­ingarfull­t ­fólk inn í Berlín í stað þess að ferja það út úr henni. Ang­ela Merkel hef­ur, eins og víð­frægt er orð­ið, lagt þá línu að fólk sem er komið til Þýska­lands frá­ ­Sýr­landi fái að dvelja þar um sinn. Stór hluti lands­manna virð­ist vera hlynnt­ur þess­ari ákvörðun henn­ar, þó að margir deili vissu­lega hart á hana og nýnas­istar safni eld­fær­um. Þjóð­verjar hafa gefið svo mik­ið af varn­ingi í búðir fyrir flótta­fólk að stundum þarf að af­þakka frek­ari gjafir, ýmsir hafa boðið fólki að búa hjá sér og mörg sam­tök létta fólki lífið á annan hátt, svo fátt eitt sé nefnt.

Auglýsing

Ábyrgð stjórn­valda

Margir kunna vel að meta að Ang­ela Merkel sé við stjórn­völ­inn, mann­eskja sem er sjálf alin upp í ein­ræð­is­ríki og getur þar að auki talað rúss­nesku við Pútín á við­sjár­verðum tím­um. Á sama tíma er deilt um hvort það sé raun­hæft mat hjá henni að þýsku þjóð­inni tak­ist að höndla þetta mikla verk­efni – eins og hún­ ­sjálf vill meina að þjóðin geti þó að það sé erfitt. Stað­festan upp­máluð þeg­ar hún sagði í sjón­varps­þætti ekki alls fyrir löng­u: Ef við þurfum nú að byrja að afsaka okkur fyrir að sýna vin­semd í neyð­ar­á­standi, þá er þetta ekki lengur land­ið mitt.

Mál­ið snýst jú, fyrst og fremst, um stefnu­mótun stjórn­valda, hvort sem um er að ræða Ís­land eða Þýska­land. Kansl­ar­inn vill opna landið og orðum hans fylgja ­at­hafn­ir.

En á sama tíma og nefnd um mál­efni flótta­fólks á Íslandi setur tvo millj­arða í að­stoð við flótta­fólk og hæl­is­leit­endur á næstu tveimur árum, þá bólar hvergi á flug­vélum með nauð­stadda. Þvert á móti finnst manni eins og ennþá sé ein­ung­is verið að vísa fólki úr landi. Til að mynda fjöl­skyld­unni frá Sýr­landi sem flúð­i til Íslands, hjón með tvær dæt­ur, þriggja og fjögra ára, en fær ekki mál sitt til efn­is­legrar með­ferðar af því að það náð­ist af þeim fingrafar í hörm­ung­ar­á­stand­inu sem nú ríkir í Grikk­landi.

Yfir­lýs­ing

Rík­is­stjórn­ Ís­lands hefur nýlega sent frá sér yfir­lýs­ingu um áður­nefndan fjár­stuðn­ing.

Í fyrsta lagi á hluti fjár­ins að fara til alþjóða­stofn­ana og hjálp­ar­sam­taka sem vinna með og koma að málum flótta­fólks erlend­is. 

Í öðru lagi verður pen­ing­unum varið til mót­töku fólks sem leitar eftir alþjóð­legri vernd, þar sem áhersla verði lögð á að hjálpa fólki að koma sér fyrir í sam­fé­lag­inu og hefja hér nýtt líf. Er þar bæði gert ráð fyrir flótta­fólki sem kæmi hing­að ­fyrir milli­göngu Flótta­manna­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna og þeim sem koma til lands­ins eftir öðrum leið­um.

Í þriðja lagi á að nota pen­ing­ana til að hraða afgreiðslu hæl­is­um­sókna hér­lend­is svo fólk velk­ist ekki of lengi um í kerf­inu.

Sam­kvæmt þessum upp­lýs­ingum er verið að vinna í því, að íslenskum hætti, að taka á mót­i hópi flótta­fólks og auð­vitað má ekki gera lítið úr því sem von­andi verður vel af hendi leyst, þó að vissu­lega mætti taka á móti miklu fleir­um. Samt verð­ur­ það að telj­ast í besta falli mót­sagna­kennt að senda sýr­lenska fjöl­skyldu úr landi á sama tíma og rík­is­stjórnin birtir þetta plagg. Eðli máls­ins sam­kvæmt hrann­ast upp statusar á sam­skipta­miðl­unum þar sem fólk bölvar Útlend­inga­stofn­un í sand og ösku.

Stofnun á vegum rík­is­ins

En hvað er Útlend­inga­stofnun annað en einmitt það sem nafnið gefur til kynna: ­stofnun á vegum rík­is­ins. Stofn­unin er rekin til að þjóna laga­setn­ing­um ráða­manna og þeim fjár­munum sem þeir ráð­stafa henni. Það eru ráða­menn­irn­ir, Ang­ela Merkel og Sig­mundur Dav­íð, sem stjórna skút­unni, hvort í sínu landi, og þar með er ábyrgðin fyrst og fremst þeirra og rík­is­stjórna þeirra. Vænt­an­lega hefur starfs­fólkið eitt­hvað svig­rúm – sem það ætti að nýta svo miklu betur en raunin er – en hversu mikið er það svig­rúm í raun og veru? Hversu lengi held­ur ­starfs­fólk Útlend­inga­stofn­unar störfum sínum ef ákvarð­an­ir þess brjóta í bága við stefnu stjórn­valda hverju sinni, hvort sem sú stefna er opin­ber eða ekki? 

Lífs­hættu­leg lög­hlíðni

For­eldr­ar T­hom­asar Adler voru vænt­an­lega lög­hlýðið fólk og kannski keyptu þau sjálf ­lest­ar­miða fyrir fjöl­skyld­una frá göt­unni okk­ar, Ebers­strasse, í út­rým­ing­ar­búðir – eins og svo margir aðrir í sam­fé­lagi þar sem fólk var alið ­upp við að hlýðni við yfir­völd væri dyggð, nokkuð sem ýmsir fræð­ingar hafa ­nefnt sem eina af ástæðum þess að svo fór sem fór í Þýska­land­i nas­ist­anna. Fórn­ar­lömbin skráðu sig og sína í möppur þeirra sem síðar myrtu þau í þeirri trú að reglu­gerðir rík­is­ins væru hinn eini end­an­legi sann­leik­ur. Hið eina rétta á tímum þegar mannúð flokk­að­ist undir óþarfa til­finn­inga­semi.

Nú ­gæti ein­hver sagt: Við viljum öll sýna mannúð en hversu mörgum getum við í raun og veru tekið við? Ekki getum við boðið milljón manns til Íslands nema rústa innviðum þjóð­fé­lags­ins – eða hvað?

Þá má spyrja á móti hvort slík spurn­ing eigi rétt á sér þegar neyð er til stað­ar. Helsta skylda mann­eskj­unnar er kannski sú að sýna ­mann­úð. Auð­vitað er ill­ger­legt að opna landið algjör­lega. Það er hætt við að vel­ferð­ar­kerfið og lög­gæslan myndu ekki ráða við enda­lausan fjölda fólks. En það verður að segj­ast eins og er, við erum ennþá tals­vert langt frá því að taka við þeim fjölda sem inn­viðir sam­fé­lags­ins ráða við.

Í raun­inni ætti fólk sem er þegar komið til Íslands frá Sýr­landi að fá að dvelja þar áfram. Ráð­herrar við­eig­andi mála­flokks mega ekki vera með hall­æris­legan ­fyr­ir­slátt í svo við­kvæmum mál­um, það er vissu­lega í þeirra valdi að setj­ast ­yfir reglu­gerð­irnar og reyna að breyta því sem breyta þarf svo orð og athafn­ir ­megi fara saman. Ann­ars er er hættan sú að korn­ung börn sem eru komin hingað til lands eig­i eftir að deyja ein­hver staðar úti í heimi. 

Heim­ótta­skapur í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu

Á heima­síðu Utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins stendur einnig: Sam­þykki Alþing­i of­an­greindar til­lögur rík­is­stjórn­ar­innar verður Ísland meðal þeirra þjóða sem ­mest leggja af mörkum til aðstoðar flótta­fólki vegna vand­ans í Sýr­landi ...

Þessi ­stað­hæf­ing er hlægi­leg hafi maður fylgst lít­il­lega með fréttaum­fjöllun í Þýska­landi en um þessar mundir eru Þjóð­verjar að taka á móti átta hund­ruð og fimm­tíu þús­und mann­eskjum í neyð og nýta til þess íþrótta­hús og öll hugs­an­leg hí­býli.

Stjórn­völd verða að hysja upp um sig bræk­urnar og reyna að minnsta ­kosti að skilja eigin yfir­lýs­ing­ar. Það er ekki hægt að benda ábyrgð­ar­laust á kæru­nefndir sem byggja vænt­an­lega úrskurð sinn á lög­gjöf­inni (allir með­lim­ir kæru­nefndar útlend­inga­mála eru jú lög­fræð­ing­ar) eða stofn­anir sem eiga að fram­fylgja lög­un­um. Stefnan er stjórn­valda, nefndir og stofn­anir eru verk­færi til þess að koma henni í fram­kvæmd. Og lög og reglu­gerðir án mann­úðar eru, eins og sagan sýn­ir, hættu­leg, bæði þjóðum og mann­kyn­in­u. Ég skora á stjórn­völd að standa við eigin orð og leyfa fjöl­skyld­unni frá Sýr­landi að vera á Íslandi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None