Að hanna kampavín

Birgir Birgisson
Dom Perignon
Auglýsing

Fyrir marga er kampa­vín óhjá­kvæmi­legt við gleði­leg til­efni. Því er sprautað yfir sig­ur­veg­ara í í­þrótt­um, skálað í því við brúð­kaup og ára­mót og sumt fólk jafn­vel baðar sig upp úr því. Er þá ekki und­ar­legt til þess að hugsa að kampa­vín, eftir því sem þjóð­sagan seg­ir, varð til fyrir mis­tök? 

Sagan segir að franski munk­ur­inn Dom Perignon hafi búið til hvítvín sem hélt áfram að gerj­ast eftir að því var tappað á flösk­una. Þrýst­ingur mynd­að­ist í flösk­unni, tapp­inn small úr með látum og þeg­ar vín­inu var hellt í glös, stigu loft­bólur upp á yfir­borðið þar sem vínið og kol­sýran snertu agn­arsmá ó­hrein­indi í vín­glas­inu. Og það glas var örugg­lega mun óhreinna en glösin sem við notum í dag. 

Það var þó ekki nóg að finna upp sjálft vín­ið. Þrýst­ing­ur­inn sem mynd­að­ist í fyrstu flösk­un­um, ýmist ­sprengdi þær eða skaut töpp­unum langar vega­lengd­ir, sem varð til þess að vínið fékk við­ur­nefnið „vin de diable“, vín djöf­uls­ins. Þetta kall­aði bæði á betri flöskur úr þykk­ara gleri og aðra nýja lausn, svo­kallað „mu­sel­et“, en það er litla vír­grindin sem læsir kork­tapp­anum við flösk­una. Tapp­inn er ­reyndar líka mjög ólíkur öðrum vín­töpp­um. Breið­ari á neðri end­an­um, sem vinnur gegn því að hann ­skjót­ist úr flösk­unni og með stóra kúlu efst, sem dreifir álag­inu frá „mu­sel­et“ lausn­inni jafnt á allan tapp­ann. Þá er ótal­inn fjöld­inn allur af tækni­legum lausnum sem þurfti til, svo fram­leiðslan yrð­i við­ráð­an­leg, hag­kvæm og áreið­an­leg. En hvar kemur hönnun þá inn í mynd­ina? Hvernig hann­ar ­maður kampa­vín? 

Auglýsing

Að þróa sjálft vín­ið, til dæmis með því að setja sykur út í það og auka gerj­un­ina, eða að búa til­ flösk­una og tapp­ann sem þoldu þrýst­ing­inn, eru ágæt dæmi um tækni­leg vanda­mál sem þurfti að ­leysa svo vínið gæti orðið að selj­an­legri vöru. En það útskýrir ekki hvers vegna fólk eyðir mörg­um tugum þús­unda króna í það sem í grunn­inn er ekk­ert annað en mátu­lega skemmd berja­saft. 

Snilldin við mark­aðs­setn­ingu kampa­víns liggur í því að höfða til til­finn­inga neyt­and­ans. Þannig hef­ur ­kampa­víns­fram­leið­endum tek­ist að tengja afurð­ina við nær öll mik­il­væg­ustu augna­blik lífs­ins. Fæð­ing­ar, afmæli, útskrift­ir, brúð­kaup og jafn­vel aðrir og minni við­burðir eins og ára­mót og ­í­þrótta­sigrar eru til­efni þess að tappar fljúga úr þykkum gler­flöskum kampa­víns­fram­leið­enda. Á tveim öldum hefur salan þannig vaxið úr örfáum þús­undum flaskna upp í rúmar 330 millj­ónir á veislu­ár­in­u 2007. Og þá er bara nefndur dýr­asti hluti mark­að­ar­ins, ekta og ósvikið kampa­vín frá Frakk­land­i. 

Nú vill svo til að sagan um Dom Perignon er ekki sönn. Hið rétta er að um miðja 16. öld tóku Bene­dikt­us­ar­munkar upp á því að tappa sínu víni á flöskur áður en gerj­un­ar­ferl­inu var lokið og ­sköp­uðu þar með freyð­andi vín. Hvaðan þeir fengu hug­mynd­ina er ekki fylli­lega ljóst. Kannski var ó­venju mikið að gera við hand­rita­skrif­in. Ef til vill var veð­ur­far slæmt það ár og áríð­andi að klára töpp­un­ina áður en frostið skall á. Hvað sem því líður var það ekki fyrr en heilli öld síðar að Christopher Merret skráði fyrstur manna aðferðir við að bæta sykri í vínið til að auka gerj­un­ina og hálfri öld eftir það kom marg­frægi munk­ur­inn Dom Perignon fram á sjón­ar­svið­ið. 

Hvað hefði ger­st, ef munk­arnir hefðu hellt niður skemmda vín­inu sem sprengdi flösk­urn­ar? Ef ­gerj­unin hefði stöðvast fyrr og engar loft­bólur myndast? Ef glösin hefðu ekki verið svona ­skítug? Væri þá ekki Champagne hér­aðið eins og hvert annað vín­rækt­ar­hérað Frakk­lands, frekar en heimsmið­stöð versl­unar og fram­leiðslu fyrir einn best heppn­aða iðnað í heim­in­um? Þegar mað­ur­ veltir þannig fyrir sér þróun kampa­víns, er í raun með öllu óskilj­an­legt hvers vegna svona margt fólk er hrætt við að gera til­raunir og jafn­vel mis­tök í vöru­þró­un. Því sann­leik­ur­inn er sá að mis­tök geta vel ­borgað sig. 

Mjög vel. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None