Vikan í hlaðvarpinu var full af forvitnilegu efni um allt milli himins og jarðar. Hér að neðan er hægt að hlusta á þættina sem birtust í vikunni. Ef þú vilt glöggva þig betur á þáttunum í hlaðvarpinu eða gerast áskrifandi að því hvetjum við þig til að kíkja á hlaðvarpssíðuna okkar.
Undir smásjánni
Tunglkvöld í Basel
Freyr Eyjólfsson var staddur í Basel fyrir stuttu þar sem hann fylgdist með bókabrennu eftir bókasölu forlagsins Tunglið í Basel í Sviss.
Þukl
Hvað eru þessar tvær gráður?
Þáttur Birgis Þórs Harðarsonar fjallar um loftlsagsmál í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar í París í desember. Í þætti vikunnar kannaði hann hvaðan markmiðið um hlýnun innan við tvær gráður þýðir og hvaðan það kom.
Hismið
„Hvernig urðu unglingar svona hressir?“
Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, var gestur Árna Helgasonar og Grétars Theodórssonar í Hisminu á fimmtudaginn. Þar ræddu þau þessi helstu mál kaffistofunnar: unglinga, hversdagsreglur, edik og deila lífsreynslusögum.
Kvikan
Fallegt að fá kvikmyndaver í áburðarverksmiðjuna
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Magnús Halldórsson fóru yfir fréttir vikunnar í Kvikunni, þætti ristjórnar Kjarnans. Þar bar hugsanlega hæst umræðan um viðbragð alþjóðasamfélagsins við hryðjuverkunum í París.
Tæknivarpið
Veit fólk yfir höfuð hvað það vill?
Tæknivarpið er í umsjá Gunnlaugs Reynis Sverrissonar og Atla Más Yngvasonar þessa vikuna. Þeir fjalla um hvernig á að nálgast umfjallanir á tækjum, hvað það er sem fólk er að leita að í snjallsímum og spurja hvort fólki viti yfir höfuð hvað það vill.