Að tyggja trefjar

Birgir Birgisson
tannbursti
Auglýsing

Ein útbreiddasta upp­finn­ing allra tíma er tann­burst­inn. Þetta litla og bráð­nauð­syn­lega áhald, sem oftast ­gagn­ast eig­and­anum vel og lengi, stundum jafn­vel lengur en skyn­sam­legt er. En er ekki svo­lítið und­ar­leg­t að hugsa til þess að ein­hvern tíma á ein­hverjum stað í þró­un­ar­sög­unni varð fyrsti tann­burst­inn til? Lík­lega var það lítið annað en gróft strá eða lítil grein sem not­and­inn fann ein­hvers staðar á slétt­unni, en með því að japla á þannig trefja­bögglum hefur for­feðrum okkar senni­lega tek­ist að ein­hverju leyti að halda tann­steini í skefj­um. Hvaða augum ætli þeir hafi litið braut­ryðj­and­ann sem fyrstur fann grein, tók hana upp­ og tuggði? Hvort skyldi við­kom­andi per­sóna hafa verið álitin vís eða van­heil? 

Víðs vegar um heim­inn tyggur fólk ennþá trefj­ar, en í hinum vest­ræna hluta að minnsta kosti hefur mik­il fram­þróun átt sér stað. Sígildi burst­inn með stíf hár og lélegt hand­fang er enn til, en flestir tann­burstar líta nú orðið frekar út eins og háþróuð tækni­und­ur. Líkt og þeim sé ætlað að bjarga okkur frá eilífri útskúfun and­fýl­unn­ar. Sú ákvörðun að end­ur­nýja burst­ann leiðir því marga út í alls kyns vanga­veltur og erf­iða á­kvarð­ana­töku. Hversu stíf eiga hárin að vera? Fer skaftið vel í hendi? Er það mátu­lega sveigj­an­leg­t? ­Stundum virð­ist úrvalið nær enda­laust þegar við stöndum frammi fyrir mörgum hillu­metrum af lokk­and­i lögun og lit­um. Þá óska margir þess heitt og inni­lega að ein­hver hjálpi þeim við að ein­falda valið og jafn­vel lífið yfir­leitt. En er það ekki einmitt það sem hefur ger­st? Er ekki í raun þegar búið að taka margar flókn­ar og krefj­andi ákvarð­anir fyrir okk­ur? 

Allar þær vörur og áhöld sem við notum í dag­legu lífi eiga það sam­eig­in­legt að vera hönnuð á ein­hvern hátt. ­Þrátt fyrir reglu­bund­inn val­kvíða flestra eru tann­burstar þar engin und­an­tekn­ing. Nákvæm­lega hversu mjúk­ t­ann­bursta­hár eiga að vera til að geta talist mjúk hefur þegar verið ákveð­ið. Lengd hand­fangs­ins er eng­in til­viljun og sú stað­reynd að flestir burstar fást í 3 eða 4 ólíkum lita­sam­setn­ing­um, tekur mið af stærð ­dæmi­gerðar fjöl­skyldu, svo hver og einn með­limur geti eign­ast bursta í sínum lit. Allt í kringum okkur eru hlutir sem þannig er búið að móta og laga að því lífi sem við ann­að­hvort lifum nú þegar eða langar til að lifa í nán­ustu fram­tíð. Til þess þarf meira en tommu­stokk og talna­grind. 

Auglýsing

Það er einmitt á því sviði sem starf hönn­uð­ar­ins aðskilur sig frá störfum margra ann­arra. Vissu­lega eru enn til vörur sem eru alger­lega útbún­ar, fram­leiddar og mark­aðs­settar án aðkomu hönn­uða, en flestar skort­ir þær þessa óræðu og ef til vill svo­lítið til­finn­inga­tengdu vídd. Þann djúpa skiln­ing á upp­lifun not­and­ans af ein­hverju til­teknu vanda­máli, sem gerir það að verkum að hand­fangið er einmitt nógu langt, hárin af rétt­u­m stífleika og skaftið nákvæm­lega eins sveigj­an­legt og það á að vera. Það merki­lega er hins vegar að einmitt þegar vel tekst til við hönnun á hvers­dags­legum hlut, tökum við minnst eftir því hve mikið er í raun búið að hjálpa okk­ur. Vönduð hönnun er þannig orð­inn óað­skilj­an­legur hluti af þægi­legu lífi, án þess að við endi­lega ­tökum eftir því. Ef þau auknu lífs­gæði sem slík hönnun hefur veitt okkur yrðu hins vegar fjar­lægð á ein­u augna­bliki myndum við án efa taka eftir því, til dæmis næst þegar við burst­uðum tenn­urn­ar. 

Hvort má bjóða þér, strá eða grein?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None