Kínverski boltinn: Sveitapiltsins draumur

Kína
Auglýsing

Það er ekki hægt að segja annað en að fyrirsagnir morgunblaðanna hér í Peking hafi verið nokkuð brútal föstudaginn 13. nóvember.

„Bhutan lagt 12:0“

Svolítið í anda Indriða G. í 79  af stöðinni „Annað hvort ert þú skyttan eða þú ert fuglinn.“ Knappt, hnitmiðað, grimmt.

Auglýsing

Já eða Hemingways.

Flestir tengja Ernest Hemingway sennilega við bóhemlíf í París og stríðsbrölt á Ítalíu og Spáni. Samband hans við hinn kínverska heim er síður þekkt, a.m.k. á Vesturlöndum.

Reyndar mun hann aldrei hafa verið sérlega spenntur fyrir Kína. Segja má að hann hafi verið dreginn þangað hálfnauðugur í upphafi árs 1941.

Kína 1941

Í upphafi árs 1941 hélt hinn frægi stríðsfréttaritari Marta Gellhorn í rannsóknarleiðangur til Austurlanda fjær. Hún skrifaði fyrir  bandaríska tímaritið Collier og átti nú að fjalla um stríðsrekstur Japana í Asíu. Marta var þá nýlega tekin saman við Hemingway og nauðaði í honum að koma með sér þar til hann lét það eftir henni.

Japanir  höfðu ráðist inn í Masjúríu árið 1931. Á þeim tíma geisaði borgarastríð á meginlandi Kína milli þjóðernissinna (sem hrifsuðu til sín völdin árið 1927) og kommúnista. Tilraunir þeirra til að sameinast í andspyrnu gegn erlendri íhlutun fóru út um þúfur.

Tókst Japönum því að sölsa undir sig stór svæði í Norðaustur-Kína og -- eftir allsherjarinnrás árið 1937 -- einnig meðfram austurströndinni. Hröktist þjóðernissinnar þá með höfuðborg sína frá Nanjing til Chongqing langt inni í miðju landi. Þangað var för Hemingway-hjónanna heitið.

Í bresku konungsnýlendunni Hong Kong fékk skáldið að njóta lífsins lystisemda um stund. Skaut hann fashana, drakk frá sér ráð og rænu, sprengdi kínverja o.s.frv. Loks stigu þau á skipsfjöl. Lá leiðin upp stórfljót og moldarskurði um fátækar sveitir, inn í hinstu myrkur Kína.

Ljóst er að Mörtu var talsvert brugðið á þessu ferðalagi. Ekki aðeins yfir algeru getuleysi stjórnvalda að eiga við japanska innrásarliðið heldur ekki hvað síst yfir landlægri spillingu, samfélagsupplausn og „miðaldardauni“.

Í Chongqing færðu hún ástand lands og þjóðar í tal við leiðtoga þjóðernissinna Chiang Kai-shek og konu hans Soong Mei-ling. Væri ekki a.m.k. hægt að gera eitthvað fyrir hina holdsveiku -- þeir ganga um meðal almennings og betla?

En aðfinnslurnar fóru þvert ofan í gestgjafana. Mun andrúmsloftið ekki hafa verið gott á fundinum. Það bætti heldur ekki úr skák að genarilissimo Chiang mætti án gervitanna sinna og leit hræðilega út.

Hemingway, sem ólíkt Mörtu hafði ekki gert sér neinar sérstakar grillur um ástandið í landinu, kímdi: „Nú veistu hvernig það er að móðga kínversku keisadrottninguna.“

Ameríka 2015

Sú bók Hemingways  sem mestrar hylli nýtur í Kína er sennilega Gamli maðurinn og hafið. Hún kom út 10 árum eftir Asíureisu þeirra hjóna og var þýdd á kínversku árið 1952. Japanir voru þá sigraðar fyrir all nokkru og kommúnistar höfðu steypt Chiang Kai-shek af stalli.

Í anda öreigabyltingarinnar var sovéskum raunsæisbókmenntum mjög haldið að þjóðinni. Framan af átti Gamli maðurinn og hafið því erfitt uppdráttar í Kína. Á 7. áratugnum voru svo bækur Hemingways og margra annarra höfuðskálda bannaðar og kerfisbundið hreinsaðar úr hillum.

Leiðtogi kommúnista Maó Zedong sagði að byltingin þyrfti að „halda áfram“ en ekki stoppa og verða „skriffinnum“ að bráð. Bægja þurfti frá afturhaldssömum borgaralegum hugmyndum og ýta þess í stað undir stéttaátök.

Þeir sem fengu stimpilinn „stéttaóvinur“ voru niðurlægðir, barðir og limlestir. Sumir máttu dúsa í steininum árum saman. Aðrir voru sendir í endurhæfingu. Fólst hún yfirleitt í erfiðisvinnu á afskekktum stað upp til fjalla eða inn til dala.

Nokkrir þeirra sem tilraun var gerð til að endurhæfa voru reyndar svo „óheppnir“ að komast yfir upptæk söfn forboðinna bókmennta er gerði þeim fært að næra í fylgsni hugans „hægri hentustefnu“ svo og ýmsa aðra „villutrú“.

Xi litli var einn af þeim. Þegar hann var 10 ára féll faðir hans í ónáð. Eftir það sætti fjölskyldan ofsóknum. Flúði strákur þá upp í sveit og settist að í þorpi fjarri skarkala stéttaátakanna. Stundaði hann landbúnaðarstörf að deginum en stalst í Tolstoy, Jack London og Hemingway á kvöldin.

Hann sagði einmitt frá þessu í kvöldverðarboði á Westin hótelinu í miðborg Seattle nú fyrir skemmstu. Meðal boðsgesta voru Henry Kissinger, Bill Gates og Dennis Muilenburg forstjóri Boeging svo einhverjir séu nefndir.

„Þetta var erfitt líf,“ viðurkenndi Xi, sem fullu nafni heitir Xi Jinping og er í dag forseti Kína. En reynslan í sveitinni fyllti hann eldmóði. Hann ól með sér draum: Kínverska drauminn, sem hann hefur sagt að feli í sér endurnýjun þjóðlífs, bætt kjör alþýðu, hagsæld og öflugri her.

Meðan elítan í bandarískum stjórnmálum og viðskiptalífi gæddi sér á safaríkri Washington steik og lífrænu grænmeti  kom  Xi inn á kynni sín af Gamla manninum og hafinu.

Sagðist hann hafa verið sem bergnuminn af glímu Santiagos við sverðfiskinn, leiftrandi lýsingunum á veðurofsa, skoppandi fiskibátinum og hákörlunum.

Í fyrstu ferð sinni til Havana gat hann víst ekki stillt sig um að skoða Cojimar, fyrirmynd Hemingways að sögusviðinu. Í annari ferðinni skellti hann í sig mojito skáldinu til heiðurs.

Rússland 2018

Já, hann Santiago. Hann hafði ekki dregið bein úr sjó í 84 daga. Sjálfstraustið var ekki gott. Fólkið í þorpinu sniðgekk hann. Eins og lánleysið væri hættulegur smitsjúkdómur.

Hann þurfti eitthvað „stórt“ til að stimpla sig aftur inn. Svo hann mætti rísa undan helköldum hrammi elli og stirðleika. Öðlast viðurkenningu samborgaranna. Lifa í goðsögnum komandi kynslóða.

Hemingway á víst að hafa sagt að það sé enginn symbolismi í Gamla manninum og hafinu. Hafið er bara hafið og gamli maðurinn bara gamli maðurinn.

En það er auðvelt að skilja afhverju Xi Jinping varð snortinn af lestri sögunnar í æsku. Ég býst við að í huga margra samlanda hans gæti hún allt eins heitið Gamla Kína og hafið.

Og kannski er það svo, eftir þær hörmungar sem þjóðin hefur gengið í gegn um síðustu 200 árin, að hún þarf á einhverju stóru að halda til að glata ekki sjálfsvirðingu sinni.

Einhverju til að vega á móti sárri minningunni um yfirgang Vesturveldanna á 19. öld, fólskuverk Japana í seinni heimstyrjöldini, öfgastefnur Maós og sitthvað fleira.

Stórsigur fótboltalandsliðsins á Bhutan í undankeppninni fyrir HM í Rússlandi 2018 er að sjálfsögðu ekki það sem Kínverjar hafa verið að bíða eftir árum saman.

Þeir hafa lagt færi sitt á ólguhafi „hins sósíalíska markaðshagkerfis“ (kapítalismi án vestræns lýðræðis). Þar er þeirra sverðfiskur. Getur hann fætt þjóðina? Hve mikið verður uppétið af hákörlum?

Eigi að síður er ljóst af stríðsfyrirsögnuninni Bútan lagt 12:0 að þetta var sætur sigur. Markalaust jafntefli gegn Hong Kong („litla bróður“) fimm dögum seinna  var hins vegar skelfilegt áfall og hefur að mér virðist nánast gert út um Rússlandsævintýrið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None