Karolina Fund: Vilja létta fátækum konum í Keníu lífið

Karolina fund Kenýa 3
Auglýsing

Tveir Ís­lend­ingar og þrír Ken­íu­búar vinna nú að hjálp­ar­starfi við inn­fædda í Ken­íu. Hóp­ur­inn hefur meðal ann­ars hafið hóp­fjár­mögnun fyrir verk­efnið á www.Karolina­fund.com og til­gang­ur­inn er að létta blá­fá­tækum konum í sveitum Keníu lífið með því að sjá þeim fyrir vatns­tunnu­bör­um.

Kjarn­inn ræddi við Pétur Ein­ars­son, fyrr­ver­andi flug­mála­stjóra og einn aðstand­enda verk­efn­is­ins, þar sem hann var staddur í Kenía við hjálp­ar­störf.

Auglýsing


Hvað eru þið þessir Íslend­ing­ar að gera í Ken­ía?

„Ég var hér fyrir 20 árum í nokkrum ráð­gjafa­verk­efnum í um fimm ár. Ég kynnt­ist þá vel ­Ken­íu, Úganda og Tansan­íu. Mig hefur alltaf langað að koma aftur til Aust­ur-Afr­íku. Síð­ast­liðið haust varð það að veru­leika því gam­all kunn­ingi minn Guð­mundur Þór Þor­móðs­son bauð mér til sín. Hann hefur verið að vinna að ýmsum­ verk­efnum í Keníu und­an­farin fjögur ár. Meðal ann­ars hefur hann ver­ið þáttak­andi í jarð­hita­verk­efn­um. Þegar ég kom til Keníu kynnt­ist ég Jóni Búa ­Guð­laugs­syni jarð­hita­verk­fræð­ingi sem hefur verið í Aust­ur-Afr­íku við störf að jarð­hita­málum síð­ustu fjögur árin.

Íslend­ing­ar hafa verið umfangs­miklir í jarð­hita­málum í Aust­ur-Afr­íku og liggja þar stór­kost­legir mögu­leikar og hags­munir fyrir Íslend­inga. Þá er ljóst að beisl­un jarð­hita er for­gangs­mál í að bæta lofts­lag jarð­ar­innar því jarð­hit­inn er ­sjálf­bær og mengar ekki og lík­lega er það besta þró­un­ar­að­stoðin sem við Ís­lend­ingar getum veitt.

Ég hef einnig verið að nýta tím­ann hér til þess að sér­hæfa mig sem lög­fræð­ingur í jarð­hita­mál­um. Það hef ég verið að gera bæði af áhuga og vegna þess að mér er ekki kunn­ugt um að Íslend­ingar eigi neinn slíkan sem einnig hefur góða þekk­ing­u á Aust­ur-Afr­íku. Ég held að það sé brýn þörf á þannig þekk­ingu fyrir Íslend­inga ef vel á til að takast með þátt­töku okkar í því stór­kost­lega alþjóð­lega átaki ­sem framundan er á þessu svæði á næstu árum í beislun jarð­hita.Vatnstunnubörur.

Við þrí­r, ­sem sagt, hitt­umst og úr kunn­ingja­spjalli kom fram að við allir höfðum hug á að láta gott af okkur leiða í Ken­íu. Fátækt er sorg­leg á mörgum svæð­um, einkum þó í sveitum Ken­íu. Nú, til að gera langa sögu stutta þá ákváðum við að ná sam­an­ hóp með okkur inn­an­borðs til þess að hefja starf til þess að hjálpa fátæk­um ­kon­um, mæðrum, til þess að hjálpa sér sjálfar með því að lána þeim eða gefa verk­færi. Þeir félag­arnir þekktu ágætis fólk í Keníu sem var til­búið til þess að taka þátt í verk­efn­inu. Þau þrjú sem með okkur eru í hópnum frá Keníu eru öll áhrifa­mann­eskjur hér­lend­is. Mon­icah er náin for­seta lands­ins, Benja­min er á­hrifa­maður í sveit­ar­stjórn­ar­málum og Ruth er bráð­fl­ink í skipu­lagn­ingu og dreif­ing­u.“

Af hverju völduð þið vatns­tunnu­bör­ur?

„Jú, það var vegna þess að fram­an­greindir kunn­ingjar mínir þekkja til þess­ar­ar fram­leiðslu og hafa verið að þróa og hanna end­ur­bætta útgáfu á vatns­tunnu­bör­u­m. Þær eru kall­aðar hér Rural Water Roll­ers og voru upp­runa­lega hann­aðar í Suð­ur­-Afr­íku. En end­ur­bætta útgáfan ber ekki aðeins vatn heldur margt ann­að.

Við komumst að þeirri nið­ur­stöðu að besta hjálpin væri að létta störf kvenna, ­mæðra, í sveitum Kenía en þeirra dag­lega starf ein­kenn­ist af linnu­lausum­ ­þræl­dómi frá morgni til kvölds. Vatns­burður er snar þáttur þar en við bæt­ist ­burður á eldi­við, upp­skeru, börnum og margs­konar aðdrætti til heim­il­is. Dag­leg­ur þvott­ur, mat­ar­gerð og ummönnun barna og fjöl­skyldu bæt­ist þar við – já og ekki má ég gleyma vinnu á ökrun­um.“

Hvernig ætlið þið að fjár­magna hjálp­ar­starf ykk­ar?

„Hóp­ur­inn á­kvað að byrja fjár­mögn­un­ar­fram­kvæmdir með hóp­fjár­mögnun á Karol­ina FundVegna þess vil ég hvetja alla góð­vilj­aða Íslend­inga til þess að leggja sitt af mörk­um ­með því að taka þátt. Í stað­inn fyrir fram­lag sitt eign­ast styrkt­ar­að­il­ar vatns­tunnu­börur með nafni sínu árit­uðu á, sem þeir lána fátækri konu, móð­ur, í Ken­íu.Vatn

Þá höf­um við haft sam­band við ýmis hjálp­ar­sam­tök í Keníu og Úganda sem hafa áhuga á að ­styrkja fram­tak okkur um að hjálpa mæðrum til sjálfs­bjargar og hafa und­ir­tekt­ir verið mjög góðar svo hóp­ur­inn er von­góður um fram­tíð verk­efn­is­ins.

Í vinnslu er að þróa vatns­tunnu­bör­urnar í að vera þvotta­vél og einnig að gera þær þannig úr garði að þær geti hlaðið upp raf­magn. Þá er verið að vinna að þróun á meng­un­ar­lít­illi eld­un­ar­að­stöðu og stöðl­uðum sal­ern­um, en ófull­nægj­andi sal­ern­i eru eitt af alvar­legu vanda­mál­un­um.“

Það er marg­t framundan hjá ykk­ur?

„Já, það má segja, en hóp­ur­inn er sam­hentur og bjart­sýnn. Við vitum að allt tekur tíma og þraut­seigju en við trúum því að við séum að gera gott með því að létta störf ­með tækj­um, já, og höfum séð með eigin augum gleði þeirra mæðra sem nú þeg­ar hafa fengið vatns­tunnu­bör­ur.

Mann­i hlýnar um hjarta­rætur við að heyra þiggj­and­ann segja: Það hefur aldrei nokk­ur ­maður gefið mér neitt, Guð blessi þig og þá sem að þessu standa – einss og Mar­y ­sagði þegar henni voru afhentar vatns­tunnu­bör­ur."

Hægt er að skoða verk­efnið hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None