Vísindaskáldsagan um Bananagarðinn

Bananagarðurinn eftir Eggert Gunnarsson er í hópfjármögnun á Karolina Fund.

the banana garden 2.jpg
Auglýsing

Þær gleði­fréttir bár­ust höf­undi vís­inda­skáld­sög­unnar The Ban­ana Gar­den (­Banana­garðs­ins) fyrir nokkrum vikum að Olympia Publ­is­hing í London vilji gefa hana út.  Þetta er fyrsta skáld­saga höf­und­ar­ins, Egg­erts Gunn­ars­son­ar, sem hefur nú skrifað undir samn­ing­inn við útgef­end­urna og mun bókin verða gefin út sem kilja og e-bók á vor- eða sum­ar­mán­uðum 2020.

Hefðin í alþjóð­legri útgáfu þessa dag­ana er sú að þeir höf­undar sem eru að stíga sín fyrstu skref  og eru ekki með umboðs­mann eru beðnir að leggja til hluta kostn­að­ar­ins við útgáf­una og þess vegna safnar Egg­ert fyrir útgáf­unni á Karol­ina Fund.

Egg­ert er kenn­ari/­kvik­mynda­gerð­ar­maður við The Centre for Social and Creative Media sem er rann­sókn­ar­setur við háskól­ann í Goroka í Papúa Nýju-Gíneu.  Þau laun sem hann þiggur fyrir það starf gefa honum ekki svig­rúm til að leggja sjálf­ur, óstudd­ur, til það sem til þarf og þess vegna fer hann þessa leið til að láta draum­inn ræt­ast.

Auglýsing
Eggert er vel þekktur sem upp­töku­stjóri, leik­stjóri og fram­leið­andi af allra handa sjón­varps­efn­i. Hann vann við Stund­ina okkar sam­fleytt í 13 ár. Þegar Björg­vin Franz Gísla­son var umsjón­ar­maður árið 2005 unnu þeir Edd­una fyrir besta barna­efn­ið.  

Frá 2006 rak hann sitt eigið fyr­ir­tæki, Imma ehf, sem fram­leiddi heim­ild­ar­myndir um lista­fólk sem vakti áhuga Egg­erts, ódýr tón­list­ar­mynd­bönd og tón­list­ar­þætt­i. Árin 2014, 2015 og 2016 fram­leiddi hann og leik­stýrði þátta­röð­inni‚ Ævar vís­inda­maður sem Ævar Þór Bene­dikts­son skrif­aði og sá um. Allar átta þátt­arað­irnar unnu Edd­una.

Árið 2016 söls­aði Egg­ert alger­lega um og flutti til Papúa Nýju-Gíneu þar sem hann tók við sjón­varps­stjóra­stöðu (Head of News, Sport and Prod­uct­ion) við TVWAN sem er í eigu írska síma­fyr­ir­tækis Dig­icel.  Þegar því starfi sleppti hóf hann störf við háskól­ann í Goroka og vinnur þar fyrir rann­sókn­ar­setur við gerð heim­ild­ar­mynda.  

Stormar um það bil að skella á

Vís­inda­skáldsagan Banana­garð­ur­inn ger­ist ekki í fjar­lægri fram­tíð en þó það langt inn í fram­tíð­ina að áhrif hlýn­unar jarð­ar, slæm með­ferð auð­linda og lofts­lags­breyt­ingar almennt eru farin að hafa áhrif á dag­legt líf fólks. Þegar sagan hefst eru stormar um það bil að skella á um allan hnött­inn. Veðra­kerfin eru svo öflug að til­vist manns­ins er ógn­að. Stjórn­kerfi fara úr skorðum bæði af völdum veð­urofs­ans og inn­grips óprútt­inna manna.Eggert við störf fyrir TVWAN.

Þessa við­burði sjáum við með augum Adrian Charles sem var hug­mynda­smiður bresku rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hann fer í felur með yfir­manni BBC sem sett hefur á fót sjó­ræn­ingja­stöð sem yfir­tekur útsend­ingar rík­is­reknu stöðv­ar­innar sem hefur verið rit­skoðuð um nokk­urt skeið.  

Í sam­ein­ingu tekst þeim að senda út og segja áhorf­endum frá því sem í raun er að ger­ast. Á­höfnin á alþjóð­legu geim­stöð­inni Rama hefur sam­band við stöð­ina. Frá geim­stöð­inni hafa vís­inda­menn­irnir sem þar dvelja góða yfir­sýn yfir það sem á sér stað á jörðu niðri. ­Vís­inda­menn­irnir færa einnig fréttir af áður óþekktum verum sem nú hafa afskipti af því sem er að ger­ast.

Þegar kraftar fyrstu stormanna drag­ast saman hafa ver­urnar sam­band og upp­bygg­ing hefst. Það ríkir óvissu ástand og fyr­ir­ætl­anir ver­anna ekki ljós­ar.

Egg­ert segir Banana­garð­inn fjalla um mál­efni sem við stöndum frammi fyrir nú þeg­ar. Í gegnum sög­una veltir hann fyrir sér hugs­an­legri nið­ur­stöðu vegna aðgerð­ar­leysis núver­andi ráða­manna og vefur þessum vanga­veltur inn í stíl vís­inda­skáld­sagna. ­Gest­irnir sem áður var minnst á höfðu fylgst með atburðum á jörð­inni um nokk­urt skeið og þó að það sé ekki strax ljóst hafa heim­sóknir þeirra í gegnum ald­irnar haft áhrif á þá jarð­ar­búa sem hafa séð þá þó að heim­sókn­irnar hafi aldrei verið lang­vinn­ar.  

Efna­hags­kerfi sem gengur ekki upp

Egg­ert segir að það sé nokkuð erfitt að segja til um hvernig hug­myndin hafi kvikn­að. „Ég hef alltaf haft áhuga á skrifum og þegar ég hef haft tíma und­an­farin ár hef ég skrifað prósa um það sem mér dettur í hug. Er frá leið sá ég að það sem ég hafði verið að skrifa og hélt að væri textar um nokkuð óskylt efni voru í raun­inni textar sem flestir voru af svip­uðum meið­i. Þegar ég tók eftir þessu fór ég að tengja hugs­un­ina sem var gegn­um­gang­andi og úr varð þessi vís­inda­skáld­saga. Saga tvinnar saman áhuga minn á umhverf­is­málum og þann draum að skrifa loks­ins skáld­sögu… og hér er hún.“

Auglýsing
Þema verks­ins er, að sögn Egg­erts, það að hann á mjög erfitt með að skilja hvers vegna við, mann­kyn­ið, ­séum enn árið 2020 að berj­ast við það að skilja að það efna­hags­kerfi sem við búum við gengur ekki upp­. „Fram­leiðslan er gríð­ar­leg, svo og neyslan og gróði þeirra sem fram­leiða er mjög mik­ill. Á hinn bóg­inn er rusla­haug­ur­inn sem af þessu skap­ast að drekkja okkur og fátækt stórs hluta þeirra sem búa á þessum hnetti er að aukast og verða sár­ari með degi hverj­u­m.  

Varð­andi umhverf­is­mál hefur mér oft dottið í hug að bera það saman að reka venju­legt fjöl­skyldu heim­ili þar sem við kaupum inn, við eld­um, notum allra handa vörur og pakkn­ingar sem þarf að losna við en heim­ilið hefur enga leið til að losna við úrgang­inn.  Hús okkar yrðu fljótt þannig að ekki væri hægt að búa í þeim. Á margan hátt er það sama að ger­ast í heim­in­um. Við fram­leiðum og neytum en gefum því engan gaum að úrgang­ur­inn er mengun sem er að koma okkur í mik­inn bobba.“

Aðspurður um af hverju Banana­garð­ur­inn eigi erindi nú segir Egg­ert það vera vegna þess að við séum öll búsett á sömu plánet­unni og, að því aðvið best vit­um, er ekki hægt að flytj­ast héðan að sinn­i. „Sú stað­reynd að rann­sóknir sem bentu til þess hvert stefndi voru gerðar kunnar rétt um og eftir 1970. Það eru því komin góð 50 ár síðan hægt var að fara að bregð­ast við en leið­togar okkar og við sem veljum þá hafa að stórum hluta ákveðið að grafa haus­inn í sand­inn hvað þetta varðar og láta reka á reið­an­um.“ 

Hægt er að styrkja verk­efnið hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk