Vísindaskáldsagan um Bananagarðinn

Bananagarðurinn eftir Eggert Gunnarsson er í hópfjármögnun á Karolina Fund.

the banana garden 2.jpg
Auglýsing

Þær gleðifréttir bárust höfundi vísindaskáldsögunnar The Banana Garden (Bananagarðsins) fyrir nokkrum vikum að Olympia Publishing í London vilji gefa hana út.  Þetta er fyrsta skáldsaga höfundarins, Eggerts Gunnarssonar, sem hefur nú skrifað undir samninginn við útgefendurna og mun bókin verða gefin út sem kilja og e-bók á vor- eða sumarmánuðum 2020.

Hefðin í alþjóðlegri útgáfu þessa dagana er sú að þeir höfundar sem eru að stíga sín fyrstu skref  og eru ekki með umboðsmann eru beðnir að leggja til hluta kostnaðarins við útgáfuna og þess vegna safnar Eggert fyrir útgáfunni á Karolina Fund.

Eggert er kennari/kvikmyndagerðarmaður við The Centre for Social and Creative Media sem er rannsóknarsetur við háskólann í Goroka í Papúa Nýju-Gíneu.  Þau laun sem hann þiggur fyrir það starf gefa honum ekki svigrúm til að leggja sjálfur, óstuddur, til það sem til þarf og þess vegna fer hann þessa leið til að láta drauminn rætast.

Auglýsing
Eggert er vel þekktur sem upptökustjóri, leikstjóri og framleiðandi af allra handa sjónvarpsefni. Hann vann við Stundina okkar samfleytt í 13 ár. Þegar Björgvin Franz Gíslason var umsjónarmaður árið 2005 unnu þeir Edduna fyrir besta barnaefnið.  

Frá 2006 rak hann sitt eigið fyrirtæki, Imma ehf, sem framleiddi heimildarmyndir um listafólk sem vakti áhuga Eggerts, ódýr tónlistarmyndbönd og tónlistarþætti. Árin 2014, 2015 og 2016 framleiddi hann og leikstýrði þáttaröðinni‚ Ævar vísindamaður sem Ævar Þór Benediktsson skrifaði og sá um. Allar átta þáttaraðirnar unnu Edduna.

Árið 2016 sölsaði Eggert algerlega um og flutti til Papúa Nýju-Gíneu þar sem hann tók við sjónvarpsstjórastöðu (Head of News, Sport and Production) við TVWAN sem er í eigu írska símafyrirtækis Digicel.  Þegar því starfi sleppti hóf hann störf við háskólann í Goroka og vinnur þar fyrir rannsóknarsetur við gerð heimildarmynda.  

Stormar um það bil að skella á

Vísindaskáldsagan Bananagarðurinn gerist ekki í fjarlægri framtíð en þó það langt inn í framtíðina að áhrif hlýnunar jarðar, slæm meðferð auðlinda og loftslagsbreytingar almennt eru farin að hafa áhrif á daglegt líf fólks. Þegar sagan hefst eru stormar um það bil að skella á um allan hnöttinn. Veðrakerfin eru svo öflug að tilvist mannsins er ógnað. Stjórnkerfi fara úr skorðum bæði af völdum veðurofsans og inngrips óprúttinna manna.Eggert við störf fyrir TVWAN.

Þessa viðburði sjáum við með augum Adrian Charles sem var hugmyndasmiður bresku ríkisstjórnarinnar. Hann fer í felur með yfirmanni BBC sem sett hefur á fót sjóræningjastöð sem yfirtekur útsendingar ríkisreknu stöðvarinnar sem hefur verið ritskoðuð um nokkurt skeið.  

Í sameiningu tekst þeim að senda út og segja áhorfendum frá því sem í raun er að gerast. Áhöfnin á alþjóðlegu geimstöðinni Rama hefur samband við stöðina. Frá geimstöðinni hafa vísindamennirnir sem þar dvelja góða yfirsýn yfir það sem á sér stað á jörðu niðri. Vísindamennirnir færa einnig fréttir af áður óþekktum verum sem nú hafa afskipti af því sem er að gerast.

Þegar kraftar fyrstu stormanna dragast saman hafa verurnar samband og uppbygging hefst. Það ríkir óvissu ástand og fyrirætlanir veranna ekki ljósar.

Eggert segir Bananagarðinn fjalla um málefni sem við stöndum frammi fyrir nú þegar. Í gegnum söguna veltir hann fyrir sér hugsanlegri niðurstöðu vegna aðgerðarleysis núverandi ráðamanna og vefur þessum vangaveltur inn í stíl vísindaskáldsagna. Gestirnir sem áður var minnst á höfðu fylgst með atburðum á jörðinni um nokkurt skeið og þó að það sé ekki strax ljóst hafa heimsóknir þeirra í gegnum aldirnar haft áhrif á þá jarðarbúa sem hafa séð þá þó að heimsóknirnar hafi aldrei verið langvinnar.  

Efnahagskerfi sem gengur ekki upp

Eggert segir að það sé nokkuð erfitt að segja til um hvernig hugmyndin hafi kviknað. „Ég hef alltaf haft áhuga á skrifum og þegar ég hef haft tíma undanfarin ár hef ég skrifað prósa um það sem mér dettur í hug. Er frá leið sá ég að það sem ég hafði verið að skrifa og hélt að væri textar um nokkuð óskylt efni voru í rauninni textar sem flestir voru af svipuðum meiði. Þegar ég tók eftir þessu fór ég að tengja hugsunina sem var gegnumgangandi og úr varð þessi vísindaskáldsaga. Saga tvinnar saman áhuga minn á umhverfismálum og þann draum að skrifa loksins skáldsögu… og hér er hún.“

Auglýsing
Þema verksins er, að sögn Eggerts, það að hann á mjög erfitt með að skilja hvers vegna við, mannkynið, séum enn árið 2020 að berjast við það að skilja að það efnahagskerfi sem við búum við gengur ekki upp. „Framleiðslan er gríðarleg, svo og neyslan og gróði þeirra sem framleiða er mjög mikill. Á hinn bóginn er ruslahaugurinn sem af þessu skapast að drekkja okkur og fátækt stórs hluta þeirra sem búa á þessum hnetti er að aukast og verða sárari með degi hverjum.  

Varðandi umhverfismál hefur mér oft dottið í hug að bera það saman að reka venjulegt fjölskyldu heimili þar sem við kaupum inn, við eldum, notum allra handa vörur og pakkningar sem þarf að losna við en heimilið hefur enga leið til að losna við úrganginn.  Hús okkar yrðu fljótt þannig að ekki væri hægt að búa í þeim. Á margan hátt er það sama að gerast í heiminum. Við framleiðum og neytum en gefum því engan gaum að úrgangurinn er mengun sem er að koma okkur í mikinn bobba.“

Aðspurður um af hverju Bananagarðurinn eigi erindi nú segir Eggert það vera vegna þess að við séum öll búsett á sömu plánetunni og, að því aðvið best vitum, er ekki hægt að flytjast héðan að sinni. „Sú staðreynd að rannsóknir sem bentu til þess hvert stefndi voru gerðar kunnar rétt um og eftir 1970. Það eru því komin góð 50 ár síðan hægt var að fara að bregðast við en leiðtogar okkar og við sem veljum þá hafa að stórum hluta ákveðið að grafa hausinn í sandinn hvað þetta varðar og láta reka á reiðanum.“ 

Hægt er að styrkja verkefnið hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk