Er hægt að hafa völd yfir persónuupplýsingum á netinu?

Fyrirtæki nýta sér persónuupplýsingar á netinu í miklu mæli. Julian Ranger, stofnandi og stjórnarmaður digi.me, segir að fólk eigi að ráða sjálft hvaða upplýsingum sé deilt og hvernig sé farið með þær.

Kommentakerfi
Auglýsing

Gríðarlega mikið magn persónuupplýsinga er varðveitt á internetinu. Ýmis fyrirtæki á borð við Facebook, Twitter, Instagram, Amazon, Ebay, Spotify og svo lengi mætti telja, geyma upplýsingar og gögn um fólk. En er á einhvern hátt hægt að safna þessum upplýsingum saman og stjórna því hvað verður um þær? Julian Ranger er stofnandi og stjórnarmaður fyrirtækisins digi.me sem gerir notendum kleift að safna saman persónulegum gögnum af samfélagsmiðlum og deila þeim með þriðja aðila á sínum eigin forsendum. 

Ranger hélt fyrirlestur um persónuupplýsingar og hagnýtingu þeirra á ráðstefnu á vegum Reiknistofu bankanna um upplýsingatækni og fjármálaþjónustu framtíðarinnar þann 4. maí síðastliðinn. Kjarninn hafði samband við hann og spurði hann út í fyrirtækið og hvað það væri að gera.

Hvernig er gagnasöfnun háttað á netinu?

Ranger segir að í fyrsta lagi sé alltaf hætta á að fyrirtæki týni gögnum eða upplýsingum um fólk. Aðalástæðan fyrir því sé að það hættir að nota þjónustu tiltekins fyrirtækis. Til dæmis skipti fólk iðulega um banka og þá flytjast gögn ekki milli. Í öðru lagi sé erfitt að leita í gagnagrunnum eins og til dæmis Facebook og að það geti verið erfitt að finna gögn sem eru margra ára gömul. Í þriðja lagi sé erfitt að hafa heildarsýn yfir gögnum sem safnast saman á netinu. 

Auglýsing

Julian RangerHægt er að safna öllum þessum gögnum saman og þá er mun auðveldara að hafa yfirsýn yfir þau, leita að þeim og eru þau öruggust í þínum höndum, segir Ranger. Það sé þó ekki gott ef öll gögnin eru geymd hjá einum aðila og bendir hann á að ekki sé hægt að niðurhala gögnum frá til dæmis Facebook og geyma þau annars staðar. Hann segir að þó sé til leið framhjá þessu vandamáli. Með því að hlaða niður hugbúnaði digi.me þá kemst fólk hjá því að fyrirtækið sjálft sjái eða meðhöndli gögnin. 

Aðeins notandinn hefur aðgang að gögnum

Ranger vill sérstaklega taka það fram að digi.me sjái ekki gögnin eða varðveiti þau á nokkurn hátt. Hugbúnaðurinn sé þannig gerður að aðeins notandinn geymi gögnin og hafi aðgang að þeim. Tilgangurinn með hugbúnaðinum sé einungis að gera notandanum kleift að nálgast sín persónulegu gögn á auðveldan hátt. 

„Við byrjuðum fyrst að safna gögnum af samfélagsmiðlum þar sem notendur sáu auðveldlega gildi þess,“ segir Ranger. Núna hafi þau hjá digi.me aftur á móti byrjað að safna ýmsum öðrum gögnum, eins og heilsufars- og fjármálaupplýsingum og upplýsingum um innkaup og fleira. 

Notendur geta notað hugbúnaðinn í hvaða tæki sem er, tölvu, spjaldtölvu og síma í gegnum hvaða ský sem er. Vinnsla gagnanna og notkun er algjörlega í þeirra höndum, segir Ranger.

Fyrirtæki taka oft gögn ófrjálsi hendi

„Við trúum því statt og stöðugt að eina manneskjan sem eigi að sjá um þín persónulegu gögn eigi að vera þú,“ segir Ranger. Hann segir að þetta atriði skipti þau gríðarlega miklu máli, sérstaklega í ljósi siðferðilegrar afstöðu. Fólk eigi sjálft að sjá um deilingu gagna og að hafa umsjón með sínu efni. Þess vegna hafi þau ákveðið að nefna gagnagrunninn Netið mitt. 

Hann bendir þó á að þetta sé ekki raunin. Gögn séu alltaf að leka út þegar fólk notar öpp eða heimsækir vefsíður. Stundum gefi notendur leyfi en alls ekki alltaf. 

Hvernig á losna við siðlausa gagnasöfnun?

En af hverju gera fyrirtæki þetta svona þegar augljóst er að það sé á siðferðilega gráu svæði? Ranger telur að í heimi viðskiptanna sé forskot mjög mikilvægt fyrir fyrirtæki til að afla tekna í gegnum kaup og sölu þjónustu. Hann segir að þetta muni breytast þegar markaðurinn uppgötvar að það sé betra að fá leyfi til að nota gögn og þá verði auðvitað neytendur ánægðari. „Þannig að þær fjárhæðir sem eytt er í siðlausa gagnasöfnun munu minnka þar til það er ekki lengur þess virði að eyða þeim þannig,“ segir hann. 

Hægt er að hlusta á Julian Ranger útskýra hvernig digi.me virkar á síðunni þeirra og nálgast frekari upplýsingar um Netið mitt

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None