Karolina Fund: Melodica Festival Reykjavik

karolina fund
Auglýsing

Í und­ir­bún­ings­hópi Melod­ica hátíð­ar­innar eru ástr­alski tón­list­ar­mað­ur­inn Peter Uhlen­bruch, Þýski skipu­leggj­and­inn Mel­ina Rat­hjen, og íslensku tón­list­ar­menn­irnir Tryggvi Heiðar Gígju­son og Svavar Knút­ur. Hóp­ur­inn hefur unnið saman núna í nokkra mán­uði að þessu verk­efni og hafa þau áður unnið saman að ýmis­konar verk­efn­um.  Þetta er níunda árið sem Melod­ica hátíðin er haldin á Íslandi og hefur hún notið síauk­inna vin­sælda hjá íslensku tón­list­ar­fólki og tón­list­ar­á­huga­fólki. Þá er á hverju ári langur listi erlendra tón­list­ar­manna sem sækj­ast eftir að fá að taka þátt í hátíð­inni. Í ár er stefnt að því að safna fyrir ferða­kostn­aði allra erlendra lista­manna sem taka þátt í hátíð­inni. Það myndi létta gríð­ar­legum fjár­hags­á­hyggjum af lista­mönn­unum og gera upp­lifun þeirra af hátíð­inni mun ánægju­legri. Kjarn­inn hitti Svavar Knút og tók hann tali. 

Hvers konar tón­list­ar­há­tíð er Melod­ica Festi­val? 

„Þetta er alþjóð­leg tón­list­ar­há­tíð sem grund­vall­ast á því að byggja brýr milli ólíkra sam­fé­laga tón­list­ar­manna um allan heim og treysta böndin í gras­rót­inni í hverri borg. Melod­ica hátíðin hófst í Mel­bo­urne í Ástr­alíu og breidd­ist mjög fljótt út til ann­arra landa, fyrst til Ham­borg­ar, síðan Reykja­víkur en svo um víðan völl, t.d. Berlín­ar, Par­ís­ar, Köln­ar, Árósa, Osló­ar, New York, Nott­ing­ham, Tri­er, Gron­ingen og fleiri borga um allan heim. Upp úr hátíð­inni hafa sprottið sam­starfs­verk­efni tón­list­ar­manna sem hafa notið mik­illar vel­gengni og hafa margir tón­list­ar­menn og hljóm­sveitir nýtt sér þau sam­bönd sem verða til við þátt­töku í Melod­icu. Tón­listin er oftar en ekki úr átt söngvaskálda eða óraf­magn­aðri átt og stemmn­ingin ævin­lega hlý­leg. Það er ákveðin grund­vall­ar­hug­sjón hjá Melod­ica hátíð­inni að eng­inn tekur laun fyrir sína vinnu, hvorki skipu­leggj­endur né tón­list­ar­menn, en við gerum okkar besta til að fá frjáls fram­lög frá tón­leika­gestum til að borga ferða­kostnað gesta­lista­mann­anna okk­ar,“ segir Svavar Knút­ur. „Við erum ótrú­lega stolt af hátíð­inni okk­ar, sér­stak­lega hvað varðar þennan félags­lega þátt sem snýst um að tengja lista­menn um allan heim og efla alþjóð­legt sam­fé­lag lista­fólks.“

Auglýsing

Hvað er að ger­ast á Melod­ica Festi­val Reykja­vík 2016 og hvar verður hún hald­in? 

„Há­tíðin verður haldin á Kex Hostel og Café Ros­en­berg dag­ana 26.-28. ágúst næst­kom­andi. Þar munu koma fram fjöldi lista­manna, bæði íslenskir og erlend­ir, bæði hljóm­sveitir og sólólista­menn, bæði þekktir lista­menn og lista­menn sem eru að stíga sín fyrstu skref í tón­list­inni. Við munum líka hrista saman þennan fjöl­þjóð­lega hóp með heita­potts­ferð í Vest­ur­bæj­ar­laug­ina. Við munum líka hvetja lista­menn­ina okkar til að semja sam­an. Það hafa komið fal­leg lög út úr vinnu­stof­unum á Melod­ica Festi­völ­um. Hátíðin verður haldin á Kex á föstu­dag og laug­ar­dag frá 16-23 og á Café Rósen­berg á sunnu­deg­inum frá kl. 16-00.“ 

Hvað bjóðið þið uppá fyrir fólk sem vill heita á ykk­ur? 

„Við bjóðum stuðn­ings­að­ilum upp á ýmiss konar verð­laun, þar á meðal lög með lista­mönn­un­um, póst­kort og plaköt, og hljóð­færi árituð af lista­mönn­un­um. Þá er hægt að fá lag, samið af völdum lista­mönnum á hátíð­inni sér­stak­lega fyrir stuðn­ings­að­ila.“

Verk­efnið er að finna hér: 

https://www.karolina­fund.com/project­/vi­ew/1438L­inkur: https://vi­meo.com/173778502 Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Frumvarp um Þjóðarsjóð lagt aftur fram – Yrði stofnaður um áramót
Frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs, sem á að taka við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, hefur verið lagt aftur fram. Ekki hefur verið einhugur um hvort að um sé að ræða góða nýtingu á fjármagninu, sem getur hlaupið á hundruð milljörðum á fáum árum.
Kjarninn 16. október 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir - Þjóðbúningamafían
Kjarninn 16. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ofurstéttin sem er að eignast Ísland
Kjarninn 16. október 2019
Samningar sagðir vera að nást milli Breta og Evrópusambandsins
Fundað hefur verið stíft í Brussel og einnig í London, síðustu daga. Reynt er til þrautar að ná samningi um forsendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 16. október 2019
Flokkar Bjarna Benediktssonar og Loga Einarssonar mælast nánast jafn stórir í nýrri könnun Zenter.
Samfylkingin mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkur
Frjálslyndu miðjuflokkarnir þrír í stjórnarandstöðu mælast með meira samanlagt fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir þrír í nýrri könnun. Fylgisaukning Miðflokksins, sem mældist í könnun MMR í síðustu viku, er hvergi sjáanleg.
Kjarninn 16. október 2019
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiViðtal
None