Karolina Fund: Melodica Festival Reykjavik

karolina fund
Auglýsing

Í und­ir­bún­ings­hópi Melod­ica hátíð­ar­innar eru ástr­alski tón­list­ar­mað­ur­inn Peter Uhlen­bruch, Þýski skipu­leggj­and­inn Mel­ina Rat­hjen, og íslensku tón­list­ar­menn­irnir Tryggvi Heiðar Gígju­son og Svavar Knút­ur. Hóp­ur­inn hefur unnið saman núna í nokkra mán­uði að þessu verk­efni og hafa þau áður unnið saman að ýmis­konar verk­efn­um.  Þetta er níunda árið sem Melod­ica hátíðin er haldin á Íslandi og hefur hún notið síauk­inna vin­sælda hjá íslensku tón­list­ar­fólki og tón­list­ar­á­huga­fólki. Þá er á hverju ári langur listi erlendra tón­list­ar­manna sem sækj­ast eftir að fá að taka þátt í hátíð­inni. Í ár er stefnt að því að safna fyrir ferða­kostn­aði allra erlendra lista­manna sem taka þátt í hátíð­inni. Það myndi létta gríð­ar­legum fjár­hags­á­hyggjum af lista­mönn­unum og gera upp­lifun þeirra af hátíð­inni mun ánægju­legri. Kjarn­inn hitti Svavar Knút og tók hann tali. 

Hvers konar tón­list­ar­há­tíð er Melod­ica Festi­val? 

„Þetta er alþjóð­leg tón­list­ar­há­tíð sem grund­vall­ast á því að byggja brýr milli ólíkra sam­fé­laga tón­list­ar­manna um allan heim og treysta böndin í gras­rót­inni í hverri borg. Melod­ica hátíðin hófst í Mel­bo­urne í Ástr­alíu og breidd­ist mjög fljótt út til ann­arra landa, fyrst til Ham­borg­ar, síðan Reykja­víkur en svo um víðan völl, t.d. Berlín­ar, Par­ís­ar, Köln­ar, Árósa, Osló­ar, New York, Nott­ing­ham, Tri­er, Gron­ingen og fleiri borga um allan heim. Upp úr hátíð­inni hafa sprottið sam­starfs­verk­efni tón­list­ar­manna sem hafa notið mik­illar vel­gengni og hafa margir tón­list­ar­menn og hljóm­sveitir nýtt sér þau sam­bönd sem verða til við þátt­töku í Melod­icu. Tón­listin er oftar en ekki úr átt söngvaskálda eða óraf­magn­aðri átt og stemmn­ingin ævin­lega hlý­leg. Það er ákveðin grund­vall­ar­hug­sjón hjá Melod­ica hátíð­inni að eng­inn tekur laun fyrir sína vinnu, hvorki skipu­leggj­endur né tón­list­ar­menn, en við gerum okkar besta til að fá frjáls fram­lög frá tón­leika­gestum til að borga ferða­kostnað gesta­lista­mann­anna okk­ar,“ segir Svavar Knút­ur. „Við erum ótrú­lega stolt af hátíð­inni okk­ar, sér­stak­lega hvað varðar þennan félags­lega þátt sem snýst um að tengja lista­menn um allan heim og efla alþjóð­legt sam­fé­lag lista­fólks.“

Auglýsing

Hvað er að ger­ast á Melod­ica Festi­val Reykja­vík 2016 og hvar verður hún hald­in? 

„Há­tíðin verður haldin á Kex Hostel og Café Ros­en­berg dag­ana 26.-28. ágúst næst­kom­andi. Þar munu koma fram fjöldi lista­manna, bæði íslenskir og erlend­ir, bæði hljóm­sveitir og sólólista­menn, bæði þekktir lista­menn og lista­menn sem eru að stíga sín fyrstu skref í tón­list­inni. Við munum líka hrista saman þennan fjöl­þjóð­lega hóp með heita­potts­ferð í Vest­ur­bæj­ar­laug­ina. Við munum líka hvetja lista­menn­ina okkar til að semja sam­an. Það hafa komið fal­leg lög út úr vinnu­stof­unum á Melod­ica Festi­völ­um. Hátíðin verður haldin á Kex á föstu­dag og laug­ar­dag frá 16-23 og á Café Rósen­berg á sunnu­deg­inum frá kl. 16-00.“ 

Hvað bjóðið þið uppá fyrir fólk sem vill heita á ykk­ur? 

„Við bjóðum stuðn­ings­að­ilum upp á ýmiss konar verð­laun, þar á meðal lög með lista­mönn­un­um, póst­kort og plaköt, og hljóð­færi árituð af lista­mönn­un­um. Þá er hægt að fá lag, samið af völdum lista­mönnum á hátíð­inni sér­stak­lega fyrir stuðn­ings­að­ila.“

Verk­efnið er að finna hér: 

https://www.karolina­fund.com/project­/vi­ew/1438L­inkur: https://vi­meo.com/173778502 Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.
Festi ætlar að greiða út 657 milljóna króna arðinn í september
Festi hagnaðist um 525 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi þrátt fyrir þær takmarkanir sem voru í gildi vegna COVID-19. Félagið frestaði arðgreiðslu vegna síðasta árs í apríl, en ætlar nú að greiða hana í næsta mánuði.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Útgáfufélag Fréttablaðsins tapaði 212 milljónum í fyrra
Rekstrartekjur útgáfélagsins sem á Fréttblaðið, Hringbraut, DV og tengda miðla drógust saman á síðasta ári og tap varð á rekstrinum.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiViðtal
None