Las Vegas í Nice

Skreytingar í Nice.
Auglýsing

Þegar ég bjó í París fannst dap­ur­legt að sjá varla eina ein­ustu jóla­seríu og jóla­skraut í gluggum í heima­hús­um. Nán­ast und­an­tekn­ing að svalir væru skreyttar og ekki vant­aði hand­riðin úr málmi á fjöl­býl­is­hús í Par­ís. Svo sann­ar­lega breyt­ing frá ofskreyttu Ís­landi. Auð­vitað er eins og að heim­sækja ævin­týra­heim að ganga eft­ir Champs-Elysée breið­göt­unni um jólin sem Frakkar af mik­illi hóg­værð kalla fal­leg­ustu breið­götu í heimi. Trén eru skreytt þús­und ljósa og jóla­mark­aður á torgi um mið­bik göt­unn­ar. Versl­anir eru einnig skreyttar eins og torg víða um borga. 

Þetta var á þeim árum þegar ekki var beint flug heim yfir vetr­ar­mán­uð­ina frá París og ég fór frá Gare de l´Est lest­ar­stöð­inni til Lúx­em­borgar til að ná í flug Flug­leiða heim. Í aust­ur­hluta Frakk­lands var heldur meira um skreytt tré í görðum að nor­rænum hætti og ekki að ástæðu­lausu að fræg­asti jóla­mark­aður Norð-Aust­ur-Frakk­landi sé í Strass­borg. Eftir því sem norðar er komið er kald­ara og þar snjóar og því meiri jólastemn­ing eins og þekk­ist heima á Íslandi. Seinna eftir flutn­ing­inn til Nice var svo sem ekki við neinu sér­stöku að búast hér enda aper­tíf stundum drukk­inn úti á svölum á jóla­dag fyrir jólamat­inn. Stað­reyndar var öll önnur þegar jólin 2011 nálg­uð­ust og jóla­ljósin á hinum fjöl­mörgu svölum hér í Suðr­inu fóru að skjóta upp koll­in­um. 

Suðrið sem ég kalla stundum Villta Suðrið í sam­an­burði við Villta Vestrið í Amer­íku er nokkuð sér­stakt. Hér er nefni­lega ekki aðeins hærra hita­stig heldur sömu­leiðis blóð­hiti þegar eitt­hvað bjátar á. Ekki óal­gengt að sjá hnefa bíl­stjóra á lofti þegar veg­far­andi hefur farið yfir á grænu göngu­ljósi og bíl­stjór­inn nærri því keyrt yfir veg­far­and­ann. Allt þeim gang­andi að kenna! Það er eins og það séu ein­hver ósýni­leg landa­mæri hér fyrir ofan Frönsku Ríver­í­una og Mið­jarð­ar­hafs­strönd­ina sem á sér ýmsar birt­ing­ar­mynd­ir. Í hugum margra er kvik­mynda­há­tíðin í Cannes og síð­kjól­ar, Mónakó og casínó sem kemur fyrst upp í hug­ann en veru­leik­inn er nokkuð ólíkur þegar litið er á líf almenn­ings í Nice svo ekki sé minnst á úthverf­in. 

Auglýsing

Skreytingar í Nice.Hér í landi er tölu­verð­ur­ ­sjá­an­leg­ur ­stétta­munur milli þeirra sem hafa ein­hverja mennt­un. Einnig milli þeirra sem búa í stærri borgum og á minni stöð­um. Merki­legt að bera saman við Ísland þar sem eng­inn munur er á þeim sem búa í þétt­býli eða dreif­býli. Þessi munur er mjög á­þreif­an­leg­ur hér Syðra. Í Nice sést það til dæmis á klæðn­aði fólks, sér­stak­lega kvenna. Hér er gjarnan hver silki­húfan upp af annarri. Ekk­ert er betra en að blanda saman tveim­ur, þremur hlé­barða­mynstrum í sama „lúkk­ið“ eða þá bæði sem­el­íu­steinum og pall­í­ett­um, allt full­komnað með glimmer í kringum augum og glitr­andi blóma­spennu í hár­ið. Á tíu fingur þarf tíu hringi og svo má gjarnan sjá pils með kögri og notað með jakka með kögri í stíl og jafn­vel hand­taskan sömu­leið­is. Vel klætt fólk sést minna í mið­borg­inni en í flestum frönskum borgum sem ég hef komið til. Efn­aðir fara ann­að.

En hvers vegna að ræða klæðnað kvenna í tengslum við jóla­skreyt­ing­ar? Jú, einmitt vegna þess að þær eru önnur birt­ing­ar­mynd af þessum stíl eða eigum við að leyfa okkur sem Íslend­ingar sem skreyta af smekk­leg­heitum að tala um smekk­leysu. Í Nice er reglan að blanda saman sem flestu líkt og í klæðn­aði. Þar má finna upp­lýst dýr og snjó­karla, langar slöngur vafðar um hand­rið með ljósum, ljósa­skilti með „Joyeux noël“. ser­íur í öll­um regn­bog­ans litum og auð­vita blikkar allt með stressandi takti. Ekki er óal­gengt að finna fimm til sex mis­mun­andi ser­íur á sömu svölum og í sitt­hverjum litn­um. Teld­ist lík­lega glæpur eða tísku­slys á Íslandi. Fyr­ir­bærið að íbúar í fjöl­býl­is­húsi taki sig saman og hafi eins svala­skreyt­ingar er algjör­lega óþekkt hér. Punkt­ur­inn yfir I-ið er svo oft jóla­sveinn sem er hengdur upp í stiga utan á sval­irnar líkt og hann sé að mæta með gjafir í poka. 

Í fimm ár hef ég reynt að kenna Nice-verjum hvernig Íslend­ingar gera þetta og set upp ein­litar óblikk­andi jóla­ser­íur en hingað til hefur það ekki erindi sem erf­iði og því bar­átt­an ­fyrir fal­legri jóla­skreyt­ingum í heima­húsum í Nice lík­ust Don Kík­óte í stríði hans við vind­myll­ur. Eða eins og Frakkar myndu segja „að pissa í fiðlu“. Veit ekki hvort að merk­ingin er í lík­ingu við íslenska mál­tækið ,„að pissa upp í vind­inn“. En þá er bara að ylja sér við minn­ing­ar af hvítum jólum á Íslandi þar sem fann­hvít mjöll skreytir upp­lýst tré og ekk­ert blikk­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki tímabært að fella niður ívilnun á tengiltvinnbíla
Efnahags- og viðskiptanefnd telur ekki tilefni til þess að skattaívilnunin á tengiltvinnbílum falli niður með öllu í lok árs 2020. Nefndin leggur í staðinn til að fjárhæðarmark ívilnunarinnar lækki í nokkrum áföngum.
Kjarninn 16. desember 2019
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiFólk
None