Las Vegas í Nice

Skreytingar í Nice.
Auglýsing

Þegar ég bjó í París fannst dap­ur­legt að sjá varla eina ein­ustu jóla­seríu og jóla­skraut í gluggum í heima­hús­um. Nán­ast und­an­tekn­ing að svalir væru skreyttar og ekki vant­aði hand­riðin úr málmi á fjöl­býl­is­hús í Par­ís. Svo sann­ar­lega breyt­ing frá ofskreyttu Ís­landi. Auð­vitað er eins og að heim­sækja ævin­týra­heim að ganga eft­ir Champs-Elysée breið­göt­unni um jólin sem Frakkar af mik­illi hóg­værð kalla fal­leg­ustu breið­götu í heimi. Trén eru skreytt þús­und ljósa og jóla­mark­aður á torgi um mið­bik göt­unn­ar. Versl­anir eru einnig skreyttar eins og torg víða um borga. 

Þetta var á þeim árum þegar ekki var beint flug heim yfir vetr­ar­mán­uð­ina frá París og ég fór frá Gare de l´Est lest­ar­stöð­inni til Lúx­em­borgar til að ná í flug Flug­leiða heim. Í aust­ur­hluta Frakk­lands var heldur meira um skreytt tré í görðum að nor­rænum hætti og ekki að ástæðu­lausu að fræg­asti jóla­mark­aður Norð-Aust­ur-Frakk­landi sé í Strass­borg. Eftir því sem norðar er komið er kald­ara og þar snjóar og því meiri jólastemn­ing eins og þekk­ist heima á Íslandi. Seinna eftir flutn­ing­inn til Nice var svo sem ekki við neinu sér­stöku að búast hér enda aper­tíf stundum drukk­inn úti á svölum á jóla­dag fyrir jólamat­inn. Stað­reyndar var öll önnur þegar jólin 2011 nálg­uð­ust og jóla­ljósin á hinum fjöl­mörgu svölum hér í Suðr­inu fóru að skjóta upp koll­in­um. 

Suðrið sem ég kalla stundum Villta Suðrið í sam­an­burði við Villta Vestrið í Amer­íku er nokkuð sér­stakt. Hér er nefni­lega ekki aðeins hærra hita­stig heldur sömu­leiðis blóð­hiti þegar eitt­hvað bjátar á. Ekki óal­gengt að sjá hnefa bíl­stjóra á lofti þegar veg­far­andi hefur farið yfir á grænu göngu­ljósi og bíl­stjór­inn nærri því keyrt yfir veg­far­and­ann. Allt þeim gang­andi að kenna! Það er eins og það séu ein­hver ósýni­leg landa­mæri hér fyrir ofan Frönsku Ríver­í­una og Mið­jarð­ar­hafs­strönd­ina sem á sér ýmsar birt­ing­ar­mynd­ir. Í hugum margra er kvik­mynda­há­tíðin í Cannes og síð­kjól­ar, Mónakó og casínó sem kemur fyrst upp í hug­ann en veru­leik­inn er nokkuð ólíkur þegar litið er á líf almenn­ings í Nice svo ekki sé minnst á úthverf­in. 

Auglýsing

Skreytingar í Nice.Hér í landi er tölu­verð­ur­ ­sjá­an­leg­ur ­stétta­munur milli þeirra sem hafa ein­hverja mennt­un. Einnig milli þeirra sem búa í stærri borgum og á minni stöð­um. Merki­legt að bera saman við Ísland þar sem eng­inn munur er á þeim sem búa í þétt­býli eða dreif­býli. Þessi munur er mjög á­þreif­an­leg­ur hér Syðra. Í Nice sést það til dæmis á klæðn­aði fólks, sér­stak­lega kvenna. Hér er gjarnan hver silki­húfan upp af annarri. Ekk­ert er betra en að blanda saman tveim­ur, þremur hlé­barða­mynstrum í sama „lúkk­ið“ eða þá bæði sem­el­íu­steinum og pall­í­ett­um, allt full­komnað með glimmer í kringum augum og glitr­andi blóma­spennu í hár­ið. Á tíu fingur þarf tíu hringi og svo má gjarnan sjá pils með kögri og notað með jakka með kögri í stíl og jafn­vel hand­taskan sömu­leið­is. Vel klætt fólk sést minna í mið­borg­inni en í flestum frönskum borgum sem ég hef komið til. Efn­aðir fara ann­að.

En hvers vegna að ræða klæðnað kvenna í tengslum við jóla­skreyt­ing­ar? Jú, einmitt vegna þess að þær eru önnur birt­ing­ar­mynd af þessum stíl eða eigum við að leyfa okkur sem Íslend­ingar sem skreyta af smekk­leg­heitum að tala um smekk­leysu. Í Nice er reglan að blanda saman sem flestu líkt og í klæðn­aði. Þar má finna upp­lýst dýr og snjó­karla, langar slöngur vafðar um hand­rið með ljósum, ljósa­skilti með „Joyeux noël“. ser­íur í öll­um regn­bog­ans litum og auð­vita blikkar allt með stressandi takti. Ekki er óal­gengt að finna fimm til sex mis­mun­andi ser­íur á sömu svölum og í sitt­hverjum litn­um. Teld­ist lík­lega glæpur eða tísku­slys á Íslandi. Fyr­ir­bærið að íbúar í fjöl­býl­is­húsi taki sig saman og hafi eins svala­skreyt­ingar er algjör­lega óþekkt hér. Punkt­ur­inn yfir I-ið er svo oft jóla­sveinn sem er hengdur upp í stiga utan á sval­irnar líkt og hann sé að mæta með gjafir í poka. 

Í fimm ár hef ég reynt að kenna Nice-verjum hvernig Íslend­ingar gera þetta og set upp ein­litar óblikk­andi jóla­ser­íur en hingað til hefur það ekki erindi sem erf­iði og því bar­átt­an ­fyrir fal­legri jóla­skreyt­ingum í heima­húsum í Nice lík­ust Don Kík­óte í stríði hans við vind­myll­ur. Eða eins og Frakkar myndu segja „að pissa í fiðlu“. Veit ekki hvort að merk­ingin er í lík­ingu við íslenska mál­tækið ,„að pissa upp í vind­inn“. En þá er bara að ylja sér við minn­ing­ar af hvítum jólum á Íslandi þar sem fann­hvít mjöll skreytir upp­lýst tré og ekk­ert blikk­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiFólk
None