Las Vegas í Nice

Skreytingar í Nice.
Auglýsing

Þegar ég bjó í París fannst dap­ur­legt að sjá varla eina ein­ustu jóla­seríu og jóla­skraut í gluggum í heima­hús­um. Nán­ast und­an­tekn­ing að svalir væru skreyttar og ekki vant­aði hand­riðin úr málmi á fjöl­býl­is­hús í Par­ís. Svo sann­ar­lega breyt­ing frá ofskreyttu Ís­landi. Auð­vitað er eins og að heim­sækja ævin­týra­heim að ganga eft­ir Champs-Elysée breið­göt­unni um jólin sem Frakkar af mik­illi hóg­værð kalla fal­leg­ustu breið­götu í heimi. Trén eru skreytt þús­und ljósa og jóla­mark­aður á torgi um mið­bik göt­unn­ar. Versl­anir eru einnig skreyttar eins og torg víða um borga. 

Þetta var á þeim árum þegar ekki var beint flug heim yfir vetr­ar­mán­uð­ina frá París og ég fór frá Gare de l´Est lest­ar­stöð­inni til Lúx­em­borgar til að ná í flug Flug­leiða heim. Í aust­ur­hluta Frakk­lands var heldur meira um skreytt tré í görðum að nor­rænum hætti og ekki að ástæðu­lausu að fræg­asti jóla­mark­aður Norð-Aust­ur-Frakk­landi sé í Strass­borg. Eftir því sem norðar er komið er kald­ara og þar snjóar og því meiri jólastemn­ing eins og þekk­ist heima á Íslandi. Seinna eftir flutn­ing­inn til Nice var svo sem ekki við neinu sér­stöku að búast hér enda aper­tíf stundum drukk­inn úti á svölum á jóla­dag fyrir jólamat­inn. Stað­reyndar var öll önnur þegar jólin 2011 nálg­uð­ust og jóla­ljósin á hinum fjöl­mörgu svölum hér í Suðr­inu fóru að skjóta upp koll­in­um. 

Suðrið sem ég kalla stundum Villta Suðrið í sam­an­burði við Villta Vestrið í Amer­íku er nokkuð sér­stakt. Hér er nefni­lega ekki aðeins hærra hita­stig heldur sömu­leiðis blóð­hiti þegar eitt­hvað bjátar á. Ekki óal­gengt að sjá hnefa bíl­stjóra á lofti þegar veg­far­andi hefur farið yfir á grænu göngu­ljósi og bíl­stjór­inn nærri því keyrt yfir veg­far­and­ann. Allt þeim gang­andi að kenna! Það er eins og það séu ein­hver ósýni­leg landa­mæri hér fyrir ofan Frönsku Ríver­í­una og Mið­jarð­ar­hafs­strönd­ina sem á sér ýmsar birt­ing­ar­mynd­ir. Í hugum margra er kvik­mynda­há­tíðin í Cannes og síð­kjól­ar, Mónakó og casínó sem kemur fyrst upp í hug­ann en veru­leik­inn er nokkuð ólíkur þegar litið er á líf almenn­ings í Nice svo ekki sé minnst á úthverf­in. 

Auglýsing

Skreytingar í Nice.Hér í landi er tölu­verð­ur­ ­sjá­an­leg­ur ­stétta­munur milli þeirra sem hafa ein­hverja mennt­un. Einnig milli þeirra sem búa í stærri borgum og á minni stöð­um. Merki­legt að bera saman við Ísland þar sem eng­inn munur er á þeim sem búa í þétt­býli eða dreif­býli. Þessi munur er mjög á­þreif­an­leg­ur hér Syðra. Í Nice sést það til dæmis á klæðn­aði fólks, sér­stak­lega kvenna. Hér er gjarnan hver silki­húfan upp af annarri. Ekk­ert er betra en að blanda saman tveim­ur, þremur hlé­barða­mynstrum í sama „lúkk­ið“ eða þá bæði sem­el­íu­steinum og pall­í­ett­um, allt full­komnað með glimmer í kringum augum og glitr­andi blóma­spennu í hár­ið. Á tíu fingur þarf tíu hringi og svo má gjarnan sjá pils með kögri og notað með jakka með kögri í stíl og jafn­vel hand­taskan sömu­leið­is. Vel klætt fólk sést minna í mið­borg­inni en í flestum frönskum borgum sem ég hef komið til. Efn­aðir fara ann­að.

En hvers vegna að ræða klæðnað kvenna í tengslum við jóla­skreyt­ing­ar? Jú, einmitt vegna þess að þær eru önnur birt­ing­ar­mynd af þessum stíl eða eigum við að leyfa okkur sem Íslend­ingar sem skreyta af smekk­leg­heitum að tala um smekk­leysu. Í Nice er reglan að blanda saman sem flestu líkt og í klæðn­aði. Þar má finna upp­lýst dýr og snjó­karla, langar slöngur vafðar um hand­rið með ljósum, ljósa­skilti með „Joyeux noël“. ser­íur í öll­um regn­bog­ans litum og auð­vita blikkar allt með stressandi takti. Ekki er óal­gengt að finna fimm til sex mis­mun­andi ser­íur á sömu svölum og í sitt­hverjum litn­um. Teld­ist lík­lega glæpur eða tísku­slys á Íslandi. Fyr­ir­bærið að íbúar í fjöl­býl­is­húsi taki sig saman og hafi eins svala­skreyt­ingar er algjör­lega óþekkt hér. Punkt­ur­inn yfir I-ið er svo oft jóla­sveinn sem er hengdur upp í stiga utan á sval­irnar líkt og hann sé að mæta með gjafir í poka. 

Í fimm ár hef ég reynt að kenna Nice-verjum hvernig Íslend­ingar gera þetta og set upp ein­litar óblikk­andi jóla­ser­íur en hingað til hefur það ekki erindi sem erf­iði og því bar­átt­an ­fyrir fal­legri jóla­skreyt­ingum í heima­húsum í Nice lík­ust Don Kík­óte í stríði hans við vind­myll­ur. Eða eins og Frakkar myndu segja „að pissa í fiðlu“. Veit ekki hvort að merk­ingin er í lík­ingu við íslenska mál­tækið ,„að pissa upp í vind­inn“. En þá er bara að ylja sér við minn­ing­ar af hvítum jólum á Íslandi þar sem fann­hvít mjöll skreytir upp­lýst tré og ekk­ert blikk­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.
Kjarninn 5. júní 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiFólk
None