Sovétríkin: Ísskápur eða eldflaug?

Rússar þurfa að klára að gera upp fortíðina og kveðja Sovétríkin. Þetta er efni nýjustu bókar rússneska rithöfundarins Wladimirs Kaminer. Helga Brekkan ræddi við höfundinn í Berlín.

Wladimir Kaminer flutti til Berlínar um það leyti þegar Sovétríkin voru að liðast í sundur árið 1990.
Wladimir Kaminer flutti til Berlínar um það leyti þegar Sovétríkin voru að liðast í sundur árið 1990.
Auglýsing

Nýjasta bók rit­höf­und­ar­ins Wla­dimir Kaminers heitir „Good­bye Moskau“ og er kveðja til Sov­ét­ríkj­anna sem hann ólst upp í. Helga Brekkan hitti Kaminer á Meta Cafe nærri Mauerpark í Berlín.

Bókin „Plötu­snúður rauða hers­ins - Russendisko“, eftir höf­und­inn hefur komið út á íslensku og hefur hún verið þýdd á fjölda tungu­mála og kvik­mynd gerð eftir sög­unni. Kaminer seg­ist hafa heim­sótt Ísland.

„Ég hef nokkrum sinnum heim­sótt Ísland og einu sinni hélt ég fyr­ir­lestur í Reykja­vík með slæds­mynd­um. Um hvunn­dags­hetj­ur. Vinur minn safn­aði ljós­myndum af alls­konar fólki. Til dæmis af mönnum að vísa til vegar eða konur við garð­hlið eða fólk upp við hillu­sam­stæð­ur. Alltaf þegar ein­hver keypti svona stóran hillu­vegg var tekin mynd. Vinur minn safn­aði þannig myndum á elli­heim­ilum og flóa­mörk­uðum og ég samdi sögur við mynd­irn­ar,“ segir Kaminer um teng­ingu sína við Ísland.

Auglýsing

„Það gerði ég á Íslandi og fólkið hlust­aði af athygl­i... og já nú man ég þetta. Þemað var mann­kynið í öllum sínum mynd­um. Eftir fyr­ir­lest­ur­inn spurði ég hvort það væru ein­hverjar spurn­ingar en svarið var: „Nei, engar spurn­ingar um mann­kyn­ið.“ Það hafði djúp áhrif á mig... sem sagt vel upp­lýstir Íslend­ingar með engar spurn­ingar um mann­kyn­ið.“

Þegar Berlína­m­úr­inn féll flutti Kaminer frá heima­borg sinni Moskvu til Berlín­ar. Þar lærði hann þýsku og nýtur nú mik­illa vin­sælda sem met­sölu­höf­undur í Þýska­landi og víð­ar. Hann hefur einnig stjórnað sjón­varps­þáttum þar sem hann ferð­ast um Þýska­land. Og sterkur rúss­neskur hreimur og húmor hefur slegið í gegn.

Goodbye Moskau.Per­sónur bóka hans eru oft­ast fjöl­skyld­an; tengda­móðir og móðir börnin tvö og eig­in­konan Olga. En saman mynda þau ásamt fleirum plötu­snúðateymi og útgáf­una Russi­endisko. Þau hafa lengi spilað víða um Evr­ópu blöndu af rúss­neskri dans­tón­list.

Þú hefur búið hér síðan 1990 ert þýskur rík­is­borg­ari og skrifar á þýsku. Ertu samt alltaf „rússinn“ í augum þjóð­verja?

„Satt að segja hef ég mestan áhuga á Evr­ópu og lít á mig sem Evr­ópu­búa. Hef áhuga á evr­ópskri sögu og hvernig þjóð­irnar hafa lifað saman hver með ann­ari. Hver er grunn­ur­inn að þessu sam­líf­i?“ veltir Kaminer fyrir sér.

„Ég lít fyrst og fremst á mig sem Evr­ópu­búa, sér­stak­lega vegna fram­tíð­ar­innar hér og fjöl­skyldu minn­ar. En ég skil það núna þegar rúss­nesk stjórn­völd hafa ekið svona alger­lega útaf veg­in­um, þá tek ég það á mig að reyna að segja frá og útskýra, og segja að Rússar séu í lagi og að þeir muni koma aft­ur. Að þetta sé mátt­leysi sem líði hjá. Mátt­leysi úr eigin veik­leika og af ótta við að eng­inn muni hjálpa þeim, sem er ekki rétt. Það er bara þess vegna sem ég tala um Rúss­land. Eig­in­lega væri ég heldur mikið meira með hug­ann við Þýska­land.“

Hver er mun­ur­inn á þýskri og rúss­neskri þjóð­arsál?

„Þýska þjóð­ar­sál má finna í orðum eins og for­sjálni. Þeir hugsa mikið um fram­tíð­ina þeir vilja vita hversu há eft­ir­launin sem barna­börnin þeirra fá verða. Á bak­við það er sterk trú um að hægt sé að setja reglur um allt. Setja ramma utan um fram­tíð­ina. Rúss­arnir vita hins vegar að þegar kemur að því að fara á eft­ir­laun þá kemur ríkið og tekur pen­ing­ana; Það eru engar vænt­ingar um fram­tíð­ina. Rúss­neska sálin seg­ir: hér og nú skal lifað því það er engin fram­tíð.“

Í Good­bye Moskau er eins og þú sért að kveðja, heima­land­ið, Sov­ét­rík­in.

„Það er vanda­samt að kveðja þetta ríki – sem er fallið – því það er samt svo mikið eftir af því enn þá. Leyni­þjón­ustu­for­ingj­arnir stjórna; Þeir sem fengu ekki lengur að vera emb­ætt­is­menn í Aust­ur-Þýska­landi. Þetta eru þeir sem björg­uðu sér á breyt­inga­tímum á meðan ríkið sem þeir áttu að gæta hrundi. En þeir sjálfir héldu velli og passa upp á sjálfa sig og eigið við­ur­væri á kostnað allra hinna,“ útskýrir Kaminer.

„Bókin mín heitir Good­bye Moskau vegna þess að ég vil meina að þessi afar athygl­is­verði og marg­breyti­legi sov­éski tími hefur ekki verið kvaddur almenni­lega. Í rúss­neskri hjá­trú er sagt að það sem er ekki kvatt í alvöru heldur áfram að vera til og gengur aftur í höfði fólks. Til dæmis þá trúa margir Rússar því að lík Len­ins beri ábyrgð á því að þjóð­fé­lagið kemst ekki áfram. Ég skrifa til dæmis um það í bók­inni að á meðan þessi Lenin er ekki jarð­settur getur landið ekki haldið áfram veg­inn. Svo eru alls­konar hópar; Ég lýsi einum í bók­inni sem kemur í graf­hýsi Len­ins með vígt vatn. Þau skvetta á hann og skipa honum að standa upp og ganga. En það getur hann ekki.“

Þú segir líka frá heila Len­ins sem vís­inda­menn hafa fengið hluta af til að rann­saka.

„Já, ég las mér til um það. Þriðj­ungur er hér í Þýska­landi ein­hvers stað­ar, annar þriðj­ungur í Banda­ríkj­unum og sá síð­asti í Rúss­land­i.“

Trúir fólk því að dreif­ing heila Len­ins sé óheilla­merki?

“Nei, ekki dreif­ing heil­ans út af fyrir sig, heldur lík­ið. Múmían hún þarf að kom­ast út. Allar mann­eskjur eiga það skilið að vera grafnar á ein­hvern hátt. Og Sov­ét­ríkin líka. Eins og Þjóð­verjar gerðu með nas­isma þar sem voru sett nokkuð skýr mörk, þannig ættu Rússar einnig að gera upp komm­ún­ismann. Þannig að hver mann­eskja – að minnsta kosti þær sæmi­lega skyn­sömu – geta sagt við hið svo­kall­aða hægra- og vinstra­öfga­fólk: „Þakka ykkur fyrir athygl­is­verðar hug­myndir en við höfum þegar prófað þetta og það virkar ekki“.“

Fyrsta saga bók­ar­innar fjallar um ísskáp

„Ís­skáp­ur­inn er nokk­urs konar lík­ing fyrir Sov­ét­rík­in. Allir sem ólust upp í þessu ríki – eins og ég – spyrja sig hver til­gang­ur­inn hafi ver­ið. Það hlýtur að hafa verið ein­hver til­gang­ur... og varð­andi þennan risa­ís­skáp er það eins. Eng­inn veit fyrir hvað hann var byggð­ur. Þeir sem það gerðu eru löngu dán­ir,“ segir Kaminer.

„Senni­lega er þetta raun­veru­lega eld­flaug sem fljúga á til sól­ar­inn­ar. Og hér fjallar þetta um það þegar heilt ríki flýgur um borð í ísskáp til sól­ar­inn­ar. Ísskápsagan er sönn eins og all­ar, ég bý þetta ekki til.“

Önnur sagan um frænk­una í Donetsk

Í ann­ari frá­sögn krist­all­ast sam­bandið á milli Rúss­lands og Úkra­ínu í frænku þinni.

„Vanda­málið með frænk­una í Donetsk var að hún fór til skiptis á mis­mun­andi mót­mæli. Það fór eftir skapi hennar en svo vakti hún grun­semdir hjá báðum hópum og varð að flýja. Sagan um frænk­una útskýrir kannski mann­legu hörm­ung­arnar sem dynja á fólki í Aust­ur-Úkra­ínu að tveir þriðju hlutar íbú­anna hafa þurft að yfir­gefa heim­ili sín.“

Kaminer segir sög­una hins vegar ekki skýra stríðið í Úkra­ínu út af fyrir sig. „Því þessi mót­mæli sem hún tók þátt í voru frið­sam­leg. Alveg eins og á Krím­skaga áður. Það er ekki eins og þetta fólk hafi fallið niður af tungl­inu. Þetta var greini­leg inn­rás rúss­neskra sér­sveita. Hvorki her­námið á Krím­skaga né stríðið í Aust­ur-Úkra­ínu hófust með fólk­inu þar. Heldur með inn­rás rúss­neska hers­ins. Á Krím­skaga hernumdu þeir þingið og tóku þing­menn sem gísla og þving­uðu til að leysa upp þing­ið. Síðan settu þeir annað fólk í stól­ana sem héldu þessar gervi­kosn­ing­ar. Í Donetsk var þetta nákvæm­lega eins.“

Þú komst til Þýska­lands frá fallandi Sov­ét­ríkj­un­um. Nú er nýr hópur Rússa að setj­ast að í Berlín.

„Nú koma margir blaða­menn og allir sem hafa eitt­hvað að gera með fjöl­miðla því frelsi fjöl­miðla í Rúss­landi er ógn­að. Allir fjöl­miðlar eru undir hæl stjórn­valda. Allir þeir sem neita að fylgja þeirri línu eru reknir eða fara til útlanda. Núna eftir fjölda­mót­mælin í lok mars eru fréttir frá Rúss­landi sem eru frá mínu sjón­ar­horni mjög mik­il­vægar og jákvæð­ar. Ég legg mikið á mig við að segja frá því hér í Þýska­landi og víðar í Evr­ópu að Rússar láta ekki bjóða sér hvað sem er frá stjórn­völdum og að þau eru ekki jafn andsnúin Evr­ópu og stjórn­völd þar. Ég segi frá því að Rússar séu í fínu lagi, þeir eigi bara í vand­ræðum með stjórn­völd.“

Rússneskir drengir í ljósastaur á Puskin-torgi í Moskvu.„Það er mjög mik­il­vægt fyrir mig að segja frá þessu og því sem er jákvætt. Og stöðugt er ég spurður um þessar tölur úr rúss­neskum skoð­ana­könn­un: 86% stuðn­ing­ur! Í mót­mæl­unum á sunnu­dag­inn sáum við að það er ekki svo. Margir eldri – svona 60% – sitja heima og glápa á sjón­varpið en restin fór út á götu – um það bil 40% – að mót­mæla. Það var unga fólk­ið, þessir ungu strákar sem klifr­uðu upp á ljósa­staur við Pus­hk­in-­torg­ið.“

Og núna er búið að loka torg­inu verið að gera við stytt­una.

„Já, Puskin er alltaf sá seki!“

Hvað myndi þjóð­skáldið segja í dag?

„Hann myndi örugg­lega segja það sem strák­arnir sögðu uppi í ljósastaurn­um. Af spill­ingu Med­vedev for­sæt­is­ráð­herra, hvers spill­ingu fólkið var að mót­mæla. Sá er hrif­inn af orðum eins og: „Það eru ekki til pen­ingar en þraukið áfram.“ Það við­hafði hann umkringdur elli­líf­eyr­is­þeg­um.“

„Og þessir strákar þegar lög­reglan sá þá uppi í ljósastaurn­um, þeir sögðu við lögg­urn­ar: „Við höfum enga pen­inga en við þraukum áfram!““

Hvert heldur þú að verði fram­haldið í Rúss­landi?

„Pútín er undir pressu, hann getur ekki gefið eftir því það þýðir að hann verður að láta sitt fólk fjúka. Hann getur ekki hent þessum for­sæt­is­ráð­herra út um glugg­ann. Því þá segja allir hinir félag­arnir í kringum hann: „Hey, hann gefur eftir bara vegna þrýst­ings frá fólki á göt­unn­i.“ Og það myndi veikja völd hans. Og því verður hann að auka valdið og ofsókn­ir. En hann heldur sig innan marka, eins og allir svona hálf­-ein­ræð­is­herr­ar. Jafn­vel þó hann vildi, þá getur hann ekki orðið Stalín.“

Hvernig var að koma til Berlínar með tvær hendur tómar fyrir 27 árum?

„Þegar ég kom til Berlínar árið 1990 þurfti ég að fylla út eyðu­blað með nafn­inu mínu og þar var þessi spurn­ing: „Hvers vegna viltu búa í Þýska­land­i?“ Mað­ur­inn við hlið­ina á mér skrif­aði: „Af því ég elska þýska menn­ingu, Nietzsche og Wagner.“ Ég skrif­aði það sama eftir hon­um, eins og strákur frá Afganistan sem var við hlið­ina á mér og þetta gerðu svo aðrir í röð­inni. Þetta varð svona keðju­verkun og skyndi­lega vorum við allir miklir aðdá­endur þýskrar menn­ing­ar.“

„Það hefur mjög margt breyst síðan ég flutti hing­að, en það eru enn margir staðir eins. Til dæmis þetta kaffi­hús sem við sitjum á; það var hérna þegar ég kom og þá áttu þeir í vand­ræðum með rekst­ur­inn. Ég spurði mig fyrir 27 árum hvernig þeir færu að þessu? En ein­hvern veg­inn gengur þetta alltaf áfram. Berlín getur tekið við mörgum því borgin er nógu stór. Hér geta verið fjölda­mót­mæli, hátíðir og annað í gangi sam­tímis en ef maður vill vera í friði þá er það líka hægt.“

„Þegar ég var á Íslandi tók ég eftir því flest það sem fólk vill skoða er grjót eða úr grjóti. Við fórum í skoð­un­ar­ferð með konu sem sýndi okkur hvar fólk býr í steinum og ég lærði það. Ég nota þetta þegar ég sé stóra steina í Berlín, til dæmis hér í Mauerpark.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiMenning
None