Ísland er „ofboðslega dýrt“

Draumaferðalagið hennar Ritu var til Íslands. Willem, kærastinn hennar, gaf henni ferðalagið í afmælisgjöf. Þau hafa verið á flakki um Ísland í tvær vikur og kunna vel við land og þjóð, þó það sé heldur dýrt hér fyrir þeirra smekk.

Willem og Rita hafa verið á ferðalagi á Íslandi undanfarnar tvær vikur. Þau ætla að fara út að borða í Reykjavík í kvöld. Það verður í fyrsta sinn í ferðinni sem þau leyfa sér slíkan munað, endan segja þau Ísland vera ofboðslega dýrt land fyrir ferðalanga
Willem og Rita hafa verið á ferðalagi á Íslandi undanfarnar tvær vikur. Þau ætla að fara út að borða í Reykjavík í kvöld. Það verður í fyrsta sinn í ferðinni sem þau leyfa sér slíkan munað, endan segja þau Ísland vera ofboðslega dýrt land fyrir ferðalanga
Auglýsing

„Við byrj­uðum í Kefla­vík fyrir tveimur vikum síð­an,“ segja Rita og Willem, tveir ferða­langar sem voru staddir á Drangs­nesi þegar blaða­maður Kjarn­ans átti þar leið hjá. Ferða­manna­tíma­bilið á Drangs­nesi er ekki nærri því byrj­að, þó gisti­heim­ilið sé opnað ber­ist bók­anir um vet­ur­inn. Rita og Willem voru þess vegna einu ferða­menn­irnir á gisti­heim­il­inu á skír­dag.

„Þetta hefur verið draum­ur­inn minn í langan tíma að koma til Íslands og Willem gaf mér þessa ferð í afmæl­is­gjöf,“ segir Rita og Willem er fljótur að benda á í gríni að þetta sé síð­asta afmæl­is­gjöfin til hennar í tíu ár, svo mikið hafi hún kost­að.

Þau hafa ferð­ast á bíla­leigu­bíl eftir hring­veg­inum und­an­farnar tvær vikur og hafa gist á gisti­heim­ilum víða um land­ið. Þau fljúga heim til Belgíu í dag þar sem þau búa. Rita er lett­nesk en Willem er Belgi.

Auglýsing

Willem og Rita ákváðu að koma í apr­íl, á meðan það er enn vetur á Íslandi, því þá myndu þau síður lenda í vand­ræðum vegna mann­mergðar og upp­bók­ana. „Okkur þykir skemmti­legra að ferð­ast með lítil plön. Við viljum ákveða hvar við gistum næstu nótt á ferð­inni. Ef við myndum koma um sumar þyrftum við að skipu­leggja það í þaul­a,“ segir Rita.

„Þetta hefur verið geggj­að. En maður finnur líka fyrir krafti nátt­úr­unn­ar,“ segir Rita. „Ég vissi alltaf af veðr­inu og hélt að við myndum alltaf ráða við það. En svo var bara hellidemba framan af ferð­inni. Hún hætti aldrei og við vorum sífellt renn­andi blaut og okkur var kalt. Þá fer maður að missa áhug­ann á þessum helstu stöð­um. Og maður hugs­ar: „Annar foss! Komm on!“

„En þegar maður kemst í gegnum þessar til­finn­ingar – þegar nátt­úran er búin að brjóta þig niður – og maður áttar sig á að allt snýst um veðrið hér þá getur maður notið þess. Við höfum verið mjög heppin með veður síðan þá.“

Rita seg­ist alveg höndla snjó­inn enda komi hún frá Lett­landi þar sem hún lærði að aka í snjó. „Ég veit hvernig snjór er og það er ekk­ert svo slæmt að lenda í hon­um.“

Mun dýr­ara hér en þau héldu

Willem segir ferð­ina hafa verið mjög áhuga­verða. „Ég kann vel við land­ið. Ég hef gaman af úti­ver­unni, fjall­göng­unum og ferða­lag­inu. Það hefur einnig verið auð­velt að ferð­ast hér. Við höfðum fullt að skoða og það var ein­falt að finna allt sem okkur lang­aði að sjá. Og allar upp­lýs­ingar var auð­velt að nálgast, eins og hvernig færðin á veg­unum yrð­i.“

Spurð hvers vegna þau ákváðu að koma á Drangs­nes segj­ast þau hafa langað til þess að koma á Vest­firði en að þau hafi heyrt að það væri erf­ið­ara á vet­urn­ar. „Svo frá hring­veg­inum var auð­veld­ast að koma hing­að,“ segir Willem. „Fyrir mig er svo­lítið merki­legt að koma í þessa litlu bæi því í Belgíu eru engir bæir, bara borg­ir.“

Rita segir að þau hafi reynt að kom­ast upp með að gera ferð­ina sem ódýrasta. Það hafi hins vegar reynst nokkuð erfitt að sam­ræma vænt­ingar við vesk­ið. „Við eigum ekki enda­lausan pen­ing. Við ætl­uðum að gista í heimagist­ing­um, eins og Air­BnB, en það kom í ljós að það væri í raun mun dýr­ara en að vera á gisti­heim­il­u­m,“ segir Rita. „Okkur finnst skemmti­legra að vera í heimagist­ingum því þá hittir maður fólkið sem býr hérna. Alls staðar ann­ars staðar eru bara túrist­ar. Á gisti­heim­il­unum hafa heima­menn­irnir ekki tíma fyrir túristana og maður getur ekki rætt við það.“

Haf­iði blandað miklu geði við heima­fólk?

„Fólkið hér er vina­legt en það er ekki eins og við höfum hitt marga. Sam­skiptin eru yfir­leitt snubb­ótt, okkur er bara vísað til her­bergis og þá er það búið,“ segir Willem og þau hlæja.

Rita segir það samt vera leið­in­legt því ferða­lagið snú­ist einnig um að hitta fólk. „Fyrir mér snýst ferða­lagið raun­veru­lega meira um að hitta fólk. En hér sér maður eig­in­lega ekki fólk­ið, hér snýst allt um nátt­úr­una og minna um fólk­ið. Kannski er það bara hluti af Íslandi og Íslands­upp­lifun­inn­i...“

Rita og Willem ræddu mikið um að þeim fynd­ist Ísland dýrt. „Ekki svo­lítið dýrt, heldur ofboðs­lega dýrt,“ leið­réttir Rita þegar spurn­ingin um verð­lagið er borin upp. Þau segj­ast vera með með­al­laun fyrir sína vinnu í Belgíu en þegar þau koma hingað verði þau að lifa veru­lega spar­lega.

„Okkur þykir eðli­legt að geta farið út að borða einu sinni á dag þegar við ferð­um­st,“ útskýrir Rita. „Hér er það bara ekki mögu­legt. Svo við höfum eldað mat sjálf á þeim gisti­heim­ilum þar sem hefur verið aðstaða til þess. Við ætlum samt að leyfa okkur að fara út að borða síð­asta kvöldið í Reykja­vík.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None