Pillan dregur úr lífsgæðum

Ný rannsókn, með stórt úrtak, sýndi að þátttakendur sem notuðu getnaðarvarnarpillu mátu lífsgæði sín marktækt lægri en þátttakendur sem fengu lyfleysu.

Pillan
Auglýsing

Getnaðarvarnarpillan hefur löngum valdið vísindamönnum, konum og mögulega fleirum höfuðverk. Notagildi hennar er ótvírætt, en það var mikil bylting þegar getnaðarvörn sem þessi kom á markað. Í dag eru pillur sem innihalda tvö hormón, samsett pilla, algengasta getnaðarvörnin sem notuð er í vestrænum ríkjum. Þrátt fyrir mikla notkun eru rannsóknir sem sýna áhrif lyfjanna á heilsu kvenna ekki á eitt sáttar um áhrifin.

Margar rannsóknir hafa bent til þess að notkun hormónanna auki líkur á þunglyndi, aðrar sýna fram á auknar líkur krabbameina, meðan enn aðrar rannsóknir sýna engin tengsl á notkun hormónapillunnar við nokkur veikindi. Til að skera úr um slík tengsl er best að notast við stórt úrtak, þar sem bæði er notast við hormónapillu og lyfleysu til samanburðar.

Á dögunum var ein slík rannsókn birt í vísindaritinu Fertility and Sterility. En hún var framkvæmd við Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Í rannsókninni fá 340 konur annars vegar lyfleysu og hins vegar samsetta hormónapillu, með hormónunum ethinylestradiol og levonorgestrel.

Auglýsing

Rannsóknin var tvíblind svo hvorki þátttakendur né rannsakendur vissu hvort um hormónapillu eða lyfleysu var að ræða. Þátttakendur voru svo eftir þriggja mánaða meðferð látin meta ýmsa þætti svo sem andlega og líkamlega líðan. Í ljós kom að þær konur sem fengu hormónapillu mátu lífsgæði sín marktækt lægri eftir þriggja mánaða meðferð, m.v. þátttakendur sem fengu lyfleysu.

Lífsgæðaskerðinginn birtist helst í skapsveiflum eða orkuleysi yfir daginn. Þrátt fyrir þetta voru þær konur sem fengu hormón ekki líklegri til að þjást af þunglyndi, samanborið við þær sem fengu lyfleysu.

Lífsgæðaskerðinginn var mjög misjöfn meðal kvennanna en sumar upplifðu svo mikil óþægindi að getnaðarvörn sem þessi á ekki við, þrátt fyrir að hafa ekki bein áhrif á heilsu. Það er því mikilvægt að hafa slíkt í huga þegar konur prófa nýjar getnaðarvarnir í samráði við sinn lækni.

Höfundar rannsóknarinnar benda á að þessi áhrif hormónanna geta leitt til stopulla notkunar og þar með leitt til þess að getnaðarvarnir eru ekki notaðar sem skyldi. Rétt er að taka fram að í þessari rannsókn var notast við eina tegund af samsettri pillu, fleiri samsettar pillur eru til sem mögulega hafa ekki sömu áhrif.

Fréttin birtist upphaflega á Hvatinn.is

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None