Í hverju ertu?

Hópur meistaranemar í ritlist safnar fyrir útgáfu bókar á Karolina Fund. Um er að ræða smásögur, örsögur og ljóð um ástina á Antonio Banderas, masókíska tannburstun og spurningaþátt.

Hópurinn í hverju ertu
Auglýsing

Hópur af meistaranemum í ritlist og hagnýtri ritstjórn og útgáfu við Háskóla Íslands hafa sameinað krafta sína með því markmiði að semja, skapa og gefa út bók frá grunni. Útgáfa bókarinnar er afurð námskeiðsins Á þrykk sem kennt er af Sigþrúði Gunnarsdóttur, ritstjóra hjá Forlaginu. Bókin hefur hlotið nafnið Í hverju ertu? Höfundar eru Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir, Brynjólfur Þorsteinsson, Lárus Jón Guðmundsson, María Hjálmtýsdóttir og Þorvaldur S. Helgason. Ritstjórar eru Elín Illugadóttir, Erna Rut Vilhjálmsdóttir og Sigríður Erla Viðarsdóttir. Kápuhönnunin er eftir Elínu Eddu, grafískan hönnuð og hópmyndin á Karolina Fund var tekin af Anítu Björk, ljósmyndara. Kjarninn heyrði í Sigríði Erlu, meistaranema í hagnýtri ritstjórn og útgáfu og tók hana tali.

Þið eruð að vinna að fjármögnun á ritverkinu „Í hverju ertu?“. Er það fyrsta skiptið sem þessi hópur vinnur saman?

„Já, þetta er í fyrsta sinn sem þessi hópur vinnur saman. Við erum öll nemendur í áfanganum „Á þrykk“ sem er námskeið sem er í boði fyrir meistaranema í ritlist og ritstjórn við Háskóla Íslands. Námskeiðið gengur út á að nemendur vinna saman og skapa bók frá grunni. Það er ekki gerð krafa um að bókin sé prentuð og gefin út en við vorum öll sammála um það frá fyrsta degi að við vildum sjá bókina útgefna. Það hefur verið venjan undanfarin ár að bækurnar eru gefnar út. Sigþrúður, leiðbeinandinn okkar, benti okkur brosandi á þegar hún kvaddi okkur fyrir páskafrí að þetta væri mjög óvanalegur síðasti tími þar sem nú er heilmikil vinna eftir, þegar námskeiðinu er formlega lokið. En okkur finnst sem betur fer gaman í skólanum og hlökkum til að deila afrakstrinum með fólki í lok maí þegar bókin kemur út.“

Auglýsing

Hvers konar ritverk er „Í hverju ertu?“?

Í hverju ertu?„Textarnir í bókinni eru smásögur, örsögur og ljóð þar sem meðal annars má lesa um ástina á Antonio Banderasmasókíska tannburstun og spurningaþátt sem ákvarðar hvort þátttakendur fari til himnaríkis eða helvítis. Við ákváðum að við vildum ekki að textarnir hefðu ákveðið þema heldur fengu höfundar frjálsar hendur. Útkoman er skemmtilega fjölbreytt og bókin inniheldur efni sem lesendur geta tengt við á mismunandi hátt.“

Hvaðan kemur nafnið á verkinu?

„Nafnið kemur úr einni af sögunum í bókinni. Þar er sögupersónan ávörpuð af tvö hundruð ára gamalli bók með þessari margfrægu spurningu. Það var smá hausverkur að koma sér saman um nafn enda samanstendur hópurinn af átta einstaklingum. En við vorum öll mjög ánægð með þessa niðurstöðu enda geta svörin við spurningunni „í hverju ertu?“ verið ansi fjölbreytt og áhugaverð. Eins og sögur og ljóð bókarinnar. Við náðum því takmarki okkar að fjármagna útgáfu bókarinnar á Karolina Fund í síðustu viku. Það er áfram hægt að tryggja sér eintak af bókinni í gegnum síðuna okkar á Karolina á meðan söfnunin er opin.“ 

Verkefnið er að finna hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Vikurnáman yrði austan við Hafursey á Mýrdalssandi.
Vörubílar myndu aka 120 ferðir á dag með Kötluvikur
„Þetta er ekkert smáræði og ég held að menn átti sig engan veginn á því hvað þetta er mikið umfang,“ segir Guðmundur Oddgeirsson, bæjarfulltrúi í Ölfusi, um fyrirhugaða vikurnámu á Mýrdalssandi og flutninga á efninu til Þorlákshafnar.
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None