Allt í járnum tveimur dögum fyrir fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi

Bergþór Bjarnason fer yfir stöðuna í forsetakosningunum í Frakklandi, sem verða einar þær sögulegustu sem haldnar hafa verið þar í landi.

frakkland forsetakosningar
Auglýsing

For­seta­kosn­ing­arnar í Frakk­landi 2017 eru sögu­legar og ekki hægt að finna sam­bæri­leg dæmi í for­tíð fimmta lýð­veld­is­ins. Nú tveimur dögum fyrir fyrri umferð­ina er óvíst hvort að nöfn þeirra tveggja sem fara í aðra umferð þann 7. maí verði kunn klukkan átta nú á sunnu­dags­kvöld, eins og venja er að lok­inni fyrri umferð, svo lít­ill er mun­ur­inn á milli efstu fram­bjóð­enda. Fjórir þeirra ell­efu sem eru í fram­boði gætu kom­ist áfram.

Í byrjun var það val fram­bjóð­end­anna sem var merki­legt. Þeir sem voru taldir öruggir um að hljóta útnefn­ingu voru slegnir út (Sar­kozyJuppéVallsMont­bo­urg). Svo dró for­set­inn sig út úr bar­átt­unni sem hefur aldrei gerst fyrr. Við þetta má bæta að Emmanuel Macron, fyrr­ver­andi efna­hags­ráð­herra sem er enn efstur í skoð­ana­könn­un­um hefur aldrei verið í fram­boði, hvorki til þings né for­seta, var ráð­herra í tvö ár og hefur engan flokk að baki sér. Marcon en einnig ungur fyrir frönsk stjórn­mál, aðeins 39 ára en oft hafa stjórn­mála­menn hér 30 ára ­þing­mennsku að baki eins og François Fillon, fram­bjóð­andi Repúblikana­flokks­ins til dæmis sem fór fyrst á þing 1981, ári eftir kjör Vig­dísar Finn­boga­dóttur til for­seta. Ein­hverjum kemur kannski orðið eft­ir­laun í huga. Hneyksl­is­mál Fillons vegna launa eig­in­konu og barna sem og ýmis önnur óút­skýrð mál, tengd gjöfum og fleiru, urðu til þess að hann hefur verið ákærður en þrjóskast við að draga sig í hlé. Hann hefur náð að neyða flokk sinn til að styðja sig á hverju sem dyn­ur, ekki síst eftir úti­fund­inn á Trocadero í París í byrjun mars sem var vel heppn­aður vegna mik­ils stuðn­ings öfga­kaþ­ólikka úr „Sens commun“ sem þýðir mann­leg skyn­semi en þessi sam­tök vilja til dæmis minnka rétt á fóst­ur­eyð­ingum og banna sam­kyn­hneigðum að ætt­leiða börn maka sinna. 

Yrði François Fillon for­seti nyti hann verndar fyrir mál­sókn meðan á kjör­tíma­bil­inu stend­ur. For­seta­frúin vænt­an­lega, sem einnig hefur verið ákærð, er aftur á móti aðeins venju­legur þegn og því gæti hún hugs­an­lega endað í fang­elsi. Fillon hefur spilað meira und­an­farna daga á velli Mar­ine Le Pen þar sem að hann telur ólík­legt að hann geti unnið á miðj­unni. Ef hann kæm­ist í aðra umferð veit hann að margir til vinstri myndu kjósa hann gegn Le Pen. Athygl­is­vert þó að Macron myndi vinna Fillon með mestum mun allra hugs­an­legra mótherja myndu þeir mæt­ast í annarri umferð með 68 á móti 32 pró­sent­um. Stefna Fillons er harð­ur Thatcher­ismi sem erfitt er fyrir hann að verja eftir að hafa verið sak­aður um að mis­nota al­mannafé í þrjá­tíu ár. Hann boðar að stytta tíma­bil atvinnu­leys­is­bóta, fækka opin­berum starfs­mönnum um 500.000 og lengja vinnu­tíma án þess að hækka laun. 

Auglýsing

Flokka­kerfið í Frakk­landi virð­ist vera að lið­ast í sund­ur. Sós­í­alistar styðja margir hverjir ekki fram­bjóð­anda sinn, Ben­oît Hamon sem í fjögur ár hefur unnið á móti Hollande for­seta og rík­is­stjórn og telja hann allt of langt til vinstri og munu því kjósa Macron. Fylgi Hamon hefur farið úr fimmtán pró­sentum og er nú jafn­vel undir átta pró­sentum og ljóst að flokk­ur­inn klofnar eftir kosn­ing­ar. Ann­ars vegar í miðju sós­í­alde­mókrata og svo vinstri arm. Þeir sem eru til vinstri í flokknum hafa verið að fær­ast til Jean-Luc Melanchon eftir því sem fylgi Hamon minnk­ar. Melanchon er fyrrum sós­í­alisti en stofn­aði sína eigin hreyf­ingu og nýtur stuðn­ings komm­ún­ista. Hann hefur verið á hraðri upp­leið í könn­unum og er nú eins og Fillon, í um nítján pró­sentum og gæti því kom­ist í aðra umferð. Melanchon er aðdá­andi Hugo heit­ins Chavez í Venes­ú­ela en það hlýtur að vekja spurn­ingar um hvað hann vill fyrir Frakk­land ef litið er á ástandið þar. Hann vill einnig færa sig nær Pútín Rúss­lands­for­seta og hefur meðal ann­ars gagn­rýnt einn af and­stæð­ingum hans sem var myrtur í Moskvu fyrir nokkrum árum. Melanchon vill auka ýmis rétt­indi launa­fólks, til dæmis ráða atvinnu­lausa í vinnu hjá rík­inu, hann er mik­ill umhverf­is- og dýra­vernd­un­ar­sinni, svo mik­ill að Birgitte Bar­dot hrósar hon­um. Svo vill Melanchon gjör­breyta Evr­ópu­sam­band­inu og ef það gengur ekki þá ganga út úr því. 

Fram­bjóð­andi öfga- hægri­flokks­ins Þjóð­ar­fylk­ing­ar­inn­ar, Mar­ine Le Pen, sem var komin upp í 28 pró­sent atkvæða í byrjun mars hefur hægt og rólega verið að tapa fylgi og er nú í um 22-23 pró­sentum en enn önnur í röð­inni í könn­un­um. Le Pen hefur fátt nýtt fram að færa síðan 2012 og hefur smám saman verið að færa sig nær föður sínum í skoð­unum sem hún er búin að vera að reyna fela árum saman til þess að kynna flokk sinn sem „venju­legan“ hægri­flokk. Á dög­unum hneyksl­aði hún marga þegar hún sagði Frakk­land ekki bera ábyrgð á því þegar þús­undir gyð­inga voru reknir úr húsum sínum árið 1942 á leik­vang­inn Vel´if áður en þeir voru fluttir í útrým­inga­búðir. Það er því erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Grunur um að hún hafi mis­notað fé frá Evr­ópu­þing­inu í þágu flokks­ins með því að setja starfs­fólk hans á launa­skrá í Brus­sel hefur haft áhrif. Fram­bjóð­andi sem vill fara út úr Evr­ópu­sam­band­inu en mis­notar fjár­muni þess, notar þing­helgi sem afsökun til að neita að mæta til rann­sókn­ar­dóm­ara og kallar sig svo fram­bjóð­anda „ant­i-­sy­stem“. Svo seg­ist Mar­ine Le Pen vera að berj­ast fyrir verka­menn og lág­launa­fólk. Einnig gegn inn­flytj­endum sem ræna frönsku þjóð­ina. Það þarf því ekki stór­kost­lega vits­muni til þess að sjá í gegnum þetta. Kjós­endur hennar eru einmitt, sam­kvæmt rann­sókn­um, þeir sem hafa minnsta menntun og búa við erf­iðar aðstæður sem og atvinnu­leysi og virð­ast ætla að kjósa millj­óna­erf­ingja og drottn­ingu kerf­is­mis­notk­unar. Er ein­hver far­inn að hugsa um Don­ald Trump?

Fyrrum efna­hags­ráð­herr­annEmmanuel Macron, sem hefur náð að halda efsta sæt­inu í könn­unum og ætti að eiga góða mögu­leika á að kom­ast áfram, myndi vinna alla mögu­lega mót­fram­bjóð­end­ur. Hann hefur náð að spila inn á þema eins og at­vinnu­sköp­un og „start-up“ en einnig reynt á jákvæðan hátt á draga fram alla þá mögu­leika sem Frakkar hafa milli hand­anna, meðal ann­ars með að ein­falda kerfið og lækka skatta á frum­kvöðla. Hann vill einnig að þeir sem taka áhættu og skapa fyr­ir­tæki geti feng­ið at­vinnu­leys­is­bætur ef þeim mis­tekst, eins og aðrir sem missa vinn­una. Hann er eini fram­bjóð­and­inn sem ver Evr­ópu­sam­bandið en vill bæta það og telur það lyk­il­inn að friði í álf­unni og til að mæta sam­keppni bæði frá Austri og Vestri. 

Stóra spurn­ingin er hins vegar hvað þriðj­ungur kjós­enda, sem ekki hefur tekið afstöðu, geri á sunnu­dag, sem er ein­stakt og áður óþekkt í for­seta­kosn­ingum hér. Yfir­leitt eru línur farnar að skýr­ast tveimur dögum fyrir kosn­ingar en í þetta skiptið virð­ist svo ekki vera. Önnur mik­il­væg spurn­ing er hver muni njóta atkvæða þeirra sem ákveða sig í kjör­klef­an­um, sá sem hefur mest fylgi og er lík­leg­astur til að koma í veg fyrir að Mar­ine Le Pen geti orðið for­seti. Eða munu Frakkar láta svart­sýn­ina ráða og kjósa ein­hvern af þeim svart­sýn­u, Le Pen, Fillon eða Melanchon eða það sem er enn ótrú­legra, draum­óra­mann­inn Hamon sem sér allt í bleiku ljósi.

Á fimmtu­dags­kvöld buðu svo hryðju­verk sér aftur í bar­átt­una með skotárás á Champ-Elysée-breið­göt­unni, ein fræg­asta og fjöl­farn­asta gata í heimi, eitt af táknum Par­ís­ar. Lög­reglu­mað­ur­ var skot­inn sem og árás­armað­ur­inn. í byrjun vik­unnar voru tveir menn hand­teknir í Marseille í íbúð þar sem fund­ust vopn og öfl­ugt sprengi­efni. Þeir voru að und­ir­búa árás. Frakkar standa þó upp­réttir og gætu farið enn fleiri að kjósa sem svar við þessum árás­um. Spurn­ingin er hvort þeir muni halla sér að örygg­is­hneigðum fram­bjóð­endum eins og Le Pen og Fillon eða þeim sem vilja að Frakk­landi ljómi af menn­ingu og nýjum hug­mynd­um. 

Pistill­inn birt­ist einnig á vef­­svæði Berg­þórs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None