Veröldin okkar færð í stafrænan þrívíddarbúning

Nýtt Google Earth er mun öflugra en áður.

island_google_earth_flyer.jpg
Auglýsing

Ef Google Maps er tól til að skipu­leggja ferða­lög, þá er Google Earth tól til að kynn­ast áfanga­staðn­um.

Banda­ríska hug­bún­að­ar­fyr­ir­tækið Google kynnti end­ur­bætt ver­ald­ar­for­rit sitt á dög­un­um. Nýja for­ritið er tölu­vert öfl­ugra en það sem fyrst var gefið út árið 2001 en um er að ræða níundu útgáfu staf­ræna hnatt­lík­ans­ins.

Yosemite-dalur í Yosemite-þjóðgarðinum í Kaliforníu í Bandaríkjunum er ekki síður magnaður í sýndarveruleikanum en í alvörunni.

Með nýja hnatt­lík­an­inu má ferð­ast til helstu borga og ferða­manna­staða á vest­ur­löndum og virða fyrir sér stræti og bygg­ingar – eða heilu fjall­dal­ina – í þrí­vídd.

Auglýsing

Ver­öldin okkar sem spegl­ast í þessu nýja hnatt­lík­ani er furðu­lega skökk og sveigð til þess að hún passi inn í staf­rænan heim Google. Og eftir því sem maður leið­ist lengra frá fjöl­förn­ustu stöðum birt­ist ver­öldin flöt eins og búið sé að varpa gervi­tungla­mynd á yfir­borð sýnd­ar­ver­ald­ar­inn­ar. Kannski af því að það er nákvæm­lega það sem hefur gerst.

Papirøen í Kaupmannahöfn er huggulegri í alvöru en í sýndarveröldinni, og ekki eins sveigð og skæld.

Upp úr mið­borg Reykja­víkur rís þess vegna ekk­ert hús hærra en yfir­borð Tjarn­ar­inn­ar. Og Reykja­vík er ekki eina flata höf­uð­borgin í sýnd­ar­ver­öld­inni. Moskva hefur aldrei legið jafn flöt á Jörð­inni og í lík­ani banda­ríska tölvuris­ans.

Kvosin í Reykjavík rís ekki hærra en yfirborð Tjarnarinnar í sýndarheiminum.

Magn­aðar nýj­ungar

Nýja hnatt­líkanið frá Google býður þó upp á spenn­andi tól fyrir almenn­ing til þess að fræð­ast um heim­inn. Hægt er að lenda á áfanga­stöðum af handa­hófi og fræð­ast þannig um furðu­lega kima sem merktir hafa verið á kort Google.

Google bregður sér einnig hlut­verk ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækis í nýju upp­færsl­unni. Google Eart­h-teymið seg­ist ætla að bæta við nýjum leið­sagn­ar­ferðum um heim­inn í hverri viku.

Enn sem komið er þá virkar nýja Google Earth aðeins í Chrome-var­anum í borð- og far­tölvum og ein­ungis Android-­snjall­tæki geta sótt sér­stakt app. Kann­aðu nýja Google Earh hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFólk
None