Safna fyrir dreifingarfyrirtæki íslenskrar jaðartónlistar

Karolina Fund verkefni vikunnar er Myrkfælni.

myrkfælni
Auglýsing

Kinnat Sóley útskrifaðist úr listnámsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti árið 2013 með kjörsvið í grafískri hönnun. Eftir að hafa fengið inngöngu í grafíska hönnun í Listaháskóla Íslands tók hún að sér ýmis verkefni en þau sem stóðu upp úr áttu það öll sameiginlegt að tengjast tónlist: hönnun á plötuumslögum, kasettum, plakötum og dreifiritum. Á meðan náminu stóð fór hún í skiptinám í tvær annir til Hochschule für Grafik og Buchkunst í Leipzig, Þýskalandi þar sem hún kynntist pönk- og D.I.Y. (do it yourself) senunni. Eftir útskrift úr Listaháskóla Íslands árið 2016 fékk hún atvinnutilboð hjá hönnunarstofunni Studio Manuel Raeder í Berlín, sem sérhæfir sig í bóka- og tímaritahönnun. Með fram vinnu sinni þar starfar hún sem yfirhönnuður hljómsveitarinnar Kælunar Miklu og plötuútgáfufyrirtækjanna Sign Bit Zero (Leipzig, Þýskaland) og Hið Myrka Man (Berlín/Reykjavík).

Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir stofnaði ljóðahópinn Fríyrkjuna árið 2013 og sá um ritstjórn og útgáfu tveggja ljóðabóka hópsins. Árið 2013 tók hún þátt í ljóðaslammi Borgarbókasafnsins ásamt Laufeyju Soffíu og Margréti Rósu og í kjölfar þess stofnuðu þær hljómsveitina Kæluna Miklu. Kælan Mikla fór á evróputúra árin 2015, 2016 og 2017 og sá þá Sólveig um bókanir, fjármál og skipulagningu þeirra. Árið 2015 stofnaði hún útgáfu- og viðburðafyrirtækið Hið Myrka Man sem hefur gefið út bæði íslenska og erlenda listamenn en nýjasta útgáfan, Vafasamur Lífstíll 2015–2016 með Kuldabola var tilnefnd til Kraumsverðlauna aðeins nokkrum dögum eftir útgáfu. Ásamt því hefur Hið Myrka Man skipulagt reglulega tónleika í Reykjavík ásamt því að halda utan um tónleikahátíðina Myrkramakt. Myrkramakt var haldin um haustið 2016 og hlaut hátíðin shout-out verðlaun Grapevine. Kjarninn hitti Kinnat Sóley og Sólveig Matthildur og tók þær tali Kjarnans.

Auglýsing

Hvað er MYRKFÆLNI og hver er staða íslenskrar jaðartónlistar þegar við kemur stærri markaðssvæði?

„Þær stofnuðu MYRKFÆLNI saman í janúar 2017 en það er dreifingarfyrirtæki íslenskrar jaðartónlistar sem sér einnig um útgáfu samnefnds tímarits á ensku um íslenska jaðartónlist. MYRKFÆLNI leggur sig alla fram við að koma íslenskum tónlistarmönnum sem falla í skugga Atlantshafsins yfir á meginlöndin. 

Vef- og samfélagsmiðlar hafa ákveðna yfirburði í dreifingu og kynningu á tónlist en prentmiðlar gegna enn mikilvægu starfi í jaðartónlistarsenum um allan heim, meðal annars í framleiðslu tónleikaplakata, dreifiblöðum (e. flyer) og heimatilbúnum aðdáendatímarita (e. fanzine). Tímaritið MYRKFÆLNI starfar því fyrst og fremst sem prentmiðill en teygir anga sína einnig til vefsins.

Kinnat Sóley og Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir.Tónlistarsenan á Íslandi er mjög sterk og fjölbreytt og hefur vakið mikla athygli erlendra aðila síðustu ár. Íslensku tónlistarfólki er boðið upp á alls konar stuðning og styrki en nær ekki endilega yfir jaðarinn og MYRKFÆLNI ætlar að byggja brú á milli jaðartónlistarsenunnar á íslandi og út í heimi. Út í heimi er íslenska jaðartónlistarsenan illa upplýst en hefur vakið mikinn áhuga meðal þeirra sem þær hafa talað við um MYRKFÆLNI. MYRKFÆLNI hefur nú þegar hafið starfsemi sína og verið að selja íslenskar jaðartónlistarplötur á tónlistarhátíðum og tónleikaferðalögum víðs vegar um Evrópu og vakið mikla lukku meðal tónleikagesta og þeirra sem koma að tónlistarbransanum út í heimi.“

Hvernig sjáið þið fyrir ykkur efnisvalið í MYRKFÆLNI?

„Efnisvalið í MYRKFÆLNI verður fjölbreytt og mun fylgja því sem er að gerast í jaðartónlistarsenunni á Íslandi hverju sinni. Í hverju blaði verður heil síða fyrir hvert jaðarútgáfufyrirtæki með upplýsingum og yfirliti yfir því helsta sem gerst hefur verið frá síðasta tölublaði. MYRKFÆLNI finnst stór kostur að vinna með íslenskum jaðarútgáfufyrirtækjum og er helsta markmið blaðsins að koma útgáfum þeirra á framfæri. Blaðið mun einnig innihalda viðtöl við tónlistarmenn með áherslur á nýlegar hljómsveitir, greinar frá hljómsveitum á tónleikaferðalögum, umfjallanir um komandi tónlistarhátíðir, umsagnir á nýútgefnum plötum, umsagnir um tónleika og almennar vangaveltur. Ásamt útgáfu tímaritsins sér MYRKFÆLNI um útgáfu á safnplötu með hverju tölublaði, með lögum frá íslenskum jaðartónlistarmönnum sem tengjast efni blaðsins.“

Hvað getur fólk fengið fyrir að heita á verkefnið ykkar?

„Á Karolina fund síðu MYRKFÆLNI er hægt að heita á tímaritið með því að kaupa niðurhal af rafrænni safnplötu MYRKFÆLNI 1 sem kom út á páskadag, en einnig er hægt að hlusta á hana ókeypis á Bandcamp síðu okkar, http://myrkfaelni.bandcamp.com. Safnplatan inniheldur 20 lög eftir íslenska jaðartólistarmenn og eru langflest lögin að koma út í fyrsta sinn á safnplötunni. Einnig er hægt að forpanta eintak af fyrsta tölublaðinu og kaupa auglýsingar í því en fyrsta tölublað MYRKFÆLNI kemur út í 1000 eintökum og verður dreift til 50 borga í gegnum tengslanet þeirra, ásamt því að vera selt á netinu. Frjáls framlög eru að sjálfsögðu líka velkomin.“

Eitthvað  sem þið viljið segja að lokum?

„Já, styrkið jaðartónlistarsenuna.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None