Nú byrjar gamanið, en það verður hættulegt!

Útgáfutíðindi í aprílmánuði.

Froskur útgáfa hefur gefið út fyrstu teiknimyndasögurnar sem gerðar voru um félagana Sval og Val. Miðað við verðþróun síðustu ára gæti bókin verið frábær fjárfestingarkostur.
Froskur útgáfa hefur gefið út fyrstu teiknimyndasögurnar sem gerðar voru um félagana Sval og Val. Miðað við verðþróun síðustu ára gæti bókin verið frábær fjárfestingarkostur.
Auglýsing

Átt­undi og níundi ára­tug­ur­inn voru gullöld mynda­sög­unnar á Íslandi. Iðunn, Fjölvi og fleiri útgáfu­fyr­ir­tæki pund­uðu úr fransk/belgískum mynda­sögum og per­sónur á borð við Tinna, Lukku-Láka og Sval og Val urðu órjúf­an­legur þáttur af menn­ingu okk­ar. Flestar þess­ara bóka voru unnar í sam­prenti með nor­rænum útgef­end­um.

Kápa nýju útgáfunnar.Með tím­anum hrundi mynda­sögu­sal­an. Nýir miðlar tóku við og þótt þessi grein mynda­sögu­heims­ins lifði enn góðu lífi í Belgíu og Frakk­landi var íslenski mark­að­ur­inn ekki svipur hjá sjón. Ein­staka til­raun var gerð til end­ur­út­gáfu en útkoman varð einatt rýr. Það voru helst Tinna­bæk­urnar sem helst reynd­ist mark­aður fyr­ir.

En svo breytt­ist allt. Gömlu mynda­sög­urnar sem áður feng­ust á hrakvirði í Góða hirð­inum urðu eft­ir­sóttir safn­grip­ir, einkum fólks sem sá skrípó æsku­ár­anna í nostal­gískum ljóma. Og svo hófust end­ur­út­gáf­urn­ar. Í Dan­mörku starfa nú um stundir nokkur bóka­for­lög sem sér­hæfa sig í mynda­sögu­út­gáfu, en í stað þess að mark­hóp­ur­inn sé bara krakkar í leit að stund­araf­þr­ey­ingu eru kaup­end­urnir af breið­ara ald­urs­bili. Bæk­urnar eru því inn­bundn­ar, vand­aðri í prentun og fylgir oft auka­efni.

Auglýsing

Froskur útgáfa er hug­verk fransks mynda­sögu­höf­undar sem flutt­ist hingað til lands fyrir þremur ára­tug­um, en ól ætíð þann draum að gefa út sínar eigin fransk/belgísku mynda­sög­ur. Sumar þeirra eru glæ­nýjar, aðrar sígild­ar.

Fyrir nokkrum miss­erum hóf Froskur útgáfu á Sval & Val, annarri af tveimur mik­il­væg­ustu mynda­sögu­flokkum Belgíu ásamt Tinna. Segja má að for­lagið ráð­ist á bóka­flokk­inn úr báðum átt­um. Tvær nýj­ustu sög­urnar um ævin­týri félag­anna hafa komið út, en einnig bækur með allra elstu ævin­týr­un­um, frá því að lista­mað­ur­inn Franquin tók við penn­anum sem aðal­höf­undur Svals laust eftir seinni heims­styrj­öld­ina. Á síð­asta ári höfðu þrjár slíkar bækur litið dags­ins ljós.

Franquin var lengur að þroskast sem höfundur en teiknari.

Nú í apríl (já, sér­viska Frosks er slík að for­lagið gefur út bækur allan árs­ins hring, en ekki bara fyrir jól­in) kom svo út fjórða bókin frá þessu upp­hafs­skeiði Franquins. Hún er þó í raun fyrst í röð­inni, enda merkt sem nr. 1 og hefur að geyma allra elstu Svals og Vals-­sögur lista­manns­ins. Sög­urnar heita Skrið­drek­inn og Ein­inga­húsið og eru ein­falt ærsla­grín, þar sem áherslan er frekar lögð á stuttar skrítlur en flókn­ari sögu­þráð – Franquin var lengur að þroskast sem höf­undur en teikn­ari.

Sög­urnar um Skrið­drek­ann og Ein­inga­húsið eru óneit­an­lega byrj­anda­verk, en eru ómissandi fyrir allt áhuga­fólk um sögu fransk/belgísku mynda­sög­unn­ar. Ekki spillir fyrir að í bók­inni eru einnig stuttir sögu­kaflar um upp­vaxt­arár lista­manns­ins, auk þriggja stuttra sagna (ein til fimm blað­síð­ur) sem prent­aðar eru á sama formi og þegar þær birt­ust belgískum mynda­sagna­blaða­les­endum fyrst fyrir sjö­tíu árum. Drífið ykkur í næstu bóka­búð sem fyrst. Verð­þróun á Sval og Val síð­ustu árin sýnir að þetta er frá­bær fjár­fest­ing­ar­kost­ur!

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiMenning
None