Stærðfræðisnillingurinn sem opnaði nýjar dyr í vísindunum

Einn áhrifamesti stærðfræðingur samtímans lést vegna brjóstakrabbameins á laugardaginn. Samstarfsmenn við Stanford háskóla segja hana hafa verið stórkostlegan stærðfræðing og framúrskarandi kennara og fræðimann.

mm Mar­yam Mizak­hani
Auglýsing

Maryam Mizakhani, prófessor í stærðfræði við Stanford háskóla, lést á laugardaginn, aðeins fertug að aldri. Hún lætur eftir sig eiginmann og dóttur. Banameinið var brjóstakrabbamein.

Mizakhani er kannski ekki heimsfræg, nema þá helst innan stærðfræði- og fræðaheimsins, en að margra mati var hún með allra mestu hugsuðum samtímans. Orðið snillingur er líklega ofnotað, en þegar hún á í hlut - og einstök afrekaskrá hennar innan stærðfræðinnar - þá er henni best lýst sem snillingi. 

Þegar hún var 31 árs gömul var hún orðin prófessor við Stanford, og segir í tilkynningu frá skólanum, vegna andláts hennar, að vinna hennar hafi verið áhrifamikil og að hún muni aldrei gleymast. 

Auglýsing

Samstarfsmenn hennar lýsa henni sem „óttalausum“ stærðfræðingi sem þorði að nálgast djúp og flókin viðfangsefni af sjálfsöryggi, einfaldlega vegna þess að hún gat leyst þau, ólíkt flestum öðrum. „Þu verður að eyða orku og leggja mikið á þig til að sjá fegurðina við stærðfræðina,“ sagði Mizakhani í viðtali.


Mizakhani er fædd í Íran og lauk BS prófi frá Sharif University í höfuðborginni Teheran, áður en hún fór til framhaldssnáms við Harvard háskóla. Þar vakti hún fljótt athygli fyrir skarpar og „erfiðar“ spurningar til prófessora sem ekki allir skildu, vegna tungumálaörðugleika, þar sem enska var ekki hennar móðurmál. Fljótt kom í ljós að Mizakhani stóð öllum framar og er lokaritgerð hennar frá Harvard, þar sem hún lauk doktorsprófi 2004, sögð „meistaraverk“. Í henni leysti hún áður óleyst vandamál innan stærðfræðinnar, og tengdi lausnir auk þess saman með nýjum hætti, að því er segir í tilkynningu frá Stanford háskóla

Eftir að námi lauk réð hún sig sem aðstoðarprófessor við Princeton en fór svo þaðan til Stanford háskóla, þar sem hún stundaði rannsóknir og sinnti kennslu. Hún þótti afburða kennari og var auk þess þægileg í umgengni og full af jákvæðri orku. 

Fields verðlaunin afhent, árið 2014.

Ralph L. Cohen, prófessor við Stanford háskóla og samstarfsmaður Mizakhani, segir hana hafa verið einstakan samstarfsmann. Hún hafi verið framúrskarandi og óttalaus rannsakandi, sem hafi haft einstakt lag á fagi sínu. Þá hafi snilligáfa hennar verið einstök að því leyti, að hún hafi verið jafnvíg þegar kæmi að því að greina vandamál innan stærðfræðinnar, og síðan að leysa þau. 

Oft sé sérhæfingin hjá stærðfræðingum einungis bundin við tiltekin þröng svið innan stærðfræðinnar, en þannig hafi það ekki verið hjá Mizakhani, eða Maryam eins og hún var oftast kölluð. 

Mizkhani er eina konan í sögunni sem hlotið hefur Fields verðlaunin í stærðfræði, en þau fékk hún árið 2014, tæpu ári eftir að hún var greind með brjóstakrabbamein. Fields verðlaunin eru virtustu verðlaun sem veitt eru fyrir framlag til stærðfræðinnar og voru þau fyrst veitt árið 1936.

Þegar hún tók við verðlaunum sínum sagðist hún vona að þau væru hvetjandi fyrir aðra, ekki síst konur í heimi vísinda. Stanford háskóli ætlar að halda minningarstund um hana þegar nemendur og kennarar koma saman í haust, þegar nýtt skólaár hefst formlega.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk