Tíu bestu útilegulögin

Hver eru bestu íslensku útilegulögin? Hér er það útkljáð á lista yfir topp 10 íslensk útilegulög.

gítar partí útilega náttúra
Auglýsing

Júlí er sum­ar­leyf­is­mán­uð­ur­inn á Íslandi og fólk á öllum aldri skellir sér í úti­legu til að njóta vin­skapar og nátt­úr­unn­ar.

Ekk­ert getur ráðið örlögum góðs úti­leg­upartís eins og gít­ar­spil og sam­söng­ur. Það skiptir engu hvort gít­ar­inn sé falskur, ef allir eru gíraðir og kunna réttu lögin getur partíið orðið frá­bært. Það getur líka farið illa ef ekki er búið að und­ir­búa fjörið nógu vel.

Auglýsing

Hér eru tíu bestu úti­leg­uslag­ar­arn­ir. Gott er að kunna þessi lög vel áður en ein­hverju sterku er skvett í heitt kakó og radd­böndin þeytt.

10. Rómeo og Júlía – Bubbi

Grip á Guit­ar­Par­ty.com

Bubbi hefur fram­leitt tón­list í ára­tugi og er fyrir löngu búinn að tryggja sér einn eða fleiri kafla í tón­list­ar­sögu Íslend­inga. Lögin hans eru mörg hver frá­bær úti­leg­u­lög sem auð­velt er að spila á gít­ar. Og ekki skemmir að lang flestir kunna text­ana eða geta í það minnsta raulað með. Rómeó og Júlía er hugs­an­lega það lag sem hefur ratað í flestar söng­bækur land­ans í seinni tíð.

9. Álf­heiður Björk

Grip á Guit­ar­Par­ty.com

Frá­bært stemmn­ings­lag. Allir kunna við­lagið og þeir athygl­is­sjúk­ustu fá tæki­færi til að sýna sig. Mælt er með að þetta lag sé sungið þegar síga fer á seinni hluta partís­ins, fólki orðið svo­lítið kalt og tími til að hrista upp í lið­inu.

8. Pípan

Grip á Guit­ar­Par­ty.com

Þetta er óhefð­bundið ást­ar­ljóð en eflaust það sann­asta á þessum lista. Það þarf ekk­ert að hafa fleiri orð um það.

7. Dagný

Grip á Guit­ar­Par­ty.com

Stutt og gott lag. Frá­bært hópsöngslag, eða ein­söngslag fyrir söngv­ar­ana í hópnum sem vilja ekki að partíið stoppi. Vil­hjálmur og Ellý (bæði Vil­hjálms) gerðu frá­bæra útgáfu af þessu lagi sem hlýða má á í spil­ar­anum hér að ofan.

6. Þórs­merk­ur­ljóð

Grip á Guit­ar­Par­ty.com

Amma og afi sungu þetta lag í úti­legum í gamla daga. Klass­ískt úti­leg­u­lag sem verður seint þreytt.

5. Ég er kom­inn heim

Grip á Guit­ar­Par­ty.com

Von­andi hafa Íslend­ingar ekki gleymt því í fót­bolta­gleð­inni síð­asta sumar að þetta lag er upp­haf­lega eitt mesta og besta úti­leg­u­lag Íslands­sög­unn­ar. Ég er kom­inn heim varð að stuðn­ings­manna­lagi íslenska fót­boltalands­liðs­ins í aðdrag­anda og á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu sum­arið 2016. Það kunna það þess vegna all­ir. Það er gaman að syngja þetta fal­lega með ást­vinum í nátt­úr­unni.

4. Óbyggð­irnar kalla

Grip á Guit­ar­Par­ty.com

Það er kannski ekk­ert lag á þessum lista meira við­eig­andi í úti­legu (nema þú sért í Vagla­skógi) en þetta lag. Þetta lag eftir þá Magnús Eiríks­son og KK er ljúfur óður til íslenskra óbyggða sem hafa svo ægi­legt aðdrátt­ar­afl.

3. Vor í Vagla­skógi

Grip á Guit­ar­Par­ty.com

Hér er lagið sem stimpl­aði Kaleo í huga margra. Villi Vill átti þekkt­ustu útgáfu þessa lags þar til mos­fellska hljóm­sveitin gerði það að sínu. Þetta er við­ráð­an­legt lag fyrir alla söngv­ara, góða og slæma, unga og aldna, radd­lausa og radd­sterka, mjóróma og bassa.

2. Reyndu aftur

Grip á Guit­ar­Par­ty.com

Magnús Eiríks­son má auð­veld­lega skipa í frægð­ar­höll íslenskrar popptón­list­ar. Sam­ferða­maður hans Pálmi Gunn­ars­son fær eflaust að fylgja þar með. Reyndu aftur er ein flottasta perla Manna­korna og lag sem hægt er að syngja aftur og aftur og aftur í úti­leg­um.

1. Syneta – Bubbi

Grip á Guit­ar­Par­ty.com

Hér er besta lagið hans Bubba og þess vegna ratar það beint í efsta sæt­ið. Þetta lag geta allir sungið og spáð í text­ann á meðan sungið er. Ljóðið fjallar um skips­brot seint í des­em­ber, heim­þrána og líf­ið. Ramm­ís­lenskt og gerir íslensku nátt­úr­una ein­hvern veg­inn raun­veru­legri í par­tímókinu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hæfur til að meta hæfni þar til annað kemur í ljós
Eiríkur Tómasson, formaður dómnefndar um hæfni dómara, telur sig hæfan samkvæmt stjórnsýslulögum til að meta hæfni umsækjenda um embætti við Landsrétt, en árið 2017 var hann umsagnaraðili eins þeirra sem nú sækist eftir embættinu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Allir ríkisstjórnarflokkarnir tapa fylgi milli mánaða
Píratar bæta verulega við sig milli mánaða í könnunum Gallup en Vinstri græn tapa umtalsverðu. Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Frá Beirút, þar sem gríðarlega öflug sprenging olli manntjóni og gríðarlegum skemmdum síðdegis í gær.
Rauði krossinn hefur neyðarsöfnun fyrir Beirút
Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna sprenginganna sem urðu í Beirút höfuðborg Líbanons í gær. Forseti Íslands sendi forseta Líbanons samúðarkveðju sína og þjóðarinnar í dag.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Ásta Logadóttir, Jóhann Björn Jóhannsson, Kristinn Alexandersson og Ólafur Hjálmarsson
Ísland í dag – Nærri tveimur áratugum síðar
Kjarninn 5. ágúst 2020
Áhyggjur og kvíði „eðlilegar tilfinningar við óeðlilegar aðstæður“
Á upplýsingafundi almannavarna í dag fór Agnes Árnadóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar, yfir það hvað fólk gæti gert til að takast á við kvíða. Sóttvarnalæknir sagði kúrfuna í þessari bylgju vera svipaða þeirri síðustu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
190 þúsund símtæki með smitrakningarappið virkt
Á upplýsingafundi almannavarna biðlaði Alma D. Möller landlæknir til Íslendinga um að halda áfram að nota smitrakningarappið Rakning C-19.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiMenning