Tíu bestu útilegulögin

Hver eru bestu íslensku útilegulögin? Hér er það útkljáð á lista yfir topp 10 íslensk útilegulög.

gítar partí útilega náttúra
Auglýsing

Júlí er sum­ar­leyf­is­mán­uð­ur­inn á Íslandi og fólk á öllum aldri skellir sér í úti­legu til að njóta vin­skapar og nátt­úr­unn­ar.

Ekk­ert getur ráðið örlögum góðs úti­leg­upartís eins og gít­ar­spil og sam­söng­ur. Það skiptir engu hvort gít­ar­inn sé falskur, ef allir eru gíraðir og kunna réttu lögin getur partíið orðið frá­bært. Það getur líka farið illa ef ekki er búið að und­ir­búa fjörið nógu vel.

Auglýsing

Hér eru tíu bestu úti­leg­uslag­ar­arn­ir. Gott er að kunna þessi lög vel áður en ein­hverju sterku er skvett í heitt kakó og radd­böndin þeytt.

10. Rómeo og Júlía – Bubbi

Grip á Guit­ar­Par­ty.com

Bubbi hefur fram­leitt tón­list í ára­tugi og er fyrir löngu búinn að tryggja sér einn eða fleiri kafla í tón­list­ar­sögu Íslend­inga. Lögin hans eru mörg hver frá­bær úti­leg­u­lög sem auð­velt er að spila á gít­ar. Og ekki skemmir að lang flestir kunna text­ana eða geta í það minnsta raulað með. Rómeó og Júlía er hugs­an­lega það lag sem hefur ratað í flestar söng­bækur land­ans í seinni tíð.

9. Álf­heiður Björk

Grip á Guit­ar­Par­ty.com

Frá­bært stemmn­ings­lag. Allir kunna við­lagið og þeir athygl­is­sjúk­ustu fá tæki­færi til að sýna sig. Mælt er með að þetta lag sé sungið þegar síga fer á seinni hluta partís­ins, fólki orðið svo­lítið kalt og tími til að hrista upp í lið­inu.

8. Pípan

Grip á Guit­ar­Par­ty.com

Þetta er óhefð­bundið ást­ar­ljóð en eflaust það sann­asta á þessum lista. Það þarf ekk­ert að hafa fleiri orð um það.

7. Dagný

Grip á Guit­ar­Par­ty.com

Stutt og gott lag. Frá­bært hópsöngslag, eða ein­söngslag fyrir söngv­ar­ana í hópnum sem vilja ekki að partíið stoppi. Vil­hjálmur og Ellý (bæði Vil­hjálms) gerðu frá­bæra útgáfu af þessu lagi sem hlýða má á í spil­ar­anum hér að ofan.

6. Þórs­merk­ur­ljóð

Grip á Guit­ar­Par­ty.com

Amma og afi sungu þetta lag í úti­legum í gamla daga. Klass­ískt úti­leg­u­lag sem verður seint þreytt.

5. Ég er kom­inn heim

Grip á Guit­ar­Par­ty.com

Von­andi hafa Íslend­ingar ekki gleymt því í fót­bolta­gleð­inni síð­asta sumar að þetta lag er upp­haf­lega eitt mesta og besta úti­leg­u­lag Íslands­sög­unn­ar. Ég er kom­inn heim varð að stuðn­ings­manna­lagi íslenska fót­boltalands­liðs­ins í aðdrag­anda og á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu sum­arið 2016. Það kunna það þess vegna all­ir. Það er gaman að syngja þetta fal­lega með ást­vinum í nátt­úr­unni.

4. Óbyggð­irnar kalla

Grip á Guit­ar­Par­ty.com

Það er kannski ekk­ert lag á þessum lista meira við­eig­andi í úti­legu (nema þú sért í Vagla­skógi) en þetta lag. Þetta lag eftir þá Magnús Eiríks­son og KK er ljúfur óður til íslenskra óbyggða sem hafa svo ægi­legt aðdrátt­ar­afl.

3. Vor í Vagla­skógi

Grip á Guit­ar­Par­ty.com

Hér er lagið sem stimpl­aði Kaleo í huga margra. Villi Vill átti þekkt­ustu útgáfu þessa lags þar til mos­fellska hljóm­sveitin gerði það að sínu. Þetta er við­ráð­an­legt lag fyrir alla söngv­ara, góða og slæma, unga og aldna, radd­lausa og radd­sterka, mjóróma og bassa.

2. Reyndu aftur

Grip á Guit­ar­Par­ty.com

Magnús Eiríks­son má auð­veld­lega skipa í frægð­ar­höll íslenskrar popptón­list­ar. Sam­ferða­maður hans Pálmi Gunn­ars­son fær eflaust að fylgja þar með. Reyndu aftur er ein flottasta perla Manna­korna og lag sem hægt er að syngja aftur og aftur og aftur í úti­leg­um.

1. Syneta – Bubbi

Grip á Guit­ar­Par­ty.com

Hér er besta lagið hans Bubba og þess vegna ratar það beint í efsta sæt­ið. Þetta lag geta allir sungið og spáð í text­ann á meðan sungið er. Ljóðið fjallar um skips­brot seint í des­em­ber, heim­þrána og líf­ið. Ramm­ís­lenskt og gerir íslensku nátt­úr­una ein­hvern veg­inn raun­veru­legri í par­tímókinu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiMenning