Tíu bestu útilegulögin

Hver eru bestu íslensku útilegulögin? Hér er það útkljáð á lista yfir topp 10 íslensk útilegulög.

gítar partí útilega náttúra
Auglýsing

Júlí er sum­ar­leyf­is­mán­uð­ur­inn á Íslandi og fólk á öllum aldri skellir sér í úti­legu til að njóta vin­skapar og nátt­úr­unn­ar.

Ekk­ert getur ráðið örlögum góðs úti­leg­upartís eins og gít­ar­spil og sam­söng­ur. Það skiptir engu hvort gít­ar­inn sé falskur, ef allir eru gíraðir og kunna réttu lögin getur partíið orðið frá­bært. Það getur líka farið illa ef ekki er búið að und­ir­búa fjörið nógu vel.

Auglýsing

Hér eru tíu bestu úti­leg­uslag­ar­arn­ir. Gott er að kunna þessi lög vel áður en ein­hverju sterku er skvett í heitt kakó og radd­böndin þeytt.

10. Rómeo og Júlía – Bubbi

Grip á Guit­ar­Par­ty.com

Bubbi hefur fram­leitt tón­list í ára­tugi og er fyrir löngu búinn að tryggja sér einn eða fleiri kafla í tón­list­ar­sögu Íslend­inga. Lögin hans eru mörg hver frá­bær úti­leg­u­lög sem auð­velt er að spila á gít­ar. Og ekki skemmir að lang flestir kunna text­ana eða geta í það minnsta raulað með. Rómeó og Júlía er hugs­an­lega það lag sem hefur ratað í flestar söng­bækur land­ans í seinni tíð.

9. Álf­heiður Björk

Grip á Guit­ar­Par­ty.com

Frá­bært stemmn­ings­lag. Allir kunna við­lagið og þeir athygl­is­sjúk­ustu fá tæki­færi til að sýna sig. Mælt er með að þetta lag sé sungið þegar síga fer á seinni hluta partís­ins, fólki orðið svo­lítið kalt og tími til að hrista upp í lið­inu.

8. Pípan

Grip á Guit­ar­Par­ty.com

Þetta er óhefð­bundið ást­ar­ljóð en eflaust það sann­asta á þessum lista. Það þarf ekk­ert að hafa fleiri orð um það.

7. Dagný

Grip á Guit­ar­Par­ty.com

Stutt og gott lag. Frá­bært hópsöngslag, eða ein­söngslag fyrir söngv­ar­ana í hópnum sem vilja ekki að partíið stoppi. Vil­hjálmur og Ellý (bæði Vil­hjálms) gerðu frá­bæra útgáfu af þessu lagi sem hlýða má á í spil­ar­anum hér að ofan.

6. Þórs­merk­ur­ljóð

Grip á Guit­ar­Par­ty.com

Amma og afi sungu þetta lag í úti­legum í gamla daga. Klass­ískt úti­leg­u­lag sem verður seint þreytt.

5. Ég er kom­inn heim

Grip á Guit­ar­Par­ty.com

Von­andi hafa Íslend­ingar ekki gleymt því í fót­bolta­gleð­inni síð­asta sumar að þetta lag er upp­haf­lega eitt mesta og besta úti­leg­u­lag Íslands­sög­unn­ar. Ég er kom­inn heim varð að stuðn­ings­manna­lagi íslenska fót­boltalands­liðs­ins í aðdrag­anda og á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu sum­arið 2016. Það kunna það þess vegna all­ir. Það er gaman að syngja þetta fal­lega með ást­vinum í nátt­úr­unni.

4. Óbyggð­irnar kalla

Grip á Guit­ar­Par­ty.com

Það er kannski ekk­ert lag á þessum lista meira við­eig­andi í úti­legu (nema þú sért í Vagla­skógi) en þetta lag. Þetta lag eftir þá Magnús Eiríks­son og KK er ljúfur óður til íslenskra óbyggða sem hafa svo ægi­legt aðdrátt­ar­afl.

3. Vor í Vagla­skógi

Grip á Guit­ar­Par­ty.com

Hér er lagið sem stimpl­aði Kaleo í huga margra. Villi Vill átti þekkt­ustu útgáfu þessa lags þar til mos­fellska hljóm­sveitin gerði það að sínu. Þetta er við­ráð­an­legt lag fyrir alla söngv­ara, góða og slæma, unga og aldna, radd­lausa og radd­sterka, mjóróma og bassa.

2. Reyndu aftur

Grip á Guit­ar­Par­ty.com

Magnús Eiríks­son má auð­veld­lega skipa í frægð­ar­höll íslenskrar popptón­list­ar. Sam­ferða­maður hans Pálmi Gunn­ars­son fær eflaust að fylgja þar með. Reyndu aftur er ein flottasta perla Manna­korna og lag sem hægt er að syngja aftur og aftur og aftur í úti­leg­um.

1. Syneta – Bubbi

Grip á Guit­ar­Par­ty.com

Hér er besta lagið hans Bubba og þess vegna ratar það beint í efsta sæt­ið. Þetta lag geta allir sungið og spáð í text­ann á meðan sungið er. Ljóðið fjallar um skips­brot seint í des­em­ber, heim­þrána og líf­ið. Ramm­ís­lenskt og gerir íslensku nátt­úr­una ein­hvern veg­inn raun­veru­legri í par­tímókinu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðast þyrfti í nauðsynlegar styrkingar vega vegna þungaflutninganna til og frá Mýrdalssandi.
Vikurnám á Mýrdalssandi myndi hafa „verulegan kostnað fyrir samfélagið“
Fullhlaðinn sex öxla vörubíll slítur burðarlagi á við 20-30 þúsund fólksbíla, bendir Umhverfisstofnun á varðandi áformaða vikurflutninga frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar. Ráðast þyrfti í mikla uppbyggingu vegakerfis vegna flutninganna.
Kjarninn 6. október 2022
Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus í stjórnmálafræði.
„Íslendingar eiga langt í land“ með jöfnuð atkvæðavægis eftir búsetu
Frumvarp sem formaður Viðreisnar mælti fyrir á þingi í september myndi eyða misvægi atkvæða milli bæði flokka og kjördæma, eins og kostur er. Ólafur Þ. Harðarson telur að þingið ætti að samþykkja breytingarnar.
Kjarninn 6. október 2022
Fóru inn í tölvupósta Sólveigar Önnu og Viðars
Þá starfandi formaður Eflingar hafði aðgang að tölvupósthólfum fyrirrennara síns, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, og fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, Viðars Þorsteinssonar, frá því í janúar á þessu ári og fram í apríl.
Kjarninn 6. október 2022
Hallarekstur SÁÁ stefnir í 450 milljónir
Færri innlagnir, færri meðferðir við ópíóðafíkn og sumarlokanir verður staðan hjá SÁÁ á næsta ári miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp. Samtökin áætla að rekstrargrunnur samtakanna verði vanfjármagnaður um 450 milljónir króna á næsta ári.
Kjarninn 6. október 2022
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiMenning