Stór áfangi í augsýn í Parkinson’s meðferð

Ný rannsókn sem gerð var af við Kyoto háskóla sýnir að afleiddar stofnfrumur geta hindrað framgang Parkison's sjúkdómsins.

Parkisons
Auglýsing

Þó Parkinson's sé enn ekki að fullu skilgreindur sjúkdómum er margt sem við vitum að gerist í taugakerfi þeirra sem greinast með hann. Eitt af því sem gerist er að frumum sem eru dópamínvirkar taugafrumur, fækkar umtalsvert. Svo mikil er fækkun frumnanna að fjöldi þeirra í nýgreindum einstakling er oft ekki nema um helmingur þess sem finnst í heilbrigðum einstakling.

Virkjun og fjölgun þessara frumna getur því verið eitt af meðferðarúrræðum gegn sjúkdómnum, en það er því miður hægara sagt en gert. Vísindahópar hafa nú þegar sýnt fram á að þegar stofnfrumur eru notaðar til að búa til nýjar taugafrumur getur það haft áhrif á Parkinson´s einkenni einstaklinga.

Rannsóknarhópur við Kyoto University í Japan birti á dögunum rannsókn í Nature þar sem afleiddar stofnfrumur eru notaðar í fyrsta skipti sem meðferð við Parkinson’s í öpum.

Auglýsing

Í rannsókninni var notast við vefjasérhæfðar stofnfrumur úr öpunum sem voru meðhöndlaðar til að þroskast í átt að dópamín-virkum taugafrumum. Þessum taugafrumum var svo komið fyrir í taugavef Parkinson’s veikra apa í von um að þær hefðu áhrif á framgang sjúkdómsins.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru vægast sagt ánægjulegar, en aparnir sýndu ekki bara framfarir í sjúkdómi sínum heldur er hægt að lesa úr þessari yfirgripsmiklu rannsókn hvaða þættir við slíkar frumumeðferðir skipta höfuðmáli.

Frumurnar sem notaðar voru gátu s.s. endurnýjað taugavefinn sem hafði skemmst af völdum Parkinson’s sjúkdómsins, svo aparnir sýndu aukna stjórn á hreyfingum sínum. Sem betur fer fylgdu þessu ekki auknar líkur á krabbameinsmyndun eins og stundum vill verð fylgifiskur nýrra fjölhæfra frumna inni í líkamann.

Eins og áður var nefnt fann rannsóknarhópurinn hverjir eru lykilþættirnir við frumugjöfina. Aðalatriðin til að sjá almennilegar framfarir við frumu-meðferðir sem þessar eru gæði frumnanna sem notaðar eru. Frumurnar þurfa að henta ónæmiskerfi sjúklingsins einstaklega vel, en þannig aukast líkurnar á því að frumurnar nái að dafna. Það sem gildir er gæði en ekki magn, eins og margir höfðu veðjað á.

Þegar búið er að prófa meðferð sem þessa í dýrum sem líkjast mönnum jafnmikið og apar gera og meðferðin gefur góða raun eru næstu skref að skoða hvaða áhrif við getum haft á sjúkdóminn í mönnum. Þó ber alltaf að stíga varlega til jarðar og rannsóknir sem fara fram í mönnum þurfa að lúta mjög ströngum kröfum. Það þarf því að huga að mörgu og gefa sér nægan tíma áður en haldið er af stað í fjöldann allan af meðferðum við Parkinson’s. En þó má segja að við erum þó nokkrum metrum nær því að finna áhrifaríka lækningu við þessum hvimleiða sjúkdómi.

Fréttin birtist fyrst á hvatinn.is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk