(Þjóðar)sálin hans Jóns míns

Brot úr (Þjóðar)sálinni hans Jóns míns, ritgerð Birkis Blæs Ingólfssonar sem kemur út á bók á laugardaginn.

Birkir Blær Ingólfsson
Auglýsing

Text­inn sem hér fylgir er brot úr bók­inni (Þjóð­ar­)sál­inni hans Jóns míns eftir Birki Blæ Ing­ólfs­son, sem kemur út hjá for­lag­inu Partusi 2. sept­em­ber 2017.


Spaugi­leg­asta fígúran úr íslenskum sagna­arfi er ábyggi­lega konan hans Jóns míns sem gekk upp til himna­ríkis með sál eig­in­manns­ins í skjóðu til þess að svindla honum sál­ugum inn í Paradís, móðg­aði alla dýr­ling­ana í for­bíf­ar­ten og sagði Maríu mey að hún væri flekuð drusla, takk fyrir pent, og þegar Jesús Kristur kom í eigin per­sónu í dyra­gætt­ina að biðja hana af sinni hátíð­legu nær­gætni að snáfa, þá gerði hún sér lítið fyrir og slöngvaði sál­inni hans Jóns fram hjá Jesú og inn fyrir dyrn­ar, líkt og manns­son­ur­inn væri mark­maður í tapliði í Pepsí­deild­inni.

Svo gaf hún öllum langt nef, sér í lagi almætt­inu.

Sem sagt.

Kápa bókarinnar (Þjóðar)sálin hans Jóns míns.Afdala­kerl­ing úr íslenskum upp­sveitum gengur til himna og kennir Drottni eft­ir­far­andi lex­íu: það lokar eng­inn hliðum himna­ríkis fyrir íslenskum kot­bónda, jafn­vel þó sá hafi verið „ódæll og illa þokk­aður og þar að auki latur og ónýtur á heim­ili sín­u,“ með öðrum orð­um: von­laust ein­tak sem átti ekk­ert erindi inn í himna­ríki.

Það er eitt­hvað sér­kenni­lega íslenskt við þetta.
Það er eitt­hvað sér­kenni­lega íslenskt við Leifs­stöð. Per­sónu­lega þykir mér þetta prýði­leg flug­stöð og það finnst reyndar fleirum því hún hefur ítrekað verið valin ein sú besta í Evr­ópu. Síð­ast þegar ég fór í gegn rakst ég á flennistóran aug­lýs­ing­ar­hlemm sem þakti heilan vegg með áletrun í æpandi stríðsletri: „One of the best“ eða „meðal þeirra best­u.“ Það mátti greini­lega ekki fara fram hjá neinum hvað Leifs­stöð er best og Ísland frá­bært.

Mér var sjálfum eitt sinn boðið í fer­tugs­af­mæli lög­fræð­ings sem hafði prentað á boðskortið mynd af tveimur gull­medal­íum sem hann fékk fyrir að hlaupa mara­þon í útlönd­um. Hann hefði eins getað skrif­að, ég vil bjóða þér að gleðj­ast með mér, fagn­að­ar­efnið er ég og ekki gleyma því hvað ég er frá­bær. Ég man þetta enn því mér fannst þetta svo óvið­eig­andi, en síðar meir fékk ég á til­finn­ing­una að hér hefði maður séð minni­mátt­ar­kennd berum aug­um, honum hefði óvart tek­ist að prenta hana á boðskort­ið.

Allt um það. Þar sem ég gekk nýlega fram hjá skilt­unum í Leifs­stöð varð þemað fljótt aug­ljóst. Fyrst var það til­komu­mikil mynd af íslenskri nátt­úru: „Hver þarf kol ef hann á eld? Vel­komin til lands end­ur­nýt­an­legra orku­gjafa,“ í boði Lands­virkj­un­ar. Næst voru það norð­ur­ljós eða snjó­koma eða eitt­hvað í þeim dúr, og yfir öllu stóð: „Upp­lifðu Ísland – stór­brotin nátt­úra er inn­blástur fyrir fram­leiðslu af ýmsu tagi“ og þannig áfram. Flestar gerðu aug­lýs­ing­arnar út á Ísland eða íslensku þjóð­ina eða nátt­úr­una eða sér­stöðu Íslend­inga. Rekstr­ar­stjórnin hafði sem sagt séð ástæðu til að vegg­fóðra flug­stöð­ina inn­an­verða með lof­gjörð um land­ið.

Flagg­skipið í Leifs­stöð var skyr-aug­lýs­ing­in, hún sat að minnsta kosti lengst í mér, bak­lýst aug­lýs­inga­skilti með mynd af tveimur fal­legum kon­um, blár him­inn í bak­sýn, hrein nátt­úra, og undir stóð: „Skyr, leynd­ar­málið á bak við heil­brigði Íslend­inga.“

Ég veit ekki hvar ég á að byrja að ræða þetta skrípildi, eða jú, í fyrsta lagi er skyr lík­lega ekki leynd­ar­málið á bak við heil­brigði Íslend­inga. Í öðru lagi er vafa­samt að ganga svona blygð­un­ar­laust út frá því að Íslend­ingar séu eitt­hvað sér­stak­lega heil­brigðir – enda eigum við til dæmis Norð­ur­landa­met í offitu barna og drekkum öðrum þjóðum verr, sam­kvæmt rann­sókn­um. Hvað stendur þá eftir af aug­lýs­ing­unni? Ekk­ert nema skyr og ísland.

Inni­halds­leysið er átak­an­legt, en handan þess grillir í knýj­andi spurn­ingu. Hvers vegna þurfum við alltaf að láta eins og skyr sé eitt­hvað sér­stakt? Ég veit að þetta er bara aug­lýs­ing, og ein­hvern veg­inn þarf að selja allar þessar sykr­uðu mjólk­ur­af­urð­ir, en þetta er samt stað­reynd­in: við erum þjóðin sem þykir skyr merki­legt og við trúum á íslenska græn­met­ið, ekk­ert jafn­ast á við íslenska tómat­inn og íslenska sauð­kindin á að sjálf­sögðu heimt­ingu á Para­dís­ar­vist.

Auglýsing

Ég var djúpt hugsi þegar ég sett­ist út í vél. Á flat­skjánum í sæt­inu stóð: „Það ótrú­leg­asta við Ísland … er ekki tæra og hreina vatnið sem kemur úr krön­unum okkar … heldur sú stað­reynd að við blöndum app­el­sínu­gosi og eim­uðu malti saman á jól­unum til að ná hinu eina og sanna jóla­bragð­i.“ Á pappa­mál­inu mínu stóð: „Á Íslandi eru hverir út um allt. Þeir verða til þegar heitt vatn stígur upp úr iðrum jarð­ar. Þjóðin hefur notað þá til að elda og baða sig öldum sam­an.“ Linnu­laus þjóð­ern­is­rómans og ég fann fyrir vægum ónot­um, eitt­hvað var falskt, til­finn­ingin ekki ósvipuð því þegar ein­hver hlær óþarf­lega mikið að brand­ara og maður skynjar að hlát­ur­inn er óekta, og finnur til með við­kom­andi, því að það er dap­ur­legt að feika hlát­ur.

Ég var á leið til Belgíu og þegar flug­vélin lenti fór ég að spek­úlera í því hvurs lags aug­lýs­ingar biðu mín í belgísku flug­stöð­inni, átti auð­vitað von á flug­elda­sýn­ingu, það er svo margt sem Belgar geta státað sig af, höf­uð­stöðvar ESB eru í Brus­sel, sem er fyrir vikið mið­punktur Evr­ópu í vissum skiln­ingi. Belgía er súkkulað­i-­mekka heims­ins, þar er brugg­aður besti bjór í Evr­ópu, þeir eiga belgískar vöfflur og fundu upp sax­ó­fón­inn, Komm­ún­ista­ávarpið var skrifað í Brus­sel og ég gæti haldið enda­laust áfram, enda er þetta land í Mið-­Evr­ópu, þar sem ýmsir helstu kaflar mann­kyns­sög­unnar hafa verið skrif­að­ir.

Ég gekk upp land­gang­inn, illa sof­inn og dof­inn í lík­am­anum eftir langvar­andi setu, en dálítið spenntur að fá Belgíu beint í æð. Ég veit ekki hverju ég bjóst við, alla vega ein­hverju, að minnsta kosti slag­orði – Inspired by Belgium.

Fyrsta aug­lýs­ingin sem ég sá var frá nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki. Þar stóð: „Við notum tækn­ina til að bjarga manns­líf­um.“ Næsta aug­lýs­ing var kaffi­aug­lýs­ing, þarnæsta bíla­aug­lýs­ing, síðan olíu­aug­lýs­ing frá Nor­egi, og sama hvað ég leit­aði þá fann ég enga aug­lýs­ingu sem að gerði út á Belgíu eða reyndi að fanga belgísk ein­kenni.

Þarna sló þetta mig fyrir alvöru. Ég stóð einn og varð skyndi­lega vand­ræða­legur fyrir hönd þjóðar minn­ar. Í einni sjón­hend­ingu rann upp fyrir mér hvað við erum furðu­lega takt­laus að heilsa gestum Íslands með túr­bó­drifnu sjálfs­hóli sem byggir (meðal ann­ars) á fyr­ir­bærum eins og skyri, án þess að leiða hug­ann að því að flestir gest­irnir koma frá heims­álf­unni sem fann upp jógúrt.

Hvers vegna erum við svona stolt af engu? Svarið kann að leyn­ast í brjósti kon­unnar hans Jóns míns, þar sem hún vakir yfir Jóni sínum er hann liggur bana­leg­una „og er draga tók af karli, kemur henni til hug­ar, að eigi muni hann svo vel búinn undir dauða sinn, að eigi sé vafa­mál, hvort hann nái inn­göngu í himna­rík­i.“ Hún veit sem sagt alveg að hann á ekki skilið að fara til Para­dís­ar, en til­hugs­unin er óbæri­leg, þetta er jú mað­ur­inn henn­ar, hann hlýtur að verð­skulda pláss á himnum – látið ekki eins og við séum auka­at­riði, við erum mið­punkt­ur! Og hún leggur af stað upp til Guðs.

Býr kannski svip­aður ótti í brjósti þess­arar smáu þjóð­ar? Að frammi fyrir stóra dóm­stólnum telj­umst við ekki þjóð meðal þjóða? Er það kannski þess vegna sem við leggjum ofurá­herslu á okkur sjálf? Til að sann­færa heim­inn – en sér í lagi okkur sjálf – um að við telj­umst með?

Konur þeirra sem eiga vísan stað í himna­ríki þurfa ekki að gera sér ferð þangað til að nöldra maka sinn inn. Þjóðir sem eru öruggar í eigin skinni og vita að það fer ekki á milli mála að þær telj­ast þjóðir þurfa ekki að kipp­ast til af ein­skærri gleði í hvert sinn sem þær eru nefndar á nafn í heims­press­unni. Þær þurfa ekki að láta eins og skyr sé merki­legt, þær þurfa ekki að spyrja, How do you like Iceland? og fram­leiða meiri­háttar aug­lýs­inga­her­ferð til að sann­færa heim­inn um að þjóðin í land­inu sé spönkuð og inspírer­andi.

Ég biðst for­láts, en skyr bragð­ast eins og gömul jógúrt sem hefur staðið í sól­skini í nokkrar vikur og harðnað svo áferðin minnir á tré­spæni – það þarf þrisvar sinnum meira af mjólk til að búa til skyr heldur en jógúrt, ástæðan fyrir því að þetta tíðk­að­ist hér er vænt­an­lega sú að við vorum vön því að borða skemmdan mat, skyr­gerð þekkt­ist um alla Skand­in­avíu á land­náms­öld en hún lagð­ist alls staðar af nema hér, ef til vill vegna þess að hinir lærðu að gera jógúrt sem smakk­að­ist betur – allir nema við, því við vorum of ein­angr­uð, og í dag erum við dæmd til að vegg­fóðra for­dyri lands­ins með lof­gjörð um skyr, ein­fald­lega vegna þess að eitt af því fáa sem raun­veru­lega stað­festir að við séum þjóð er skyr.

(Þjóð­ar­)sálin hans Jóns míns er fyrsta bók Birkis Blæs Ing­ólfs­son­ar. Bókin kemur út hjá for­lag­inu Partusi laug­ar­dag­inn 2. sept­em­ber 2017. Af því til­efni verður efnt til útgáfu­hófs í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu.

Þar verða einnig pall­borðsum­ræður um þemu bók­ar­inn­ar. Þjóð­arsálin sem slík verður í brennid­epli, hún verður toguð út og suð­ur, henni snúið á röng­una og svo aftur á rétt­una, hún lögð á skurð­borðið og krufin til mergj­ar. Er hún til? Hvað ein­kennir hana? Og svo fram­veg­is.

Rit­gerðin „(Þjóð­ar­)sálin hans Jóns míns“ fjallar um hug­ar­heim og sjálfs­mynd íslensku þjóð­ar­innar sem höf­undur telur krist­all­ast í þjóð­sagna­per­són­unni kon­unni hans Jóns míns sem gengur til himna til að valta yfir Drottin og „dúndra sínum heittelskaða fram hjá kerf­inu“ og inn í Para­dís. Bókin dregur fram það sem oft er nefnt „sér­með­ferð­ar­menn­ing“ í umræð­unni, en einnig þörf þjóð­ar­innar fyrir alþjóð­lega við­ur­kenn­ingu sem birt­ist meðal ann­ars í því hvernig landið er mark­aðs­sett á inn­lendum sem erlendum vett­vangi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiMenning