Í Kína ræður foringinn, aftur

Forseti Kína sér um sína á aðalflokksþingi sem haldið haldið verður í vikunni. Lesa má framtíð kínverskra stjórnmála næstu 15-20 árin út frá því hverjir eru inni og hverjir úti eftir þingið.

Xi Jinping
Auglýsing

Útlit er fyrir að gam­al­grónar hefðir verði rofnar í tvígang í vik­unni framundan þegar valda­skipti verða á aðal­þingi kín­verska Komm­ún­ista­flokks­ins í Pek­ing. Þingið er haldið á fimm ára fresti og hætta þá leið­togar sem komnir eru á aldur og yngri flokks­gæð­ingar taka við. Ef ákveðin manna­skipti verða ekki að veru­leika mun óvissa í kín­verskum stjórn­málum aukast og stjór­ná­mála­skýrendur greina aft­ur­hvarf til ára­tuga emb­ættis setu aðal­manns­ins í flokknum líkt og tíðk­að­ist á tím­um Maós for­manns. 

Fyrir þingið er mesta spennan um það hverjir verma hvaða sæti í fasta­nefnd mið­stjórnar flokks­ins. Mið­stjórnin telur um 200 flokks­menn en ein­ungis 7 sitja í fasta­nefnd­inn­i. Þess­ir 7 sjá um æðstu yfir­stjórn rík­is­ins. Lesa má fram­tíð kín­verskra stjórn­mála næstu 15-20 árin út frá því hverjir eru inni og hverjir úti. Áður hefur ein­földum ald­urs­reglum ver­ið beytt við val í nefnd­ina en nú sér fram á meiri háttar breyt­ing­ar.

Stóru breyt­ing­arnar tvær

Önnur breyt­ingin hefur að gera með ald­urs­tak­mark þeirra sem sitja í fasta­nefnd­inni. Skömmu eftir að Maó dó, tók Deng Xia­op­ing við sem helsti leið­togi Kína og hafði frum­kvæði að ótrú­legri efna­hags­upp­bygg­ingu lands­ins fram á okkar tíma. Óskrif­aðar reglur sem kenndar eru við hann kváðu á um að emb­ætt­is­menn sem væru 67 eða yngri gætu hlotið ný fimm ára skip­un­ar­tíma­bil en þeir sem væru 68 eða eldri yrðu að hætta (reglan er kölluð 67 upp, 68 nið­ur­). Nú þykir lík­legt að í það minnsta einn eldri maður í fasta­nefnd­inni fái að halda sæti sínu eftir flokks­þing­ið. Það er hann Wang Qis­han, 69 ára aga­meist­ari flokks­ins, sem leitt hefur her­ferð gegn spill­ingu í flokknum og þykir sér­lega hlið­holl­ur Xi Jin­p­ing for­seta í þeim störf­um. 

Auglýsing

Hin breyt­ingin hefur að gera með val á fram­tíð­ar­arf­taka Xi Jin­p­ings for­seta. Sam­kvæmt stjórn­ar­skránni þarf hann að hætta sem for­seti rík­is­ins eftir tvö kjör­tíma­bil en hann getur haldið áfram sem  aðal­flokks­rit­ari lengur og í Kína er að flokk­ur­inn sem ræð­ur. Sú hefð hefur verið að einn eða tveir ungir og efni­legir full­trúar flokks­ins koma í fasta­nefnd­ina á sama tíma og nýr for­seti eða eftir fyrra af hans tveimur fimm ára skip­un­ar­tíma­bil­um. Þessir arf­takar þurfa að vera yngri en 57 þannig að þeir séu ekki orðnir of gamlir (rúm­lega sex­tugir) þegar for­seti og ­for­sæt­is­ráð­herra hætta og nýjir taka við. Bæði Hu Jin­tao for­seti sem tók við völdum 2002 og Xi Jin­p­ing for­seti og Li Keqi­ang for­sæt­is­ráð­herra sem skip­aðir voru 2012 öðl­uð­ust sína dýr­mæt­ustu reynslu á þennan hátt. 

Sjang­hæ-klíkan og Ung­liða­hreyf­ingin

Þeir Xi Jin­p­ing og Li Keqi­ang til­heyra tveimur öfl­ug­ustu klík­unum í kín­verska Komm­ún­ista­flokkn­um. Xi for­seti og Jiang Zemin fyrr­ver­andi for­seti eiga það sam­eig­in­legt að hafa verið aðal­flokks­rit­arar í Sjanghæ og eiga þar sterkt bak­land og tengsla­net. Þeir til­heyra Sjang­hæ-klíkunni.

Li for­sæt­is­ráð­herra og Hu Jin­tao fyrr­ver­andi for­seti voru í ung­liða­hreyf­ingu flokks­ins og klíkan þeirra er kennd við hana. Sú síð­ar­nefnda hefur und­an­farið fallið í skugg­ann á þeirri fyrr­nefndu. 

Nú eru líkur á því að Xi Jin­p­ing muni ein­fald­lega sleppa því að skipa ungan og efni­legan flokks­gæð­ing sem arf­taka. Helsta ástæðan sem nefnd hefur verið er sú að Xi vilji standa vörð um völd sín og halda áfram sem form­legur leið­togi flokks­ins lengur en í tíu ár. Einnig hefur verið gefið til kynna að hann vilji hleypa lífi í kapp­reið­arnar um æðstu emb­ætt­in.

Ákvarð­anir Deng Xia­op­ing í gröf­inni

Áhuga­vert er að Deng Xia­op­ing tókst í sína tíð að út­nefna fram­tíðar leið­toga Kína áður en hann dó árið 1997. Efni­legur flokks­mað­ur, Hu Jin­tao, úr Ung­liða­hreyf­ing­unni var skip­aður í fasta­nefnd árið 1992 og tók við sem for­seti árið 2002. Voru það fyrstu frið­sam­legu leið­toga­skiptin í Kína á tímum komm­ún­ista.  

Nú, fimmtán árum síð­ar, eru fimm af sjö með­limum fasta­nefnd­ar­innar komnir á aldur og ættu, venju sam­kvæmt, að stíga til hliðar í vik­unni. Aðdrag­and­inn að aðal­flokks­þing­inu í Pek­ing fer fram á bak við ­tjöldin og lítið er vitað um hverjir hætta og hverjir bæt­ast við þar til tíð­inda dreg­ur. 

Kjarna­leið­togi

Orðrómur um tvær áður­nefndar breyt­ingar end­ur­spegla sterka stöðu Xi Jin­p­ings for­seta. Í fyrra var hug­takið kjarna­leið­togi notað um hann opin­ber­lega og var það í fyrsta skipti eftir stjórn­ar­krepp­una í kjöl­far mót­mæl­anna á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Þá not­aði Deng Xia­op­ing sama hug­tak til að byggja upp ein­stak­lings­bund­inn stuðn­ing við nýjan leið­toga, Jiang Zemin, án þess þó að skilja hann frá öðrum með­limum fasta­nefnd­ar­innar með form­legum flokkstitli. 

Wang Qishan, 69 ára agameistari flokksins, hefur leitt herferð gegn spillingu í flokknum og þykir sérlega hliðhollur Xi Jinping forseta í þeim störfum.  MYND: EPAFor­veri Xi Jin­p­ings í for­seta­stóli, Hu Jin­tao, var aldrei kall­aður kjarna­leið­togi og tókst aldrei að tryggja sér nógu sterkt bak­land og smala sínum mönnum í æðstu stöður líkt og Xi Jin­p­ing er nú að gera. Enn fremur reynir áróð­urs­vél flokks­ins að hífa Xi Jin­p­ing upp á sama stall í hug­mynda­fræði­legu sam­hengi og Maó for­maður og Deng Xiop­ing. 

Papp­írstígrar og drekar

Áfram­hald­andi valda­seta aga­meist­ar­ans Wang Qis­han er bæði orsök og afleið­ing auk­ins væg­is Xi Jin­p­ings for­seta. Wang Qis­han hefur leitt bar­átt­una gegn spill­ingu emb­ætt­is­manna og ráð­ist gegn bæði papp­írstígris­dýrum (lægra sett­um) og drekum (hærra sett­u­m). Allt í allt er talið að yfir 100 emb­ætt­is­menn með tign jafn­gilda eða hærri en vara-ráð­herra eða vara-hér­aðs­stjóri hafi verið ákærð­ir. 250 hátt settir emb­ætt­is­menn hafa misst æruna og 1.4 miljón flokks­manna verið ákærðir eða áminnt­ir. 

Áhuga­verðust­u ­dæmin um haus­ana sem fengið hafa að fjúka eru m.a. til­felli Zhou Yong­kang, fyrr­ver­andi for­stóra Petr­ochina, kín­verska olíu­risans, og æðsta yfir­mann örygg­is­mála í land­inu. Hann var í fasta­nefnd mið­stjórn­ar­innar á sama tíma og Xi Jin­p­ing for­seti. Hann var rek­inn úr flokknum fyrir margar sakir, m.a. fjár­drátt og laus­læti. Fyrr­ver­andi við­skipta­ráð­herra Kína, Bo Xilai, var rek­inn úr emb­ætti aðal­flokks­rit­ara í Chongqing eftir morð eig­in­konu hans á breskum kaup­sýslu­mann­i, Neil Heywood. Það var lygi­leg ­at­burða­r­ás þar sem m.a. yfir­lög­reglu­stjór­inn í hér­að­inu flúði í banda­ríska ræð­is­skrif­stofu í næstu stór­borg eftir æsi­legan bíla­elt­inga­leik. Nú nýlega hurfu tveir af virtustu her­for­ingum Frels­is­hers alþýð­unn­ar, þeir Fang Feng­hui og Zhang Yang, af sjón­ar­svið­inu. 

Í ljósi bráð­legra leið­toga­skipta var brott­vikn­ing Sun Zhengcai, aðal­flokks­rit­ara í Chongqing hér­aði, úr flokknum sér­lega eft­ir­tekt­ar­verð þar sem hann var álit­inn næsti for­sæt­is­ráð­herra og yrði þá næst valda­mestur í land­inu á eftir for­seta. Sun Zhengcai var rek­inn fyrir að brjóta gegn hug­sjónum flokks­ins, sjálf­tekju og leti í starfi. Mál hans verður tekið fyrir dóm­stóla sem í Kína þýðir að yfir­gnæf­andi líkur eru á lífs­tíð­ar­fang­elsi. Sun Zhengcai var hlið­holl­ur Hu Jin­tao, fyrr­ver­andi for­seta. Með frá­hvarfi hans losn­aði núver­andi for­seti við efni­legan kálf úr Ung­liða­hreyf­ing­ar-klíkunn­i.  

Banda­menn og arf­takar

Í kjöl­far þess­ara höfð­ingja­víga er staða for­set­ans enn örugg­ari en for­vera hans við sömu tíma­mót. Öruggt er að hann fái nýtt fimm ára skip­un­ar­tíma­bil á aðal­flokks­þing­inu. Almannarómur í Pek­ing hermir að staða hans sé svo sterk að ekki verði fram­tíð­ar­arf­takar til­nefndir í fasta­nefnd­ina heldur ein­ungis nán­ir ­banda­menn ­for­set­ans. Hér á eftir verður bak­grunni nokk­urra þeirra lýst en hann varpar ljósi á þyrnum stráða veg­ferð þeirra til met­orða. Aldur þeirra er eft­ir­tekt­ar­verður þar sem hefðir um ald­urs­tak­mark verða e.t.v. rofn­ar. Gróf­lega er reglan sú að þeir sem kom­ast í fasta­nefnd­ina og eru yngri en 58 eiga séns á því að verða for­seti eða for­sæt­is­ráð­herra. 

Li Zhanshu (67) er fram­kvæmda­stjóri kín­verska Komm­ún­ista­flokks­ins og var áður aðal­fokks­rit­ari í Guizhou og Xi’an hér­uð­um. Hann þykir njóta sér­staks trausts Xi Jin­p­ing og ferð­ast oft erlendis með for­set­an­um. Athygli vakti þegar hann fór sem sér­stakur sendi­boði for­set­ans til funda við Vla­dimir Pútín í MoskvuLi var fyrstur mið­stjórn­ar­manna til að nota hug­takið kjarna­leið­togi um Xi Jin­p­ing. 

Cai Qi (61) starf­aði með Xi Jin­p­ing á 17 ára löngum og mik­il­vægum starfs­árum for­set­ans í suð­ræna strand­hér­að­inu Fujian, miklu versl­un­ar­svæði meg­in­lands­megin við Tævan-sund. Xi Jin­p­ing var aðal­flokks­rit­ari þar í hér­að­inu á árunum 2002 til 2007. Cai Qi hefur risið hratt upp met­orða­stig­ann eftir að Xi varð for­seti og var skip­að­ur­ að­al­flokks­rit­ari í höf­uð­borg­inni Pek­ing s.l. maí. Tit­ill­inn að­al­flokks­rit­ari í hér­aði eða nokkrum stærstu risa­borgum Kína er hæsta svæð­is­bundna staðan sem flokks­maður getur hlot­ið. Það að gegna henni í Pek­ing getur varla verið áhrifa­meira. Cai er upp­runa­lega frá Fujian hér­aði.

Chen Min’er (56) var aðal­flokks­rit­ari í fátæk­asta og afskekktasta hér­aði Kína, Guizhou, og þótti standa sig vel við efna­hags­lega upp­bygg­ingu. Í júlí var hann skip­aður aðal­flokks­rit­ari í einni af risa­borg­un­um, Chongqing, þeirri sömu og hvar áður­nefndir Bo Xilai og Sun Zhengcai féllu í ónáð. Chen er upp­runa­lega frá Zheji­ang, næsta hér­aði norðan við Fujian, þar sem Xi Jin­p­ing var líka aðal­flokks­s­rit­ariChen Min’er var áróð­urs­stjóri hans í Zheji­ang. Hann þykir vera kandídat í fasta­nefnd mið­stjórn­ar­innar og ef ald­urs­reglur verða virtar þá passar hann ágæt­lega sem næsti maður í for­seta­stól­inn eftir næsta fimm ára til­skip­un­ar­tíma­bil. 

Chen Quanguo (61) er hörku­tólið í hópnum en hann var áður leið­togi í Tíbet og nú í Xinji­ang en í báðum hér­uðum gætir mik­illar ólgu meðal stórra minni­hluta­hópa, Tíbet-­Búddista í fyrra hér­að­inu og Uyg­ur-múslima í því síð­ara. Hann þykir hafa staðið sig vel í að stjórna þessum afskekktu land­svæð­um. Ekki þarf að spyrja hvort ­stjórn­a ­með harðri hendi þar sé honum til fram­drátt­ar. Chen hefur aldrei unnið beint með Xi Jin­p­ing. 

Li Xi (60) er aðal­flokks­rit­ari í Lia­on­ing, þunga­iðn­að­ar­hér­aði í norð-austur hluta Kína skammt frá Kóreu­skag­anum. Hann vann áður í Shaanxi hér­aði, á heima­slóðum fjöl­skyldu Xi Jin­p­ing. 

Sam­an­tektir erlendu blað­anna á hugs­an­legum kandídötum í efstu stöður kín­verskrar stjórn­mála nefna allt frá fimm og upp í fimmtán nöfn. Við ofan­greindan lista má bæta helstum við þeim Ding Xueqi­ang (55) sem er e.k. aðstoð­ar­mað­ur Xi Jin­p­ing og vann með honum þegar hann var aðal­rit­ari í Sjanghæ um skamma hríð og He Lifeng (62) sem er stjórn­ar­for­maður Þró­un­ar- og End­ur­bóta­ráðs (e.k. súper-efna­hags­stefnu­stofn­unar Kína). 

For­ing­inn ræður

Stóra spurn­ingin eftir þingið verður sú hvort í fasta­nefnd­inni verði ein­vörð­ungu banda­menn Xi Jin­p­ings for­seta í eldri kant­inum og eng­inn aug­ljós arf­taki blasi við.  Einnig verður spenn­andi að sjá hvort Li Keqi­ang haldi áfram sem for­sæt­is­ráð­herra eða verði lækk­aður í tign. Ef Xi Jin­p­ing bolar hon­um, valda­mesta manni númer 2, út yrði lítið eftir af Ung­liða­hreyf­ing­unni og banda­mönnum þeirra í efsta lagi kín­verskra stjórn­mála. Það yrðu stór­frétt­ir. Kín­verskum jafnt sem erlendum frétta­skýrend­um, og jafn­vel tveimur eft­ir­lif­andi for­setum Kína, yrði brugð­ið. Þeim fyrr­nefndu veru­lega en þeim tveim síð­ar­nefndu óveru­lega.  

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiFólk