Endurnotkunarbylgjan

Í Danmörku eru 950 verslanir sem selja notuð föt, húsgögn og annan notaðan varning. Þeim fjölgar sífellt og þar voru á síðasta ári opnaðar 70 slíkar verslanir. Allt byrjaði þetta á presthjónum.

Herluf Andersen, „endurnotapresturinn“, lést árið 2013, þá áttræður að aldri.
Herluf Andersen, „endurnotapresturinn“, lést árið 2013, þá áttræður að aldri.
Auglýsing

Flestir kann­ast við að hafa gengið í fötum af eldri systk­in­um, fengið gamla eld­hús­borðið sem mamma og pabbi voru búin að setja upp á háa­loft og kommóð­una frá ömmu. Þetta eru dæmi um end­ur­nýt­ingu sem kannski var til­komin af praktískum ástæðum en ekki endi­lega af umhyggju við auð­lindir jarð­ar­inn­ar. Versl­anir með notuð föt, hús­gögn og yfir­leitt allt sem nöfnum tjáir að nefna skjóta nú upp koll­in­um, nán­ast eins og gorkúlur víða um lönd. Í Dan­mörku eru 950 slíkar versl­anir og fjölgar sífellt, þar voru á síð­asta ári opn­aðar 70 versl­anir með not­aðan varn­ing.

For­eldrar dönsku end­ur­notk­un­ar­versl­an­anna

Sum­arið 1971 var Her­luf And­er­sen prestur við Krist­jáns­kirkj­una í Árósum á ferð í Bret­landi, ásamt Ruth eig­in­konu sinni. Klerk­ur­inn var að kynna sér messusiði þar­lendra, ekki síst hvaða sálmar væru sungnir við kirkju­legar athafn­ir.

Í þess­ari heim­sókn varð hjón­unum gengið fram hjá verslun sem seldi not­aðan fatnað og ýmis­legt fleira.

Auglýsing

Versl­unin var í eigu hjálp­ar­sam­tak­anna Oxfam, prests­hjónin könn­uð­ust við það nafn og ákváðu að kíkja inn, ekki þó til að versla. Eftir að þau höfðu skoðað sig um og rætt við starfs­fólk­ið, sem allt var sjálf­boða­lið­ar, stað­næmd­ust þau á gang­stétt­inni fyrir framan versl­un­ina, litu hvort á annað og Ruth sagði „getum við ekki gert svona heima í Árósum?“

Prestur kink­aði kolli og þar með var það ákveð­ið.

Hjónin voru ekki algjörir nýgræð­ingar í þessum efn­um. Þau höfðu um ára­bil efnt til flóa­mark­aðar í Árósum þar sem þau seldu fatnað og ýmis­legt fleira sem almenn­ingur í borg­inni hafði gefið Krist­jáns­kirkj­unni. Ágóð­inn rann til Hjálp­ar­stofn­unar dönsku kirkj­unn­ar. En að opna verslun hafði hjón­unum ekki dottið í hug fyrr en þau sáu Oxfam búð­ina í Bret­landi.

Fyrsta end­ur­nota­versl­unin opnuð

Heim­komin frá Bret­landi hófust prests­hjónin handa við und­ir­bún­ing þess að koma versl­un­inni á fót. Það var í mörg horn að líta en 1. sept­em­ber 1972 var allt til reiðu og fyrsta end­ur­nota­versl­unin í Dan­mörku opn­uð. Þessi verslun var, og er enn, til húsa á Gammel Munkegade 8 í Árósum, í hús­næði sem borgin lagði til.

Skemmst er frá því að segja að rekst­ur­inn fór vel af stað, eng­inn skortur var á sjálf­boða­liðum til starfa og sömu sögu var að segja um vör­urn­ar. Árósa­búar tóku því fagn­andi að geta losað sig við allt mögu­legt úr kjöll­urum og geymslum og við­skipta­vinir í versl­un­inni sömu­leiðis ánægðir með að geta gert góð kaup.

Þau Ruth og Her­luf lögðu mikla áherslu á að allar tekjur af versl­un­inni skyldu renna óskiptar til Hjálp­ar­stofn­unar kirkj­unn­ar, ekk­ert væri borgað fyrir þær vörur sem versl­unin fengi frá almenn­ingi, starfs­fólk (sjálf­boða­lið­ar) fengi engin laun og yrði sjálft að borga kaffi á vinnu­staðnum o.s.frv.  

End­ur­nota­prest­ur­inn

Prests­hjónin létu ekki nægja að opna þessu einu verslun í Árósum og til að gera langa sögu stutta stóðu þau á bak við hvorki meira né minna en stofnun 80 end­ur­nota­versl­ana víðs vegar í Dan­mörku. Hjálp­ar­stofnun kirkj­unnar rekur nú 130 slíkar versl­an­ir.

Séra Her­luf var kall­aður „end­urnota­prest­ur­inn“ og hann sagði ein­hverju sinni að þótt kannski væri hægt að mis­skilja þetta við­ur­nefni væri orðið í sínu til­viki hrós. Hann lagði líka ætíð mikla áherslu á að hlutur eig­in­kon­unnar Ruth væri ekki síðri. Her­luf And­er­sen var prestur við Krist­jáns­kirkj­una í Árósum í 43 ár, lést átt­ræður að aldri árið 2013. Árósa­borg heiðr­aði minn­ingu prests­ins og lítið torg í námunda við Krist­jáns­kirkj­una ber nú nafn hans, Her­luf And­er­sens Plads. Ruth And­er­sen er 84 ára og ern, hún kemur dag­lega í versl­un­ina á Gammel Munkegade 8 og sinnir þar ýmsum störf­um.

Margra ára deila við „hið opin­bera“

Vel­gengni og vöxtur end­ur­nota­versl­an­anna fór ekki fram­hjá hinu sívökula auga inn­heimtu­manna rík­is­ins. Séra Her­luf fóru að ber­ast bréf frá „hinu opin­bera“ þar sem toll­heimtu­menn hins ver­ald­lega valds í Dan­mörku bentu á að sam­kvæmt þeirra skiln­ingi bæri að greiða sölu­skatt af þess­ari „höndlan“ eins og það var orð­að. Klerkur svar­aði og benti á að sam­kvæmt sínum skiln­ingi bæri ekki að greiða sölu­skatt af þess­ari „höndlan“ ekki frekar en þegar maður „selur nágrann­anum sófa.“  

Ekki vildu toll­heimtu­menn­irnir sætta sig við þessa nið­ur­stöðu en að lokum hafði klerkur bet­ur, ríkið setti þó það  skil­yrði að ein­göngu væru seldar í þessum end­ur­nota­versl­unum vörur sem ein­stak­lingar eða fyr­ir­tæki hefðu gef­ið. Í svar­bréfi prests þar sem hann fagn­aði nið­ur­stöð­unni sagði hann að það hefði verið legið fyr­ir, frá upp­hafi, að allt sem selt væri í end­ur­nota­búð­unum hefði verið gefið þang­að.

950 end­ur­nota­versl­anir og svo allt hitt

Þegar prests­hjónin frá Árósum ákváðu fyrir 46 árum, á breskri gang­stétt, að opna end­ur­nota­verslun í Árósum hafa þau lík­lega ekki rennt grun í að árið 2017 yrðu 950 end­ur­nota­versl­anir í Dan­mörku. Í raun eru þær þó miklu fleiri því í þess­ari tölu eru ein­göngu þær sem byggja starf­sem­ina á gjöfum og láta allar tekjur renna til mann­úð­ar­mála. Þótt fatn­aður sé fyr­ir­ferð­ar­mestur í end­ur­nota­versl­un­unum er þar hægt að finna flest sem nöfnum tjáir að nefna, hús­gögn, bús­á­höld, raf­tæki o.fl. o.fl.

End­ur­notkun hefur stór­auk­ist á síð­ustu árum

Því fer fjarri að góð­gerða­sam­tök sitji ein að end­ur­nota­hit­unni. Svo­nefndum antík versl­unum (þar sem kaup­mað­ur­inn kaupir og selur aft­ur) hefur fjölgað mik­ið, þær eru reknar á allt öðrum for­sendum en versl­anir Hjálp­ar­stofn­unar kirkj­unnar og hlið­stæðra sam­taka. Flóa­mörk­uðum fjölgar líka jafnt og þétt og aukin áhersla er á end­ur­notkun bygg­ing­ar­efnis (múr­steina, timb­urs o.fl.). Við þetta bæt­ist svo end­ur­vinnsla sem eykst sífellt en það er nú önnur saga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk