Eltir hugmyndir sem geta breytt lífi okkar

Paul Allen er á 65 aldursári en slær ekki slöku við í nýsköpunarfjárfestingum. Magnús Halldórsson kynnti sér ótrúlega sögu hans og hvað það er sem knýr hann áfram í fjárfestingum.

paulallen
Auglýsing

Í frá­bærri bók fjár­fest­is­ins Paul Allen - The Idea Man - sem kom út árið 2011, er rakin saga frum­kvöð­uls sem átti stóran þátt í því að heim­il­is­tölvan varð útbreidd um allan heim og að lokum stað­al­bún­aður á öllum heim­il­um.

Hann stofn­aði Microsoft ásamt Bill Gates 1975, þá 22 ára, en fór úr stjórn­anda­hlut­verki hjá fyr­ir­tæk­inu átta árum síð­ar, og varð fyrst og síð­ast sjálf­stæður fjár­festir og frum­kvöð­ull, en áfram í hlut­hafa­hópn­um. Hann er líkt og Bill búsettur á Seattle svæð­inu og eyðir pen­ingum og orku ekki síst innan Was­hington rík­is.

Saga hans er ekki aðeins merki­leg vegna góðs árang­urs í við­skipt­um, heldur ekki síður vegna þess að hann hefur sam­tvinnað sam­fé­lags­legan áhuga sinn við fjár­fest­ing­arn­ar.

Auglýsing



Miklar eignir

Hann hefur þessa fífldirfsku sem stór­huga fjár­festar þurfa að búa yfir og einnig örugga og óvenju skarpa lang­tíma­sýn á verk­efni.

Í bók­inni fjallar hann um sögu sína og fer­il, og lýsir á áhuga­verðan hátt hvernig hann hefur hrint stefnu sinni í fram­kvæmd í hinar ýmsu fjár­fest­ing­um.

Hann er einn af 50 rík­ustu mönnum heims, með eignir upp á 22 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 2.300 millj­arða króna. Það eru þó aðeins eignir sem For­bes hefur treyst sér til að verð­leggja til fulls, en mikið af eignum hans liggur í óskráðum sjóð­um, sem erfitt er að verð­leggja. Í Seattle Times hefur því verið haldið fram að eignir Allens séu í það minnsta tvölfalt meiri en gefið hefur verið upp á lista For­bes.

Íslend­ingar muna kannski eftir snekkju hans, The Oct­opus, sem siglt var með­fram Íslands­ströndum sum­arið 2015 þegar hún var notuð við rann­sókn­ar­störf.

Allen hefur ein­blínt á það allan sinn feril að elta það sem hann kallar góðar hug­mynd­ir. Hljómar ein­falt, en að baki þessi liggur dýpri speki.

Stundum virka þær fjar­læg­ar, en í huga hans hafa góðar hug­myndir það ein­kenni að vanda­málin sem er verið að glíma við eru marg­slungin og óvenju­lega flók­in, og leiða til grund­vall­ar­breyt­inga ef það finnst á þeim lausn.

Og það er þessi lausn­a­leit sem er hans rauði þráð­ur, eins konar leið­ar­ljós.

Hér eru herflugvélar í eigu Paul Allen. Hann heldur úti risavöxnu her og flugsafni á Seattle svæðinu, þar sem flugvélar í hans eigu eru í forgrunni.Fjár­fest­ingar hans í lyfja­þróun og lækn­is­rann­sóknum byggja ekki síst á þessu, en hann hefur stutt dyggi­lega við bakið á rann­sókn­ar­starfi, ekki síst á sviði krabba­meins­rann­sókna og rann­sókna á Alzheimer-­sjúk­dómn­um. Sjálfur hefur hann í þrí­gang greinst með krabba­mein, en náð bata. Fyrst 1982, síðan 1997 og svo 2009. 

Þessi veik­inda­saga hans hefur eflt áhuga hans á heil­brigð­is­mál­um, að því er hann segir í bók sinni.

Allen seg­ist trúa því að það sé hægt að finna lækn­ingu við Alzheimer sjúk­dómn­um, og hefur fjár­fest fyrir meira en 500 millj­ónir Banda­ríkja­dala, um 55 millj­arða króna, í rann­sóknum á sjúk­dómnum í gegnum hina ýmsu sjóði og nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki. Eng­inn hefur lagt meiri fjár­muni í þessa vinnu en hann, og áhuga hans má rekja til bar­áttu móður hans við sjúk­dóm­inn. 

Sjálfur hefur hann sagt að hann búist við miklum fram­förum á næstu árum, og var styrkur nú nýverið úr fjöl­skyldu­sjóði hans, Paul G. Allen Family Founda­tion, upp á 7 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða um 800 millj­ónir króna, liður í auk­inni sókn í þess­ari vinnu. Styrk­ur­inn fór til fimm rann­sókn­arteyma sem eru að þróa lyf sem tengj­ast heila­sjúk­dóm­um.

Trúir á gott umhverfi

Það er kannski lang­sótt að tengja Allen, og feril hans, við litla Ísland og það sem það hefur upp á að bjóða, en þó ekki að öllu leyti. Hann er per­sónu­legur vinur Har­aldar Sig­urðs­son­ar, jarð­fræði­pró­fess­ors, sem hefur byggt upp hið metn­að­ar­fulla og skemmti­lega Eld­fjalla­safn í heimabæ sínum Stykk­is­hólmi.

Hér sést Paul Allen fagna NFL titlinum þegar Seattle Seahawks unnu hann.Eitt af því sem Allen segir að sé grunn­ur­inn að öllum tækninýj­ungum er sam­starf hins opin­bera og frum­kvöðla. Hann segir að lausnir á stórum vanda­málum séu aldrei leiddar fram af ein­hverjum einum aðila, heldur séu þær yfir­leitt með ára­tuga „með­göng­u“. 

Ekki aðeins með því að leiða saman fjár­magn við spenn­andi verk­efni, heldur líka að hjálp­ast að við að skapa gott umhverfi fyrir vöxt og tækni­fram­far­ir.

Allen trúir því að þetta að sé afar mik­il­vægt nú á tím­um, og hafa fjár­fest­ingar hans í flug- og geim­vís­indum - þar sem hann hefur meðal ann­ars fjár­magnað þróun á bylt­ing­ar­kenndum elds­neyt­is­skipti­bún­aði í lofti - byggt meðal ann­ars á þessu. Nú síð­ast kom fram ein stærsta flug­vél heims­ins frá nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki hans Strato­launch, en það fyr­ir­tæki var stofnað 2011 og vinnur að því að gera geim­ferðir þægi­legri og áreið­an­legri, til fram­tíðar lit­ið.

Í góðu ákjós­an­legu umhverfi leggja opin­berar stofn­anir og rann­sak­endur fram mik­il­væga vinnu sína - sem oft hefur verið knúin áfram í gegnum háskóla­starf - og á þessu geta síðan frum­kvöðlar og fjár­festar byggt. Allen telur að ganga þurfi mun lengra í sam­starfi mennta­stofn­anna og frum­kvöðla, meðal ann­ars með því að opna rann­sóknir meira fyrir fjár­fest­ingu á fyrri stig­um. 

Á heild­ina litið geti þetta leitt til góðra fjár­fest­inga­tæki­færa sem síðan flýta tækni­fram­för­um.

Mikil áhrif á nær­sam­fé­lagið

Í verki hefur hann gert þetta á sínu heima­svæði, sem er Seattle svæð­ið. Hann hefur fjár­fest að miklu leyti sínum fjár­munum á svæð­inu, og á til að mynda lands­svæði undir höf­uð­stöðvum Amazon og starfs­stöðum Oracle og Face­book í mið­borg Seattle.

Fjár­fest­ing­arnar dreifast líka á nýsköp­un­ar­verk­efni innan háskóla og utan, menn­ingu, fast­eigna­verk­efni, íþróttir (hann á bæði NBA liðið Portland Trail­blaz­ers og NFL liðið Seattle Sea­hawks), heil­brigð­is­rann­sóknir og raunar ýmis­legt fleira. Hann er þekktur safn­ari og hefur gefið Seattle borg 12 bóka­söfn og hið metn­að­ar­fulla Experience Music Project, sam­tímatón­list­ar­safn. Það var opnað árið 2000 og bera mikil merki arki­tektúr Franks Gehry.

Tónlistarsafnið í Seattle.Allen er dæmi um mann sem hefur óvenju mikla stefnu­festu þegar kemur að nýsköp­un­ar­fjár­fest­ing­um. Hann hefur átt mik­inn þátt í ótrú­legum upp­gangs­tímum á Seattle svæð­inu und­an­farna þrjá ára­tugi, líkt og fleiri frum­kvöðlar sem hafa valið að byggja fyr­ir­tæki sín upp á svæð­in­u. 

Góðar hug­myndir eins og hann sér þær, hafa langan fram­kvæmda­tíma, kalla á flókið sam­starf margra - bæði hins opin­bera og einka­fjár­festa - og hafa sam­fé­lags­legt mik­il­vægi sem leið­ar­ljós. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk