Fáráður sem þráir að vera dáður

Bókadómur um Fire and Fury eftir Michael Wolff, sem greinir frá stöðunni á bakvið tjöldin í Hvíta húsi Donald Trump.

Auglýsing
Fire and fury

Þótt enn sé bara jan­úar er nokkuð ljóst að umtal­að­asta bók árs­ins er þegar komin út. Fire and Fury, eftir Michael Wolff, fjallar um síð­ustu metra kosn­inga­bar­áttu Don­ald Trump, aðlög­un­ar­ferli hans og sam­starfs­manna hans að því að Trump tæki við sem for­seti Banda­ríkj­anna og fyrstu mán­uð­ina í Hvíta hús­inu. Bókin byggir á við­tölum við um 200 manns sem tengjast Trump eða starfa fyrir hann.

Í bók­inni rað­ar Wolff saman öllum þeim atburðum sem átt hafa sér stað á síð­asta tæpa eina og hálfa árinu og sýnir mynd af keis­ara sem er ekki í neinum föt­um, og varla í húð. Sú mynd sem Wolff dregur upp af Trump er af frekar ein­föld­um, upp­stökk­um, áhrifagjörnum og ofsa­lega sjálf­lægum manni sem hefur engar hug­sjón­ir, enga stefnu og þráir bara tvennt í líf­inu, við­ur­kenn­ingu og aðdá­un.

Í innsta hring for­set­ans tók­ust á þrí­r hóp­ar. Sá fyrsti var hóp­ur­inn í kring­um Steve Bannon, þá aðal­ráð­gjafar for­set­ans. Hann er popúlisti og ein­angr­un­ar­sinni sem vill skapa glund­roða í stjórn­sýslu Banda­ríkj­anna, reka harða inn­flytj­enda­stefnu og draga úr alþjóð­legri afskipta­semi rík­is­ins. 

Auglýsing

Annar hóp­ur­inn voru „hefð­bundn­u“ repúblikan­arn­ir, starfs­manna­stjór­inn Reince Priebus og næst­ráð­andi hans, Katie Walsh. Þriðji hóp­ur­inn er síðan fjöl­skylda Trump, dóttir­in Ivanka og maður henn­ar Jared Kus­hner, og fyrr­ver­andi Gold­man Sachs yf­ir­menn­irn­ir Gary Cohn og Dina Powell. Þessi hópur sam­anstendur að mestu af frjáls­lyndum demókröt­u­m. Bannon kall­aði þau Gold­man-Sachs demókrata. Og er sá eini sem enn er með Trump í Hvíta hús­inu.

Bók Wolff fjallar að miklu leyti um valda­bar­áttu þess­arra þriggja hópa og til­raunir þeirra til að hafa áhrif á for­set­ann.

Allir hóp­arnir virð­ast þó eiga það sam­eig­in­legt að líta á Trump sem fáráð. Rúm­lega sjö­tugt mann­barn sem hefur hvorki vits­muna­legan né til­finn­inga­legan þroska til að takast á við flestar hvers­dags­legar aðstæður með rök­rænum hætti, og hvað þá hæfi til að stýra vold­ug­asta ríki heims. Nán­ast allir sem starfa með hon­um, eða þurfa að umgang­ast hann, virð­ast hafa þessa skoð­un. 

Í bók­inni er rakið að Trump hafi helst ekki viljað lesa nokkuð og að hann væri oft­ast sam­mála síð­asta ræðu­manni. For­set­inn vill helst vera kom­inn upp í rúm um hálf sjö leytið á kvöldin með McDon­alds ham­borg­ara og Diet Coke til að horfa á sjón­varps­skjá­ina þrjá sem hann er með í svefn­her­bergi sínu. Á meðan að á þessu stendur hringir hann í allskyns fólk til að kvarta yfir sam­starfs­mönnum og lýsa gremju sinni með fram­gang mála. Þessi sím­töl for­set­ans eru talin vera ein helsta upp­spretta leka úr Hvíta hús­inu. Hinar valda­klík­urnar láku auð­vitað miklu líka, bæði í við­leitni sinni til að grafa undan and­stæð­ingum sínum innan Hvíta húss­ins og til að reyna að hafa áhrif á for­set­ann, sem með­tekur fyrst og fremst upp­lýs­ingar úr sjón­varpi.  

Það sem kemur mest á óvart við lestur bók­ar­innar er hvað hún kemur manni lítið á óvart. Það sem er nýtt í henni eru fínni blæ­brigði, yfir­lýs­ingar og stað­hæf­ingar per­sóna og leik­enda sem veita sumum aðstæð­unum meiri dýpt og skemmt­ana­gildi. 

Bók Wolff er vel skrif­uð, frá­sagn­ar­mát­inn skemmti­legur og  nokkuð sann­gjarn. Hann hrós­ar Trump fyrir ýmis­legt sem hann hefur afrekað en eyðir auð­vitað þorra púð­urs­ins í að rekja firruna sem for­set­inn er ábyrgur fyr­ir. Wolff leikur sér þó að eld­inum á nokkrum stöðum þegar hann rekur heilu sam­tölin manna á milli í beinni ræðu, sem aug­ljóst er að hann var ekki vitni að eða þátt­tak­andi í. 

Þótt við­brögð for­set­ans og nærum­hverfi hans við bók­inni hafi verið ofsa­fengin þá hafa athuga­semdir þeirra fyrst og síð­ast beinst að ákveðnum full­yrð­ingum við­mæl­enda, en ekki verið efn­is­legar athuga­semdir studdar rökum við þá mynd sem dregin er upp af for­seta sem veit ekk­ert hvað hann er að gera, og virð­ist alls ófær um að leyna því.

Nið­ur­staða: Fjórar stjörnur af fimm.

Fire and Fury – Inside the Trump White House

Mich­ael Wolff

336. bls

Henry Holt and Company 2018

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk