Mænusótt snýr aftur

Þrátt fyrir jákvæð teikn á lofti um að mænusótt myndi brátt heyra sögunni til þá bárust þau tíðindi fyrir skömmu að veiran hefði greinst í Venesúela.

Bólusetning - Mynd: Hvatinn
Auglýsing

Mænusótt (lömunarveiki) er veirusjúkdómur sem polioveiran veldur. Þó sýkingin lýsi sér í flestum tilfellum sem flensa lendir 1 af hverjum 1000 sem smitast af veirunni í því að veiran leggst á taugakerfið og getur hún valdið lömun.

Fyrir tæpum tveimur árum voru jákvæð teikn á lofti um að veiran heyrði brátt sögunni til, þökk sé góðum árangri bólusetninga. Hér á Íslandi hefur ekki komið upp tilfellu mænusóttar í háa herrans tíð, enda er bólusetning gegn veirunni ókeypis fyrir ungbörn.

Því miður ætlar það að reynast þrautin þyngri að losna alfarið við þennan vágest. En í síðustu viku bárust okkur sorglegar fréttir, þegar fyrsta mænusóttartilfellið síðan 1989 greindist í Delta Amacuro, einu af 23 ríkjum Venesúela.

Auglýsing

Þó hér sé aðeins um eitt tilfelli að ræða þá er staðsetning þess ógnvekjandi. Hingað til hafa mænusóttartilfelli, þó fá séu, helst verið að greinast í tveimur löndum, Pakistan og Afganistan en þar hefur bólusetningum einmitt verið ábótavant.

Nú er svo komið að Venesúela er að komast í sama hóp og ofantalin lönd hvað varðar bólusetningartíðni. Í Delta Amacuro héraði hefur bólusetningartíðni dottið niður í 67% og samhliða því hefur tilfellum mislinga, berkla og fleiri sýkinga fjölgað.

Ástæðan er því miður, eins og svo oft áður, fjárskortur. Venesúela hefur verið að ganga í gegnum skarpa niðursveiflu í efnahagsmálum og hefur fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónusta beðið heilmikla hnekki af því. Ungbarnabólusetningar eru nú af skornari skammti en áður og afleiðingar eftir því.

Þó hér sé um einstaklega sorgleg tíðindi að ræða vonum við að þetta verði til þess að opna augu stjórnvalda fyrir því hversu mikil hætta er fyrir höndum. Þegar upp er staðið sparast litlar fjárhæðir með því að skerða grunnheilbrigðisþjónustu og allra síst með því að skerða fyrirbyggjandi aðgerðir gegn sjúkdómum.

Fréttin birtist fyrst á Hvatanum

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk