Blockchain mun breyta fjölmiðlum

Blockchain býður upp á mikla möguleika fyrir fjölmiðla, segir Matt Coolidge í viðtali við Frey Eyjólfsson.

Civil
Auglýsing

Flest ný sprota­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­unum byggja starf­semi sína á blockchain-­tækni og þeirra trú er sú að blockchain eigi eftir að breyta öllum við­skiptum og þjón­ustu, skjala­geymslu, samn­inga­gerð, kosn­ingum og fleira á næstu árum. Eitt af þessum fyr­ir­tækjum er Civil, banda­rískt fjöl­miðla­fyr­ir­tæki sem notar blockchain tækn­ina til þess að selja og dreifa blaða­grein­um, útvarps­þáttum og öðru fjöl­miðla­efni. Fyr­ir­tækið hefur strax fengið fram­úr­skar­andi við­ur­kenn­ingar og margir eru farnir að tala um að Civil eigi jafn­vel eftir að breyta fjöl­miðla­heim­inum á bylt­ing­ar­kenndan hátt.  

Matt Coolidge, hjá Civil.Mikið hefur verið rætt og ritað um blockchain og mögu­leika þess. Blockchain-­tæknin bygg­ist á geymslu gagna í dreifðu kerfi, mörgum stöðv­um, blokk­um, en ekki mið­lægu kerfi. Þetta er á margan hátt ný teg­und af inter­neti þar sem eng­inn, hvorki fyr­ir­tæki né ein­stak­lingar eiga eða stýra kerf­inu, hver og einn sem notar kerfið heldur utan um gagn­geymsl­una. Þetta er ný og risa­vaxin gagna­geymsla sem býður upp á nýja mögu­leika, kerfið styrk­ist og eflist með hverri færslu. Blockchain er gagn­sætt kerfi, allar færslur eru rekj­an­leg­ar. Með þessu er hægt að fækka milli­lið­um, stunda við­skipti án þriðja aðila eins og banka og korta­fyr­ir­tækja. Það er von manna að blockchain geti aukið gegn­sæi, lækkað kostnað og eflt traust í við­skiptum og þjón­ust­u.  

Civil er mark­aðs­torg og vett­vangur fyrir sjálf­bæra blaða­mennsku þar sem þessi tækni er not­uð. Mark­miðið er að blása nýju lífi í frétta – og blaða­mennsku. Fjöl­miðlar fjár­magn­aðir með aug­lýs­ingum virð­ast vera renna sitt skeið, netið og ný staf­ræn tækni, nýjir miðlar hafa farið illa með hina hefð­bundnu miðla, við höfum séð fjöl­mörg þekkt fjömiðla­fyr­ir­tæki fara á hausinn, síð­ast liðin 15 ár hafa verið þung­bær fyrir fjöl­miðla út um allan heim.  

Auglýsing



Civil vill reyna snúa blað­inu við með nýrri tækni og nýrri hugsun þar sem blaða- og frétta­mað­ur­inn er ein­ungis í þjón­ustu við les­endur sína, algjör­lega frjáls og óháður aug­lýsend­um, eig­endum eða öðrum hags­muna­öfl­um.  Ég mælti mér mót við einn stofn­anda Civil, Matt Coolidge í höf­uð­stöðvum fyr­ir­tæk­is­ins í Brook­lyn. Þar var allt á iði, nýlega opn­aði fyr­ir­tækið nýjar starfs­stöðvar í Chicago, nýja podcastrás, nýja frétta­stofu. Fjöl­margir, þaul­reyndir blaða­menn hafa gengið til liðs við Civil.

Þetta eru spenn­andi tímar?

„Já, afar, það er allt að ger­ast. Síð­ast liðið haust náðum við að fjár­magna okkur með fimm millj­ónum doll­ara, þannig að nú er allt komið af stað, það er í raun bara tvö ár síðan við fórum af stað með þessa hug­mynd, birtum grein á Net­inu um sjálf­bæra blaða­mennsku, að reyna finna nýja leið til þess að stunda óháða, gagn­rýna og heil­brgða blaða­mennsku og köll­uðum fólk til liðs við okk­ur. Við fengum mikil við­brög við þess­ari grein og seinna fengum við þá hug­mynd að not­færa okkur blockchain-­tækn­ina til þess að láta þennan draum ræt­ast. Við erum öll með bak­grunn í fjöl­miðlum og til­gang­ur­inn með þessu fyr­ir­tæki er fyrst og fremst blaða­mennska, að stunda blaða­mennsku, bjarga henni. Þannig að þetta er drifið áfram af ástríðu og hug­sjón.“

Hvernig fædd­ist sú hug­mynd að nota blockchain?

„Við vildum skapa milli­liða­laust sam­band við les­end­ur, reyna að gera fjöl­miðla óháða aug­lýs­inga­tekjum og þá blasti við þessi dreifði og gagn­sæi gagna­flutn­ingur sem blockchain býður upp á. Þetta er ný hugs­un, nýtt rekst­ar­módel sem gæti blásið nýju lífi í fjöl­miðla, skapað heil­brigð­ara og betra umhverfi. Fjöl­miðlaum­hverfið í Banda­ríkj­unum er orðið mjög laskað og afskræmt, það eru fjög­ur, fimm risa­fyr­ir­tæki sem eiga og reka flestu stóru fjöl­miðl­ana, almenn­ingur ber minna traust til fjöl­miðla, rekstar­um­hverfið er erfitt.“   

En nú er búið að tala um blockchain í tíu ár, og í raun og veru ekki mikið gerst. Þetta er þung og erfið tækni, það eina sem hefur virki­lega sett mark sitt á við­skipta­heim­inn er bitcoin, sem sumir vilja meina að séu ein­ungis spila­pen­ing­ar. Ertu sann­færður um að blockchain sé tæknin til þess að knýja áfram nýtt og öðru­vísi resktr­ar­módel í fjöl­miðl­um?

„Ég er sann­færður um að blockchain muni hafa mikil áhrif á næstu árum með mjög marg­vís­legum hætti. Þessi umræða minnir mig á þegar menn voru ræða Netið í byrjun tíunda ára­tug­ar­ins, það voru ekki allir að skilja hvað var raun­veru­lega í vænd­um, svona ýmsar vanga­veltur og mik­ill efi. Fjöl­miðlar og önnur fyr­ir­tæki settu upp heima­síður og reyndu að net­væðast, en í byrjun var eng­inn að skilja til­gang­inn. Við vitum auð­vitað núna að Netið er gjör­sam­lega búið að breyta öllu. Það sama á við um blockchain, þetta er enn dálítið þoku­kennt, skrít­ið, nýtt, það eru mögu­leikar og við erum að átta okkur betur og betur á því í hverju þeir mögu­leikar eru fólgn­ir. En ég tel það skyn­sam­legt að vera með á nót­unum því blockchain er tækni­bylt­ing sem er hægt að bera saman við Net­ið. Blockchain verður kannski ekki eina tæknin sem á eftir að breyta fjöl­miðlum en hún mun sann­ar­lega eiga stóran þátt í því. Með raf­mynt eins og Etherum hefur opn­ast nýr heim­ur, hún er milli­liður og mark­aðs­torg sem er hægt að umbreyta í ann­ars­konar verð­mæti og gögn, ný tækni sem býður upp á mikla mögu­leika.“  



En það á eftir að taka ein­hvern tíma fyrir almenn­ing að aðlag­ast þessu nýja kerfi?

„Já, það er að fara af stað umbreyt­ing á Net­inu. “Web 2” til “Web 3”, fólk þarf ekki nauð­syn­lega að skilja tækn­ina á bak við þetta. Netið tók miklum breyt­ingum með Gogg­le, Face­book og Amazon og varð þessi risa vett­vangur við­skipta og sam­fé­lags­miðla, en Netið er eig­in­lega stýrt af þessum ris­um. Von­andi verður Net­ið, með nýrri blockchain-­tækni, byggður á meiri dreif­ingu. En það er alveg rétt, ný tækni eins og þessi tekur tíma. Það á eftir að taka tíma fyrir fólk að vej­ast þessu en við hjá Civil tökum það með í reikn­ing­inn þegar við skipu­leggjum okkur fram í tím­ann. Hins vegar þurfa okkar not­endur ekk­ert að vita um raf­mynt eða blockchain. Við ætlum að gefa út efni, fólk ger­ist áskrif­endur og fær sent til sín efni frá okk­ur.

Getur þú reynt að útskýra þessa tækni út – hvernig virkar þetta?

„Ci­vil er vett­vang­ur, stra­f­rænt torg fyrir sjálf­bæra blaða- og frétt­mennsku sem bygg­ist á Ether­eum blockchain tækni. Við erum með okkar eigin “Ci­vil -to­ken” sem teng­ist Etherum, þeir sem kaupa og hlaða því niður eru orðnir félags­menn og þáttak­end­ur. Þetta er ein­fald­lega hugnún­aður sem dreifir fjöl­miðla­efni með örugg­ari hætti en áður þekk­ist. Á þessum vett­vangi geta blaða­menn verið í beinu sam­bandi við les­endur sína, frjálsir og óháðir eig­end­um, mis­vitrum rit­stjórum, stjórn­völdum eða aug­lýsend­um. Blaða­menn geta sömu­leiðis fengið greitt fyrir vinnu sína og lifað á blaða­mennsku sem er orðið æði erfittt. Almenn­ingur getur stutt mik­il­væga rann­sókn­ar­blaða­mennsku, sem er því miður í hættu víðs vegar um heim­inn. Rann­sókn­ar­blaða­mennska og upp­lýs­ing er eitt það mik­il­væg­asta sem við höfum til þess að berj­ast gegn spill­ingu og ofbeldi og það er meg­in­mark­miðið með þess­ari starf­semi: að styrkja alvöru frétta- og blaða­mennsku. Fólk getur stutt blaða­menn bæði með fjár­fram­lögum og sömu­leiðis upp­lýs­ing­um, við vitum ekki um örugg­ara kerfi til þess að deila upp­lýs­ingum því allur gagna­flutn­ingur er dulkóð­aður í blockchain og það er nán­ast ógjörn­ingur að brjót­ast inn í þetta kerfi. Civil er skipt upp í nokkur “News­room” eða frétta­stof­ur, sem eru með mis­mun­andi áhersl­ur, sem þú getur valið að fylgja og styrkja.“

Það hefur gjarnan loðað við blockchain – þessi aktí­vis­mi, and­staða við núver­andi kerfi. Það er ákveðin upp­reisn í kringum þetta allt sam­an?

„Það felst mikil ögrun í þess­ari tækni, að þurfa hugsa hlut­ina upp á nýtt, það fer í taug­arnar á mörg­um. Ég held að mörg fyr­ir­tæki eigi eftir að fara flatt á því að hunsa þetta. En þetta er stór og mik­ill hópur í kringum blockchain og við hjá Civil erum engir full­trúar ein­hverrar blockchain hreyf­ing­ar. Við sjáum bara mikla mögu­leika með þess­ari tækni til þess að styða við frétta- og blaða­mennsku. Okkar megin hug­sjón er frjáls, óháð, sjálf­bær blaða­mennska. Við erum með mjög skýr yfir­mark­mið, sem ég held að sé alltaf hollt og gott fyrir öll fyr­ir­tæki og félaga­sam­tök. Við höfum sömu­leiðis mjög skýrar siða­reglur og okkar eigin stjórn­ar­skrá, við þyggjum ekki fé eða styrki frá vafasmömum aðil­um. Civil hugsar fyrst og fremt hags­muni almenn­ings – að almenn­ingur fái réttar upp­lýs­ing­ar, það ríki alvöru mál- og prent­frelsi. Þetta er í raun grund­vall­ar­reglur í allri fjöl­miðlum sem við fylgj­u­m.“

Og hvernig gengur – ertu bjart­sýnn að þetta gangi upp?

„Þetta hefur gengið vonum fram­ar, margir frá­bærir blaða­menn hafa gengið til liðs við okk­ur, við erum þá þegar komnir með fjöldan af áskrif­end­um. Við erum ekki að segja að við séum með “Lausn­ina” en þetta er ein lausn og von­andi gott for­dæmi fyrir aðra. Við erum mjög bjart­sýn.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiViðtal