Vendipunktur þjóðfélagsbreytinga greindur

Niðurstöður rannsóknar benda til þess að nokkuð litlir minnihlutahópar geti breytt viðhorfum í samfélögum. Þó breytingarnar geti verið af hinu góða geta þær einnig verið á hinn vegin og haft neikvæðar afleiðingar í för með sér.

fólk hvatinn
Auglýsing

Þjóðfélagsbreytingar eru sífellt að eiga sé stað í samfélögum manna. Viðhorf til hjónabanda samkynhneigðra og jafnréttis kynjanna eru dæmi um viðhorf sem hafa tekið breytingum í heiminum á undanförnum árum. En hvað þarf til? Hversu margir þurfa að breyta viðhorfum sínum til að þjóðfélagsleg breyting eigi sér raunverulega stað? Samkvæmt grein sem birtist í tímaritinu Science er svarið um það bil 25%.

Sú staðreynd að þjóðfélög manna eru afar flókin viðfangsefni hefur ekki gert vísindamönnum auðvelt fyrir. Rannsóknin er síður en svo sú fyrst ekki sú fyrsta sem reynir að svara þessari spurningu og hafa niðurstöður fyrri rannsókna bent til þess að vendipunkturinn sé einhvers staðar á bilinu 10-40%.

Umrædd rannsókn tók til 10 hópa fólks sem hver innihélt 20 þátttakendur. Hverjum þátttakanda var gefin fjárupphæð í skiptum fyrir það að samþykkja ákveðið nafn á manneskju sem sýnd var á mynd. Þegar nafnið var samþykkt innan þessa tilbúna samfélags voru bandalög af mismunandi stærðum sett af stað innan hópsins með þann tilgang að reyna að breyta nafninu.

Auglýsing

Í ljós kom að ef bandalagið samanstóð af minna en 25% af hópnum tókst ekki að breyta nafninu. Ef það var 25% eða meira tókst aftur á móti að breyta venjunni nokkuð hratt. Hvort ætlunarverk bandalagsins tókst gat munað aðeins einni manneskju í minnihlutahópnum.

Rannsóknarhópurinn lét reyna á niðurstöðuna frekar með því að bjóða þátttakendum hærri fjárupphæð til að halda sig við hið fyrir fram ákveðna nafn. Þrátt fyrir það tókst minnihlutahópi áfram að breyta nafninu innan hópsins.

Augljós vankantur á rannsókninni er sú að í raunverulegum samfélögum eru málin almennt töluvert flóknari. Höfundar rannsóknarinnar benda á að þættir á borð við það hversu rótgróin ákveðin venja er geti haft áhrif á það hvort hægt sé að breyta henni. Búist er við því að stærð minnihlutahópsins geti verið breytileg eftir því hver venjan sem reynt er að breyta er.

Niðurstöðurnar benda til þess að nokkuð litlir minnihlutahópar geti breytt viðhorfum í samfélögum. Þó breytingarnar geti verið af hinu góða benda höfundarnir á að þær geti einnig verið á hinn vegin og haft neikvæðar afleiðingar í för með sér.

Fréttin birtist fyrst á Hvatanum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiFólk