Vendipunktur þjóðfélagsbreytinga greindur

Niðurstöður rannsóknar benda til þess að nokkuð litlir minnihlutahópar geti breytt viðhorfum í samfélögum. Þó breytingarnar geti verið af hinu góða geta þær einnig verið á hinn vegin og haft neikvæðar afleiðingar í för með sér.

fólk hvatinn
Auglýsing

Þjóðfélagsbreytingar eru sífellt að eiga sé stað í samfélögum manna. Viðhorf til hjónabanda samkynhneigðra og jafnréttis kynjanna eru dæmi um viðhorf sem hafa tekið breytingum í heiminum á undanförnum árum. En hvað þarf til? Hversu margir þurfa að breyta viðhorfum sínum til að þjóðfélagsleg breyting eigi sér raunverulega stað? Samkvæmt grein sem birtist í tímaritinu Science er svarið um það bil 25%.

Sú staðreynd að þjóðfélög manna eru afar flókin viðfangsefni hefur ekki gert vísindamönnum auðvelt fyrir. Rannsóknin er síður en svo sú fyrst ekki sú fyrsta sem reynir að svara þessari spurningu og hafa niðurstöður fyrri rannsókna bent til þess að vendipunkturinn sé einhvers staðar á bilinu 10-40%.

Umrædd rannsókn tók til 10 hópa fólks sem hver innihélt 20 þátttakendur. Hverjum þátttakanda var gefin fjárupphæð í skiptum fyrir það að samþykkja ákveðið nafn á manneskju sem sýnd var á mynd. Þegar nafnið var samþykkt innan þessa tilbúna samfélags voru bandalög af mismunandi stærðum sett af stað innan hópsins með þann tilgang að reyna að breyta nafninu.

Auglýsing

Í ljós kom að ef bandalagið samanstóð af minna en 25% af hópnum tókst ekki að breyta nafninu. Ef það var 25% eða meira tókst aftur á móti að breyta venjunni nokkuð hratt. Hvort ætlunarverk bandalagsins tókst gat munað aðeins einni manneskju í minnihlutahópnum.

Rannsóknarhópurinn lét reyna á niðurstöðuna frekar með því að bjóða þátttakendum hærri fjárupphæð til að halda sig við hið fyrir fram ákveðna nafn. Þrátt fyrir það tókst minnihlutahópi áfram að breyta nafninu innan hópsins.

Augljós vankantur á rannsókninni er sú að í raunverulegum samfélögum eru málin almennt töluvert flóknari. Höfundar rannsóknarinnar benda á að þættir á borð við það hversu rótgróin ákveðin venja er geti haft áhrif á það hvort hægt sé að breyta henni. Búist er við því að stærð minnihlutahópsins geti verið breytileg eftir því hver venjan sem reynt er að breyta er.

Niðurstöðurnar benda til þess að nokkuð litlir minnihlutahópar geti breytt viðhorfum í samfélögum. Þó breytingarnar geti verið af hinu góða benda höfundarnir á að þær geti einnig verið á hinn vegin og haft neikvæðar afleiðingar í för með sér.

Fréttin birtist fyrst á Hvatanum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Samfélagslegar áskoranir og lýðræðislegt hlutverk háskóla
Kjarninn 18. maí 2021
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni
Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.
Kjarninn 18. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk