Kastljósið á Íslandi í FIFA-leikjasamfélaginu

Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir er yfirframleiðandi FIFA tölvuleiksins og starfar í Vancouver. Hún segir Ísland njóta góðs af því gríðarlega stóra fótboltasamfélagi sem leikurinn er, og það teygir sig um allan heim, allan sólarhringinn.

Iceland2018
Auglýsing

„Já, nú er Ísland bara með jafn mikla athygli á sér í leikn­um, og önnur lands­lið. Það er auð­vitað virki­lega gam­an,“ segir Sig­ur­lína Val­gerður Ingv­ars­dóttir (Lína), yfir­fram­leið­andi FIFA tölvu­leiks­ins, hjá EA fyr­ir­tæk­inu, sem gefur leik­inn út.

Hún sinnir starfi sínu frá Vancou­ver í Kanada en starfs­mannateymið hjá FIFA leiknum er einnig með starfs­stöð í Rúm­en­íu.

Fót­bolta­sam­fé­lag í tölvu­heim­inum

Mörg hund­ruð starfs­menn vinna við að halda þessu stærsta fót­bolta­sam­fé­lagi í tölvu­leikja­heim­in­um, sem fyrir finn­st, gang­andi. Það getur verið flók­ið, enda þús­undir manna að spila leik­inn á öllum tím­um. „Við gefum ekki út opin­berar tölur um fjölda spil­ara, en fjöld­inn er mik­ill, eins og fólk getur getið sér til um,“ segir Lína. 

Auglýsing

Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir, yfirframleiðandi FIFA.Hún segir mik­inn áhuga vera á Íslandi og það sé gaman að finna fyrir því, en íslenska lands­liðið kom nýtt inn í leik­inn í FIFA 18 útgáf­unni.

Lína hefur unnið um skeið hjá EA og sinnti áður yfir­manna­stöðu hjá Star Wars Battlefront tölvu­leiknum og starf­aði í Stokk­hólmi í Sví­þjóð. „Þegar ég hitti fólk úr FIFA teym­inu á ráð­stefnum og á fund­um, þá nefndi ég nú oft við þau að það væri gaman að sjá Ísland í leikn­um. Í fyrstu var hlegið að því, en síðan kom þetta nú bara eftir því sem meira kast­ljós kom á Ísland og árang­ur­inn var betri,“ segir Lína.

Öll flóra mann­lífs­ins

Hún segir að margir geri sér ekki grein fyrir hversu gríð­ar­lega mikið umfang sé á öllu mark­aðs­starfi sem fylgi tölvu­leik eins og FIFA, og að allur heim­ur­inn sé und­ir, og það í lif­andi heimi allan sól­ar­hring­inn. „Tölvu­leikja­iðn­að­ur­inn er nú þegar kom­inn fram úr kvik­mynda­iðn­aði og ég hef alltaf litið á tölvu­leiki sem einn miðil í boði er. Svipað og bækur eða annað þar sem upp­lýs­ingum er miðl­að. Þetta er lif­andi heimur og það er mik­ill mis­skiln­ingur að þeir sem spili tölvu­leiki séu fyrst og fremst strákar og karl­menn á aldr­inum 18 til 35 ára. Tölvu­leikir eru farnir að ná til allra hópa,“ segir Lína.

Hún segir það líka ánægju­legt, að konur séu sífellt að fá meiri athygli í íþrótta­leikj­um. Í FIFA eru kvenna­lands­lið þegar komin til leiks, og það sama má segja um NBA Live þar sem WNBA lið eru meðal þeirra sem not­endur geta stýrt. „Þetta er ánægju­legt, hefur fengið góðar við­tökur og á eftir að aukast enn frekar, geri ég ráð fyr­ir,“ segir Lína.

Í nýj­ustu útgáfu leiks­ins, sér­stakri við­hafnar­út­gáfu vegna HM í Rúss­landi, er íslenska liðið mætt til leiks í nýjum bún­ing­um. Vík­inga­klappið er komið á sinn stað, en margir sökn­uðu þess að það hefði ekki fylgt með inn í leik­inn þegar íslenska liðið var loks­ins komið í leik­inn. „Það var nú ekki hægt að sleppa því,“ segir Lína.

HÚH!

Þegar spil­aðir eru leikir með Íslandi í leikn­um, og það vinn­ur, þá fagna leik­menn með áhorf­end­um, með Aron Einar Gunn­ars­son fyr­ir­liða í broddi fylk­ing­ar, og taka vík­inga­klappið víð­fræga. Sann­ar­lega skemmti­legt að sjá hverstu djúpt þessi fögn­uður - sem fór eins og eldur í sinu um heim­inn frá EM í Frakk­landi 2016 - náð í sam­fé­lögum víða. Ímynd Íslands er bein­línis orðin bein­tengd klapp­inu.



Lína stóð á svið­inu á einni stærstu leikja­ráð­stefnu sem fram fer árlega í heim­in­um, Elect­ronic Enterta­in­ment Expo í Los Ang­el­es, og kynnti þar nýj­ungar í FIFA tölvu­leikn­um. EA heldur við­burða­dag­skrá sína í vik­unni áður en ráð­stefnan sjálf hefst, og var marg­menni á henni.

Stærstu tíð­indin í þetta skiptið voru þau, að nú er Meist­ara­deild Evr­ópu komin inn í tölvu­leik­inn og verður hluti af nýjum leik, FIFA 19, sem kemur út 28. sept­em­ber næst­kom­andi. „Not­endur leiks­ins höfðu kallað eftir því að fá Meist­ara­deild­ina inn og nú er hún að koma inn,“ segir Lína.

Lína á ráðstefnu EA á dögunum, þar sem Meistaradeild Evrópu var kynnt inn sem hluti af FIFA leiknum.

Hluta­bréfin hafa rokið upp

EA er stórt fyr­ir­tæki í tölvu­leikja­heim­in­um, og nemur mark­aðsvirði þess 42,7 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 5 þús­und millj­örðum króna. Það er upp­hæð sem nemur um átt­földu virði íslenska hluta­bréfa­mark­að­ar­ins. 

Gengi bréfa félags­ins hefur rokið upp að und­an­förnu, er nú í kringum 140, en í des­em­ber síð­ast­liðnum var það um 100.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiViðtal