Svefnleysi og efnaskipti

Passið upp á svefninn ykkar. Hann gerir meira fyrir ykkur en ykkur grunar.

hvata despair
Auglýsing

Nú er runninn upp sá tími ársins sem Íslendingar reyna að koma skikki á sinn eigin svefn sem og svefn barna sinna meðan haustrútínan skellur á. Svefnleysi og truflanir á svefni geta valdið fólki mikilli vanlíðan og fjölmargir sjúkdómar virðast hafa aukna tíðni meðal þeirra sem t.d. vinna næturvinnu eða eiga erfitt með svefn.

Truflanir í efnaskiptaferlum líkamans koma oft fram sem sjúkdómar eins og sykursýki, týpa tvö, og offita. Þessir tveir sjúkdómar eru einmitt algengari hjá fólki sem vinnur næturvinnu, samanborið við þá sem vinna á daginn.

Í rannsókn sem rannsóknarhópur við Uppsala Universitet birti í Science Advances er ljósi varpað á þá ferla sem hugsanlega liggja að baki þessari þróun.

Auglýsing

Fimmtán heilbrigðir sjálfboðaliðar voru viðfangsefni rannsóknarinnar. Allir þátttakendur þurftu að undirgangast sömu meðferð. Annars vegar sváfu þátttakendur fullan 8 klukkustunda svefn og hins vegar var þeim haldið vakandi yfir heila nótt. Í báðum tilfellum fór fram vefjasýnasöfnun úr þátttakendur, blóð-, fituvefs- og vöðvasýni.

DNA var einangrað úr bæði fituvefs- og vöðvasýnunum en sameindir sem spá fyrir um ýmis efnaskiptaferli voru einnig skotmark allra vefjasýnanna, sér í lagi blóðsýnisins. Mesta athygli vöktu þó breytingar á erfðaefninu sem einangrað var úr fituvefnum.

Þó allar frumur líkamans geymi sama erfðaefni er misjafnt eftir vefjaverð hvaða gen eru tjáð hverju sinni. Þessu er stjórnað með margvíslegum hætti, ein algeng leið sem líkamsfrumur okkar nota kallast utangenaerfðir, þ.e. merkingar utan á erfðaefnið sem annð hvort lokar því eða auðveldar aðgang að þeim.

Ein týpa slíkra merkinga er metýlering á DNA-inu, sem lokar erfðaefninu svo tjáningin minnkar eða stöðvast. Þegar þátttakendur höfðu fengið lítinn svefn varð mikil breyting á metýleringu erfðaefnisins í fituvef þeirra. Þær utangenamerkingar sem hópurinn sá í þátttakendum eftir svefnlitla nótt voru svipaðar þeim sem sjást í fólki með sykursýki, týpu tvö, eða offitu.

Sömu breytingar var ekki að merkja í vöðvasýnunum, en þar voru þó breytingar á efnaskiptaferlum sem bentu til þess að vöðvinn væri að hefja niðurbrot prótína. Sem gefur til kynna upphafið að vöðvarýrnun. Samhliða þessu mældust smávægilegar breytingar í blóðsýnum sem gefa til kynna minnkað blóðsykursnæmi.

Þessar mælingar fengust úr einstaklingum sem höfðu upplifað eina svefnlausa nótt. Þó breytingarnar hafi verið vel mælanlegar er líklegt að þær geti gengið til baka þegar svefninn kemst í samt lag. Slíkt er þó alls ekki gefið fyrir einstaklinga sem vinna á næturnar. Mögulega getur svefnleysi til lengri tíma leitt til langvarandi breytinga á genatjáningu í þessum tveimur mikilvægu vefjatýpum, fitu og vöðvum.

Þessar rannsóknir ríma vel við þá upplifun sem margir hafa af svefnleysi, þ.e. erfiðleikar við að hreyfa sig og almennt orkuleysi sem oft er erfitt að svala nema með orkumiklum mat eins og sælgæti.

Skilaboð dagsins eru þess vegna að passa uppá svefninn sinn, hann gerir meira fyrir okkur en okkur grunar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk