Hvað mun Apple kynna í dag?

Atli Stefán Yngvason, einn ráðenda Tæknivarpsins, fer yfir þær nýju vörur sem búast má við að Apple kynni til leiks á kynningu sinni síðar í dag, og þær sem ólíklegra er að líti dagsins ljós.

Apple
Auglýsing

Apple verður með kynn­ingu á í dag 12. sept­em­ber klukkan 17:00 íslenskum tíma og er það árlegur við­burður til að kynna iPho­ne. Ýmsar aðrar vörur hafa reyndar einnig verið kynntar sam­hliða nýjum iPho­ne. Boðskortið sem er sent út gefur alltaf ein­hverjar vís­bend­ing­ar, og fyrst hélt ég að hring­laga Apple Watch úr væri á leið­inni en svo er víst ekki. Hring­ur­inn á boðskort­inu vísar til Steve Jobs Thea­ter bygg­ingar Apple sem er í miðjum Apple Park. Þessi kopar eða gullni litur gæti reyndar vísað til þess að nýr litur sé á leið­inni fyrir iPhone X og Watch series 4.Boðskortið sem fór út fyrir kynn­ingu Apple 12.9.2018.

Hvað hefur verið kynnt áður á haustin?

Áður en við förum að giska á hvað verður kynnt, þá skulum við skoða hvað hefur verið kynnt áður á sama við­burði síð­ustu árin. Síð­asta boðskort vís­aði einnig til Steve Job Thea­ter, sem var nýtt þá, og stóð á kort­inu „Let’s meet at our place”. Það var frekar stór kynn­ing, og kynnti Apple þar „fram­tíð snjall­sím­ans” eða iPhone X sím­ann með FaceID and­litsaflæs­ara í stað TouchID fingrafara­les­ara. Þetta gerði Apple kleift að stækka skjá á kostnað fram­hliðar og er skjár­inn þá 82,9% af fram­hlið sím­ans. Það sló reyndar engin met út og eru til símar með hærra hlut­fall en það (þá Sam­sung Galaxy S8 með 83,6%). 

Í nær öllu mark­aðs­efni sím­ans var að finna hakið (e. notch) sem geymir FaceID og viti menn þá eltu flestir á mark­aði þá hönnun (eða var Apple að elta Essential?). Ásamt iPhone X voru tveir aðrir símar kynnt­ir: iPhone 8 og 8 plus, sem eru eig­in­lega bara iPhone 7s og 7s plus sím­ar. Þeir fengu þó alveg góða upp­færslu og var ég mjög ánægður með iPhone 8 plus (og það er sím­inn sem ég mæli með þessa dag­ana). Svo fengum við Watch series 3, TV 4K og Air­power (sem er enn ekki komið út). 

Auglýsing

Árið 2016 fengum við iPhone 7 og 7 plus, ásamt þeim vin­sælu Air­pods. Í októ­ber sama ár var svo annar við­burður til að kynna Mac­book Pro tölv­urnar (með Touch bar, sem ég er ekk­ert svak­lega hrif­inn af). Árið 2015 var þétt og þar fengum við iPhone 6s og 6s plus, iPad mini 4, iPad pro 12.9, Pencil og Smart key­bo­ard. En þá kom engin októ­ber kynn­ing. Árið 2014 þá stækk­aði Apple loks­ins iPhone og gaf út iPhone 6 og 6 plus sem margir höfðu beðið eft­ir. Einnig var kynnt Apple Watch og Apple Pay þjón­ust­an. Í októ­ber sama ár var svo annar við­burður til að kynna iPad Air 2, iPad mini 3 og iMac 5K ret­ina.

Þannig með því að rekja okkur stutt aftur í tím­ann, sjáum við að Apple kynnt aðar vörur en iPhone á sept­em­ber við­burði og stundum bætt við öðrum við­burði í októ­ber til að kynna ann­að. Það er lík­lega gert til að taka ekki of mikla athygli af iPho­ne, sem er ábyrgur fyrir 60–70% tekjum Apple.

Hvað er verður lík­lega kynnt?

Byrjum á því að skoða hvað verður lík­lega kynnt, miðað við leka og orðróma.

Þrír iPhone símar

Það er nær öruggt að nýr iPhone X sími verði kynnt­ur, eða „s” útgáfa hans með hrað­ari örgjörva, von­andi betra FaceID (TouchID seinni kyn­slóð kom reyndar ekki út fyrr en tveimur árum eftir fyrri) og nýjum lit (sem er búið leka mynd af). Svo kemur stærri iPhone X með 6,5” skjá sem er ekki víst að muni heita „plu­s”. Talið er að sím­arnir muni heita iPhone Xs (lík­legt) og iPhone Xs max (ólík­leg­t). 9TO5Mac.com náði víst að hnupla myndum frá Apple með ein­hverjum hætti (sem síðan vill ekki gefa upp) ásamt nafn­inu „Xs”. Á mynd­inni er nýtt vegg­fóður sem á víst að vera yfir­borð sápu­kúlu í nær­mynd. Sím­arnir koma í þriðja litnum sem virð­ist vera gull. Það verður áhuga­vert að sjá hvernig bak­hliðin kemur út í gulli. Orðrómur er um að iPhone Xs verði 100­USD ódýr­ari en iPhone X (899­USD) og að stærri sím­inn byrji í 999­USD að minnsta kosti. Þá er mögu­leiki að stærri sím­inn muni kosta nálægt 170 þús­und hér á landi til að byrja.iPhone Xs og Xs max?

iPhone Xc

Svo er einnig orðrómur um þriðja iPhone X sím­ann: iPhone Xc. Það á að vera ódýr­ari iPhone X sími með LCD skjá, sem er aðeins lak­ari OLED skjár­inn á iPhone X. Hann á að vera með 6,1" skjá, FaceID, styður snerti­hleðslu (gler­bak) og með álramma (ekki stál­ramma). Hann á að vera verð­lagður fyrir neðan iPhone X, en verður þó með stærri skjá (5,8"). Margir segja að þetta sé sími fyrir Asíu­mark­að. Apple hefur áður reynt að vera með ódýr­ari iPhone fyrir Asíu­markað með iPhone SE sím­an­um. Það gekk víst ekk­ert svo vel, því sá sími var ein­fald­lega of lít­ill (byggður á iPhone 5 með 4" skjá). Til að þessum síma gangi bet­ur, verður lík­lega pláss fyrir tvö sím­kort sem er vin­sælt í Kína. iPhone Xc fer lík­lega EKKI í sölu á sama tíma, til að gefa iPhone Xs símunum smá for­skot á vest­rænum mörk­uð­um.

iPhone Xs, iPhone Xc og iPhone Xs max?

Apple Watch Series 4

Það er einnig mjög lík­legt að Apple Watch Series 4 verði kynnt og er búið að leka einni mynd af því. Úrið verður víst aðeins þynnra (lægra), skjár­inn stækkar út í kanta, nýjan hljóð­nema og allir takkar verða snert­i-hrist­i-takkar (solid state með force touch). Það er aðeins búið að tóna niður rauða blett­inn frá Series 3 LTE úrinu og nú situr eftir aðeins skárri rauð lína. Það er ekki víst hvort úrið á mynd­inni sé úr áli eða stáli, flestir giska að þetta sé mjög bónað ál. Þarna er líka hægt að sjá nýtt watch face, sem býður upp á níu „complications” sem er svaka­legt. Margir eru hrifnir af þess­ari nálgun að setja eins mikið af upp­lýs­ingum á skjá­inn frekar en að hafa hann lát­laus­an. Ef þú ert á annað borð að setja tölvu á úln­lið­in, þá er eins gott að nýta hana fyrir upp­lýs­ing­ar.

Apple Watch Series 4

Hvað verður lík­lega ekki kynnt?

Það er ótrú­lega mikið af orðrómum í gangi, en ekk­ert af svona sterkum lekum eins og þessum tveimur með iPhone Xs og Watch Series 4.

Air­pods 2

Heyrst hefur af Air­pods 2 heyrnatólum eða Air­pods Plus heyrnatól­um. Air­pods 2 eiga að vera vatns­held og kannski með betri hleðslu. Air­pods plus eiga að vera með noise cancellation, betri Hey Siri fídus og með mun betri heðslu. Air­pods Plus eru lík­lega ekki kynnt í dag, en Air­pods 2 eru ekk­ert út úr mynd­inni. Það hefur gengið illa að fram­leiða þau, þannig það kæmi mér ekki á óvart að þau fengu smá upp­færslu og með því myndi fylgja smá vatns­heldni. Svo á auð­vitað setja snerti­hleðslu í Air­pods vögg­una og það gæti verið eina sem við fáum í ár í heyrnatól­um.

Mac­book Air

Það er þrá­látur orðrómur um nýja Mac­book Air, eða ein­hvers konar arf­taka henn­ar. Sú tölva lifir enn góðu lífi þrátt fyrir lélegan skjá (ekki með ret­ina upp­lausn), mjög gamla hönn­un, eldra lykla­borð Apple (sem er reyndar mjög gott) og Thund­er­bolt 2 (ekki Thund­er­bolt 3). En það er vegna þess að hún kostar 999­USD og er „skóla­tölva” Apple. Mac­book 12" far­tölvan hefur ekki enn tekið við af Mac­book Air, og er enn þá of dýr (1.299­US­D). Svo finnst mörgum skjár­inn of lít­ill. Mjög lík­lega verður þessi nýja tölva verði geymd fyrir seinni við­burð í októ­ber. Lík­legt er að Apple breyti Mac­book Pro 13" án touch bar (Mac­book Escape) og geri eitt­hvað við hana til að lækka hana í verði (US­B-C en ekki Thund­er­bolt 3?).

iPad Pro

Svo er alveg kom­inn tími á iPad Pro spjald­tölvu­lín­una. Hún fékk síð­ast upp­færslu sum­arið 2017 og þá kom iPad Pro 10.5" á mark­að­inn (og 12.9" fékk nýjan örgjörva). Það lak út þrí­vídd­ar­mynd af mögu­legum iPad Pro og þar má sjá að TouchID er far­ið, smart conn­ector tengið hefur fær­st, jack-tengið horfið og hönn­unin svipar til afkvæmis iPhone 4 og iPhone X í spjald­tölvu­stærð. Nokkuð góðir orðrómar segja að 10,5" skjár­inn verði 11" án þess að stækka sjálfa tölv­una, en að 12,9" skjár­inn haldi sér á meðan tölvan minnkar aðeins.

Hér smá sjá mynd­band af þrí­vídd­ar­mynd­inni.Af þessu þrennu (Air­pods 2, Mac­book Air og iPad Pro) þá eru iPad Pro það sem kemur til greina að verði kynnt ásamt iPhone Xs, Xs max, Xc og Watch Series 4. Hitt er allt út úr mynd­inni.

Loka­orð

Þetta verður án efa mjög þétt og flott kynn­ing hjá Apple eins og vana­lega. Tveir glæ­nýir símar og úr er heill hell­ingur til að kynna og það verður erfitt að sjá Apple ná að koma fleiri vörum fyr­ir. Stærri iPhone Xs er eitt­hvað sem við vissum að væri á leið­inni og mun sá sími örugg­lega njóta mik­illa vin­sælda hér á landi. Á meðan úrið kemst ekki á far­síma­kerfi á Íslandi, mun það lík­lega ekki selj­ast nógu vel, þó mín kaup séu tryggð. Ef við fáum að sjá aðrar vörur þá er verður það bón­us.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk