Hvað mun Apple kynna í dag?

Atli Stefán Yngvason, einn ráðenda Tæknivarpsins, fer yfir þær nýju vörur sem búast má við að Apple kynni til leiks á kynningu sinni síðar í dag, og þær sem ólíklegra er að líti dagsins ljós.

Apple
Auglýsing

Apple verður með kynningu á í dag 12. september klukkan 17:00 íslenskum tíma og er það árlegur viðburður til að kynna iPhone. Ýmsar aðrar vörur hafa reyndar einnig verið kynntar samhliða nýjum iPhone. Boðskortið sem er sent út gefur alltaf einhverjar vísbendingar, og fyrst hélt ég að hringlaga Apple Watch úr væri á leiðinni en svo er víst ekki. Hringurinn á boðskortinu vísar til Steve Jobs Theater byggingar Apple sem er í miðjum Apple Park. Þessi kopar eða gullni litur gæti reyndar vísað til þess að nýr litur sé á leiðinni fyrir iPhone X og Watch series 4.Boðskortið sem fór út fyrir kynningu Apple 12.9.2018.

Hvað hefur verið kynnt áður á haustin?

Áður en við förum að giska á hvað verður kynnt, þá skulum við skoða hvað hefur verið kynnt áður á sama viðburði síðustu árin. Síðasta boðskort vísaði einnig til Steve Job Theater, sem var nýtt þá, og stóð á kortinu „Let’s meet at our place”. Það var frekar stór kynning, og kynnti Apple þar „framtíð snjallsímans” eða iPhone X símann með FaceID andlitsaflæsara í stað TouchID fingrafaralesara. Þetta gerði Apple kleift að stækka skjá á kostnað framhliðar og er skjárinn þá 82,9% af framhlið símans. Það sló reyndar engin met út og eru til símar með hærra hlutfall en það (þá Samsung Galaxy S8 með 83,6%). 

Í nær öllu markaðsefni símans var að finna hakið (e. notch) sem geymir FaceID og viti menn þá eltu flestir á markaði þá hönnun (eða var Apple að elta Essential?). Ásamt iPhone X voru tveir aðrir símar kynntir: iPhone 8 og 8 plus, sem eru eiginlega bara iPhone 7s og 7s plus símar. Þeir fengu þó alveg góða uppfærslu og var ég mjög ánægður með iPhone 8 plus (og það er síminn sem ég mæli með þessa dagana). Svo fengum við Watch series 3, TV 4K og Airpower (sem er enn ekki komið út). 

Auglýsing

Árið 2016 fengum við iPhone 7 og 7 plus, ásamt þeim vinsælu Airpods. Í október sama ár var svo annar viðburður til að kynna Macbook Pro tölvurnar (með Touch bar, sem ég er ekkert svaklega hrifinn af). Árið 2015 var þétt og þar fengum við iPhone 6s og 6s plus, iPad mini 4, iPad pro 12.9, Pencil og Smart keyboard. En þá kom engin október kynning. Árið 2014 þá stækkaði Apple loksins iPhone og gaf út iPhone 6 og 6 plus sem margir höfðu beðið eftir. Einnig var kynnt Apple Watch og Apple Pay þjónustan. Í október sama ár var svo annar viðburður til að kynna iPad Air 2, iPad mini 3 og iMac 5K retina.

Þannig með því að rekja okkur stutt aftur í tímann, sjáum við að Apple kynnt aðar vörur en iPhone á september viðburði og stundum bætt við öðrum viðburði í október til að kynna annað. Það er líklega gert til að taka ekki of mikla athygli af iPhone, sem er ábyrgur fyrir 60–70% tekjum Apple.

Hvað er verður líklega kynnt?

Byrjum á því að skoða hvað verður líklega kynnt, miðað við leka og orðróma.

Þrír iPhone símar

Það er nær öruggt að nýr iPhone X sími verði kynntur, eða „s” útgáfa hans með hraðari örgjörva, vonandi betra FaceID (TouchID seinni kynslóð kom reyndar ekki út fyrr en tveimur árum eftir fyrri) og nýjum lit (sem er búið leka mynd af). Svo kemur stærri iPhone X með 6,5” skjá sem er ekki víst að muni heita „plus”. Talið er að símarnir muni heita iPhone Xs (líklegt) og iPhone Xs max (ólíklegt). 9TO5Mac.com náði víst að hnupla myndum frá Apple með einhverjum hætti (sem síðan vill ekki gefa upp) ásamt nafninu „Xs”. Á myndinni er nýtt veggfóður sem á víst að vera yfirborð sápukúlu í nærmynd. Símarnir koma í þriðja litnum sem virðist vera gull. Það verður áhugavert að sjá hvernig bakhliðin kemur út í gulli. Orðrómur er um að iPhone Xs verði 100USD ódýrari en iPhone X (899USD) og að stærri síminn byrji í 999USD að minnsta kosti. Þá er möguleiki að stærri síminn muni kosta nálægt 170 þúsund hér á landi til að byrja.iPhone Xs og Xs max?

iPhone Xc

Svo er einnig orðrómur um þriðja iPhone X símann: iPhone Xc. Það á að vera ódýrari iPhone X sími með LCD skjá, sem er aðeins lakari OLED skjárinn á iPhone X. Hann á að vera með 6,1" skjá, FaceID, styður snertihleðslu (glerbak) og með álramma (ekki stálramma). Hann á að vera verðlagður fyrir neðan iPhone X, en verður þó með stærri skjá (5,8"). Margir segja að þetta sé sími fyrir Asíumarkað. Apple hefur áður reynt að vera með ódýrari iPhone fyrir Asíumarkað með iPhone SE símanum. Það gekk víst ekkert svo vel, því sá sími var einfaldlega of lítill (byggður á iPhone 5 með 4" skjá). Til að þessum síma gangi betur, verður líklega pláss fyrir tvö símkort sem er vinsælt í Kína. iPhone Xc fer líklega EKKI í sölu á sama tíma, til að gefa iPhone Xs símunum smá forskot á vestrænum mörkuðum.

iPhone Xs, iPhone Xc og iPhone Xs max?

Apple Watch Series 4

Það er einnig mjög líklegt að Apple Watch Series 4 verði kynnt og er búið að leka einni mynd af því. Úrið verður víst aðeins þynnra (lægra), skjárinn stækkar út í kanta, nýjan hljóðnema og allir takkar verða snerti-hristi-takkar (solid state með force touch). Það er aðeins búið að tóna niður rauða blettinn frá Series 3 LTE úrinu og nú situr eftir aðeins skárri rauð lína. Það er ekki víst hvort úrið á myndinni sé úr áli eða stáli, flestir giska að þetta sé mjög bónað ál. Þarna er líka hægt að sjá nýtt watch face, sem býður upp á níu „complications” sem er svakalegt. Margir eru hrifnir af þessari nálgun að setja eins mikið af upplýsingum á skjáinn frekar en að hafa hann látlausan. Ef þú ert á annað borð að setja tölvu á úlnliðin, þá er eins gott að nýta hana fyrir upplýsingar.

Apple Watch Series 4

Hvað verður líklega ekki kynnt?

Það er ótrúlega mikið af orðrómum í gangi, en ekkert af svona sterkum lekum eins og þessum tveimur með iPhone Xs og Watch Series 4.

Airpods 2

Heyrst hefur af Airpods 2 heyrnatólum eða Airpods Plus heyrnatólum. Airpods 2 eiga að vera vatnsheld og kannski með betri hleðslu. Airpods plus eiga að vera með noise cancellation, betri Hey Siri fídus og með mun betri heðslu. Airpods Plus eru líklega ekki kynnt í dag, en Airpods 2 eru ekkert út úr myndinni. Það hefur gengið illa að framleiða þau, þannig það kæmi mér ekki á óvart að þau fengu smá uppfærslu og með því myndi fylgja smá vatnsheldni. Svo á auðvitað setja snertihleðslu í Airpods vögguna og það gæti verið eina sem við fáum í ár í heyrnatólum.

Macbook Air

Það er þrálátur orðrómur um nýja Macbook Air, eða einhvers konar arftaka hennar. Sú tölva lifir enn góðu lífi þrátt fyrir lélegan skjá (ekki með retina upplausn), mjög gamla hönnun, eldra lyklaborð Apple (sem er reyndar mjög gott) og Thunderbolt 2 (ekki Thunderbolt 3). En það er vegna þess að hún kostar 999USD og er „skólatölva” Apple. Macbook 12" fartölvan hefur ekki enn tekið við af Macbook Air, og er enn þá of dýr (1.299USD). Svo finnst mörgum skjárinn of lítill. Mjög líklega verður þessi nýja tölva verði geymd fyrir seinni viðburð í október. Líklegt er að Apple breyti Macbook Pro 13" án touch bar (Macbook Escape) og geri eitthvað við hana til að lækka hana í verði (USB-C en ekki Thunderbolt 3?).

iPad Pro

Svo er alveg kominn tími á iPad Pro spjaldtölvulínuna. Hún fékk síðast uppfærslu sumarið 2017 og þá kom iPad Pro 10.5" á markaðinn (og 12.9" fékk nýjan örgjörva). Það lak út þrívíddarmynd af mögulegum iPad Pro og þar má sjá að TouchID er farið, smart connector tengið hefur færst, jack-tengið horfið og hönnunin svipar til afkvæmis iPhone 4 og iPhone X í spjaldtölvustærð. Nokkuð góðir orðrómar segja að 10,5" skjárinn verði 11" án þess að stækka sjálfa tölvuna, en að 12,9" skjárinn haldi sér á meðan tölvan minnkar aðeins.

Hér smá sjá myndband af þrívíddarmyndinni.


Af þessu þrennu (Airpods 2, Macbook Air og iPad Pro) þá eru iPad Pro það sem kemur til greina að verði kynnt ásamt iPhone Xs, Xs max, Xc og Watch Series 4. Hitt er allt út úr myndinni.

Lokaorð

Þetta verður án efa mjög þétt og flott kynning hjá Apple eins og vanalega. Tveir glænýir símar og úr er heill hellingur til að kynna og það verður erfitt að sjá Apple ná að koma fleiri vörum fyrir. Stærri iPhone Xs er eitthvað sem við vissum að væri á leiðinni og mun sá sími örugglega njóta mikilla vinsælda hér á landi. Á meðan úrið kemst ekki á farsímakerfi á Íslandi, mun það líklega ekki seljast nógu vel, þó mín kaup séu tryggð. Ef við fáum að sjá aðrar vörur þá er verður það bónus.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk