Staðfest að í það minnsta ein hákarlategund er alæta

Ný rannsókn sýnir að ekki allir hákarlar eru kjötætur. Að minnsta kosti ein tegund getur melt sjávargras.

Hákarl
Auglýsing

Vísindamenn, ásamt okkur hinum, hafa lengi talið að allir hákarlar væru kjötætur. Nú hefur komið í ljós að í það minnsta ein tegund hákarla er í raun alæta.

Tegundin sem um ræðir nefnist Shyrna tiburo og er skyld sleggjuháfum. Hákarlar af tegundinni eru nokkuð smávaxnir og vega fullvaxnir einstaklingar tæp sex kílógrömm. Heimkynni þeirra eru í höfum í kringum Bandaríkin þar sem þeir eru afar algengir.

Vísindamenn hafa vitað í rúman áratug að tegundin étur sjávargras og hefur það fundist í háu hlutfalli í maga þeirra. Þangað til nýlega var þó talið að hákarlarnir ætu plöntuna hreinlega óvart við fæðuleit og að þeir gætu í raun ekki nýtt hana sem næringu.

Auglýsing

Samantha Leigh, vist- og þróunarfræðingur við University of California, Irvine vildi kanna vort og þá hversu mikið sjávargras hákarlar af tegundinni gætu melt.

Rannsóknarhópur með Leigh í fararbroddi safnaði sjávargrasi og kom því fyrir í búri á rannsóknarstöð sinni. Út í vatnið var sett ákveðin kolefnissamsæta sem plönturnar taka upp og er auðþekkjanlega við greiningu.

Næst prófaði rannsóknarhópurinn að gefa fimm hákörlum fæðu sem samanstóð af 90% sjávargrasi og 10% smokkfiski.

Í myndbandu hér að neðan má sjá einn hákarl í rannsókninni éta seagrass og það greinilega ekki óvart:

Eftir þrjár vikur á þessu fæði kom í ljós að allir hákarlarnir höfðu þyngst sem benti til þess að þeir væru í raun að fá næringu úr sjávargrasinu. Til að komast að því hvort og hversu mikið af plöntunni dýrin náðu að melta voru framkvæmdar blóðprufur sem prófuðu fyrir fyrrnefndri kolefnissamsætu. Í ljós kom að há gildi af sansætunni var að finna í blóði hákarlanna og í lifrarvef þeirra. Þetta staðfesti enn frekar að hákarlarnir væru í raun að melta plöntuna.

Að auki komust vísindamennirnir að því að ákveðnar gerðir meltingaensíma sem brjóta niður trefjar og kolvetni voru til staðar í miklum mæli í hákörlunum. Slík ensím eru yfirleitt í litlum styrk í hreinum kjötætum.

Niðurstaða rannsóknarinnar var því nokkuð skýr: hákarlar af þessari tegund geta melt sjávargras og nýtt það sem næringu, rannsóknarhópnum til mikillar furðu.

Þessar niðurstöður kollvarpa því sem áður var talið um fæðuval hákarla. Þær eru einnig mikilvægar að því leyti að sjávargras hefur átt undir högg að sækja í nokkurn tíma. Þessar upplýsingar geta því nýst í að finna betri leðir til að vernda gróðurinn sem er mikilvægur hluti vistkerfa víðs vegar í hafinu.

Niðurstöður rannsóknarinnar birtust í tímaritinu Proceedings of the Royal Society B.

Fréttin birtist fyrst á Hvatinn.is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk