Apple kynnir þrjá nýja síma og endurhannað Apple Watch

Gunnlaugur Reynir Sverrisson umsjónarmaður Tæknivarpsins fer yfir það helsta sem kom fram á kynningu Apple í gær.

Verslun Apple í New York.
Verslun Apple í New York.
Auglýsing

Í gær hélt Apple sinn árlega sept­em­ber við­burð. Eins og kom fram í úttekt okkar um það sem mátti vænta af við­burð­inum þá var orðrómur um ýmsar mögu­legar vörur og eft­ir­vænt­ingin því umtals­verð. Eins og í fyrra fór við­burð­inn fram í Steve Jobs Thea­ter sem stendur við nýju höf­uð­stöðvar Apple.

Apple Watch 4

Apple Watch 4

Nýja úrið er end­ur­hannað að miklu leiti þótt það haldi í meg­in­dráttum í sama útlit. Skjár­inn stækkar um þriðj­ung og fyllir nú betur út í fram­hlið­ina. Sjálf úrin stækka örlít­ið. Minni útgáfan fer úr 38mm í 40mm og það stærra úr 42mm í 44mm. Apple nýtir þetta pláss fyrir nýjar og flókn­ari úrskífur með fleiri eig­in­leik­um. Frá því að Apple kynnti fyrsta úrið fyrir 3 árum hefur þeirra sýn á vör­una þró­ast tals­vert. Í stað þess að vera fram­leng­ing á sím­anum og leið til að eiga í sam­skiptum við vini og ætt­ingja þá er öll áhersla Apple nú á heilsu og hreyf­ingu. Nýju úrin nema það ef not­and­inn dettur og geta hringt sjálf­krafa í neyð­ar­lín­una ásamt því að senda skila­boð á ICE (In Case of Emergency) tengiliði ef not­and­inn hefur verið hreyf­ing­ar­laus í mín­útu eftir fall­ið. Einnig getur úrið hjálpað til við að finna óreglu­lega hjart­slátt og aðrar hjart­slátt­ar­trufl­an­ir. Stærsta breyt­ingin í þessa átt er að nú er úrið með inn­byggðu hjarta­línu­riti (ECG) sem er algjör bylt­ing fyrir þá sem þurfa að fylgj­ast náið með sínum hjartslætti og hefur ekki sést áður í neinu öðru snjallúri.

Auglýsing

iPhone XS og XS Max

iPhone XS og XS Max

Eins og búist var við kynnti Apple arf­taka iPhone X (les­ist tíu) sem kom í fyrra. Sá sími kall­ast iPhone XS sem mörgum finnst hljóma furðu nálæg enska orð­inu excess eða óhóf, varla sú hug­renn­inga­tengsl sem Apple vill hafa á sínum vör­um. En auð­vitað munum við öll segja æphón tenn ess þannig að þetta verður varla vanda­mál. iPhone XS er hefð­bundin S upp­færsla. Útlit sím­ans nán­ast eins fyrir utan að hann kemur núna í gylltum lit til við­bótar við svartan og hvít­an. Inn­volsið er hins vegar tals­vert breytt. Nýr A12 Fusion örgjörvi sem er tals­vert öfl­ugri, ný mynda­vél og upp­fært Face ID sem aflæsir sím­ann hraðar en áður. Í fyrsta sinn er sími frá Apple með stuðn­ingi við tvö SIM kort, annað hefð­bundið og hitt inn­byggt í sím­ann eða svo­kallað eSIM. Sú tækni er þó ekki kom­inn til Íslands og því óvíst hvenær við fáum þá virkni. Apple end­ur­tekur svo leik­inn frá 2014 þegar þeir kynntu iPhone 6 í tveimur stærð­um. XS Max er algjör­lega eins og iPhone XS…bara stærri. Það útskýrir líka nafna­breyt­ing­una. Áður hétu stærri símar Apple Plus sem var þá tengt því að stærri sím­inn hefði eitt­hvað til við­bótar t.d. betri mynda­vél eða jafn­vel tvær í stað einn­ar. Ekk­ert slíkt er fyrir hendi með XS Max, hann er ein­fald­lega stærri útgáfa af iPhone XS. Skjár­inn á XS er 6.5“ en ummál sím­ans er svipað og iPhone 8 Plus þökk sé nær ramma­lausri hönn­un­inni. Við­bót­ar­stærð­ina not­aði Apple þó til að setja aftur tengi fyrir heyrnatól…djók, þau eru dauð. Sættið ykkur við það.

iPhone XR

…að­eins eitt að lokum

En Apple kynnti ekki aðeins upp­færslur á flagg­skip­inu iPhone X heldur kynntu þeir iPhone XR sem er arf­taki iPhone 8. iPhone XR er nýi ódýri iPhone sím­inn. Sím­inn kostar það sama og iPhone 8 kost­aði í fyrra eða $749. Þó má geta að iPhone 8 var $50 dýr­ari en iPhone 7 sem var aftur $50 dýr­ari en iPhone 6S. iPhone 6S og allir hans for­verar höfðu kostað $649. Þessar hækk­anir eru að gera góða hluti fyrir afkomu Apple því sam­kvæmt síð­asta árs­upp­gjöri selur fyr­ir­tækið færri síma en áður en á tals­vert hærra verði fyrir hvert selt ein­tak sem skilar sér í meiri hagn­aði.

Skjá­stærð XR fellur mitt á milli XS og XS MAX eða 6.1“. Til að ná niður kostn­aði þá fórnar XR nokkru. Skjár­inn er LCD í stað OLED á og upp­lausnin tals­vert lak­ari en á iPhone XS þó skerpan sé á pari við iPhone 8. Aðeins ein mynda­vél er á bak­hlið­inni og sím­inn úr áli í stað rið­frís stáls á XS. En það er einnig margt sem XR fær frá flagg­skip­inu. Hann hendir út fingrafara­les­ara fyrir FaceID , hefur ramma­lausa hönnun og stærri skjá en Bæði iPhone 8 og 8 Plus hafa. Eins og með XS og XS Max styður XR tvö SIM kort. Mynda­vélin er sú sama en þó er aðeins ein linsa á XR. Sím­inn kemur svo í 6 mis­mun­andi lit­um.

Þrátt fyrir orðróm um alls­konar önnur tæki þá var ekki meira kynnt í gær. Lík­legt er að annar við­burður verði hald­inn í seinnipart októ­ber þar sem upp­færður iPad Pro og mögu­lega nýjar Mac­book far­tölvur verða kynntar en það á eftir að koma í ljós.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk