Apple kynnir þrjá nýja síma og endurhannað Apple Watch

Gunnlaugur Reynir Sverrisson umsjónarmaður Tæknivarpsins fer yfir það helsta sem kom fram á kynningu Apple í gær.

Verslun Apple í New York.
Verslun Apple í New York.
Auglýsing

Í gær hélt Apple sinn árlega september viðburð. Eins og kom fram í úttekt okkar um það sem mátti vænta af viðburðinum þá var orðrómur um ýmsar mögulegar vörur og eftirvæntingin því umtalsverð. Eins og í fyrra fór viðburðinn fram í Steve Jobs Theater sem stendur við nýju höfuðstöðvar Apple.

Apple Watch 4

Apple Watch 4

Nýja úrið er endurhannað að miklu leiti þótt það haldi í megindráttum í sama útlit. Skjárinn stækkar um þriðjung og fyllir nú betur út í framhliðina. Sjálf úrin stækka örlítið. Minni útgáfan fer úr 38mm í 40mm og það stærra úr 42mm í 44mm. Apple nýtir þetta pláss fyrir nýjar og flóknari úrskífur með fleiri eiginleikum. Frá því að Apple kynnti fyrsta úrið fyrir 3 árum hefur þeirra sýn á vöruna þróast talsvert. Í stað þess að vera framlenging á símanum og leið til að eiga í samskiptum við vini og ættingja þá er öll áhersla Apple nú á heilsu og hreyfingu. Nýju úrin nema það ef notandinn dettur og geta hringt sjálfkrafa í neyðarlínuna ásamt því að senda skilaboð á ICE (In Case of Emergency) tengiliði ef notandinn hefur verið hreyfingarlaus í mínútu eftir fallið. Einnig getur úrið hjálpað til við að finna óreglulega hjartslátt og aðrar hjartsláttartruflanir. Stærsta breytingin í þessa átt er að nú er úrið með innbyggðu hjartalínuriti (ECG) sem er algjör bylting fyrir þá sem þurfa að fylgjast náið með sínum hjartslætti og hefur ekki sést áður í neinu öðru snjallúri.

Auglýsing

iPhone XS og XS Max

iPhone XS og XS Max

Eins og búist var við kynnti Apple arftaka iPhone X (lesist tíu) sem kom í fyrra. Sá sími kallast iPhone XS sem mörgum finnst hljóma furðu nálæg enska orðinu excess eða óhóf, varla sú hugrenningatengsl sem Apple vill hafa á sínum vörum. En auðvitað munum við öll segja æphón tenn ess þannig að þetta verður varla vandamál. iPhone XS er hefðbundin S uppfærsla. Útlit símans nánast eins fyrir utan að hann kemur núna í gylltum lit til viðbótar við svartan og hvítan. Innvolsið er hins vegar talsvert breytt. Nýr A12 Fusion örgjörvi sem er talsvert öflugri, ný myndavél og uppfært Face ID sem aflæsir símann hraðar en áður. Í fyrsta sinn er sími frá Apple með stuðningi við tvö SIM kort, annað hefðbundið og hitt innbyggt í símann eða svokallað eSIM. Sú tækni er þó ekki kominn til Íslands og því óvíst hvenær við fáum þá virkni. Apple endurtekur svo leikinn frá 2014 þegar þeir kynntu iPhone 6 í tveimur stærðum. XS Max er algjörlega eins og iPhone XS…bara stærri. Það útskýrir líka nafnabreytinguna. Áður hétu stærri símar Apple Plus sem var þá tengt því að stærri síminn hefði eitthvað til viðbótar t.d. betri myndavél eða jafnvel tvær í stað einnar. Ekkert slíkt er fyrir hendi með XS Max, hann er einfaldlega stærri útgáfa af iPhone XS. Skjárinn á XS er 6.5“ en ummál símans er svipað og iPhone 8 Plus þökk sé nær rammalausri hönnuninni. Viðbótarstærðina notaði Apple þó til að setja aftur tengi fyrir heyrnatól…djók, þau eru dauð. Sættið ykkur við það.

iPhone XR

…aðeins eitt að lokum

En Apple kynnti ekki aðeins uppfærslur á flaggskipinu iPhone X heldur kynntu þeir iPhone XR sem er arftaki iPhone 8. iPhone XR er nýi ódýri iPhone síminn. Síminn kostar það sama og iPhone 8 kostaði í fyrra eða $749. Þó má geta að iPhone 8 var $50 dýrari en iPhone 7 sem var aftur $50 dýrari en iPhone 6S. iPhone 6S og allir hans forverar höfðu kostað $649. Þessar hækkanir eru að gera góða hluti fyrir afkomu Apple því samkvæmt síðasta ársuppgjöri selur fyrirtækið færri síma en áður en á talsvert hærra verði fyrir hvert selt eintak sem skilar sér í meiri hagnaði.

Skjástærð XR fellur mitt á milli XS og XS MAX eða 6.1“. Til að ná niður kostnaði þá fórnar XR nokkru. Skjárinn er LCD í stað OLED á og upplausnin talsvert lakari en á iPhone XS þó skerpan sé á pari við iPhone 8. Aðeins ein myndavél er á bakhliðinni og síminn úr áli í stað riðfrís stáls á XS. En það er einnig margt sem XR fær frá flaggskipinu. Hann hendir út fingrafaralesara fyrir FaceID , hefur rammalausa hönnun og stærri skjá en Bæði iPhone 8 og 8 Plus hafa. Eins og með XS og XS Max styður XR tvö SIM kort. Myndavélin er sú sama en þó er aðeins ein linsa á XR. Síminn kemur svo í 6 mismunandi litum.

Þrátt fyrir orðróm um allskonar önnur tæki þá var ekki meira kynnt í gær. Líklegt er að annar viðburður verði haldinn í seinnipart október þar sem uppfærður iPad Pro og mögulega nýjar Macbook fartölvur verða kynntar en það á eftir að koma í ljós.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk