Andaðu með nefinu – fyrir minnið

Rannsóknir benda til þess að innöndun í gegnum nefið virkji hluta lyktarklumbrunnar sem styrki minni.

anda að sér blómi
Auglýsing

Minnið er einn mest heillandi, lítt kannaði eiginleiki mannslíkamans. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar með það að markmiði að sýna fram á hvernig best er að bæta minnið eða viðhalda virkri heilastarfsemi. Ekki síst með vaxandi fjölda einstaklinga með heilabilanir sem og hækkandi aldurs vestrænna þjóða.

Karolinska institutet, í Stokkhólmi, hefur ekki látið sitt eftir liggja í rannsóknum á minninu. Þar er rannsóknarhópur sem nýlega birti grein í Journal of Neuroscience, sem fjallar um það hvernig öndun okkar getur haft áhrif á minnið.

Í rannsókninni voru þátttakendur beðnir um að leggja 12 mismunandi lyktir á minnið. Helmingi hópsins var svo fyrirskipað að anda með munninum í klukkutíma eftir lyktarpróf meðan hinum helmingnum var uppálagt að anda með nefinu. Að klukkutíma liðnum voru þátttakendur svo beðnir um að þefa aftur af 12 ilmtegundum, að hluta til þeim sömu og að hluta til nýjum. Síðan áttu þátttakendur að bera kennsl á þær ilmtegundir sem þeir höfðu þefað af áður.

Auglýsing

Þeir þátttakendur sem voru beðnir um að anda með nefinu voru marktækt betri í að muna hvaða ilmi þeir höfðu fundið áður, í samanburði við þá sem voru beðnir um að anda með munninum. Þetta bendir til þess að við innöndun í gegnum nefið virkjast einhver hluti lyktarklumbunnar (olfactory bulb). Þessi virkjun styrkir þá minningu sem einstaklingarnir höfðu búið til í lyktarprófinu.

Þessar niðurstöður einar og sér eru mjög áhugaverðar, en það sem verður enn áhugaverðar að sjá eru niðurstöður áframhaldandi rannsókna. Þar býst hópurinn við að geta kortlagt hvaða svæði í heilanum og lyktarklumbunni eru að virkjast. Með því móti verður hægt að skilgreina hvaða ferlar fara í gang við það eitt að anda með nefinu.

Fréttin birtist fyrst á vefnum Hvatinn.is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk