Súrnun sjávar og áhrif þess á sjávardýr

Súrnun sjávar leiðir meðal annars til þess að kuðungar snigla sem búa í sjónum verða þynnri, skemmdari og að á þá vanti oft felulitina sem einkennir þá.

Kuðungur
Auglýsing

Einn af alvarlegum fylgifiskum aukins styrks koltvísýrings í andrúmslofti er súrnun sjávar. Flestir hafa sennilega margsinnis heyrt þessa fullyrðingu án þess kannski að fá nokkra tilfinningu fyrir því hvaða áhrif það hefur.

Súrnun sjávar mun hafa áhrif á alla íbúa hafsins, í mismiklu magni þó. Afleiðingarnar eru ekki enn að fullu þekktar, enda búa sjávarlífverur nú við ákveðið sýrustig í sínu vistkerfi sem þær hafa aðlagað sig að. En hvað gerist þegar það breytist?

Við strendur Shikine-jima í Japan er að finna lífkerfi sem verða fyrir miklum áhrifum eldfjalla. Áhrif nálægra eldfjalla eru sömu og aukinn styrkur koltvísýrings í andrúmslofti munu vera, þar sem þau dæla koltvísýring í miklu magni útí hafið. Styrkur koltvísýrings nálægt Shikine-jima er talinn vera í svipuðu magni og við munum mæla hvarvetna í hafinu innan fárra ára, verði ekkert að gert.

Auglýsing

Þessar aðstæður gera lífkerfin nálægt Shikine-jima að fullkomnu rannsóknarefni til að skoða hvaða áhrif súrnunin getur haft. Í rannsókn sem birt var í Frontiers in Marine Science eru birtar niðurstöður rannsóknarhópa, frá Japan og Bretlandi, sem báru saman kuðunga, sjávarsnigla, af tegundinni Charonia lampas sem bjuggu annars vegar við hefðbundið sýrustig sjávar og hins vegar í súru umhverfi Shikine-jima.

Við samanburðinn komu í ljós augljós áhrif súrara umhverfis. Kuðungar sniglanna sem bjuggu í súru umhverfi voru mun þynnri, sýndu fleiri skemmdir og skorti oft felulitina sem einkenndi sniglana úr hefðbundnara umhverfi. Í stuttu máli voru sniglarnir í súra umhverfinu viðkvæmari fyrir öllu áreiti.

Þegar sniglarnir mynda skelina úr kalsíumkarbónati losa þeir út koltvísýring. Með hækkandi sýrustigi sjávar verður þetta efnahvarfi erfiðara og telja vísindahóparnir það megin ástæðu þess að kuðungarnir sem myndast í súru umhverfi eru viðkvæmari. Það kostar lífveruna einfaldlega of mikla orku að búa skelina til.

Súrnun sjávar má því líta á sem streituvald í lífi sjávarlífvera, samkvæmt þessum niðurstöðum. Streita í lífi sjávarlífveru er ekki ósvipað þeirri streitu sem við upplifum, hún getur haft áhrif á alla þætti lífveranna, m.a. getu þeirra til að nærast og fjölga sér.

Hér er einungis talað um áhrifin sem súrnun sjávar getur haft á eina tegund lífvera, en það verður að teljast ólíklegt að nokkur tegund komist ósködduð frá þeim hamförum sem vofa yfir okkur. Það er því um að gera að taka áskorun höfunda loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna og draga strax úr losun koltvísýrings út í andrúmsloftið.

Fréttin birtist fyrst á Hvatanum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk