Stærsta tréð í skóginum fallið

Þegar Danir nudduðu stírurnar úr augunum síðastliðinn sunnudagsmorgun, 30. september, og kveiktu á útvarpinu eða kíktu á netmiðlana blasti alls staðar við þeim sama fyrirsögnin: Kim Larsen er død, Kim Larsen er látinn.

kim larsen
Auglýsing

Þótt and­lát þessa þekktasta tón­list­ar­manns Dana hafi komið nokkuð  á óvart vissu allir að Kim Larsen hafði um nokk­urt skeið glímt við erfið veik­indi. Skömmu fyrir síð­ustu jól var hann lagður inn á spít­ala, án þess að nánar væri greint frá ástæð­unni. 3. jan­úar síð­ast­lið­inn sendi umboðs­maður Kim Larsen fjöl­miðlum frétta­til­kynn­ingu þar sem öllum tón­leikum Kim Larsen og Kjukken sem fyr­ir­hug­aðir voru sl. vetur var aflýst, Kim Larsen hefði greinst með krabba­mein í blöðru­háls­kirtli og væri í lyfja­með­ferð. Allir miðar á alla þessa tón­leika voru löngu upp­seldir en í til­kynn­ingu umboðs­manns­ins var jafn­framt sagt að Kim Larsen yrði kom­inn á stjá í byrjun sum­ars.  

Það gekk eftir og Kim og Kjukken héldu alls 18 tón­leika sl. sumar víðs­vegar í Dan­mörku. Fjöl­menn­astir voru tón­leik­arnir á tón­list­ar­há­tíð­inni í Skand­er­borg, Smuk­fest, þar voru 30 þús­und manns. Þar duld­ist ekki þeim sem þekktu til Kim Larsen að hann var ekki heill heilsu. „Allt í einu orð­inn gam­all“ sagði einn aðdá­andi sem lengi hafði fylgst með „den gamle hankat“ eins og Kim kall­aði sjálfan sig iðu­lega.

Kim Melius Flyv­holm Larsen kom í heim­inn 23. októ­ber 1945, í Kaup­manna­höfn. Yngri sonur kenn­ara­hjón­anna Evu Flyv­holm og Alfreds M. Larsen. Eldri bróð­ir­inn Tore, sem lést árið 2007, var tveimur árum eldri. Fjöl­skyldan bjó við Sølvgade á Aust­ur­brú. Alfred var mjög strangur við syn­ina og Kim sagði ein­hverju sinni frá því að eitt sinn hefði faðir hans látið sig liggja við opinn glugga vegna óhlýðni. Kim fékk eyrna­bólgu sem olli því að hann hafði skerta heyrn það sem eftir var ævinn­ar.Þau Eva og Alfred skildu árið 1950 og Eva flutti með syn­ina í litla íbúð við Maagevej í Norð­vest­ur­hluta Kaup­manna­hafnar . 

Auglýsing

Eftir skiln­að­inn var sam­band bræðr­anna við föð­ur­inn lítið sem ekk­ert. Alfred sem var eins og áður var getið mennt­aður kenn­ari og kenndi einkum ensku og þýsku, var iðu­lega afleys­inga­kenn­ari. Ein­hverju sinni átti hann að leysa af í bekk son­ar­ins og þegar hann kom inn í stof­una kall­aði Kim „Hej far, halló pabb­i“. Alfred svar­aði með að reka son­inn út úr stof­unni. Alfred lést á Ærø, árið 2005, þar hafði hann búið einn í litlu húsi, í 30 ár, og umgeng­ist fáa. Eftir að dóttir hans, eitt þriggja barna, sem hann eign­að­ist eftir skiln­að­inn við móður Kims, hafði árang­urs­laust hringt til hans hafði hún sam­band við lög­reglu sem braust inn í húsið og fann Alfred. Rétt­ar­læknir taldi að Alfred hefði þá verið lát­inn í þrjár vik­ur. Kim Larsen var ekki við­staddur útför föður síns. Kim var alla tíð mjög nátengdur Evu móður sinni sem bjó síð­ustu árin í Óðins­véum, eins og Kim. Eva lést árið 2014.

Snemma beyg­ist krók­ur­inn

Kim Larsen fékk ungur áhuga fyrir tón­list og 14 ára gam­all samdi hann fyrsta lag­ið.  Það heitir Lor­elei og tel­st, að mati höf­und­ar­ins, ekki til meist­ara­verka „hálf­gert glamur“.  Fyr­ir­mynd­irnar voru Elvis Presley, Chuck Berry, Little Ric­hard, og síðar Bítl­arn­ir. Mamman hafði látið undan lát­lausu kvabbi son­ar­ins og keypt handa honum gítar sem hann lærði síðan á sam­hliða mennta­skóla­námi. Oft hefur verið sagt um Kim Larsen að han hefði stærsta munn Dan­merk­ur. 

Skóla­systur hans í mennta­skól­anum köll­uðu hann sín á milli „Kimpan­sen“. Að loknu stúd­ents­prófi var Kim um tíma á Lýð­há­skól­anum Askov á Suður Jót­landi. „Dvölin þar var minn mikli skóli“ sagði hann iðu­lega. Hann lauk kenn­ara­prófi árið 1968, tæp­lega 23 ára og réð sig sem kenn­ara við Ger­brand­skól­ann á Ama­ger. En tón­listin tog­aði og Kim Larsen hætti kennsl­unni eftir nokkra mán­uði, flutti inn í gam­alt vöru­hús, Sofi­egár­den, á Krist­jáns­höfn. Fyrstu tón­leik­ana, sem atvinnu­tón­list­ar­maður hélt hann skömmu fyrir jólin 1968, þeir fóru fram á Les­blindra­stofn­un­inni í úthverfi Kaup­manna­hafn­ar. Um þetta leyti kynnt­ist hann þre­menn­ing­un­um, sem ásamt honum stofn­uðu í árs­byrjun 1969 hljóm­sveit. Rokk­hljóm­sveit, eins og þeir köll­uðu það.

Gasolin

Þre­menn­ing­arnir sem Kim Larsen kynnt­ist  á Krist­jáns­höfn voru Franz Becker­lee, Willi Jøns­son og Bjørn Ugle­bjerg. Fjór­menn­ing­arnir stofn­uðu hljóm­sveit­ina Gasol­in. Bjørn Ugle­bjerg hætti árið 1971 og í stað hans kom Søren Ber­lev. Í upp­hafi sungu þeir einkum á ensku, en átt­uðu sig fljót­lega á því að „Val­byenska“ þeirra félli ekki í kramið hjá Dönum og þeir slógu heldur aldrei í gegn í hinum ensku­mæl­andi heimi. Stefndu, eins og margir aðr­ir, á heims­frægð og töldu að leiðin þangað byggð­ist á því að syngja á ensku.

Gasolin starf­aði í níu ár, fram til árs­ins 1978. Á þessum níu árum gáfu þeir félagar út ell­efu stórar hljóm­plötur (þrjár þeirra teknar upp á tón­leik­um) og all­margar smá­skíf­ur. Þeir voru á þessum árum, og allar götur síð­an, lang þekktasta og vin­sælasta hljóm­sveit sem starfað hefur í Dan­mörku.

En Kim Larsen hafði fleiri járn í eld­in­um, hann gaf út sóló­plötur sem nutu mik­illa vin­sælda. Sú fyrsta, Værs­go, kom út árið 1973 og er af mörgum talin besta dæg­ur­laga­plata sem komið hefur út í Dan­mörku og er á lista danska Menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins, Kult­ur­ka­nonen, yfir ein­stök dönsk menn­ing­ar­verð­mæti.Værsego.

Deilur og óein­ing urðu til þess að Gasolin lagði upp laupana árið 1978. Meðal þeirra laga sem Gasolin sendi frá sér er „Kvinde min“, eitt allra vin­sælasta lag Kim Larsen.

Eftir Gasol­in, Amer­íka

Árið 1979 sendi Kim Larsen frá sér kenni­tölu­plöt­una svoköll­uðu 231045-0637. Sú plata naut mik­illa vin­sælda en skömmu eftir útkomu hennar flutti Kim Larsen, ásamt fjöl­skyldu sinni til New York. Á þessum tíma ól hann enn með sér alheims­frægð­ar­draum­inn, eins og hann orð­aði það síð­ar. Í New York stofn­aði hann hljóm­sveit­ina Kim Larsen og Jungle Dreams sem gaf út tvær plöt­ur. Árið 1983 sneri Kim heim til Dan­merkur og sagði síðar að „sem betur fer sló ég ekki í gegn vestra, þótt mig lang­aði virki­lega til þess á þeim tíma. Ef maður væri heims­frægur fengi maður hvergi að vera í friði.

Midt om Natten

1983 sendi Kim Larsen frá sér plöt­una Midt om natt­en. Sú plata naut strax mik­illa vin­sælda og hefur sam­tals selst í meira en 600 þús­und ein­tök­um, og er mest selda plata allra tíma í Dan­mörku. Árið eftir útkomu plöt­unnar var gerð kvik­mynd með sama nafni og tón­list Kim Larsen. Leik­stjórnin var í höndum Erik Ball­ing eins þekktasta kvik­mynda­leik­stjóra Dana og myndin var jafn­framt hans síð­asta. Kim Larsen, Erik Clausen og Birgitte Raaberg (Susan Himmel­blaa) léku aðal­hlut­verk­in. Myndin er meðal aðsókn­ar­mestu kvik­mynda sem gerðar hafa verið í Dan­mörku. midt om  natten..

Kim Larsen hlaut dönsku leik­ara­verð­launin fyrir hlut­verk sitt sem Benny. Erik Clausen, mót­leik­ari Kim Larsen sagði síð­ar, í gríni, að Kim hefði ekk­ert verið að leika, hann hefði bara verið Kim en kall­aður Benny í mynd­inni.  Enda væri það svo sagði Erik Clausen „að það væri auð­veld­ara að láta greni­tréð í garð­inum hjá mér leika Hamlet en að fá Kim Larsen til að leika eitt­hvað annað en sjálfan sig:“ Kim Larsen skrif­aði síðar tit­il­lagið í kvik­mynd­inni „Tarzan Mama Mia“.

Bellami

Árið 1984 stofn­aði Kim Larsen hljóm­sveit­ina Bellami. Fimm manna sveit sem starf­aði til árins 1992. Í Bellami var val­inn maður í hverju rúmi, þeir Hans Fagt, Henn­ing Pold, Peter Ingemann, Per Rasmus­sen og auð­vitað Kim sjálf­ur. Meðal platna Bellami var „For­klædt som voksen“ frá árinu 1986 og hefur selst í 540 þús­und ein­tök­um, ein­ungis ,„Midt om Natten“ hefur selst í fleiri ein­tökum í Dan­mörku. Meðal laga á plöt­unni eru tvö af allra vin­sæl­ustu lögum Kim Larsen,  Jutlandia og Om lidt (bliver her stil­le). Síð­ar­nefnda lagið var loka­lag sirkus­flokks sem Kim Larsen starf­aði með, ásamt Leif Sylv­ester Pet­er­sen. Om lidt er iðu­lega leik­ið, og sungið við útfarir en sumir prestar neita þó að lagið sé flutt, ekki sé við­eig­andi að leika sirku­slag við hinstu kveðju.Forklædet som voksen.

Sam­starfi Kim Larsen og félag­anna í Bellami lauk árið 1992. Síð­asta plata sveit­ar­inn­ar, „Wis­dom is Sexy“ hlaut dræmar við­tökur og aðsókn að tón­leikum svo lítil að mörgum þeirra var aflýst. Kim sagði „tak og far­vel“ við þá félaga sína. En hann var ekki hættur í tón­list­inni.

Kjukken

Hljóm­sveit­ina„Bell Star“ stofn­aði Kim Larsen árið 1993. Vera hans þar var ekki löng því ári síðar flutti hann til Óðins­véa (með þriðju eig­in­kon­unni) og 1995 varð til hljóm­sveitin „Kim Larsen og Kjukk­en“. Með þeirri hljóm­sveit starf­aði Kim Larsen til dauða­dags. 

Þar var val­inn maður í hverju rúmi. Kjukken (skírð eftir teikni­mynda­fígúru sem Kim hélt mikið uppá) naut strax mik­ill vin­sælda og frá árinu hefur hljóm­sveitin verið á löngu tón­leika­ferða­lagi, spilað á tugum tón­leika á hverju sum­ri, oftasta í Dan­mörku en einnig í Nor­egi, Sví­þjóð og víð­ar. Árið 2010 gaf Kim Larsen út sóló­plötu „Mine damer og her­rer“, þar kennir ýmissa grasa, þekktar barna­gæl­ur, stúd­enta­söngv­ar, svo eitt­hvað sé nefnt. Plötur Kim Larsen, þar sem hann er einn eða með öðrum hafa selst í meira en fimm millj­ónum ein­taka.

Fyrir utan alla þá tón­list sem hann samdi fyrir sig og sínar hljóm­sveitir samdi Kim Larsen fjöld­ann allan af lögum og textum fyrir aðra danska tón­list­ar­menn og enn­fremur nokkrar kvik­myndir og leik­sýn­ing­ar.

Þrjár eig­in­konur og sex börn

Kim Larsen var þrí­gift­ur. Korn­ungur gift­ist hann Mari­ann Her­løv, þau eign­uð­ust 1968 son­inn Pelle en hjóna­bandið stóð stutt. Árið 1973 gift­ist Kim Hanne Qvist (sem Kim kall­aði Kra­nen) þau eign­uð­ust þrjú börn. Þau bjuggu í Kaup­manna­höfn, í lít­illi blokkar­í­búð. Árið 1994 hringdi Kim í Hanne og sagði henni að hann kæmi ekki framar heim.  Hjóna­bandið væri á enda, hann væri kom­inn með nýja kær­ustu og myndi flytja til Óðins­véa.

Nýja konan í lífi hans var Liselotte Kløv­borg, hún er frá Jót­landi og harð­neit­aði að setj­ast að í Kaup­manna­höfn, „Óð­insvé var mála­miðl­un“ sagði Kim. Þau eign­uð­ust tvo syni, Hjal­mar, sá eldri, er tón­list­ar­maður og í útliti nákvæm eft­ir­mynd föð­ur­ins.

Alþýð­legur auð­mað­ur, maður fólks­ins

Þótt Kim Larsen hafi efn­ast vel barst hann ekki á. Gekk ekki í dýrum föt­um, það var eng­inn Ferr­ari í bíl­skúrnum (sem hann átti heldur ekki) og hann bjó ekki í villu „með sjáv­ar­út­sýn­i“. Í Óðins­véum bjó fjöskyldan í nokkur ár í 54 fer­metra íbúð í blokk en þegar íbúðin hinum megin stiga­gangs­ins var til sölu keyptu Kim og Liselotte hana og fjár­festu jafn­framt í þvotta­vél, höfðu fram að því notað almenn­ings­þvotta­hús í nágrenn­inu. Inn­an­bæjar ferð­að­ist Kim á gömlu reið­hjóli, þótt hann ætti bíl. Árum saman var heim­il­is­bíll­inn gam­all Citroen 2CV (braggi) og stýrið hafði Kim fengið úr gömlum báti sem not­aður var til sigl­inga með ferða­menn um síkin í Kaup­manna­höfn. Sagð­ist hafa fengið munn­legt leyfi fyrir þessu stýr­is­hjóli og þótt skoð­un­ar­menn bif­reiða fjös­uðu fékk hann alltaf skoðun á bragg­ann.

Fyrir nokkrum árum stóð til að Kim Larsen fengi Dannebr­og­orðu (hlið­stætt Fálka­orð­unni íslensku) en „spillem­and­en“ eins og Kim kall­aði sjálfan sig, afþakk­aði. Svona væri ekki fyrir sig, þótt hann hefði ekk­ert á móti því að fá sér smók með drottn­ing­unni. „Ef staffið myndi þá leyfa það.“  Sömu­leiðis voru honum boðin lífs­tíðar lista­manna­laun en „nei, það eru aðrir sem þurfa á þeim að halda.“

Hann barð­ist á sínum tíma hart á móti reyk­inga­bann­inu svo­nefnda í Dan­mörku og gætti þess eftir bestu getu að á myndum af honum sæist sígar­etta og helst reykur líka.

Þegar Mar­grét Þór­hildur drottn­ing varð sjö­tug, árið 2010, var Kim Larsen beð­inn að syngja á sér­stakri hátíð­ar­sam­komu henni til heið­urs. Hann féllst á það (jeg kan godt li damen) með því skil­yrði að hann fengi að halda ræðu áður en hann tæki lag­ið. Starfs­fólkið í höll­inni þurfti að hugsa sig vel um áður en þetta var sam­þykkt, ótt­inn við að hann myndi ekki kunna sig reynd­ist ástæðu­laus.  

Stærsta tréð er fallið

Þá daga sem liðnir eru frá and­láti Kim Larsen hefur umfjöllun um hann í dönskum fjöl­miðlum verið slík að þess eru engin dæmi. Ótal blaða­grein­ar, þættir í útvarpi og sjón­varpi. Í fyrra­kvöld (föstu­dag 6. okt.) voru haldnar minn­ing­ar­göngur í stærstu bæjum Dan­merkur þar sem tug­þús­undir tóku þátt. í gær­kvöldi (laug­ar­dag) var klukku­tíma dag­skrá á aðal­rás DR, danska sjón­varps­ins og í kvöld verða tón­leikar á Ráð­hús­torg­inu í Kaup­manna­höfn honum til heið­urs (höf­undur þessa pistils veit um Íslend­inga sem hafa brugðið sér yfir hafið gagn­gert til að vera við­staddir þessa tón­leika). Tón­leik­arnir verða sýndir á aðal­rás danska sjón­varps­ins, DR1, og útvarpað sam­tím­is. Á stórum torgum í nokkrum stærstu borgum og bæjum Dan­merkur verða tón­leik­arnir sýndir á stórum skjám.

Ótal margir hafa orðið til þess að reyna að svara þess­ari ein­földu spurn­ingu: Af hverju skipar Kim Larsen svona ríkan sess í dönsku þjóð­arsál­inni? Svörin eru ætíð á þá leið að hann sé eins­konar sam­nefn­ari dönsku þjóð­ar­inn­ar. „Stærsta tréð í danska þjóð­ar­skóg­inum er fall­ið“ var fyr­ir­sögn eins dönsku blað­anna dag­inn eftir að greint var frá and­láti Kim Larsen.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk