Það sem búast má við á haustviðburði Apple 2018

Síðar í dag, nánar tiltekið klukkan 14 á íslenskum tíma, fer fram hinn árlegi haustviðburður tæknirisans Apple þar sem hann kynnir nýjustu tæki og tól.

Apple
Auglýsing

Seinna í dag verður seinni haust­við­burður Apple. Við­burð­ur­inn fer fram í Brook­lyn Academy of Music í New York borg. Eins og venju­lega gefur Apple ekk­ert upp hvað þeir ætla að ræða en fast­lega má búast við því að Apple kynni upp­færða iPad Pro, Mac­book far­tölvur og Mac mini.

iPad

Búist er við því að nýr iPad Pro muni koma í ramma­lausri hönnun sem mun svipa til iPhone X. Heim takk­inn fær að fjúka og face-id verður notað til aflæsa tæk­inu eins og á iPhone X. Skjár­inn stækkar úr 10.5“ í 11“ á minni iPad Pro en verður áfram 12.9“ á stærri útgáf­unni.IPad Pro. 

Lík­legt er að nýr iPad Pro muni verða með USB-C tengi í stað hefð­bund­ins lightn­ing tengis eins og hefur verið á öllum snjall­tækjum Apple frá 2012. USB-C bíður upp á ýmsa nýja mögu­leika eins og hrað­hleðslu og stuðn­ing við 4K skjái. Allt inn­volsið fær svo upp­færslu sem og mynda­vél­in. Til við­bótar við nýja iPad Pro þá mun Apple kynna nýjan Pencil snjallpenna og mögu­lega upp­færða iPad mini 4 sem væri þá hugsuð sem ódýr­ari val­kostur en hefð­bundni iPad 9.7 sem hefur kostað um 50.000 kr. ($329). Nýr mini verður með öfl­ugri inn­volsi en ódýr­ari skjá. Ekki er búist við því að útlit­inu verði breytt.

Mac­book (Air?)

A síð­ustu árum hefur Apple lítið sem ekk­ert upp­fært Mac­book Air far­tölv­una. Tölvan var einu sinni sölu­hæsta tölva fyr­ir­tæk­is­ins en er nú bara vand­ræða­legur minn­is­varði um úreltan vél­bún­að. Margt bendir til þess að þegar Apple kynnti nýju 12“ Mac­book far­tölv­una árið 2015 hafi áætl­unin verið að drepa Mac­book Air í vöru­lín­unni og ein­falda fram­boðið með því að hafa Mac­book sem ódýr­ari val­kost­inn og svo Mac­book Pro fyrir þá sem þurfa öfl­ugri val­kost. En intel Cor­e-M örgjörvinn hefur ekki ennþá náð því flugi sem Intel von­að­ist eft­ir. Hann er dýr og afl­lít­ill miðað við verð og því ekki góður val­kostur í ódýra Mac tölvu. 

Auglýsing
Búist er við því að Apple lagi þetta vanda­mál en óvíst er hvort það verður með því að end­ur­hanna Mac­book sem alvöru ódýran val­kost eða kynna nýja Mac­book Air. Hvor leiðin sem þeir fara þá verður nýja tölvan þunn og létt með 13“ háskerpu skjá. Núver­andi tölva kostar $999 og er lík­legt að Apple reyni að halda í það grunn­verð. Ef nýja vélin verður kynnt undir nafni Mac­book Air þá er mjög lík­legt að litla 12“ Mac­book fái einnig inn­vols upp­færslu.

Mac mini og iMac

Fáar vörur hafa fengið  eins litla ást innan fyr­ir­tæk­is­ins og Mac mini. Núver­andi mini fékk síð­ast upp­færslu fyrir rúmum fjórum árum. Í ljósi þess bjugg­ust flestir við því að Apple myndi ein­fald­lega hætta fram­leiðslu á Mac mini en nýjasti orðróm­ur­inn er sá að ekki aðeins fái tölvan inn­vols upp­færslu heldur verði nýr og end­ur­hann­aður Mac mini kynntur og muni þá einnig koma í útgáfa sér­stak­lega fyrir þá sem þurfa mikið af. Apple upp­færir iMac tölv­urnar reglu­lega og er lík­legt að nýjar og bættar vélar verði kynntar á eft­ir. ólík­legt er þó a útlit­inu verði breytt heldur aðeins skjáir og inn­vols.

…Eitt að lok­um?

Mögu­lega mun Apple sýna nýju Mac Pro tölv­una sem er vænt­an­leg á næsta ári eða jafn­vel upp­færðan iMac Pro. Einnig er lík­legt að Air­pods heyrn­ar­tólin fái stuðn­ing við þráð­lausa hleðslu. Svo er alltaf mögu­leiki að Apple kynni loks Air­power hleðslu­mott­una sem átti að koma í sölu í fyrra og hefur verið einn vand­ræða­legur brand­ari á kostnað fyr­ir­tæk­is­ins.

Hvernig er best að fylgj­ast með?

Við­burð­ur­inn er sá fyrsti í mörg ár sem er ekki kl. 17:00 að íslenskum tíma heldur byrjar hann klukkan 14:00. Þetta er sökum þess að við­burð­ur­inn er í New York en ekki San Francisco eins og venjan er. Apple verður með streymi af við­burð­inum og helstu tækni­blogg verða með beina texta­lýs­ingu. Tækni­varpið mun svo gera þætt­inum góð skil í þætti vik­unn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk