Það sem búast má við á haustviðburði Apple 2018

Síðar í dag, nánar tiltekið klukkan 14 á íslenskum tíma, fer fram hinn árlegi haustviðburður tæknirisans Apple þar sem hann kynnir nýjustu tæki og tól.

Apple
Auglýsing

Seinna í dag verður seinni haustviðburður Apple. Viðburðurinn fer fram í Brooklyn Academy of Music í New York borg. Eins og venjulega gefur Apple ekkert upp hvað þeir ætla að ræða en fastlega má búast við því að Apple kynni uppfærða iPad Pro, Macbook fartölvur og Mac mini.

iPad

Búist er við því að nýr iPad Pro muni koma í rammalausri hönnun sem mun svipa til iPhone X. Heim takkinn fær að fjúka og face-id verður notað til aflæsa tækinu eins og á iPhone X. Skjárinn stækkar úr 10.5“ í 11“ á minni iPad Pro en verður áfram 12.9“ á stærri útgáfunni.IPad Pro. 

Líklegt er að nýr iPad Pro muni verða með USB-C tengi í stað hefðbundins lightning tengis eins og hefur verið á öllum snjalltækjum Apple frá 2012. USB-C bíður upp á ýmsa nýja möguleika eins og hraðhleðslu og stuðning við 4K skjái. Allt innvolsið fær svo uppfærslu sem og myndavélin. Til viðbótar við nýja iPad Pro þá mun Apple kynna nýjan Pencil snjallpenna og mögulega uppfærða iPad mini 4 sem væri þá hugsuð sem ódýrari valkostur en hefðbundni iPad 9.7 sem hefur kostað um 50.000 kr. ($329). Nýr mini verður með öflugri innvolsi en ódýrari skjá. Ekki er búist við því að útlitinu verði breytt.

Macbook (Air?)

A síðustu árum hefur Apple lítið sem ekkert uppfært Macbook Air fartölvuna. Tölvan var einu sinni söluhæsta tölva fyrirtækisins en er nú bara vandræðalegur minnisvarði um úreltan vélbúnað. Margt bendir til þess að þegar Apple kynnti nýju 12“ Macbook fartölvuna árið 2015 hafi áætlunin verið að drepa Macbook Air í vörulínunni og einfalda framboðið með því að hafa Macbook sem ódýrari valkostinn og svo Macbook Pro fyrir þá sem þurfa öflugri valkost. En intel Core-M örgjörvinn hefur ekki ennþá náð því flugi sem Intel vonaðist eftir. Hann er dýr og afllítill miðað við verð og því ekki góður valkostur í ódýra Mac tölvu. 

Auglýsing
Búist er við því að Apple lagi þetta vandamál en óvíst er hvort það verður með því að endurhanna Macbook sem alvöru ódýran valkost eða kynna nýja Macbook Air. Hvor leiðin sem þeir fara þá verður nýja tölvan þunn og létt með 13“ háskerpu skjá. Núverandi tölva kostar $999 og er líklegt að Apple reyni að halda í það grunnverð. Ef nýja vélin verður kynnt undir nafni Macbook Air þá er mjög líklegt að litla 12“ Macbook fái einnig innvols uppfærslu.

Mac mini og iMac

Fáar vörur hafa fengið  eins litla ást innan fyrirtækisins og Mac mini. Núverandi mini fékk síðast uppfærslu fyrir rúmum fjórum árum. Í ljósi þess bjuggust flestir við því að Apple myndi einfaldlega hætta framleiðslu á Mac mini en nýjasti orðrómurinn er sá að ekki aðeins fái tölvan innvols uppfærslu heldur verði nýr og endurhannaður Mac mini kynntur og muni þá einnig koma í útgáfa sérstaklega fyrir þá sem þurfa mikið af. Apple uppfærir iMac tölvurnar reglulega og er líklegt að nýjar og bættar vélar verði kynntar á eftir. ólíklegt er þó a útlitinu verði breytt heldur aðeins skjáir og innvols.

…Eitt að lokum?

Mögulega mun Apple sýna nýju Mac Pro tölvuna sem er væntanleg á næsta ári eða jafnvel uppfærðan iMac Pro. Einnig er líklegt að Airpods heyrnartólin fái stuðning við þráðlausa hleðslu. Svo er alltaf möguleiki að Apple kynni loks Airpower hleðslumottuna sem átti að koma í sölu í fyrra og hefur verið einn vandræðalegur brandari á kostnað fyrirtækisins.

Hvernig er best að fylgjast með?

Viðburðurinn er sá fyrsti í mörg ár sem er ekki kl. 17:00 að íslenskum tíma heldur byrjar hann klukkan 14:00. Þetta er sökum þess að viðburðurinn er í New York en ekki San Francisco eins og venjan er. Apple verður með streymi af viðburðinum og helstu tækniblogg verða með beina textalýsingu. Tæknivarpið mun svo gera þættinum góð skil í þætti vikunnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk