Apple kynnir uppfærða Macbook Air og nýjan iPad Pro

Apple kynnti allar nýjustu græjur og uppfærslur sem fyrirtækið hefur unnið að, á árlegri haustkynningu sinni í gær. Þetta er það sem bar hæst.

Ný Macbook air
Auglýsing

Í gær hélt Apple við­burð þar sem kynntar voru nýjar Mac tölvur ásamt end­ur­hönn­uðum iPad Pro. Ólíkt síð­ustu árum fór við­burð­ur­inn fram í New York og var því tals­vert fyrr á ferð­inni en ella. Lík­legt er að vinnu­fram­legð harðra Apple áhuga­manna hafi dalað eitt­hvað milli 14 og 16.

Við­burð­ur­inn fór fram í Brook­lyn Academy of Music, rúm­lega 150 ára gam­alli lista­mið­stöð sem leggur mikið upp úr því að sýna það fers­kasta hverju sinni. Við­burð­ur­inn hófst á mynd­skeiði sem var eins­konar ást­ar­játn­ing Apple til New York sem var fagnað ákaft í saln­um. Við­burð­ur­inn gekk vel og það væri gaman að sjá Apple færa minni við­burði út fyrir aust­ur­strönd­ina.

Auglýsing

End­ur­hönnuð Mac­book Air og upp­færður Mac mini

Apple hóf við­burð­inn á því að fara yfir makk­ann með mynd­skeiði sem sýndi allt klára, fal­lega, fræga fólkið sem elskar makk­ann sinn og notar hann við sköp­un. Lát­laust og svart­hvítt mynd­skeið með slag­orð­inu behind the mac.

Það var því við­eig­andi að fjalla næst um Mac­book Air,  þá Apple tölvu sem hefur náð að fjölga Mac not­endum hvað mest síð­ustu árin. Ný Air er ný  eins og nýr Porsche 911. Heldur í grunn formið og bætir það sem vant­aði með smá­at­rið­un­um. Stærsta breyt­ingin (og sú eina sem í raun hefði þurft að gera) er nýr Liquid ret­ina háskerpu­skjár. Skjá­stærðin er áfram 13.3“ en ramm­inn utan um skjá­inn er tals­vert minni. Vélin er einnig minni um sig og örlítið létt­ari. Tölvan kemur með tveimur Thund­er­bolt tengjum og heyrnatóla­tengi (átti það ekki að vera dautt?). Vélin kemur einnig með Touch ID fingrafara­les­ara í Lykla­borð­inu. Hátal­ar­arnir eru end­ur­hann­aðir og mikið bætt­ir.



Sumir myndu segja að með gömlu Air fór síð­asta Mac­book far­tölvan með góðu lykla­borði. Nýja vélin kemur með sama umdeilda lykla­borði og Mac­book Pro. Margir hata það og afar fáir virð­ast kjósa það frek­ar. Að öðru leyti er vélin rök­rétt fram­hald. Nógu öfl­ugur örgjörvi fyrir almenna vinnslu og grunn­týpan með of litlu minni og geymslu­plássi, 8GB og 128GB, þannig að flestir munu kaupa týpuna fyrir ofan grunn­týpuna. Það væri þó hugg­andi ef verðið væri áram $999 eins og for­ver­inn en í takt við verð­hækk­anir á iPhone þá kostar ný Air $200 meira en for­ver­inn. Það mun þó ekki breyta því að ný Air er virki­lega aðlað­andi pakki og ætti að vera í kringum (eða jafn­vel und­ir) 200.000 kr. hér á landi. Hún mun því vafa­laust selj­ast mjög vel.

Hin tölvan sem Apple kynnti var upp­færður Mac mini. Í orðróma­grein minni í gær þá spáði ég því hún yrði meiri Pro græja en núver­andi vél en það er erfitt að segja Apple hafi gengið svo langt. Vélin notar þó ekki lengur far­tölvu örgjörva og er FIMM SINNUM HRAЭARI. Sem er varla mikið afrek þegar þú berð hana saman við tölvu sem hefur ekki fengið upp­færslu í 3 ár. En til að vera sann­gjarn þá er afls­mun­ur­inn umtals­verður og fyrir rétt verð er hægt að fá öfl­uga borð­tölvu í litlum pakka. Talandi um pakk­ann þá er skelin nákvæm­lega sú sama og áður nema nú kemur hún í geim­gráum lit. Verðið hækkar einnig (í takt við þema Apple 2018) og eins og með Air þá er grunn­týpan svelt bæði minni og geymslu­plássi. En fyrir þá sem eiga vand­aðan skjá og vilja litla Apple borð­tölvu þá er Mac mini að minnsta kosti orðin val­kostur aft­ur.

iPad Pro

Ég skil vel ef þeir sem hafa lesið hingað í grein­inni eru að fá þá mynd að við­burð­ur­inn í gær hafi verið ótta­legt vind­högg.  Ást­lausar vörur fengu löngu nauð­syn­legar upp­færslur en ekki mikið meira. Nýr iPad Pro gefur þessum pæl­ingum snöggan, fastan, kinn­hest. Útgáfan sem kom í fyrra skildi aðra fram­leið­endur eftir í ryk­inu. Apple hefði vel getað haldið í þá hönnun næstu 1-2 árin með minni­háttar afl breyt­ing­um. En í stað þess kynnti Apple algjör­lega end­ur­hann­aðan iPad Pro sem færir for­skot Apple langt út fyrir sjón­deild­ar­hring­inn.



Nýr iPad Pro kemur í ramma­lausri hönnun í anda iPhone X. Tvær skjá­stærðir eru í boði, 11“ og 12.9“. Minnni iPad Pro er nú með stærri skjá í sama pakka og 10.5“ Pro hafði á meðan 12.9“ útgáfan er tals­vert minni um sig en heldur sömu skjá­stærð. Áhuga­vert er að nýr 12.9“ iPad Pro er nú létt­ari en fyrsta útgáfa iPa­d.  

Hönn­unin fær margt lánað frá fyrsta iPad og iPhone 4/5. Heim tak­inn er far­inn og í stað­inn er iPad Pro nú aflæst með Face ID og virkar aflæs­ingin óháð því hvernig hann snýr. Eig­endur iPad Pro síð­ustu ára finna varla fyrir afl­leysi. 2015 útgáfan af 12.9 flýgur t.d. á iOS 12 og er Því nokkuð öruggt að A12X Bionic örgjörvinn í nýja iPad Pro mun varla þurfa að svitna mikið fyrr en langt inn í seinna kjör­tíma­bil Trump.  Skjár­inn er auð­vitað betri, hátal­ar­arnir öfl­ugri og mynda­vél­arnar báðar end­ur­bætt­ar…eins og alltaf. Raf­hlöðu­end­ing er áfram 10 tím­ar. Ólíkt öllum öðrum snjall­tækjum Apple þá kemur nýr Pro með USB-C í stað Lightn­ing. Stærsti ávinn­ing­ur­inn af þessu er stuðn­ingur við 4K skjái og betri tengi­mögu­leikar við mynda­vél­ar. Einnig er svo hægt að hlaða iPhone beint úr iPad Pro með USB-C í Light­ing snúru. Eins og á iPhone er heyrnatóla­tengið farið og kemur aldrei aft­ur.



Nýr Pencil snjallpenni var einnig kynnt­ur. Pencil fest­ist við brún­ina á iPad með öfl­ugum seglum og fær einnig þráð­lausa hleðslu á meðan hann hvílir þar. Lykla­borðið er einnig end­ur­hannað og styður nú tvær halla­still­ingar á skján­um. Surface not­endur frussa út kaff­inu af hlátri yfir þessu á meðan iPad not­endur fagna örugg­lega ákaft.

Verðið hækkar (að sjálf­sögðu) um $150. Dýr­asti iPad sem hægt er að kaupa, 12.9“ með 1TB Plássi og 4G, kostar nú $1.899. Í raun mun ódýr­asti iPad Pro vænt­an­lega kosta meira en far­tölvur flestra. En þeir neyt­endur eru vænt­an­lega ekki mark­hóp­ur­inn. Ódýri 9.7“ iPad mun sjá um þennan mark­hóp áfram. iPad Pro 10.5 verður einnig áfram í boði á sama verði fyrir milli­stétt­ina.

Það er aug­ljóst að þegar Adobe kynnti fyrr í mán­uð­inum Photos­hop fyrir iPad þá var það hugsað fyrir þennan iPad. Alvöru vinnu­tæki með nægi­legt afl og geymslu­pláss (allt að 1TB) fyrir alvöru vinnu. Eina sem Apple þarf bara að gera er að sann­færa aðra app fram­leið­endur að iPad sé alvöru tölva sem þarf alvöru for­rit. Bara að Apple myndi nú leyfa alvöru vafra á iPa­d…en það er önnur umræða fyrir annan tíma.

Heilt yfir var þessi við­burður góð­ur. Gott flæði og lítið um óþarfa blað­ur. Lekar voru færri en fyrir mán­uði og margt sem kom á óvart. Það er aug­ljóst að á mörgum sviðum er Apple hætt að keppa á verð­um. iPhone þarf ekki að vera á verð­bili ann­arra síma. iPad þarf ekki að huga að verð­inu á Surface. Apple Watch er ekki að keppa við neinn annan fram­leið­anda snjallúra. Miðað við þær vörur sem fyr­ir­tækið hefur kynnt á síð­ustu vikum er lík­legt að fyr­ir­tækið haldi áfram að vera það verð­mætasta í heim­i.   

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk