Fæðan fyrstu árin ræður örveruflórunni

Ný rannsókn undirstrikar enn og aftur hversu mikilvæg móðurmjólkin er fyrir ungabörn.

Barn á brjósti
Auglýsing

Umræðan um örveruflóruna heldur áfram. Það að viðhalda heilbrigðri örveruflóru er ekkert grín, og getur heilbrigði þarmanna haft heilmikið að segja um heilbrigði okkar sem einstaklinga. Það er því skiljanlegt að fólki sé mikið í mun að koma skikki á þessar milljónir lífvera í líkama okkar.

Þegar við komum í þennan heim er líkami okkar svo gott sem bakteríu laus. Hvernig fæðingin á sér stað, þ.e. hvort við eru tekin með keisaraskurði eða fæðumst í gegnum leggöngin hefur sýnt sig að hefur áhrif á örveruflóru okkar. Annar mjög stór þáttur í uppbyggingu örveruflóru ungra barna er svo auðvitað fæðuval.

Móðurmjólkin er sú fæða sem er ætluð ungabörnum og er hún ekki aðeins fullkomlega samsett af næringarefnum fyrir nýbura heldur inniheldur hún einnig efni sem stuðla að heilbrigðri örveruflóru. Í rannsókn sem var birt í Nature í síðasta mánuði staðfestir vísindahópur við Newcastle University þetta í örveruflóru hátt í 800 ungabarna.

Auglýsing

Til að skoða þróun örveruflórunni voru gerðar raðgreiningar úr saursýnum barnanna frá 3ja mánaða aldri þeirra og allt þar til þau urðu 46 mánaða. Í árum talið eru 46 mánuðir svo gott sem 4 ár.

Í rannsókninni kemur skýrt fram hvernig móðurmjólkin viðheldur vexti Bifidobacterium baktería en þær teljast almennt góðar fyrir heilsu okkar (probiotics). Um leið og börn fara að borða fasta fæðu verða heilmiklar breytingar á örveruflórunni, sem sér í lagi sést á aukningu Firmicutes baktería helst á kostnað Bifidobacterium.

Firmicutes eru mjög algengar í örveruflóru fullorðinna einstaklinga, enda eru börn sem eru að byrja að borða fasta fæðu að mynda sína eigin örveruflóru sem mun fylgja þeim fram á fullorðins ár. Samkvæmt mælingum rannsóknarhópsins er örveruflóran einmitt nokkurn veginn stöðug þegar börn hafa náð 30 mánaða aldri (sem samsvarar 2,5 ári).

Rúmlega fyrsta árið eru börn að þróa með sér örveruflóru. Hún stjórnast m.a. út frá því hvort þau eigi eldra systkini, búi nálægt dýrum eða eru nærð á móðurmjólk. Frá 15 mánaða til 30 mánaða aldri verða svo miklar breytingar í örveruflórunni, vegna breytinga á fæðuvali sem endar svo í stöðugri flóru eftir tveggja og hálfs árs aldur.

Þessi rannsókn undirstrikar enn og aftur hversu mikilvæg móðurmjólkin er fyrir ungabörn. En á sama tíma hjálpar hún okkur að skilja hvaða þættir eru mikilvægir við þróun þurrmjólkur. Sum börn eiga einfaldlega ekki kost á því að fá móðurmjólk og því er mjög mikilvægt að við nýtum þá miklu vitneskju og tæknina til að afla hennar til að búa þessum börnum til fæðu sem kemst eins nálægt því og mögulegt er.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk