Sáðfrumur spila stærra hlutverk í fósturláti en áður var talið

Nýjar rannsóknir eru að breyta viðhorfi til orsaka fósturláta. Um 60 prósent þeirra stafa af erfðagalla sem bendir til þess að sáðfrumur spili þar hlutverk.

sæði
Auglýsing

Flestir gera sér líklega grein fyrir því að hvert fóstur sem til verður í gegnum kynmök karls og konu er samsett úr erfðaefni beggja einstaklinga. Þrátt fyrir þetta hefur ástæða fósturláts almennt verið tengt við konuna sem gengur með barnið fremur en karlmanninn. Nýjar rannsóknir á þessu sviði eru að breyta þessu viðhorfi með því að sýna fram á hlutverk sáðfrumna í fósturlátum.

Raunin er sú að um 60% fósturláta stafa af erfðagalla sem bendir til þess að sáðfrumur spili hlutverk. Vísindamenn við Imperial College í London birtu nýverið grein í tímaritinu Clinical Chemistry sem fjallar um einmitt þetta.

Gæði sáðfrumna mikilvæg

Alls var sæði 110 karlmanna rannsakað. 50 þeirra áttu það sameiginlegt að eiga maka sem hafði misst fóstur þrisvar sinnum eða oftar. Hinir karlmennirnir áttu maka sem ekki höfðu misst fóstur svo vitað væri. 

Auglýsing

Í ljós kom að í sáðfrumum þeirra karla sem áttu maka sem misst höfðu fóstur var að finna tvisvar sinnum meira galla í erfðaefni sáðfrumna þeirra.

Þessar niðurstöður gefa til kynna að hjá pörum sem glíma við endurtekin fósturlát sé mikilvægt að kanna gæði sæðis hjá karlmanninum ásamt þeim rannsóknunum sem konan gengur sjálf í gegnum til að reyna að varpa ljósi á vandann.

Staðfesta niðurstöður eldri rannsókna

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sýnt er fram á mikilvægi heilbrigðs sæðis. Meðal annars hafa fyrri rannsóknir sýnt fram á að sáðfruman spili hlutverk í myndun fylgjunnar sem sér um að færa fóstrinu súrefni og næringarefni. 

Rannsóknir hafa að auki sýnt fram á að ofþyngd og hærri aldur karlmanna geta haft áhrif á gæði sáðfrumnanna sem þeir framleiða. Þetta var einmitt raunin í rannsókninni sem hér er rætt um. Þeir karlmenn sem áttu maka sem misst höfðu fóstur voru líklegri til að vera eldri og þyngri en þeir sem áttu maka sem ekki höfðu misst fóstur.

Það er í raun merkilegt að þetta viðfangsefni sé ekki betur þekkt en raun ber vitni. Aukinn skilningur á þessu sviði munu á komandi árum vonandi gefa betri mynd af því hvað veldur síendurteknum fósturlátum hjá pörum og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir þau.

Fréttin birtist fyrst á Hvatinn.is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk